Fréttablaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 6
Ætti að banna reykingar við akstur? Ertu sammála hugmyndum dómsmálaráðherra um varalið lögreglunnar? „Það þarf klárlega að gera eitthvað í sæstrengjamálum ef áætlanir um netþjónabú eiga að verða að veruleika,“ segir Hall- dór Jörgensson, framkvæmda- stjóri Microsoft á Íslandi. Hug- myndir um íslenskt netþjónabú á vegum Microsoft eru á viðræð- ustigi eins og fram kom í Frétta- blaðinu í gær. „Ég held að um leið og einhver segist vera tilbúinn að gera eitt- hvað svona á Íslandi þá komist hjólin á skrið,“ segir Halldór. „Að öðru leyti vil ég sem minnst um málið segja.“ Íslenska gagnavistunarfyrir- tækið Data Íslandia hefur einn- ig sýnt áhuga á því að setja upp stórar gagnageymslur hér á landi, sem myndu þjónusta erlend stór- fyrirtæki. Guðmundur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Farice hf., segist eiga von á því að ákvörðun varð- andi nýjan sæstreng, Farice-2, verði tekin fljótlega eftir páska. Ætlunin sé að gera botnrannsókn- ir í sumar og leggja hann svo sum- arið 2008, annað hvort til Skot- lands eða Írlands. „Það er alveg á hreinu að starf- semi á borð við netþjónabú og gagnageymslur koma ekki hingað nema nýi strengurinn sé tilbúinn,“ segir hann. Loftferðasamning- ar við Danmörku, Noreg og Sví- þjóð voru undirritaðir í utanríkis- ráðuneytinu í fyrradag. Að því er segir í fréttatilkynningu frá ráðu- neytinu koma samningarnir í stað eldri samninga frá 1950 til 1960 og fela í sér aukin flugréttindi ís- lenskra flugrekenda. Í samningunum við Noreg og Sví- þjóð felast meðal annars ótakmörk- uð réttindi til flugs til þriðju ríkja, en í samningnum við Danmörku eru þessi réttindi rýmkuð.Einnig eru réttindi til farmflugs frá þriðju ríkj- um til Norðurlandanna þriggja án viðkomu á Íslandi ótakmörkuð. Skrifað undir flugsamninga Dorrit Moussai- eff forsetafrú liggur nú lærbrotin á sjúkrahúsi í Aspen í Colorado-ríki Bandaríkjanna. Forsetafrúin lærbrotnaði og brák- aði önnur bein þegar hún lenti í slysi á skíðum síðdegis á þriðjudaginn. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta fór Dorrit í nokk- uð stóra aðgerð, en líður vel eftir at- vikum. Hún þarf að liggja á sjúkra- húsinu í nokkra daga enn. Ólafur Ragnar Grímsson forseti var staddur í Washington í gær, en stytti dvöl sína þar og flaug til konu sinnar í gærkvöld. Hann mun dveljast hjá henni fram á sunnu- dag, en þá hefst dagskrá heim- sóknar hans í Bandaríkjunum að nýju. „Beinbrot almennt séð geta tekið allt frá nokkrum vikum til tveggja mánaða að gróa,“ segir Aðalsteinn Guðmundsson læknir, en hann situr í stjórn Beinverndar. Aðal- steinn segir að erfitt sé að meta ein- stök mál úr fjarlægð, en þegar fólk brotni eftir miðjan aldur, sé undir- liggjandi orsök yfirleitt beinþynn- ing. Það sé þó engan veginn einhlítt, heldur fari eftir eðli áverka hverju sinni. Liggur lærbrotin í Aspen Horfur eru á góðri afkomu í rekstri hins opinbera á þessu ári en líklegt að rekstraraf- gangurinn snúist í halla á næsta ári. Horfur fyrir árið 2009 eru talsvert verri. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Peningamála, sem Seðlabanki Íslands gefur út. Með lækkandi tekjum og vax- andi útgjöldum snýst rekstraraf- koma ríkisins úr rúmlega fimm prósenta afgangi árið 2006 í tæp- lega sex prósenta halla árið 2009. Tekjur lækka 2008 vegna þess að skattar fyrirtækja vaxa ekki jafn mikið og áður, einkaneysla og innflutningur dragast saman og neysluskattar skila minni tekjum. Útgjöld ríkissjóðs hækka um tæp fimm prósent að raungildi og þá mestmegnis vegna stóraukinna fjárfestinga. Árið 2009 lækka tekjur ríkis- sjóðs um níu prósent að raungildi, eða um tæpa 30 milljarða króna af sömu ástæðum og árið 2008. Að auki lækka vaxtatekjur í takt við lækkandi innlenda vexti. Útgjöld ríkissjóðs aukast um 2,5 prósent, til dæmis vegna meira atvinnu- leysis. Halli ríkissjóðs nemur um 60 milljörðum króna. Árni Mathiesen fjármálaráð- herra segir að langtímaáætlun fjármálaráðuneytisins geri ráð fyrir að tekjur og gjöld verði nokkurn veginn í jafnvægi en álver og stóriðja séu ekki inni í þeim áætlunum. „Það verður áfram vandasamt að stýra ríkissjóði og efnahags- málum þjóðarinnar og gera það af skynsemi og yfirvegun og stór högg væru sennilega það hættu- legasta sem gerðist,“ segir Árni. „Tíðin hefur verið mjög hag- stæð á undanförnum árum. Rík- issjóður stendur mjög vel í dag. Hann er undir það búinn að það komi erfiðari tímar. Hann getur tekið á móti því og á að gera það. Það er aðalatriði málsins,“ segir Einar Oddur Kristjánsson, vara- formaður fjárlaganefndar. Gunnar Ólafur Haraldsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir spá Seðla- bankans fyrir næstu árin ekki koma á óvart, hún sé í samræmi við spár á markaðnum. Óviss- an aukist eftir því sem spáð er lengra fram í tímann og snúist um stóriðjuframkvæmdir. „Fljótlega eftir kosningar ætti að koma í ljós hverjar horfurn- ar eru í stóriðjumálum. Bankinn spyrnir þar greinilega við fótum. Ef farið verður í miklar stóriðju- framkvæmdir verði áframhald- andi aðhald í peningamálum,“ segir hann. Umskipti í ríkisfjár- málum næstu árin Horfurnar í rekstri hins opinbera fara versnandi næstu árin. Rekstrarafgangur snýst í halla strax á næsta ári og versnar enn árið 2009. Óvissan er þó talsverð. Ríkissjóður er undir þetta búinn, að mati varaformanns fjárlaganefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.