Ísafold - 16.10.1893, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.10.1893, Blaðsíða 1
Keraur út ýmist einu sinni eða trisvar í viku. Ver?) árg (75—80 arka) 4 kr., erlendis 6 kr. eða l1/* doll.; borgist fyrirmibjan júlimán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vi& áramót. ógild nema komm sje til útgefanda fyrir 1. októ* berm. Afgroibslustofa blabs- ins er í Austurstrœti 6, XX. árg. Reykjavík, mánudaginn 16. okt. 1893. 69. blað. Munið eptir, að fylgiritið („Frið- nr sje með yöur“, eptir H. Drummond), fá þeir einir kaupeudur ísafoldar, sein «kuldiausir eru nú eða verða fyrir blaðið i lok 1». á. Bókarfregn. _____ 9 LJÓÐMÆLT eptir Einar Ilj'órleifsson. Reykjavík 1893. 64 bls. 8. Einar Hjörleifsson er þjóðkunnur maður orðinn fyrir löngu bæði fyrir skáldskap sinn og biaðamennsku. Hann var einn af 4, er gáfu út »Verðandi« forðum. En áð- ur en »Verðandi« kæmi út, heyrði jeg hon- um eignaða eina skáldsögu, er nefndist »Hvorn eiðinn á eg að rjúfa« og var fylgi- rit við blaðið »Skuld«. Sú saga fjell al þýðu manna betur í geð en »Upp og nið- ur«, er hann ritaði í »Verðandi«. Fyrir nokkrum árum kom skáldsagan »Vonir« frá liendi sama höf., »glettin genta« vestan um haf, full af amerísku fjöri og »fleyg- ingslifl«. Ljóðasafn þetta er snoturt útlits og fyr- irferðarlítið. Það lætur ekki mikið yfir sjer, en leynir raunar vexti. Það eru ekki nema um 30 kvæði, og flest stutt, sum ör- stutt. En það sannast, að mörgum þykir vænt um þetta kver, sem kynnist þvi. . Jeg man ekki til að jeg hafl í annan tíma kennt þægilegra yls af lestri ijóðmæla en • er jeg yfirfór þetta litla safn í fyrsta sinn. Það sem einkennir flest kvæðin, er eitt- 'hvað svo ljúft og þýtt og ynnilegt, að það heillar lesandann. Yrkisefnið er optastsmátt, ■en það er heldur ekki verið að fletja það út og teygja í flmbulfambaðar langlokur. Skáldið segir það sem hann þarf að segja •eða ætlar sjer að segja í hjer um bil svo fám orðum, sem hægt er, ogi er það mikill kostur, slíkri mærðaröld sem vjer nú lil- um á. Og búningurinn er eptir því lipur ■og þýður. Jeg held mjer sje óhætt að segja, að ekki liafi öðrum islenzkum skáld- um betur tekizt hvað það atriði snertir síðan Jónas Hallgrímsson leið. Meðal annars, sem furðuvel fer á, eru hin ein- földu viðkvæði, er hann bregður nokkrum sinnum fyrir sig, t. d. »seint kemur sól í þann bæinn«, og »nú er hann — nú er hann dáinn«, »(og veglegur mannsandinn frjáls sje og glaður) um jólin« o. s. frv. Þó að mest beri á viðkvæmni og þýðleik í flest- um kvæðunum, þá bregður þar einnig fyrir kraptaljóðakynjuðum tilþrifum, svo t.d.íkvæðinu »Bólu-Hjálmar«: »Það dundi svo þungt sem græðis gnýr, er gengur að • ofsaveður«. Af hinu taginu þykir mjer einna vænst um »Sigling lífsins« og »Eptir barn«. »Vorvísur«, »Jól« og »Nýár« er einnig mikið fögur kvæði, og sömuleiðis »Endurminningar« (Gestur Pálsson). Jeg fyrir mitt leyti kann höf. beztu þakkir fyrir þetta hans »litla og laglega ess«, svo jeg taki mjer í munn alkunn ljóðasafns-inngangsorð annars skálds, og vildi gjarnan eiga von á meiru. B. Ritstjórinn með „framfarirnar“ og „frelsið“. >Fagurt galabi fuglinn sá í *framfaranna« lundi*. Ritstjóri »Fj.konunnar« heflr nú tvisvar hvað eptir annað gert ritgerð mína »um landbún. ísl. fyrrum og nú« að umtalsefni í blaði sinu, og er síðari grein hans um þetta efni all-langt »skrif«, »sæmilega dikt- að«. Hann hefir eigi »viljað láta hjá líða, að tilkynna lesöndum sínum til þóknan- legrar leiðbeiningar«, að ritgerð mín væri mjög varúðarverð, — þar væri talað svo illa og ósæmilega um blöðin. Það heflr og ritstjórinn talið sjálfsagt, að orð mín mundu einkum vera töluð til »Fj.k.«. Þvilíkt og annað eins: — að tala óvirðu- lega um slíkt »framfarablað« sem »Fj.k.« er! Hvernig ætti fólkið að lifa, ef það missti slíkan leiðtoga sem hún er? Ritstj. segir að jeg »rangfœri«, fari með »ósann- indi« og »skrökvi«. Ekki eru stóryrðin. Jeg kann eigi sem bezt við, að sjá svona orðtæki í »Fj.k.«. ITvers vegna þurfti að sneiða hjá svo góðu og »klassisku« orði sem »lygi?« — það er þó heldur eitthvert blaðamennskubragð að því. Ritstj. »Fj.k.« er orðinn svo »fínn«! það er eins og hann taki nærri sjer að tala, Ijótt. Jcg þóttist vita það fyrir, að sumum mundi þykja jeg tala illa og ómaklega um blöðin, og fyrir því er jeg ritstj. »Fj.k.« þakklátur fyrir þessar greinir hans, því að þær sýna berlega, að eigi muni það vera sönnu fjarri, sem jeg hefi sagt um blöðin. Þær hafa án efa átt að vera til þess að hrekja ummæli mín, en svo verða þær einmitt órækur vottur þess, að jeg liafl satt að mæla. Ritstj. þykist fá góðan höggstað á mjer, þar sem jeg segist vera »apturhaldsmað- ur« og »apturfaramaður\« Þau ummæli mín eru orðrjett á þessa leið: »Eg óska hjartanlega, að þjóðin fái meiri kunnáttu og þekkingu á atvinnuvegum sínum, meiri ræktarsemi við ættland sitt og allt gott, er það á til, o. s. frv. En þótt jeg vilji breytingar að þessu leyti, er eg aptur- haldsmaður og apturfaramaður að öðru leyti. Eg vil að þjóðin haldi fast, — haldi dauðahaldi í allt gott, sem hún á og hefir átt. Hún er svo fátæk, að hún má ekki missa neitt af því. Hafl hún horfið frá einhverju nytsömu og góðu, þá vil eg að hún hverfi til þess aptur«. Þessi orð þyk.ja ritstj. »Fj.k.« svo óendanlega hneykslan- leg; má af því marka, hvílíkt »framfara- blað« »Fj.k.« muni vera. Það lítur svo út, sem hún sje of mikið »framfarablað« til þess að mega láta það átölulaust, að nokkur tali um, að þjóðin eigi að halda fast, — halda dauðahaldi í allt gott, sem hún á eða hefir átt. Hversu mundi »Fj.k.« fá framgengt hinum mörgu og miklu »fram- faramálum«, er henni liggja svo ríkt á hjarta, ef svo rammir »apturhaldsmenn« væri á hverju strái í landinu, að þeir vildu styðja og efla allt, sem þjóðin á gott til i eigu sinni, og halda fast við það? Að vera að tala um rœktarsemi og dst til alls þess, sem gott er í landinu, — og margt af því er hund-gamalt —, það er dáindis- falleg kenning, eða hitt þó heldur. Ekki nema það þó, að ímynda sjer, að svo »frjdlslegt« og »alþýðlegt« »framfarablað« sem »Fj.k.« er, muni geta látið slíkan ó- sóma óátalinn. Það er kominn tími til þess, að þjóðin verði frjáls. Eða hversu lengi á hún að vera fjjötruð af gömlum venjum? Það er kominn tími til þess, að þjóðin hætti að gefa gaum kenningum þessara »apturhaldsmanna« og »apturfara- manna«,sem talasvo undarlega og hneyksl- lega um þjóðrækni og ættjarðarásb Margt af því, sem þeir segja, er auk þess svo »gamaldags«, að ætla mætti, að það væri tekið úr »kvæðum frá 17. og 18. öld«, eða jafnvel úr »Gíslapostillu«. Það er kominn tími til þess, að þjóðin hætti að hlusta á kenningar þeirra manna, sem segja að vjer eigum að »elska« og »virða« ein- hvern þremilinn, eða »bera rœktarsemi tiU einbverra hluta. Vjer erum »frelsis- menn«, og viljum því eigi að þjóðin »bindi trúss sitt« við nokkurn skapaðan hlut. Vjer viljum ekki hafa neitt nema »frelsi« og »framfarir«, — og hana nú! Það sje jeg nú, að sum blöðin telja það skaðlega og ramma apturhaldskenningu, að vera að prjedika það fyrir landsfólkinu.lað það eigi að bera ræktarsemi í brjósti til ýmsra hluta, og virða þá og eira þeim, sjerstak- lega ef þeir »hvíla á sögulegum og þjóð- legum grundvelli«. Það munu flestir sjá hversu voðaleg apturhaldskenning þetta er. Það er sama sem að vilja halda tryggð »við þúfurnar í túnunum, sem ekki má heldur sljetta sumar, af því að hulduiólk- ið á þær«, eða við »dýin og lækina«, eða »mykjuhaugana 'fram undan bæjardyrun- um«, eða þá »vatnsgötur með svo háum bökkum, að ríðandi menn verða að sitja krepptir á hesti til að komast áfram á þeim, og af þessu eru sumir orðnir síhokn- ir í hnjánum«. Það er bezt að tala var- lega um þessi »sögulegheit« og »þjóðlegheit«.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.