Tíminn - 11.10.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.10.1979, Blaðsíða 9
9 Fimmtudagur 11. október 1979 Ingibjörg Þorvaldsdóttir: faraldsfæti um Austurland minnisstæð, nóg af dýrum að i skoða, meira að segja þribura- kálfar, og fylgst var með hey- verkun og fleiru, móttökur og gestrisnin einstök. Um kvöldið var varðeldur i skemmtigarði bæjararins, sem var öllum opinn, og lögðu margir leið sina þangað. Árla er risið úr pokum næsta morgun, búferlaflutningar fram undan. Skátaflokkarnir voru keyrðir i rútum til Reyðarf jarðar, og þaðan hófst svo ferð er reyndi á skátana hvern og einn, svo og allan flokkinn i heild. Það var ganga um hina fornu alfaraleið frá Reyðarfirði og upp á Skriðdal, um 18 km, og áætlað að hún tæki um 6 tima. bau báru ekki farangur, utan nesti. Þokan er niður fyrir miðjar hliþar, og þeim svipar til fyrstu landnámsmanna, þar sem þau halda af stað, hver flokkur út af fyrir sig, og þó meö i þeirra för er kort og áttaviti, og til frekara öryggis eru verðir á þremur stöðum á leiðinni, meö labb-rabb stöðvar. r Starfsliðið hefur mörgu aö sinna, fella tjöld, ganga frá svæði og keyra upp á Skriðdal. Það fór að birta i lofti og er við nálguðumst Héraðið var komin sól og hiti. Það stóð heima, að ; þegar flutningabilar komu á Skriðdal, sást brátt til fyrstu skátaflokkanna. Ferðin hafði fengið i alla staði ágætlega. Rétt i sama mund birtist á svæðinu elskulegur eldri bóndi frá Flögu, hinum megin i dalnum, hann er kominn þeirra erinda að bjóða skátana velkomna i dalinn. Nú Matreiöslan undirbúin. var setst að á landnámsjörðinni Arnhólsstööum. Hver skátaflokk- ur fékk úthlutað svæði, og nú hófst hið eiginlega tjaldbúðalif, þar sem hver flokkur sá algjör- lega um sig, og var nú byggt og borið, brasað og masað og margar skemmtilegar hug- myndir komu i ljós. Er ekki að orðlengja það, en að nokkrum stundum liðnum var þar risir; fal- 'leg tjaídborg með öllu tilheyr- andi. Það var viðsýnt og fagurt að lita yfir Skriðdalinn og Múlakoll- urinn stendur vörð þegar þreytt- ir, en ánægðir, ferðalangar leggjast til hvildar. Næsti dagur er notaður til alls konar skátastarfa, tjaldbúða- starfa, t.d. turnbygginga, flug- drekagerðar, ratleikja, áfanga- verkefna o.s.frv. Einnig heimsóttu flokkarnir marga sveitabæi. Laugardagur rann upp sólbjartur og fagur. Nóg var að starfa, þvi nú átti að opna svæöið almenningi. Settar voru upp sýn- ingará verkefnum ársins „skáta- lif er þjóðlif”, margar vel unnar og athyglisverðar úrlausnir. Það eru þó nokkuð margir, bæði úr nágrenninu og lengra að komnir, sem skoða svæðið og eru svo meö á varöeldi, sem alltaf er stórt atriöi á öllum skátamótum. Þar gekk fram hreppstjóri þeirra Skátar hlýöa á boöskap dagsins. Skriðdælinga og þakkaði skátum komuna i dalinn. Lokadagur, sunnudagurinn, var tekinn snemma. Nú var aö búast til heimferðar, ganga frá farangri og svæði, allt á að vera sem ósnert er frá er horfið, og með góðri stjórn hefst það. Siðan var ekið i Hallormsstaðaskóg, þar sem við áttum ennþá nokkrar stundir saman, með göngu um skóginn og endaði með helgi- stund. Siðan var haldið til Egils- staöa og hringnum þar með lokið. Mótinu var slitiö á sama stað og lagt var upp frá fyrir viku. Við vorum viðsvegar af land- inu, en áttum hér saman dásam- lega daga, fulla af vinnu og leik, allt hafði gengið slysalaust og tekist stórvel. Bæði hátt og i hljóði strengdum viö þess heit að hittast á landsmóti skáta viö Akureyri sumariö ’81. Skátahreyfingin á Islandi á örugglega eftir aö njóta góðs af þessu móti, og þá þjóðin lika um leið, þvi „skátalif er þjóölif”. Þeim félögum, sem skipulögðu og stjórnuðu mótinu, tókst með ágætum, ómæld vinna var lögð fram af fúsum vilja, uppskeran á eftir að koma i ljós á næstu árum. Asbúar, Nesbúar og allir aðrir Austfirðingar, við þökkum frá- bærar móttökur. í öllum lengdum Þakjárnið fæst í öllum lengdum upp að 10 metrum. Einnig í „standard" lengdum frá 6-13 fet. Höfum einnig fyrirliggjandi: KJÖLJÁRN ÞAKPAPPA RENNUBÖND ÞAKSAUM B.B. fyrir þá sem byggja BYGGINGAVÖRUR HE Suðurlandsbraut 4. Sími 33331. (H. Ben-húsið). KAUPIÐ TÍMANN AUKIN PJONUSTA Hjá okkur er staddur Ing. Otto Beichhardt ráðgjafi frá verksmiðjunum og mun hann gefa Wartburg eigendum góð ráð i meðferð bilsins. Komdu með bilinn að Varahlutahúsinu við Bauðagerði og þú færð þér að kostnaðarlausu skoðun, góð ráð og umsögn um bílinn. I TRABANT/WARTBURG UMBOÐÍÐ Vonarlandi v/Sogaveg - Simar 33560 ■ 37710 -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.