Ísafold - 30.09.1878, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.09.1878, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD. 95 |>að er hvorttveggja, að náttúran hjer á landi er örðug viðfangs, enda hjálpa íslendingar sjálfir margvíslega til að eyðileggj a landið. T.ærdómslistafj elags- ritin gömlu I. B. hafa ritgjörð inni að halda um „meltakið í Skaptafellssýslu“, sem ljóslega sýnir fram á, hvílík guðs- gjöf melurinn er, ekki að eins til skepnu- og manneldis, heldur og til að verja graslendi gegn sandfoki. Skýrir kunn- ugur maður þar frá, að ef melurinn sje haganlega tekinn, þá bæði aukist gras- ávöxturinn og rótatágarnar kvíslist meir og meir fram undir sandinn og bindi hann. En í stað þess láta Skaptfell- ingar sjer ekki nægja að slá og beita melinn, en rifa ræturnar til tróðs og meljutilbúnings og efla sjálfir sandfokið með þessu móti. Á þjóðjörðunum er venjan sú að landsetar láta jarðirnar fyrst niðurníðast af sandfoki, og sækja síðan um linun í afgjaldinu, eða afdrátt fyrir sandmokstur. Landstjórnin fer eptir meðmælum sýslumanns og um- boðsmanns, og allt fer versnandi, þang- að til jarðirnar eru komnar af, landi, landssjóði og landsbúum til jafnmikils skaða. f>að er óhætt að segja, að á síðustu 50 árum hefir mikill partur af Meðallandinu farið af, með fram af ó- haganlegu melrifi eins og líka af því, þar sem meltak er ekkert, að ekki hefir verið sáð mel í sandinn, til þess að binda hann. Sumtakið, sem kallað er, eða rætur melsins eru rifnar af manna höndum til meljugjörðar, pen- ingur er látinn rifa hlífðarlaust það sem eptir er, blaðkan, sem aldrei má snerta er bæði slegin og skorin að vorinu til, þar sem aldrei má að skaðlausu taka nema stöngina. í Danmörku eru menn nú svo langt komnir í þessu efni, að búið er að mestu að binda sandinn á vesturströndum Jótlands, þar sem sandurinn áður var búinn að leggja heila bæi, t. d. Gamle Skagen, í eyði. Enda hafa Danir bæði haft hörð lög gegn melrifi, og fram fylgt þeim. Dönsku Lög Christíans 5. 6.—17.—29. leggja harðasta þjófsstraff við að rífa mel („Marehalm“, „Klittetag“), þjófs- nautsstraff við að taka við honum, af þeim semrífa, en hjá oss gefur stjórnin eins og Stjórnartíðindin víða sýna, upp á vissan máta verðlaun fyrir að skemma landseignir með þessu móti, það er að skilja, hún setur niður eða eptir gefur jarða-afgjöldin, þegar búið er að skemma jarðirnar. J>að er næstum því hrylli- legt að vita til þess, hvernig beztu jarð- ir í Meðallandi, Álptaveri og víðar eru farnar. Á Sauðhúsnesi í Álptaveri þurfti fyrir skemmstu 70 dagsverk til þess að moka sandinn af túnum eptir eins dags sandfok í ofviðri. Undir- hraun og Grímsstaðir í Meðallandi eru orðin túnalaus, og sandurinn færir sig smámsaman upp á mýrarnar sem nú eru þær einustu slægjur þessara jarða. J>að er vissulega mál til komið, að ein- hverjar ráðstafanir verði gjörðar af hálfu hins opinbera, til þess fyrst að rann- saka, hvað við þessu tjóni verði gjört og því næst til þess að beita þeim meðulum, sem hentust þykja í þessu efni. Væri .óskaráð að fá hingað danskan, en duglegan danskan mann, sem kunnugur er á Jótlandsskaga, einn af þeirra svo kölluðu „Klitte“mönnum, til þess með einum kunnugum Skapt- fellingi og einum greindum manni úr öðru plássi að rannsaka þetta málefni til hlítar, og væri nokkru af því opin- bera fje, sem veitt er til jarðabóta eins vel varið til þessa augnamiðs, eins og til þess að styrkja suma hverja af þeim mönnum á útlendum búnaðarskólum, sem nú dvelja þar. Vjer trúum því ekki, að þetta velferðarmál landsins verði lengi látið liggja í þagnargildi, enda skulum vjer ekki láta vort eptir liggja að minna á það. Útlendar frjettir Khöfn, 31. ágúst 1878. Austrcena málið. Tyrkinn er jafnan sjálfum sjer líkur. Hann reynir nú á allarlundir að smeygja sjer undan Ber- línar-friðarskilmálunum, bæði leynt og ljóst, eptir því sem hann hefir áræði til. Grikkjum og Svartfellingum, sem eru minnstir postulanna, þeirra er lönd eiga að eignast frá Tyrkjasoldáni, segir stjórn- in í Miklagarði hreint og beint, að þeir fái ekki eina þúfu; Austurríkismenn þorir hún eigi að ganga í berhögg við, en rær undir upphlaupsmenn í Bosníu og Herzegówína, og styður þá í laumi til mótstöðu gegn liði keisarans, sem sent var þangað að friða landið sam- kvæmt Berlínar-friðnum; og loks er fullyrt, að Rússar eigi von á sama, þeg- ar þeir eiga að fara að taka við Batum, í miðjum næsta mánuði. Menn hafa því eigi mikið af friði að segja þar eystra enn, nema á pappímum. Aust- urríkismenn hafa verið að berjast í Bosníu allan þennan mánuð, og eiga þar mikið eptir óunnið enn. J>eir náðu loks höfuðborginni, Serajevo, 19, þ. m., eptir harða hríð dagana á undan og skömmu siðar Mostar, höfuðborg í Her- zegówína, en hafa lítið getað að hafzt síðan sakir liðskorts, en fá nú bráðum liðsauka heiman að, og eiga þá að verða 170,000 saman. Eptir friðaiskil- málunum átti soldán að heita yfirdrottn- ari landsins (Bosníu og Herzegówína) eptir sem áður, en Austurríkismenn að eins að hafa þar setulið fyrst um sinn; en nú þykjast þeir hafa komizt svo að keyptu, er þeir hafa orðið að sækja landið með vopnum oglátið fjölda manna, að maklegt sje, að þeir skili því aldrei aptur. J>ó segja síðustu fregnir, að Andrassy, utanríkisráðherra Austurríkis- keisara, muni vera búinn aðjátast skjal- lega undir yfirdrottnan soldáns að því, er lönd þessi snertir, en ótiltekið sje, hve lengi herinn Austurríkismanna eigi að vera þar. — Svartfellingar eru farnir að berjast við Tyrki út úr sneiðinni, sem þeim var ætluð, en Tyrkir vilja eigi sleppa, og Grikkir búa sig af kappi í sama skyni. Sagan segir, að Tyrkir hafi brugðið á forna venju við landslýð- inn í J>essalíu og Epirus, til að fá hann til að afsegja að ganga á hönd Grikkj- um : þeir beiti þar ofsóknum og pynd- ingum engu minni en í Búlgaríu í fyrra. Grikkir byggja upp á fylgi stórveldanna, í orði að minnsta kosti, ef eigi á borði; en margir spá, að Bretar muni naum- ast ómaka sig til muna þeirra vegna, hvað sem hinum líður. Frakkar og ítalir eru sagðir þeim (Grikkjum) helzt sinn- andi og jafnvel Rússar nú orðið. Kvis- azt hefir, að Rússar sjeu á leiðinni með her manns eitthvað austur á bóginn í áttina til Indlands, eigi þó beinlínis i því skyni, að fara að áseilast kunningja sína Breta þar, að minnsta kosti eigi að svo stöddu, heldur til að reyna að krækja í Afghanistan, og komast þann- ig í nábýli við hið indverska keisara- dæmi Bretadrottningar. Sem nærri má geta, er hinum eigi mikið gefið um slíkt nábýli. En þetta eru eigi nema tilgát- ur, og vonandi, að eigi dragi til neinna stórtíðinda. A Rússlandi verður að öðruhvoru vart við talsverða reimleika af „alþjóða- liðum“ og öðrum þess háttar kolapilt- um („nihilistum" o. fl.), þrátt fyrir hin römmu alveldisbönd, sem ríkið er vafið í, eða ef til vill einmitt fyrir þeirra sök. Nýtt dæmi þess er talið morðvíg það, er unnið var í Pjetursborg 16. þ. m., á einum vildarmanni keisara, Menzenoff hershöfðingja, yfirlögreglustjóra ríkis- ins. Morðinginn gekk að honum á stræti úti um hábjartan dag og lagði hann í gegn með rýting, stökk síðan í vagn og ók burt í snatri með einhverjum af fjelögum sinum, og hafa eigi orðið festar hendur á honum enn, svo að sann- spurt sje. Rússneskur auðmaður einn, ónafngreindur, hefir lagt 50,000 rúbla til höfuðs honum, enda hefir alstaður mælzt hið versta fyrir víginu, því að Menzenoff var einkarvel látinn. Sumir segja, að auðmaðurinn muni vera keis- arinn sjálfur. Honum kvað hafa orðið mjög um, er honum barst morðsagan. A pýdialandi eru þingkosningar nýgengnar um garð. J>ær þóttu takast miður en stjórnin (Bismarck) ætlaðist til eða bjóst við; þó eru hennar fylgis- menn fleiri en hinir. Hið nýja þing á að byrja starf sitt á nýjum lögum gegn sósíalistunum á J>ýzkalandi, sem þykja orðnir allhættulegir, en frumvarp stjórn- arinnar þykir svo strembið, að margir spá því bana á þinginu, þrátt fyrir at- fylgi Bismarcks, sem sagt er að ætli að ganga þar sjálfur á hólm fyrir því, — Hödel, sá er Vilhjálmi keisara veitti banatilræði, í vor (hið fyrra), var höggv- inn 16. þ. m., eptir dómi og að boði Friðriks keisaraefnis, en eigi keisara sjálfs, af því að hann átti hlut að máli. Sagt er, að keisari hafi sjálfur viljað

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.