Ísafold - 21.03.1896, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.03.1896, Blaðsíða 2
62 »HjermeS kvittera jeg undirskrifaðnr Stef- án Olafsson, bóndi í Kalmanstungu, herra skó- smið Rafn Sigurðsson í Reykjavík fyrir öllum rentum og afborgun til dags dato nema að- eins 67 kr. 50 a., er hann skuldar mjer, og eru okkar viðskipti að öllu leyti hjer við klár hvað annað snertir nema ofanskrifaðar 67 kr. 50 a., er Rafn skuldar mjer«. Hlutaðeigendum í búinu kom það kynlega fyrir, að skuldinni skyldi vera lokið, einkum Ólafi, syni Stefáns, sem geymt hafði skulda- brjefið og enn hafði þa'ð í sínum vörzlum, og vildi vita, hvernig það hefði verið gert. Gaf Rafn þá brjeflega (6. júlí 1893) þá skyrslu, aö hann hefði borgað megnið af skuldinni um leið og hann fjekk kvittunina (27. júlí 1889) og vísaöi að öðru leyti í greinargerð umboðs- manns síns við skiptin, og var hún sú, að Rafn hefði sagzt hafa borgað upp í skuldina 500 kr. fyrir hönd tengdafööur síns til Guð- mundar nokkur Guðmundssonar í Hnausakoti, sömul. meSal annars eitthvað t'l Andrjesar Andrjessonar, verzlunarþjóns í Reykjavík, upp í skuld Stefáns við hann. Sk/rslu þessari breytti Rafn fyrir undirrjetti þannig, aS hann hefði ekki greitt Guðmundi þessum tjeðar 500 kr., heldur hefði Guðmundur fíprt Stefáni þær frá sjer upp í skuldina; skuldin til Andrjesar, sem hann kveðst hafa borgaö fyrir Stefán smátt og smátt að mestu leyti, hafi veriö alls 600 kr. AS öðru leyti neitaði hann í málinu að gera grein fyrir, á hvern hátt og hvenær hann hefði greitt skuldina; bar eingöngu fyr- ir sig áminnzt kvittunarskjal. Um það (kvittunarskjalið) segir yfirrjettur- inn, að þó leiða megi þann skilning út úr því, einkum síðari hlutanum, að með því sje öllum skuldaskiptum málsaðilanna lýst lokið, þar með einnig skuldinni eptir skuldabr. 24/8 1885, þá samrýmist það samt illaorðunum í fyrri hluta skjalsins »kvittera fyrir öllum rentum og afborgunum til dags dato nema«, aS skilja þau eins og stæði »kvittera fyrir rentum ö 11 ~ um og höfuSstól nema«; og »þar sem þessi orð í kvittuninni hníga einmitt beint og ótvíræð" lega að greindri skuld, virðist« segir yfirrjett- urinn ennfremur, »hiS rjetta vera, að láta þau ráða mestu um, hve langt kvittunin nær að því þá skuld snertir; og eptir þeim einum sjer að dæma er kvittunin eigi kvittun fyrir allri skuldinni að undanskildum 67 kr. 50 a- Spurningin verður þá, hvort eigi megi finna þrengri merkingu í síðari hluta kvittunarinn- ar en þá, að hann yfirgrípi öll skuldaskipti málsviðeiganda, en þeirri spurningu verður að svara játandi. Það er upplýst af áfrýjanda, að stefndi (Rafn) Ijet tqngdaföður sinn (Stefán) fá ýmsar vörur, sjerstaklega brennivín, upp í rentur af skuldinni, og nð þeir áttu á ýmsan hátt margvísleg viðskipti saman 1— — — Það má einnig álíta viðurkennt, að þeir mágar hafi eigi gjört upp þessi viðskipti sín fyrir langan tínia, jafnveí eigi síðan 1885. þeg- ar Stefán var staddur í Reykjavík í júlí 1889 og kvittunin var útgefin. Þá gerðu þgir upp viðskipti sín, þar með taldar rentuborganir af skuldabrjefinu 24/8 1885, og var þá eigi nema eðlilegt, að þau viðskipti væru lýst »klár« í kvittuninni um leið og kvittað var fyrir rentunum, þar sem önnur hljöin á þeim var einmitt rentuborganirnar. Samkvæmt þessu virðist jafnvel eðlilegast, að skilja kvitt- unina svo, að með henni sje stefndi kvittaður fyrir öllum rentum til 27. júlí 1889 og af- borgun, er lúka átti jnnan þess dags, (en þar getur að eins verið að ræða um 800 króna af- borgun þá, er nefnd er í skuldabrjefinu sjálfu, þar sem engin önnur afborgun er áskilin í því) og um leið sjeu lýst »klár« öll önnur lausavið- skipti málsaðilanna, sem stóðu í svo nánu sambandi við rentuborganirnar. En auk þess sem það í sjálfu sjer er eigi sennilegt eptir orðum kvittunarinnar, að hún sje kvittun fyr- ir öllum höfuðstól skuldarinnar (2200 kr.), að undanskildum 67 kr. 50 a., er einnig ýmis- legt fleira framkomið í málinu, sem bendir til að svo sje eigi. 1. I skuldabrjefinu var eng- in afborgun áskilin og stefndi þurfti eigi að borga af skuldinni nema eptir hentugleikum, ! og þó að sýnt hafi veriS fram á það af áfrýj- anda, að stefndi (Rafn) átti fullt í fangi þau árin, sem hann á að hafa lokiö skuldinni, og fengi þá lánað jarðarveð hjá tengdaföður sfn- nm, sem hann fekk lán út á í landsbankanum, sem enn er óborgað, þá hefir hann eigi boriÖ við í máli þessu að upplýsa, hvernig á þvi stóð, að hann þó borgaöi skuldina til tengda- föður síns, sem mátti bíða hentugleika hans. 2. Eptir skýrslu stefnda á hann að hafaborg- að megnið af allri skuldinni um leið og kvitt- unin var útgefin, en þó skiliö þá eptir einar 67 kr. 50 a., sem er fremur ósennileg upphæð undir þeim kringumstæðum. 3. Þessa upp- hæð á stefndi að hafa látiö standa óborgaða frá 27/7 1 889 til dauöa tengdaföður síns, og lengur, þótt þeir ættu viðskipti saman eptir það. 4- Skuldabrjefið var geymt áfram heíma hjátengda- föður stefnda og ekkert ritað á það um borg- un nær allrar skuldarinnar. Ennfremur eru sennilegar líkur færðar fyrir því, 5. að Stefán Ólafsson hafi álitið skuldina öborgaöa síðustu ár sín og eptir að kvittunin var útgefin; og loks má telja það sannaö, eða sterkar líkur fram komnar fyrir því, 6. að skýrsla stefnda um, að 500 kr. þær, er Guðm. Guðmundsson í Hnausakoti færði Stefáni Ólafssyni frá stefnda (Rafni), hafi verið borgun frá stefnda upp í hjer um ræddar 2200 króna skuld, sje eigi rjett, en að þessar 500 kr. hafi gengið þeirra máganna á milli áður en skuldabrjefjö 24. ág. 1885 var útgefið, og að þær jafnvel hafi ver- ið eigi úr vasa stefnda, heldur af peningum Stefáns í sparisjóði í Reykjavík, er stefndi tók Út fyrir hann þar«, »Að öllu þessu yfirveguðu og þegar einnig er tekið tillít til hínnar dularfullu framkomu hins stefnda (Rafns) í málinu«, segir yfird. ennfremur, »þar sem hann hefir með öllu tregð- azt við að gefa nauösynlegar upplýsingar í því, sem honum þó að ýmsu leyti hlýtur að hafa verið innanhandar að gefa, sem sje um það, hvernig og hvenær hann hafi borgaö 2200 króna skuldina til tengdaföður síns, en af hálfu sækjanda hefir þrásækilega verið skor- að á hann að skýra ýtarlega frá því, verður eigi álitið, að kvittunarskjal það frá 27. júlí 1889, er hann hefir byggt á alla vörn sína, sje að skpða sem kvittun fyrir öllum höfuð- stól skuldarinnar eptir skuldabrjefi 24. ágúst 1885, að undanskildum 6,7 kr. 50 a., og þar sem hann hefir eigi heldur gegn neitun áfrýj- andans á annan hátt sannaö, að hann hafi greitt neitt upp í höfuðstól tjeörar skuldar, þer að taka í því efni til greina krpfu áfrýjand- ans« (fymefpds skiptaráðanda í dánarbúinu), Dómsúrslit yfirrjettarins eru því þau, að stefndi (Rafn) skuli þorga margnefndu dánar- búi tengdafpður síns 2207 kr. 50 a. (frá fyr- nefndum 22671/* kr. dregnar 60 kr., »and- virði einnar brennivínstunnu«), með vöxtum af 2200 kr. 4°/0 á ári frá 27. júlí 1889 til sátta- kærudags og 5°/0 frá sáttakærúdegi til borg- unardags, áuk 60 kr. í málskostnað. Landsgufuskipið, » Vesta«, kom til Eski- fjarðar 15. þ. m., 2 dögum á eptir áætlun; hafði fengiö stórviðri á móti yfir Englandshaf, og auk þess tafizt í Leith meira en til var ætlazt við fermingu á mjög miklu af vörum þar. Hún hafði fullfermi hingað og fram yfir það, 600 smálestir, auk 230 smál. af kolum; varð að skilja eptir 1 Khöfn um 150 smál. af vörum, sem aukagufuskip, />Inga«, gert út af hr. Thor. E. Tulinius, ætlaöi að leggja af stað með frá Khöfn 15. þ. m„ að eins til Aust- fjarða. »Yesta« kvað reynast ágætt skip í sjó að leggja; veltur miklu mínna en »Laura«. Ellefu farþegar voru með skipinu til landsins, flest kaupmenn til austur- óg norðurlands; ennfremur cand. Einar Benidiktsson og cand. Björgvin Vigfússon. — »Vesta« kom fyrst við í Fáskrúðsfirði, og fór fjöldi farþega með henni þaðan til Eskifjarðar. Hún lagði af stað frá Eskifirði daginn eptir, 16. þ. mán. Getur vel komið hingað á rjettum tíma (31.), þrátt fyrir þessa töf. Póstskipið Laura (Christiansen) lagði af stað aptur í fyrra dags morgun (19.) eins og til stóð, og með henni kaupmenn- irnir Helgi Helgason og Sturla Jónsson hjeðan, og Ólafur Árnason frá StokkseyrL Það eru sjálfsagt áhrif landsskipsútgerð- arinnar, er ýtt hafa »hinu sameinaða« af stað í að kosta í vetur 20,000 kr. til um- bóta á »Laura«. svo sem stækkunar og prýkkunar á nokkrum vistarverum farþega í 1. káetu, »fortepíanó«-kaupa m.m. Sömu- leiðis, að viðurværi á 2. farþegarúmi kvað nú vera snöggum mun þetra en veriðheflr. Aflabrögð. Engin enn hjer innan flóa. En úr Höfnum skrifað í fyrra dag: »Hjer er nýfarið að flskast; það sem af er þess- ari viku, hefir verið róið, og fengizt á hverjum degi að meðaltali 10—15 í hlut, þar til í gær, að eitt skip íjekk rúma 40 í hlut fyrir sunnan Reykjanes (formaður, Hjalti Jónsson, Vestmanneyíngur, frá Kirkju- vogi; fekk 45 í hlut af þorski, 800 á skíp, og varð að »hausa út«); þar va,r sílferð og stórflskur. Nú vonar maður að flskur sje í göngu, því bæði er hann feitur á flsk og lifur. í gær og í fyrra dag verið vart vestur í Súluál, annan daginn hæst 24 í hlut«. í Grindavík ágætisafli, um og yfir 100 í hlut í róðri, en mikið af því ýsa. Embættispróf. Fullnaðarpróf í lögfræði við háskólann tók Björgvin Vigfússon (úr Múlasýslum) 4. f. mán. með 2. einkunn. Gufuskipið »Á. Ásgeirsson«, kapt. Gregersen, kom hingað 18. þ. mán. austan af Eskifirði og með því nokkrir vertíSarmenn sunnlenzkir. Það flútti hingað til lands kola- farm frá Englandi (Cardift) handa herskipun- um dönsku, afíermdi þar af 4Ö0 smál. á Eski- fifði, eú 300 hjer, og fer með afganginn, 100, til ísafjarðar á morgun. Það skal hjer með vottað að gefnu tilefni, að hr. Sigurður kennari Sigurðsson í Mýrar- húsum hefir ekki gert sig sekan í því ódæði(!) við stórmenni hrepps síns, að segja ritstj. ísafoldar frá sveitarútsvarshækkuninni við hann í haust í notum Stokkhólmsferðar hans síðastl. sumar (sjá ísafold 22. f. mán.), heldur kom blaðinu sú fróðlega vitneskja úr annari átt. Ritstj.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.