Ísafold - 30.09.1911, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.09.1911, Blaðsíða 3
ISAFOLD 237 SBDDDDZ Munið að Stóra Haust-Útsalan hjá Árna Eirikssyni, Austurstræti 6, stendur yfir þessa daga. Sú geysimikla aðsókn, seni að henni hefir verið síðan hún var opnuð, er bezta sönnunin fyiir þvi, í hvað mikið álit hún hefir komist hjá fólki. Öllum ber saman um, að þár fari saman: Ágætt verð og vandaðar vörur. Alþfðusöngur Sjálfstæðismanna. Vor attjörð hún kallar, og knýr jram vorn dug, og krcjst pess vér störjum og vökum, með tldmóð í hjarta, með einurð í hug, og ajitreystnm drengskapattökum, vir Jram berum merkið, og jylgjumst i praut, og Joringjann verjum, er ryður oss braut. Vlr eigum að sníða burt eitraða rót, setn íslenzka pjóðkjarnann sýkir, vér eigum að ganga par öndverðir mót hvar óstjórn og síngirni ríkir, er sveita vorn drekkur, og sýgur vort blóð, og sajnar með róstum að höjði’ okkar glóð. Vér hötum par dróttir, sem draga’ að oss háð og dirjast í óhreinum sökum, vort pingrœði’ er brotið og pjóðerni stndð tneð prœlslegum níðingatökum, en réttlceti’ og sannleiki’ er troðinn um tar, hvar tignarsess lygin og varmenskan fcer. Vér Jylgjum ei pcim, setn að vejjast um veilt sem vcltandi rekald á jioti, vér heimtum að alt sé nú innbyrðis heilt svo óhappaverkunum sloti. Þvi soralaust stdl d að brúka’ í pann brand sem bítur til sigurs og ver petta land. Vor cettjörð hún kallar vér heyrum pað hljóð, er hájjallatindarnir duna, ó, sjdðu’ að pér Jdtceka’ og svívirta pjóð og segðu’ að pú skulir pað muna, að velja’ ei pá Julltrúa’ er valda’ oss ápján með vaxandi bölvun og framtiðar srnán. Ej situr pú hér ejtir sojandi hjá og sérð ei hvað nú er að gerast, en beint út i tímanna löðrandi lág pú latur pig dreymandi berast, pá stefnirðu’ á blindsker og botnlausan hyl par býr pú i Jramtið og verður ei til. AlþýOumaOur. Hraðritun. (Stenografi). Stenografi (atyttingarskrift), sem einn- ig er nefnd Phonografi (hljóðskrift) eða Tachygrafi (hraðskrift) er t á k n skrift, þar sem notuð eru smá, einföld og hand- hæg tákn fyrir hvern staf í stafrofinu, og einnig fyrir tvo eða fleiri samhljóð- endur, fyrir algengustu samstöfur og heil orð. Hraðritun er eldri en margur heldur. Sagt er, að á (irikklandl hafi verið gerð- ar hraðritunartilraunir 350 árum f. Kr. Fyrsta hraðritunarkerfið, er mikið var notað, var samið af einum af leysingjum Ciceros, M. Tullins Tiro að nafni; var það síðan kent við hann og nefnt »Notæ Tironianæ« og á daglegu máli »Notæ«. Titus keisari var sagður dugandi hrað- ritari, enda var hraðritun þessl mikið tíðkuð og töluvert alment kend i skólum. Nútíðarhraðritun á rót sína að rekja til Englands og hefir jafnan átt aðal- bækistöð sína þar. Fyrstu tilraunir i þá átt, voru gerðar i lok sextándu aldar. Fyrsta hraðritunarkerfið var prentað árið 1602, hét það »Art of Stenographi« samið af John Willis. Frá því að Willis- kerfið kom út og þar til Isaak Pitmann (f. 1813 — d. 1897) kom með sína hraðritunaraðferð (árið 1837), höfðu kom- ið út á Englandi 201 kerfi bygð á sömu grundvallarreglu og Williskerfið — sór- stakt tákn fyrir hvern staf — og voru þau því kölluð a-b-c kerfin. Eitt þessara kerfa var Sheltonskerfið (1620), sem síðar var þýtt á þýzku, hollenzku og latínu. Þess má geta, að auglýsing sú sem 3 október 1850 kom í »Mercurius Politicus« um sölu þessar- ar hraðritunarbókar Shelton’s mun hafa verið fyrsta verzlunarauglýsing á prenti. Árið 1750 kom út fyrsta »Phonografi«- an1) eftir Tiffin og nokkru seinna sex ný kerfi, er öll hölluðust að Tiffins-kerf- inu, þar á meðal eitt, er sórstaklega ruddi sór til rúms, samið af Samuel Tailor. Þetta var árið 1786. Hraðritun Tailors var mikið notuð og gefin út á 8 Evrópumálum. Loks kemur Isaak Pitman, sá er áður er getið, með sína hraðritunaraðferð og kallar hana »Stenographic Sound-Hand«. Pitman var Tailorsskrifari með afburð- um og kerfi hans mun að nokkru styðj- ast við Tailorskerfið. í nýrri útgáfu 1840 kallar hann kerfið »Phonography«. Yfirburðir Pitman’s kerfisins urðu brátt allkunnir, enda rak nú hver útgáfan aðra. »Pitman’s Phonetic Short-Hand«, sem það sfðar var kallað, náði því afar- mikilli útbreiðslu, einkum þó meðal enskumælandi manna og er enn fram á þenna dag mest notaða hraðritunarkerfið á Englandi. En fullkomasta hraðritunarkerfið hefir búið til Þjóðverjinn Franz Xaver Gabelsberger (1789—1849)ogkom það út 1834. Það var töluvert frábrugð ið öllum öðrum hraðritunaraðferðum, er sóst höfðu og leit út fyrir að hafa margt til síns ágætis. Nú er það langmest notaða hraðritunarkerfið á meginlandi Evrópu og er það einkum notað í Dan- mörku, Noregi, Finnlandi, Þýzkalandi, Austurríki, Ungverjalandi, ítalfu, Bul- garfu, Serbíu og Grikklandi og auk þess allmikið í Svíþjóð, Sviss, Rússlandi og Hollandi. í 40 ríkis- og landsþingum nefndra landa er hraðritað eftir þessu kerfi. Á Frakklandi er mest hraðritað eftir Duployó kerfinu — gefnu út 1867. A Spáni nota menn mest aðferð Spán- verjans Don Francisco de Paula Marti (1803). Það kerfi er samsuða úr Tailors- kerfinu og öðru ensku kerfi (Coulins) og er það elzta kerfið sem staðist hefir samkepni nútíðarinnar. I Portugal iðka menn mest Martis og Pitman’skerfið. í Svfþjóð er auk Gabelsberger’s mikið notað sænskt kerfi, hið svokallaða Milins kerfi, gefið út árið 1893. Æfður hraðritari (Stenograf) á að geta skrifað um 150—200 orð (270—360 samstöfur) á mínútu. Til þess að ná slfkum hraða þarf auðvitað sórstaka iðni og góða skrifarahæfileika; þó er svo mikill hraði eigi nauðsynlegur til þeirr- ar notkunar hraðritunarinnar, sem al- mennust er á skrifstofum; að jafnaði mun 75—125 orð (135—225 samstöfur) á mfnútu nægilegur hraði. Þessum hraða er auðvelt að na, ef viljann vantar ekki. Notkun hraðritunarinnar eykst með ári hverju að miklum mun. Sem dæmi um vaxandi fjölda hraðritara — og það einungis eftir Gabelsberger-kerfinu — má geta þess, að frá 1. júlí 1896 til 1. júlí 1897 nutu 55000 byrjendur tilsagnar í þessari hraðritunaraðferð, en 10 árum síðar, frá 1. júlí 1906 til 1. júlí 1907 voru byrjendurnir 145000 að tölu. Öll þjóðþing — nema íslendinga — þar ') í »Phonografi« er einungis farið eftir framburði orðsins og hinnar venjulegu stafsetningar þess að engu gætt. sem þingræður á annað borð eru ritaðar — nota hraðritara í þjónustu sfna; sama má segja um allan fjölda bæjarstjórna. í Vesturbeimi var Pitman’skerfið lengi hið almennasta, en árið 1893 var gefið út í Chicago enn þá eitt hraðritunar- kerfið, eftir John Kobert Gregg. Kerfi Óetta náði þó lítilli útbreiðslu fyrst í stað, þar til það 5 árum siðar var gefið út af nýju í endurbættri útgáfu; tók )að þá mjög að ryðja sór til rúms og mun það nú notað tvöfalt, ef ekki þre- falt meira en Pitman, en lítið mun það notað utan Vesturheims. Auk þessarra hraðritunarkerfa, er hór hefir verið minst á, eru ótalmörg enn, sem þó tiltölulega Iftið eru notuð, má t. d. nefna Stolze, Arends og Tant manns öll þýzk og að meira eða minna leyti soðin upp úr Gabelsberger. Einn af aðalkostum góðs blaðamanns er að vera hraðritari, eitt- af aðalskilyrð- um til að fá þolanlega stöðu á skrif- stofum erlendis — hverju nafni sem nefnist — er að vera hraðritari. Verzl- unarmaður, sem sækir um stöðu erlendis verður oftastnær að svara spurningunni: »Eruð þór braðritari?« Hór á landi hefir lítið sem ekkert verið átt við hraðritun, örfáir menn hafa kynst einhverju hraðritunarkerfanua — flestir hafa gefist upp við það, mjög má því um kenna, að engu hraðritunar- kerfinu hefir verið snúið á íslenzku og mun íslenzkan það eina af menningar- málum heims, sem svo illa stendur á fyrir. Eftir því sem mér er kunnugt hefir einungis einn íslendingur (Halldór sál- ugi Lárusson) fengist við þýðingu á einu kerfinu »Pitman’s«, en bæði var það, að honum entist ekki aldur til að ganga frá þeirri þýðingu og mikið efa- mál, hvort hann hefði nokkurn tíma getað gefið það út af eigin rammleik, því útgáfan, sem yrði tiltölulega dýr á við aðrar smábækur, mundi naumlega geta borgað sig hjá jafn fámennri þjóð sem vorri. Hörmulegt, ef svo búið þarf að standa. Jón Þorvaldsson Sívertsen. Ritstjóri Þjöðölfs Árni Pálsson er af ráðherra settur bókavörður við Landsbókasafnið í stað Jóns Jónssonar docents. S jálandsbiskup í stað Peder Madsens, sem lézt í ágúst er nýverið skipaður Ostenjeldt prófastur á Friðriksbergi. Bardagi verður háður á íþróttavellinum á morgun kl. 2 í knattsparki milli íslend- inga og skipshafnarinnar á Fálkanum, ef vel viðrar. Það verður áreiðanlega góð skemtun. Tiísögn í fortepiano-spiíi veitir Higmor Ófeigsson, Spítalastíg 9. Húsnæði, ásamt fæöi og þjón- ustu, fæst á góðum stað í bænum. — Ritstj. ávísar. Lipur unglingsstúlka eða telpa getur fengið hægt pláss og gott, með góðu kaupi, nú þegar. — Ritstjóri vísar á. íj^ABODD er blaða bezt íj^ABODD er fréttaflest íjsABOLD er lesin mest. Nýir kaupendur fá i kaupbæti: Fórn Abrahams (700 bls.), Davið skygna, hina ágætu sögu Jónasar Lie og þar að auki söguna sem nú er að koma i bl., sérprentaða, þegar hún er komin öU. H'V ísafold mun framvegis jafnaðarlega flytja myndir af merkum mönnum og við- burðum. Látið ykkur þykja vænt um Suniight-sápuna. Hún mætir ykkur á miðri leið. Hun styttir vinnu ykkar um helming og hefur helmingi minni kostnaó i för með sjer en grænsápa. SUNLIGHT SÁPA Með % Glyg komu yflr 50 tegundir af alfataefnum og vetrarfrakkaefnum (afpössuðum) sérlega vel vönduðum í viðbot við hin, er skömmu áður voru komin í klæðaverzl. H. Andersen & Sön, Aðalstræti 16. Munið að skoða þessi efni áður en þér gjörið út um fatakaup annarsstaðar. Trá íandssímanum: 3. ffohks íandsstmasföðvar eru opnaðar á Kiðjabergi og Efra-Tfvoíi, og 3. flokks einka- sföðvar á Tfemfu, TTliðeij og Tíóímum í Landegjum. - 29. sepf. Í9Í1. - Ágætt brenni fæst í kolaverzlun Bj. Guðmundssonar. Alls konar húsgögn fást bezt og ódýrust hjá Jónatan brsteinssyni, Laugavcg 31. Isafold öll frá byrjun innbundin verður seld á uppboði í G.-T.-húsinu 4. okt. Fiður, fiðurhelt Léreít og Sængurdúka er bezt að kaupa hjá Jónatan forsteinssyni, Laugaveg 31. Tilsögn i að taka mál og sníða kjóla geta nokkurar stúlkur fengið, frá 15. okt., hjá Hedvig Blöndal, Stýrimannastig 2. Gólfdúkar (L i n o 1 e u m) og vaxdúkar, af ýmsum gæðum, nýkomnir í yerzl. Jönatans Þorsteinss. Feikna stórt úrval. Hvergi eins góð kaup. BMlntir bæhir Á uppboði í G.-T.-húsinu 4. okt. verður selt mikið af innlendum og út- lendum bókum: Ný Félagsrit, Árbækur íslands, ísafold frá byrjun, Fjallkonan, Ljóðabækur, Lögfræðingur allur, Lagasafnið og mjög mikið annað af skemti- og fræðibókum eldri og yngri. Ennfremur búsáhöld margskonar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.