Tíminn - 19.12.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.12.1979, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 19. desember 1979. 13 Ný plata með sum- artónleik- um í Skál- holtskirkju 1 þessari viku kom út ný hljóm- plata með þeim Manuelu Wiesler flautuleikara og Helgu Ingólfs- dóttur semballeikara. Platan var tekin upp i Skálholtskirkju i nóv- ember siðastliðnum og ber nafnið Sumartónleikar i Skálholtskirkju. Þær Manuela og Helga hafa undanfarin 5 ár staðiö fyrir reglu- legu tónleikahaldi i kirkjunni. A plötunni eru sónötur eftir Johann Sebastian Bach og Georg Frid- rich Handel og tvö ný Islensk verk samin fyrir Manuelu og Helgu til flutnings á sumartónleikunum. Verkin eru Stúlkan og Vindurinn eftirPál P. Pálsson og Sumarmál eftir Leif Þórarinsson. Þær Manuela og Helga standa sjálfar að útgáfu plötunnar en Falkinn hf. sér um dreifingu. Verkamannasamband íslands: Aiþingi samþykki framvarp um eftirlaun fyrir aldraða fyrir áramót Á fundi i framkvæmdastjórn Verkamannasambands tslands sem haldinn var sl. laugardag, var eftirfarandi tillaga sam- þykkt: Framkvæmdastjórn VMSI samþykkir að skora á Alþingi að samþykkja frumvarp um eftir- laun aldraðra fyrir áramót. Fundurinn bendir á, að verði samþykkt áöurgreinds frum- varps frestaö, munu 4-5 þúsund aldraöra búa viö óþolandi rétt- indaleysi, sem vissulega er Is- lensku þjóðfélagi til vandæmdar. Þorva/dur Ari Arason lögfræðingur Fyrirgreiðslustofa Innheimtur, eignaumsýsla Smiðjuvegi 9, hús Axels Eyjólfssonar Kópavogi simar 40170 og 17453 Box 321 Rvk. Islenskt ævintýri Jóhannes Helgi: A brattann. Agnar Kofoed Hansen rekur minningar sinar. Almenna Bókafélagið 1979. 331 bls. Flugið er orðinn svo snar þáttur I islensku þjóðlifi að fáir gerast nú til þess að renna hug- anum til þeirra tima er það þótti viðburður ef flugvél sást á flugi yfir landinu, hvað þá islensk flugvél, sem stjórnað var af Is- lenskum mönnum. Og þó er ör- stutt siðan flugið virtist fjar- lægur draumur og þeir voru álitnir óforbetranlegir draum- óramenn, sem létu sér til hugar koma að flugvélar yrðu mikil- væg samgöngutæki hér á landi. Einn þessara draumóra- manna var Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri. Hann hreifst ungur af fluginu, lærði að stjórna flugvélum og braust slðan I þvi að fá landa sina til þess aö nýta þetta nýja samgöngutæki. Undirtektirnar sem hann fékk hjá ráðamönnum voru daufarað svo mörg<um nútimamanninum kann að þykja sem islenskir valdamenn hafi verið með eindæmum hug- smáir. En þeim var nokkur vorkunn. Kreppan var I al- gleymingi og þar að auki höfðu fyrstu tilraunir til flugsam- gangna hérlendis fengið þann endi að ekki var til þess að auka tiltrú manna á þessu samgöngu- tæki. En Agnar lét ekki deigan siga og svo fór að hann komst i kynni við mann norður á Akur- eyri, sem kreppan hafði litil ir hrif haft á. Flugfélag var stofnað og flugsamgöngur hóf- ust fyrir alvöru á Islandi. Saga Agnars Kofoed-Hansen er saga brautryðjanda i íslensk- um flugmálum, hún er saga manns, sem ungur fékk trú á nýjung, sem þá var að ryðja sér til rúms i veröldinni, og þráði ekkert heitar en að gera hana að starfi sinu og jafnframt opna leið til bættra samgangna á ts- landi. Þetta er saga ofurhuga, sem gafst aldrei upp og hætti ekki fyrr en hann hafði sitt fram. Með þessu er auðvitað ekki sagt að tslendingar heföu aldrei flogið ef Agnars heföi ekki notið við. Það hefðu þeir auðvitað gert, en verk braut- ryðjandans er alltaf mikil- vægast. Agnar kemur viða við I minn- ingum sinum. Hann segir frá bernsku- og æskuárum slnum, frá námi erlendis og síðast en ekki sist frá störfum að flug- málum á tslandi. Að lestri bókarinnar loknum fer ekki hjá þvi að lesandinn spyrji sjálfan sig: Hvernig i ósköpunum hefur maðurinn lifað allt þetta af? Svo furðuleg voru ævintýrin, sem sögumaður hefur ratað i. Það er ævintýralegt að lesa um nætur- flugin með Lufthansa til ýmissa borga i Evrópu þegar lóðaö var Agnar Kofoed Hansen á borgum á borð viö Paris til þess að athuga flughæðina! Og ekki voru hætturnar minni þegar heim kom. Hér voru engin flugleiðsögutæki, engir flugvellir, engin öryggis- þjónusta við flug, ekkert, nema bjartsýni og áræði, sem oft á tiðum hlýtur að flokkast undir fifldirfsku. Agnar segir margar sögur og góðar af fluginu en þó hygg að sú sé dæmigerðust um gang mála er hann var að þvælast rammvilltur i niðaþoku yfir Norðurlandi og lét sér helst til hugar koma að reyna að finna Snæfellsjökul og lenda þar upp i móti meö peysufata- klædda frú og kasthjól i sildar- verksmiðju innanborös! Mörgum munu verða slikar sögur af hættum og ævintýra- legum flugferöum minnisstæð- astar eftir lestur þessarar bókar. Engu að siður viröist mér sem hér sé á ferðinni verk, sem geymi mikilsverðar heimildir um yngsta.en kannski mikilvægasta þáttinn, i sam- göngumálum okkar. Jóhannes Helgi hefur skráð minningar Agnars og tekist ljómandi vel upp. Með stuttum innskotsköflum sýnir hann manninn Agnar Kofoed-Hansen i nokkuö öðru ljósi en fram kemur i frásögn Agnars sjálfs. Þeir þættir eru mikilsverðir og hljóta að auka lesendum þekk- ingu á sögumanni. Þessi minningabók nær til ársins 1939 er Agnar geröist lög- reglustjóri i Reykjavik. Ég vildi leyfa mér að skjóta þvi að þeim félögum og útgefendum, að minningar lögreglustjórans frá striðsárunum og siðar flug- málastjóra ættu kannski ekki siður erindi til lesenda. Sú bók yrði varla jafnævintýraleg en trúlega engu ómerkari. Af þess- um tveim störfum er mikil saga. Jón Þ. Þór. LEIKFONG í þúsundatali Auglýsið í Tímanum MÓDEL: Bilar . .kr. 3.180.- Flugvélar kr. 780.— 1.325.- PCSSLUSPIL: 750 stk kr. 3.615.- 1000 stk kr. 3.775.- 2000 stk kr. 8.485.- 4000 stk kr. 14.900.- Minni pússluspil kr. 1.110.— 2.000.- BÍLAR: Lögreglujeppi m/stýrisstöng . . kr. 4.445,- Honda . kr. 6.180,- Lögreglubill m/rafhlöðu . kr. 4.900,- Lögreglubill m/stjórnsnúru... . kr. 4.015.- Rally m/snúru kr. 3.875.- JOUSTRA sterkur jeppi kr. 4.320.- JOUSTRA brunabill kr. 5.880.- JOUSTRA traktor m/kerru... kr. 6.100.- JOUSTRA jeppi, stór kr. 17.645,- JOUSTRA grafa m/snúru .... kr. 22.320,- JOUSTRA krani m/snúru kr. 9.100.- JOUSTRA BRAYO, 4 gerðir .. kr. 4.300.- Smærri bilar frá kr. 1.325.- BÍLABRAUTIR: SLOTRAGE No202 .. ..kr. 10.680.- MATCHBOX L-4000 rafm. .... kr. 34.000.- MATCHBOX L-3000 rafm. .. ..kr. 29.975.- MATCHBOX S- 100 .... kr. 6.870.- MATCHBOX S- 200 .... kr.i 4.245.- MATCHBOX S- 400 ... .kr.' 7.850.- MATCHBOXS- 700 .... kr. 10.135.- DUKKUR: 20 teg. frákr.2 720.- — 12.765.- Bollasett .... kr. 2.094.- Bollasett kr. 3.054,- Uppþvottavél .... kr. 7.635.- Eldavél .... kr. 9.025.- Strauborð og straujárn ... ....kr. 4.515.- Þvottavél .... kr. 6.995.- Saumavél .... kr. 6.530.- Saumavél .. ..kr. 11.820.- Innanhússimar, 2 tæki.... .. ..kr. 15.000.- MATCHBOX FARM .... kr. 17.530.- FISHER PRICE barnaheimili .... kr. 15.225.- FISHER PRICE hleðslustöð .... kr. 18.865,- Geimflaug m/rafhlöðu ... .... kr. 6.145.- Fljúgandi diskar .... kr. 2.560.- Þetta er lítii upptalning af þeim mikla fjölda leikfanga, sem við höfum á boðstólum. Við höfum kannað það, að okkarverð er mjög hagstætt. Komið og sannfærist sjálf. STÓRMARKAÐURINN SKEMMUVEGI 4A KÓPAVOGI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.