Ísafold - 22.08.1883, Blaðsíða 4

Ísafold - 22.08.1883, Blaðsíða 4
80 Dalasýslu — »þá er glögg skýrsla er fengin um, hvor betur sje til fallinn«). 21. Lög um friðun hvala. 1. gr. Allir hvalir, nema hnísur og höfrungar, skulu friðaðir fyrir skotum á tímabilinu frá 1. marz til 1. nóvember ár hvert. 2. gr. A tímabili því, sem nefnt er í 1. gr., má veiða hvali, ef það er eigi gjört með skotum, sem byssur eða þess konar eldvopn eru höfð til, svo sem með því að reka hvali á land, skutla þá með handskutli, eður á annan hátt. 3. gr. Finnist skot með þing- lýstu marki í hval, sem annaðhvort kemur á reka eður finnst dauður á floti, skal skot- maður engan hlut vrr honum fá, nema hann sanni, að hann skaut hval þann á tímabili því, sem eigi er bannað að skjóta hvali. 4. gr. Brot gegn lögum þessum varða allt að 2000 kr. fyrir hvern hval, sem ólöglega er veiddur, og renna sektirnar í landssjóð. 5. gr. Með sektamál eptir lögum þessum skal farið sem opinber lög- reglumál. 22. Lög urn afnám amtmannaembœttanna og landritaraembættisins, sem og um stofnun ffórðungsráða. 1. gr. Amtmannaembættin og landritaraembættið skulu lögð niður og einn skrifstofustjóri skipaður undir lands- höfðingja með 4000 kr. árslaunum. Auka skal skrifstofufje landshöfðingja um 1000 kr. Mál þau, er nú eru lögð undir amtmenn- ina, og eigi við koma þeim sem forsetum amtsráðanna, skal skipt milli landshöfðingja og sýslumanna, eptir reglum þeim, er ráð- gjafinn fyrir Island ákveður. 2. gr. I stað amtsráðanna komi fjögur fjórðungsráð, sitt í hverjum landsfjórðungi. I Sunnlendinga- fjórðungi skulu vera þessi sýslufjelög: Yestur-Skaptafellssýsýa, Bangárvallasýsla, Yestmanneyjasýsla, Arnessýsla, Gullbringu- og Kjósarsýsla og Borgarfjarðarsýsla; í Vestfirðingafjórðungi: Mýrasýsla, Snæíells- nessýsla , Dalasýsla, Barðastrandarsýsla, ísafjarðarsýsla og Strandasýsla; í Norð- lendingafjórðungi Húnavatnssýsla, Skaga- fjarðarsýsla, Eyjafjarðarsýsla, Suður-þing- eyjarsýsla og Norður - þingeyjarsýsla; í Austfirðingaf jórðungi: Norður - Múlasýsla, Suður-Múlasýsla og Austur-Skaptafellssýsla. Fjórðungsráðin hafa allan hinn sama starfa á hendi, sem amtsráðin hafa haft. 3. gr. í fjórðungsráði hverju skal vera einn full- trúi úr hverju sýslufjelagi fjórðungsins, skal hann kosinn til 6 ára á manntalsþingum sýslunnar, og atkvæði talin sarnan að af- loknum þingum af sýslumanni og tveim mönnum, er sýslunefndin hefur til þess kvatt. Úm kosningarrjett og kjörgengi til fjórðungsráðs gilda sömu ákvæði, sem til sýslunefndar. f>rem árum eptir að fjórð- ungsráð hefir verið sett í fyrsta skipti, geng- ur úr þvf eptir hlutkesti helmingur hinna kosnu fjórðungsfulltrúa, eður, ef tala þeirra stendur á stöku, þá meiri hlutinn, og skal kjósa aðra í staðinn. Að þrem árum liðn- um ganga úr hinir, sem eptir eru, o. s. frv., annar hluti ráðsins þriðja hvert ár. Lands- höfðingi skipar, auk hinna kosnu fjórðungs- fulltrúa, forseta í fjórðungsráð hvert; hefir hann atkvœðisrjett í ráðinu, og að öllu sama ætlunarverk, sem amtmenn hafa haft í amtsráðunum. Eigi er fundur fjórðungs- ráðs lögmætur nema meira en helmingur fjórðungsfulltrúa sje á fundi. Forsetar og fulltrúar í fjórðungsráðunum hafa sömufæð- ispeninga sem amtsráðsmenn hafa haft. Fyrir ferðakostnað og störf milli funda fá þeir og endurgjald eptir reikningi, er fjórð- ungsráðið samþykkir. 4. gr. þar sem tak- mörk fjórðunganna verða önnur en takmörk a-mtanna hafa verið, skal skipta jafnaðar- sjóðum og öðrum sameiginlegum sjóðum amtanna milli fjórðunganna eptir tiltölu við það, er goldið hefir verið til þeirra næstu 5 ár, áður en skiptingin fer fram. Um tekjur og gjöld fjórðungssjóðanna, er koma í staðinn fyrir jafnaðarsjóði amtanna, gilda hinar sömu ákvarðanir sem gilt hafa fyrir þá. 5. gr. j?ær lagaákvarðanir, sem koma í bága við lög þessi, skulu úr lögum numdar. Hitt og þetta. — Vefnaður úr mannshári. París er aðalmark- aður fyrir mannshár. Segir í frönskum verzlunar- skýrslum, að þar seljist af því 200,000 pd. á ári. Nokk- uð er innlent, frá Frakklandi sjálfu, og er mjúkt og fagurt; sumt frá Ítalíu, það er svart og langt; sumt frá Norðurþýzkalandi, það er ljósleitt. Svo kemur líka mikið frá Kína, en er af lakara tagi ekki eins mjúkt og voðfellt eins og hár Norðurálfu- manna. Mannshár er eða hefir til þessa verið haft mest i ýmsan umbúnað til fyllingar eða annara umbóta á hári kvenna, er þess þurfa eða tízkan býður. En með því að mannshár er ákaflega haldgott, er nú farið að taka upp á því að gera úr því vefnað. Á einum fundi hins enska vísindafje- lags í sumar sýndi maður einn, William Damson, ýmsa muni úr mannshári, og gat þess um leið, að systir sín væri að láta vefa úr 3,500 pundum af mannshári nýjan vefnað, mjög ljettan og smágjörfan, og mundi líkur alpaka. Annar maður hefir unnið saman bómull og mannshár, í sjöl, er kváðu vera bæði einstaklega hlý, ljett og endingargóð. Auglýsingar. ísafold d að koma út ekki sjaldn- ar en á hverjum miðvikudegi í sumar fram til veturnótta. Til sölu á afgreiðslustofu ísafoldar: Gröndals Dýrafræði.................... 2:25 Gröndals Steinafræði ............... 1:80 íslandssaga þorkels Bjarnasonar ...... 1:00 Ljóðmæli Gríms Thomsen ............... 1:00 Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarsson 0:90 U ndirstöðuatriði búfj árræktarinnar, eptir sama......................... 0:50 Erlevs landafræði, önnur útgáfa...... 1:25 Umnotkun manneldis í harðærum, ept- ir Dr. J. Hjaltalín (1878)........ 0:30 Skilagrein fyrir fje því, sem til þessa (júlímánaðarloka 1883) hefir verið gefið til minnisvarða yfir Hallgrím Pjetursson. kr. a. Ása-prestakall. Mýrar og með- allands-þing............... 36 57 Utskála og Hvalsnessóknir . . 78 00 Hrepphóla Stóranúpssóknir . 16 00 Bergstaða prestakall.... 6 00 Staðarsókn á Beykjanesi . . 28 00. Hofteigsprestakall (Jökuldalur) 26 00 Sauðlauksdalsprestakall . . 30 34 Skorrastaðaprestakall . . 12 00 Laufáss-prestakall .... 5 00 Biskupinn yfir Islandi . • . 20 00 Lárus Pálsson læknir ... 2 00 Mýraþing í Dýrafirði ... 18 39 Gilsbakka-prestakall ... 54 00 Auðkúlu-prestakall ... 10 00 Staðarsókn í Steingrímsfirði ______8 55 350 85 Yextir...................... 8 6 358 91 Ofanskrifað fje er 1 höndum mínum. Til Snorra sáluga Pálssonar verzlunarstjóra á Siglufirði voru, eptir síðasta brjefi hans til mín, inn komnar 400 00 þar á meðal frá Beykholts- prestakalli, 30 kr. alls 758 91 Varla verðurráð fyrir því gjört, að minn- isvarði, nokkurn veginn samboðinn þeim manni, sem minnisvarðinn á að vera vfir, geti fengist fyrir minna en 1000 kr, og hefir því alþingismaður Tryggvi Gunnars- son, B. af Dbr. heitið mjer því, ásamt mjer að veita þeim samskotum viðtöku, sem enn þá kynnu inn að koma, og um nokkuð meira fje hafa þegar loforð veriðgefin. p. t. Beykjavík í júlímánuði 1883. Grímur Thomsen — Til minnisvarða yfir Hallgrím Pjeturs- son hef jeg frá herra Eggert Laxdal á Akureyri meðtekið.................4 kr. frá hr. prófasti |>. þórðars. í Beykholti 20 — Samtals 24 kr. 14. ágúst 1883. Grimur Thomsen Skip til sölu Sköjte nSildem, 23,42 tons brutto, byggð í Noregi úr góðri eik og í ágætu standi, fæst til kaups hjá undirrituðum. Hún hefir seinast verið höfð fyrir skemti- skútu, en er einnig vel löguð til þorskveiða hjer við land. Akureyri 9. ágúst 1883. Olaus Hausken. Uppboðsauglýsing. Föstudaginn hinn 24. þ. m. kl. 10. f. m. verður opinbert uppboð haldið í »Glasgow« hjer í bænum, og þar seldur hæstbjóðend- um ýmislegur fatnaður og aðrar vörur svo sem mikið af »steintöi«, tilheirandi John Lewis og Tiersey frá Leith. Söluskilmálar verða birtir á uppboðs- staðnum á undan uppboðinu. Skrifstofu bæjarfógeta í Beykjavík h. 20. ágúst 1883. E. Th. Jónassen. 13” þann 15. þ. m. tapaðist brúnn hestur með hvíta stjörnu í enni og hvítann vinstri apturfót, óaffextur, ómarkaður, góðgengur 6 vetia gamall. Finnandi er beðinn að koma honum til Sigurðar bónda í Gröf í Mosfellssveit, mót sanngjarnri borgun. — Ollum þeim mörgu, sem heiðruðu manninn minn og sýndu mjer hluttekn- ingu f sorg minni með því að fylgja hon- um til grafar, hinum heiðruðu embættis- bræðrum hans, er kauplaust fluttu ræður við jarðarför hans, þeim öllum, sem í verki hafa með stórmannlegum og höfðinglegum gjöfum reynt að mýkja brodd eymdar minn- ar og einstæðingsskapar, votta jeg hjer með mitt innilegasta hjartans þakklæti. Stödd í Beykjavík 13. ágúst 1883. Vilhelmína Steinsen. — Á nœstkomandi vetri gceti unglings- maður fengið hjá mjer tilsögn og verklega œfingu í bókbandi. Bvík, —1883. Br. Oddsson. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.