Ísafold - 29.06.1910, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.06.1910, Blaðsíða 3
ISAFOLD 167 Sanrgreinin í Lögréttu. Seiut fyllist mælirinn. í 31. tölubl. Lögréttu þ. á. er grein með fyrirsögninni »Ritfíflið«, að sjálf- sögðu eítir ritstjóra þess blaðs, því eng- inn er undirskrifaður. Greirt þessi er sett saman af persónulegum fúkyrðum og rógi um bróður minn A. J. Johnson í Chicago, út af grein, er hann n/lega hefir ritað í Heimskringlu, um bardaga-aðferð Heimastj.fiokksins, og birt var í 39. tbl. ísafoldar þ. á. — Þótt Lögr.greinin só t sjálfu sór ekki svara verð, get eg þó ekki alveg leitt hjá mér að svara hettni nokkrum orðum. — Greinin byrjar á því að kalla A. J. J. »sníkjudýr« og »blaðlús«. Þessi fáheyrðu, prúðmannlega rituðu orð eiga víst að gefa það í skyn, að hann eigi erfitt með að fá rúm í blöðunum fyrir ritsmíðar sínar, og færir ritstjórinn því til sönn- unar þær ástæður, að Lögrétta og Reykiavík hafi neitað hotium um rúm fyrir ritgjörðir, er birtar voru í Hug- inn og Ingólfi. Yegna þess, að A. J. J. hefir hingað til sent mér mörg af greinarhandritum sínum, og af stöðugum bréfaviðskiftum við hann, er mór kunnugt um, að síðan hann fluttist til Ameríku fyrir nál. 5 árum hefir hann haft svo mikla and- stygð á Lögréttu og Rvík, að hann hef- ir tekið mór vara fyrir því að biðja um rúm i blöðum þessum fyrir greinar sínar, þótt þær hafi verið alveg lausar við póiitík. Þess vegna hefi eg fylstu á- stæðu tii að ætla, að ritstj. Lögréttu fari með vtsvitandi ósannindi, þar sem hann segir, að A. J. J. hafi í volgurslegum tón beðið um rúm fyrir ritgerðir þess- ar í þeim blöðum. — Eg skora á íitstjóra Lögróttu að sýna mór handrit brófa þeirra, er hann þykist hafa fengið frá A. J. J.; þangað til verður hann að liggja undir ámæl- inu. — Öll sjalfstæðisblöðin hafa góð- fúslega tekið þær ritgerðir, er A. J. J. hefir sent mér. — Þá segir Lögrótturitstjórinn, að A. J. J. hafi »flosnað upp og flækst til Ame ríku«; þetta er og tilhæfulaust, eins og alt í níðgrein ritstj. — A. J. J. var við góð efni, meðan hann var hór heima, og flutt- ist því eigi vestur af þeirri ástæðu. Nóg vottorð treysti eg mór til að út- vega um það, að A. J. J. kynti sig vel hór heima, bæði í Rangárvallasýslu, þar sem hann er fæddur og uppalinn, og eins í Vestmannaeyjum, þar sem hann dvaldist síðast. Að nokkur hafi horn í síðu A. J. J. hór heima, þeirra er hann þektu, hefir orðið til í heila Lögróttu- ritstjórans. Þá segir ritstj. Lögr. ennfremur, að blaðið Lögberg í Winnipeg hafi orðið svo leitt á A. J. J. að hann hafi verið út rekinn þaðan með ritgerðir sínar og »hrækt þaðan á eftir honum«. Sann leikurinn er sá, að A. J. J. mun aldrei hafa ritað einn staf í þ a ð b 1 a ð. A. J. J. var um tíma fyrir nokkrum árum meðritstj. »Heims- kringlu« og hefir æfinlega síuan skrifað í það blað, og get eg sagt ritstj. Lögr., að fyrir þau afskifti sín af íslenzkum stjórnmálum meðal landa vestra hefir hann hlotið þá viðurkenningu, að landi einn í Chicago, Hjörtur Þórðarson að nafni, hefir kostað Á. J. J. um öll Banda- ríkin og Canada til þess að kynnast ýmsum nýjuugum og framförum meðal Ameríkuntanna. Þetta var í apríl í fyrra. Á. J. J. átti þá heima í Winnipeg. Ekki nóg með það. Þegar A. J. J. kemur til Chicagoborgar býður H. Þ. honum stöðu hjá sór á skrifstofu með ágætum kjörum. Hvenær ætli veslings Lögr. ritstjórinn hljóti slíka viðurkenningu hjá löndum sínum hór heima fyrir ritstörf sín ?!!! Loks klykkir ritstj. út með þeirri að- dróttun til A. J. J., að hann sé leigður af ráðherra eða stjórnarflokknum fyrir 5—10 kr. tvisvar eða þrisvar á ári, og muni það vera nóg til að »hugnast þeirri sál«. Þetta, eins og alt í rógrein þess- ari, eru vísvitandi ósannindi. Ritstjóri Lögr. veit það eins vel og fingurnir á honum eru margir, að þetta er tilhæfu- laust. Nægir að benda á grein, er birt- ist i vetur er leið í »Norðurlandi« um, að A. J. J. er ekkert »skriðdýr« eða leigður leppur, er getur haft sig til að ráðast á menn persónulega í stað mál- efna, eins og ritstj. Lögr. virðist vera orðið æði tamt. Fyrst ritstj. Lögrj. þnrfti að svara A. J. J. virtist liggja næst að taka grein- iua lið fyrir lið og mótmæla henni með rökum, en til þess hefir hann eigi treyst sór, því grein A. J. J. var spegill þeirra eigin blaða eða samandregin skýrsla yfir lubbalegasta rithátt Lögr. og Reykja- víkur síðan 1908. Það þótti ritstj. ekki ómaksins vert, heldur grípur hann til þess handhægasta sem hann á í eigu sinni, óhroðans, rógsins og svölunaryrð- anna. Að endingu vil eg segja ritstj. Lögr., að saurgrein hans um A. J. J. er góð trygging fyrir því, að A. J. J. sé í alla staði heiðarlegur maður, svo yfirgrips- mikill er saurausturinn og níðið, að hann fær ekki eina einustu sál, þótt auðtrúa væri, til þess að trúa öðru eins og því, sem haugað er saman í grein þess- ari, sem ekki er ttema Vao hluti af ósóm- anum. Hafttarfirði 25. júní 1910. Sig. Kristjánsson. Umboösmamiaskifli Þingeyraklaustursumboðsmað ur Arni Arnason í Höfðahólum er í dag af ráðherra leystur frá þeirri sýslan vegna vanskila, og í hana settur Björn Sig- Jússon alþingismaður á Kornsá. Kólera á Kusslandi. Kólera geysar enn á Rússlandi. Hefir hún risið upp í þeim fádæma hitum er verið hafa á meginlandi Evrópu núna undanfarið og drepur hún mörg hundruð manna á degi hverjum. — Fyrir trygðarof yíð heitmey sína var nafn- frægur háskólakennari i New-York dæmdur lyr- ir skömmu i 50,0u0 dollara skaðabætur. — Bróðursonur Pierpont Morgans, miljóna- mæringsins mikla i Ameriku, maður, sem stóð til ac) erfa svo mörgum miljónum skiftir, skaat sig i vor til bana af ástarharmi. — Prófessor einn i Melbourne telur sig hafa sannað, að svanir geti orðið 300 ára. — Cook heimskautsfari hefir krafist löghalds á eigum Peary keppinauts sins til liikningar 40000 marka skuld, er hann eigi hjá honum fyr- ir .bjarnarfeldi m. m. — Ekkju Björnstjerne Björnson, frú Karolinu Björnson, ætlar stórþingið að veita 1600 kr. eft- irlaun eða ársstyrk, frá dánardægri manns henn- ar. 3?að eru auðvitað heiðurslaun, með þvi að hún er vel efnuð. Gjafir og áheit til Heilsuhælisfélagsins. Þórður Edílonsson héraðsl. 100.00 Ágóði af fyrirl. dr. Norm.- Hansens 94.00 Skipshöfnin á Jóni Forseta 180.00 Grimsby Alliance St. F. Co. 38.00 Áheit frá J. Þ. 5.00 Áheit frá J. B. 3.00 Áheit frá Hildi Guðmundsd. Kolsstöðum 2.00 Kr. 422.00 Jón Rósenkranz. -5==i*i==^ Eftirmæli. Þann 5. október 1908 andaðist að Insta- vogi á Akranesi Ólafur Guðmundsson, 85 ára, og þann 18. april siðastliðinn á sama heimili kona hans Guðríður Guðnadóttir, á sama aldursári, hjá tengdasyni sínum Birni Jóhannssyni og Sesselju dóttur sinni, sem ein er á lifi af 11 hörnnm þeirra. Hjón þessi bjuggu um 30 ár, lengst i 15 ár, á Einarsnesi í Borgarhreppi og vorn á sinni tíð af mörgum þekt að góðu hér nm Borg- arfjörð og suðurland, einkum Hafnarfjörð. Ólafur sál. var þar formaður 18 vetrarver- tiðir. Þau vorn alla sína tið álitin standa mörgum sinum samtiðarmönnum framar að sálar- og likams-atgjörfi. Blessuð veri þeirra minning. B. Jóh. Reykjavikur-annáll. .....- * Aðkomumenn: Mjög margt um aðkomu- menn um þessar mundir, einknm presta. Þessa vikuna hafa komið hingað: sira Ólaf- ur Magnússon Arnarbœli, síra Magnús Bjarn- arson Prestsbakka á Síðu, síra Sigurður Jónsson i Lundi, sira Böðvar á Rafnseyri, Hannes B. Stephensen verzlunarstj. Bíldudal, sira Gísli Einarsson Hvammi og Karl Ein- arsson sýslumaður Vestmanneyjum. Dansleikur fyrir Heimdallsmenn. Efnt var til dansleika fyrir foringja og foringjaefni á Heimdalli siðastliðið mánudagskvöld i Iðnaðarmr.nnahúsinu. Fyrir því gengust borgarstjóri og nokkurir aðrir borgarar. Þar var hátt á annað hnndrað manns, og fjörmesta skemtun langt fram yfir mið- nætti. Fasteignasala. Þingl. 16. júní. Hallgr. prentari Benediktsson selur Bene- dikt gullsmið Ásgrímssyni húseign nr. 19 við Bergstaðstræti með tilheyr. fyrir 2000 kr. Dags. 12. júni. Þingl. 23. júní. Einar J. Pálsson trésm. selur Helga úr- smið Hannessyni húseign nr. 13 við Óðins- götu með tilheyr. fyrir 7000 kr. Dags 17. júní. Helgi úrsmiður Hannesson selur Einari J. Pálssyni trésmið V2 húseignina nr. 23 við Ingólfsstræti með tilheyrandi. Dags. 17. júní. Kristján múrari Kristjánsson selur Einari J. Pálssyni trésmið húseign nr. 13 við Óð- insgötu með tilheyr. fyrir 8720 kr. Dags. 7. ágúst 1908. Nýjar stúdentahufur. Stúdentarnir margir sem nú útskrifast taka upp nýjar stúdenta- húfur, með alleinkennilegri gerð, sniðnar hér í bæ — og ætlast þeir til, að það verði eftirleiðis tizka að hafa þá gerð. Skipaferðir. Vesta kom hingaö norðan og vestan um land á sunnudaginn með allmargt farþega. Ceres kom á mánudagskvöldið frá útlöndum og Austurlaudi með um 70 Siíungsveiði og sumarbúsíaður. Við Laugavaín í Borgarfyreppi er nú verið að endurreisa >Barónshúsið« (þar sem baróninn frá Hvítárvöllum dvaldist langdvölum fyrrum). Geta þeir er vilja lyfta sér upp fengið húsið, bátinn og vatnið leigt um lengri eða skemmri tíma og notið þar hinnar miklu náttúrufegurðar og heilnæms loftslags og haft silungsveiði sér til ánægju og gagns (veiða má bæði á stöng og í net). Menn snúi sér til herra verzlunarstjóra Ólafs Arinbjarnarsonar í Borg- arnesi. Jireppsnefndin í Borgarfjreppi. Rúgmjðl með góðu verði í verzlun Ámunda Árnasonar Hverfisgötu. Vinnukona óskast frá miðjum júlí (eða nú þegar). Afgreiðsla blaðsins vísar á staðinn (gott heimili). Flöra Islands, nokkur eintök, til sölu í Ingólfshúsinu. cfiaiófieizli með nýsilfurstöngum og markinu: B. J. rst., hefir tapast. Ritstj. vísar Lipur stúlka getur þegar feng- ið vist. — Afgr. vísar á. Barnavagn til sölu. Afgr. vísar á. 1 á eiganda. farþega alls, þar af útlenda ferðamenn marga nokkuð. Meðal íslendinga voru: Bogi Th. Melsted, jungfrú Áslaug Þor- láksdóttir, Jóh. Jóhannesson stud. med., Sig. Lýðsson stud. jur. og Bogi Ólafsson stud. jur. Heimdallur, varðskipið, fór hóðan vestur og norður um land í gærmorgun. Hann kemur eigi aftur hingað til bæjar- ins, heldur fer frá austurlandinu til útlanda. Nýir stúdentar. Þeir eru 15, stúdentarnir, sem í þetta sinni útskrifast úr Mentaskólan- um — og eru þeir hinir fyrstu eftir nýju reglugjörðinni. Einkunnaskifting er nú afnumin og lágmarkið sem þarf til að standast burtfararpróf jafnframt hækkað upp í 4. Ekki svo litlu erfiðara prófið nú en áður gerðist. Meira en helmingur stúdentanna (8) eru utanskólanemendur og er stjarna aftan við nöfn þeirra. Skóla verður sagt upp á morgun á hádegi. Þessir eru hinir nýju stúdentar: Brynjólfur Árnason G. J. Kamban * Halldór Hansen* Helgi Guðmundsson Helgi Skúlason * Jón Ásbjörnsson * Laufey Valdemarsdóttir Oiaíur Jónsson Sighvatur Blöndal * Sigtryggur Eiríksson * Sigurður Sigurðsson Skúli Skúlason * Steingrímur Jónsson Þórhallur Jóhannesson Þorsteinn Þorsteinsson Mótorbátur ferst. Mótorbátur frá Mjóafirði með 4 mönnum á hefir farist í sunnanroki 6. þ. mán. Konráð Hjálmarsson átti hann í félagi við tvo menn aðra. — Á bátnum voru þessir menn: Hall- grímur Jónsson, Sigurður Ólafsson, Þorsteinn Sigurðsson og Guðlaugur Siggeirsson, tveir af þeim kvæntir barnamenn. Vöruverð. Garðar Gíslason kaupm. hefir látið Isafold í té þessar fregnir af nýjasta markaðsverði á íslenzkum afurðum, smát. — nær .6 skpd. Þorskur £ 24 — £ 25 pr. smál. Smáfiskur - 21 Ysa - 28,10 — £ 19 Langa - 22,05 — ■ 22,10 Upsi - 13 - 14 Keila - 18 Sundmagi - 10 d (penie) enskt pd. Lækuaskólapróf. Miðprófi við læknaskólann hafa ný- lega lokið Árni Árnason, Björn Jó- sefsson og Konráð Konráðsson. Árni fekk áqætiseinkunn í öllum greinum, Björn II einkunn betri, og Konráð I einkunn. Undrabarn. í Amerlku við Harwardháskólann, tók nýlega stúdentspróf 11 ára gamall drengur, James Sidis að naini. Eftir lýsingunum er drengur pessi heimsins mesta undrabarn. Foreldrar hans eru bæði læknaraf rússneskri Gyðingaætt. Þegar hann var 2 ára gamall gat hann talað og lesið lýtalaust. Bára gamall kunni hann að skrifa bæði með penna og á ritvél. Hann nam fyrsta nám sitt 1 for- eldrahúsum. Gtekk það svo vel, að hann tók próf i liffræði við læknadeildina i Harwardþeg- ar hann var 9 ára gamall. Þá talaði hann frönsku, rússnesku, þýzku, grisku og latinu viðstöðulaust auk enskunnar og fékst þá við að semja samanbufðarmálfræði, Ári siðar myndaði hann nýtt talnakerfi (logaritma), sem bygt var á tölunni 12 i stað tölunnar 10 hjá Lapier. Skðmmu síðar varð haun stúdent við háskólann eins og áður er getið og fór þá að leggjastundá reikningsfræði. Nýlegaflutti hann fyrirlestur 1 viðurvist stúdenta og prófessora um fjórðu viðáttuna i rúmmálsfræðinni (geo- metria), en til þessa þekkja menn þar ekki fleiri en 3 víðáttur: iengd, hæð og breidd. Fyrirlest- urinn vakti aðdáun mikla og þótti drengurinn djúpvitur. — Sidis leikur sér eins og önnur börn þegar hann heflr ekkert að gera og for- eldrar lians reyna að gæta þess, að hann of- reyni ekki heilann. Hross á góðum aldri kaupa G. Gíslason & Hay, Reykjavík fyrst um sinn dag- lega kl. 12 til 1 e. h. fyrir peninga. t 36 reynt oft með aér, þá ættum við að gera það líka. — jþetta líkar mér, kölluðu þeir, sem við borðið sátu. — Eg ætla að segja ykkur það góð- ir hálsar, að þið verðið að vera frið- samir, meðan þið eruð í þessari stofu, sagði Jens Konge. Faðir þinn Níels var röskleikamaður og einhver sá bezti drengur, sem eg hefi þekt. Drykkjunni var haldið áfram. Eng- inn var annars eftirbátur. |>að bar oft við, að slíkar drykkjur stóðu yfir þriðja dægrið til. . . . Jafnvel konurnar höfðu ekkert á móti því. Mótstöðumennirnir sátu hver á móti öðrum. |>eir voru eldrauðir í framan. Varirnar voru bólgnar og þurrar. Euginn virtist gefa deginum gaum. |>á var barið að dyrum. Hár mað- ur kom inu í stofuna. Föt hans voru rykug af göngunni. Hann nam staðar á þröskuldinum og horfði yfir hópinu. — Góðan daginn! Priður guðs bó með ykkur, mælti haun. Haun lagði áherzlu á orðin. 37 — Kæra þökk fyrir það, sagði Jens Konge og bauð honum að ganga inn. — Eg sé, að þú ert ferðamaður, svo þú hefir líklega ekkert á móti að fá þér sæti við borðið og taka þér dálít- inn brauðbita og eitt staup. — fökk, eg slæ ekki hendinni á móti brauðbitanum. Hann leysti þver- pokann frá sér, lagði bann við dyrnar og settist við borðendann. Andlitið var fölt og magurt. Skeggið var rautt og strítt. Anna flýtti sér að leggja fyrir hann disk, og kona NíelBar Klittens hjálp- aði henni til. þær litu forvitnisaug- um á komumann. — Eg sé, að þú munir vera langt að kominn, sagði einhver. — Já, eg er þjónn drottins ogboða hans orð. — Nú, það er rétt — þú ert þess háttar maður . . . Mér fanst líka, að eg sæi það á þér, sagði Jens Konge. Hann hneigði höfuðið og fórnaði höndum áður en hanu tók til snæð- ings. það er kannske þú, sem við höfum 40 skolaði skipum þeirra upp á rifin, þið hafið sjálfsagt sjálfir oft og tíðum heyrt kall dauðaus, þegar þið láguð á hafi úti á veikum smábátum, og illviðri skall skyndilega á, svo að lá við að þér druknuðuð. Hversu margir af ykkur eiga ekki bræður og feður, sem drukn- að hafa? En þó sjáið þið ekki, að alt þetta er fyrir vilja almáttugs guðs. það er hann sem lætur sól sína skína yfir réttláfca og rangláfca. f»að er hann sem lætur þá hina sömu sól þroska kornið á ökrunum, eins og það er hann, sem fyllir djúpin með óteljandi aragrúa. af fiskum. Sumir voru álútir, og eins og þeir væru að skýra þessi orð fyrir sér í huganum. Áðrir gátu ekki haft augun af vörum komumanns. Hljótt varð í stofunni, erhann la.uk máli sínu. Niels Klitten starði á borð- ið. Hendurnar á houum voru aldrei kyrrar, eins og hann vissi ekki hvað hanu ætti af þeim að gera. — Eg get ekki átfcað mig á öllum þessum vaðanda í þér, mælti Jens gamli loks og rauf þögnina. þú ert óbunnugur maður hór, og eghefiboðið 33 uðið varð eins og baggi, sem þeir gátu ekki undir risið. f>eir hneigðu höfuðið, eins og þeir ætluðu að stanga hvorn annan — og féllu fram á borðið .... III. Drykkjunni var haldið áfram daginn eftir. Snemma morguns hafði Anna borið hressingu á borðið, en Jens Konge gekk um meðal karlmanuanua og vakti þá. Nú, nú, góðir hálsar, nú er tími til kominn að rakna affcur úr rotinu. Fá- ið ykkur nú brauðbita og ofurlífcið neð- an í því að hressa ykkur. Sumir lágu méðfranj bekkjunum; höfðu kouurnar lagt þá þar til. Kristján KongeogJens Klitten sváfu þar sem þeir höfðu Iagst um nótfcina. f>eir risu á fætur með hægð, skóku vöðvana svo að brast í, og gengu sið- an til sætis við borðið. f>eir horfðu hvorugur til annars. — þið ættuð að sbilla ykkur og gæta

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.