Ísafold - 26.05.1915, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.05.1915, Blaðsíða 3
ISAFOLD • sem skulduðu Gu0 5 jóni heitnum Jóns- syni málara Skólavörðustig; 20 hér í bænum, fyrir vinnu eða annað, eru vinsamlegast beðnir að greiða þær skuldir Sveini Björussyni yfir dómslögmanni, Fríkirkjuvegi 19 hér í bænum. St. í Reykjavík 18. maí 1915. F. h. erfitígjanna. Klemens Baldvinsson frá Hvassafelli. 18. og 19. maí héldutn vér áfram að reka óvinina úr Shavlihéraðinu. Vér tókum stöðvar hjá Kurszany, náðum nokkrum hundruðum fanga og fjölda vélbyssna. Fyrir vestan Shavli hörfa óvinirnir undan á löngu svæði. í Galiciu heldur orustnn áfram og er barist af enn meiri ákafa en fyr. Mikið óvinalið, sem hafði tekist að komast yfir Sanfljót eftir grimmilega orustu, hefir ruðst inn á svæðið Taroslav-Radowna-Sieniawa, en hliðar- fylkingar vorar á þessu svæði hafa unnið mikið á á vinstri bakka San- fljóts eftir grimmilega orustu. Milli Przemysl og hinna miklu mýra hjá Dniester hafa áhlaup óvir,- anna náð hæsta stigi og hafa þeir þar látið ógrynni manna. 19. og 20. stóð grimmileg orusta hjá Stry, en úrslit hennar eru enn ókunn. Fyrir norðan Bolechow tókum vér aftur nokkrar skotgryfjur, sem vér höfðum mist deginum áður. Loftför óvinanna flugu yfir Prze- mysl og vörpuðu niður sprerigikúl- um, en þeir hafa ekki gert frekari árás á vígið. Orusta austan viö Ypres. London, 25. maí. Eftirfarandi tilkynning kemur frá yfirhershöfðingja Bretahers í Frakk- landi, 24. þ. m. í orustunum austan við Festubert 16. og 17. þ. m. voru 7 vélbyssur teknar herfangi og það er sennilegt að fleiri séu grafnar í skotgrafarúst- um. í dag var þaggað niður í þrem- ur þýzkum skotvigjum, og eitt vígi hittu kúlur vorar gereyðilögðu það og sprengdu skotfærabirgðar þess í loft upp. Þjóðverjar héldu áfram fótgönguliðsáhlaupum austan við Ypres kl. 3 i nótt og veittu á und- an sér kæfandi gasi, og samtímis skaut stórskotalið þeirra að oss sprengi- kúlum, hlöðnum kæfandi gasi. Her- sveitir vorar neyddust til að yfirgefa nokkrar skotgrafir og óvinirnir rudd- ust inn á stöðvar vorar á tveim eða þrem stöðum. Orustan stendur enn og nokkurn hluta af stöðvum þess- um höfum vér þegar tekið aftur. Erl. simfregnir fri fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Austnrríkismenn skjóta á Feneyjar. Kaupmannah. 25. maí. Austurríkst lottfar heflr varpað sprengikúlum á Peneyjar. Norskt gufuskip, Minerva var skotið í kaf. Mannbjörg. Konstantin Grikkjakonungur alvar- lega veikur. Fuglafriðunarlögin. I. Rjúpan. Friðunarlögin frá alþingi 1913 taka það fram, að rjúpur skuli vera friðað ar frá 1. febr. til 30. sept. ár hvert, og auk þess alfriðaðar 7. hvert ár; og friðunarárið fyrsta byrja með n/ári 1915. Sé það nægilegt að vernda einhverj ar fnglateguudir um aldur og æfi með því að þyrma þeim nokkra máuuði á ári hverju, eða 7. hvert ár, ætti rjúp- unni að vera borgið. En hingað til hefir þó reynslan sýnt hið gagnstæða. Hún hefir sfnt, að nokkurra mánaða friðun á ári er ekki nægileg til að halda tegundinni við, því að þess lengri sem friðunartimi fuglanna er, þess óhemjulegar eruþeir drepnir þann tímann, sem þeir eru ófriðaðir. Rjúpum hefir stórkostlega fækkað síðan farið var að friða þær með lögum nokkra mánuði á ári. Og það stafar eingöngu af því, að þann tímann sem þær eru ófriðhelgar, eru þær gegndarlaust veidd- ar, einkum næstu mánuðina á undan friðunartímanum. Veiðin er þá stund um geymd þangað til friðunartíminn byrjar, til þess að nota tækifærið, sem þá b/ðst að selja hana með hærra verði en ella. Búast má því við að ijúpur verði mÍ8kunnarlaust drepnar næstu mánuð- ina á undan 7. árinu, sem þær eiga að vera friðaðar. Menn myndu jafn vel ekki skirrast við að gereyða þeim alveg, ef einhver hagnaðarvon væri að þvl í svipinn. Þegar menn vissu að friðunarár rjúpunnar byrjaði með n/ári í vetur, er útlit fyrir að þeir hafi notað sér að drepa sem mest af henni fyrir áramótin, því að bæði hafa einstakir menn byrgt sig upp með rjúpur fram á þenna dag, og líka haft á boðstólum í Reykjavík til skamms tíma fyrir hátt verð, í samanburði við það, sem þær áður voru seldar. Samkvæmt skoðun manna og ríkj andi hugsunarhætti er þetta eðlilegt. Viti menn það fyrirfram að takast muni fyrir veiði einhvern ákveðinn tíma, þykir sjálfsagt að færa sér hana sem bezt í nyt, meðan hennar n/tur við, þó að menn geri sér skaða og skömm með því í framtíðinni. Fuglafriðunarlögin, sem eflaust voru búin til meðfram í þeim tilgangi að firra þjóðina þeirri óhamingju að svifta landið algerlega rjúpunni eins og geir- fuglinum sæla, geta orðið til hins gagn- stæða. Þau taka því miður ekki fram fyrir hendurnar á óvitanum, eins og þau nú eru úr garði gerð. Útr/ming rjúpunnar stendur fyrir dyrum, þrátt fyrir íriðunarlögin. Hverjum manni ætti að vera ljúft og skylt að gera sitt ítrasta til að vernda og efla náttúrugæði landsins, hverju nafni sem þau nefnast, og þá ekki sízt rjúpuna — þessa saklausu og sárofsóttu fuglategund, sem hjarað hefir í þessu landi frá ómunaöld. Hún hefir ekki einungis átt við /miskonar harðrétti að búa sakir óblíðu náttúr- unnar, heldur líka þolað blóðugar of- sóknir frá mannanna hálfu, síðan þeir komu til sögunnar. Fyrir löngu er kominn tími til að útr/ma þeim hugsunarhætti að rjúpan eigi engan rótt á sór. Þó að seint verði honum útr/mt með lögum. Eu ekki er ósanngjarnt að fara fram á það, að þingið í sumar endurbæti svo fugla- friðunarlögiu að rjúpur verði algerlega friðaðar 7 árin næstu fyrir það fyrsta, eða einhvernveginn búa svo um hnút- ana að tilveru þessarar fuglategundar só algerlega borgið í framtíðinni. 2. Valurinn. í 2. gr. fuglafriðunarlaganna er tek- ið fram að valir, og um 17 aðrar fugla- tegundir, skuli vera ófriðaðir eða rótt- dræpir allan tíma ársins. í þessari grein felst það, að mönnum bó jafnvel gert að skyldu að beita sór fyrir því að útr/ma valnum úr íslenzkri nátt- úru og öðrum þeim fuglum, sem taldir eru með houum í nefndri grein. Hingað til hafa ekki þurft lagaboð til þess að hvetja meun til að leggja ymsar fuglategundir í einelti og út r/ma þeim með drápi, mönnum hefir tekist það samt. Allir hljóta að sjá að hór er verið að gera tilraun til að svifta í burtu og afmá úr tölu hinna lifandi fugla- tegunda, einhverjum hinum fegurstu Og tilkomumestu fuglum, sem til eru í náttúru Islands, fuglum, sem landinu er bæði pr/ði og sómi að. Þeim sem ekki er alveg sama um hvernig nátt úruauð landsins er svívirðilega ruplað og rænt, hl/tur að renna til rifja skamms/ni manna og einfeldni í þessu efni. Eg get ekki ímyndað mór að ís leudingar verði álitnir á eftir meiri menningarþjóð, eba standi öðrum þjóð um framar í ættjaiðarást og ræktar semi til fósturjarðsr sinnar, þegar þeir eru búnir að útryma valnum eða öðr- um þeim fuglum, sem dæmdir eru með honum til gereybingar í 2. grein fuglafriðnnarlaganna frá síðasta alþingi. Svo mikið þótti íslendingum til vals ins koma einu sinni, að þeir lótu sór sæma að s/na hann í merki sínu. Og víst er um það að málaður er hann yfir dyrum stjórnarráðshússins í Rvík, og útskorin mynd af honum yfir dyr- um Alþingishússins, yfir dyrum húss- ins, þar sem menn sitja inni og búa til lög um það, að valurinn skuli vera róttdræpur og ófriðhelgur — óalandi og óferjandi öllum bjargráðum á ís- landi. Sannast að segja getur mönnum samt þótt heiður að myndinni og lík- neskjunni af valnum, þó að þeir s/ni í verkinu, að^þeir hafi skömm á hon- um lifandl og í fullu fjöri. Allar fuglategundirnar, sem getið er um í 2. gr. friðunarlagatma og tekið er fram að skuli vera ófriðaðar, ættu undantekningarlaust að vera alfriðaðar með lögum, fyrir það fyrsta 10 árin næstu, því allar hafa þær sama rótt- inn og friðl/stir fuglar, að auka kyn sitt og lifa í friði. 3. Örninn. í 3. gr. fuglafriðunarlaganna, undir e lið, er tekið fram að »ernir skuli friðaðir 5 ár, frá því að lög þessi koma í gildi, en síðan ófriðaðir og teljast undir 2. gr.«. Ekki er laust við að grein þessi beri það með sór, að þingið hafi verið nokk- uð hikandi er það samdi hana, og fundist það fara nokkuð langt með því að ráðast í svona mikið, að friða erni í 5 árin næstu, sem taldir hafa verið vargar í vóum, á það beudir þetta, sem tekið er fram í lögunum, að ernir skuli »ófriðaðir« að þeim tíma liðnum. Fyrirmæli þessi í lögunum virðast ekki vera annað en eintómur leikur, sem enga þ/ðingu hefir. Hór er að eins verið að gefa erniuum 5 ára frest, en þegar hann er útrunninn á með lögum að leggja örninn á höggstokk- inn — strádrepa alla erni á landinu, ef mönnum s/nist svo, og útr/ma þeim með öllu. Enginn skal halda að menn verði orðnir svo afvanir að skjóta erni að 5 árum liðnum, að þeir verði látnir af- skiftalausir. Það er síður en svo. Drápgirni manna og ránf/si er það mögnuð. Hafi friðunarlögin ekki komið of seint til að frelsa örninn algerlega frá gereyðlngu, má nokkurn veginn ganga að því vísu, að búið verði að útr/ma honum alveg að 10 árum liðn- um. Fjölgun arnanna er svo hægfara, að engin hætta er á því, að hún verði nokkurn tíma meiri en góðu hófi gegn- ir. Ohætt er því að herða svo á lög- unum, að ernir verði friðaðir 50 árin næstu eða jafnvel um aldur og æfi. 4. Eggin. Þá er það tekið fram í áðurgreind- um lögum, að egg einstakra fuglateg- unda, sem friðaðar eru, skuli ófriðuð. Þetta er í alla staði ranglátt. Krían er t. d. friðuð árið um kring, en egg hennar skuln ófriðuð. Um leið og hór er verið að þyrma móðurinni, eru lögð drög fyrir að börn hennar verði deydd. Eggin eru þó gróðurkvistur kynstofns- ins, og tilvera tegur.darinnar er undir þeim komin. Ef eggjunum er tak- markalaust rænt, er tegundin fyr eða siðar dæmd til dauða. Að vísu finna ekki eggin til þó að þau sóu deydd, en sársaukinn kemur fram á móðurinnj. Hán er jafn við kvæm fyrir því, að eggjum hennar er rænt, eins og þó hún væri særð með vopnum. Svo mikil hörmung, sem til þess er að vita, að mönnum skuli vera heimil- að með lögum að drepa vmsa fugla og svifta landið þeirti fegnrð og þjóðinni þoirri ánægju, sem af þeim getur staf- að, er hitt þó enn sorglegra, að eggin skuli vera ófriðuð. Þau geta þó ekki flúið, þegar óvinurinn nálgast þau eing og fuglinn. Með sanngirni má heimta að egg allra viltra fugla verði alfriðuð með lögum — friðhelg í uáttúru ís- lands. Því verður ekki neitað, að það er liálf níðangurslegt að spilla náttúru síns eigin lands, með því að láta dráp- girnina bitna á eggjum, aðal frjókvisti fuglanna, af því að þau geta ekki forðað sér. Það er uokkuð svipað og að telgja frjóknappana af þroskuðu tró, sem komnir eru að því að springa út, og segja svo að tróð megi vaxa! 5. Undanþágan. Það er undanþága frá fuglafriðunar- lögunum. Ráðherra íslands er heimilt að veita einstökum mönnum eða stótt- um leyfi til að drepa friðl/sta fugla og taka egg þeirra. »Visindalega ment uðum fuglafræðingum og náttúrufræð iskennurum, sem safna fyrir skólana, og náttúrufróðum mönnum er safna fyrir Náttúrugripasafnið í Reykjavík«, er gefin þessi undanþága frá fugla- friðunarlögunum. Ef maðurinn er kallaður mentaður eða 1 æ r ð u r í náttúrufræði fær hann leyfi 'njá æðstu stjórn landsins, ef hann biður um það, til þess að gjörspilla hinni íslenzku náttúru, með því að murka lífið úr hinum fáu fuglategundum, sem pryða land okkar, og útr/ma þeim með öllu, ef verkast vill, því að ekki vantar nema herzlumuninn til þess að leggja smiðshöggið á gereyðing sumra tegund- anna. Almenningi er bannað það með lög- um, sem lærðu mönnunum svo nefudu er leyft með lögum. Margur maðurinn mun eflaust halda því fram, að útr/mingarhætta fugla- tegundanna geti ekki stafað af undan- þágu frá friðunarlöguuum. Er því vert að athuga það nánar. í hverri sveit, kaupstað og sjávar- þorpi á landinu fer skólakensla fram, annað hvort í far- eða fastaskólum. Og við hvern skóla er er kennari (einn eða fleiri), sem kennir náttúrfræði, og sem má því skoða »náttúrufræðiskenn- ara«. Allir slíkir náttúrufræðiskenn- arar eiga heimting á að fá undanþágu frá fuglafriðunarlögunum hjá ráðherra, ef þeir sækja um það, til þess að skjóta friðl/sta fugla, og safna eggj- um þeirra, handa skólunum. Gæti eg trúað að þunnskipað yrði hjá einhverj- um fuglategundunum á landinu um það lyki, ef allir notuðu leyfið. Stundum getur það komið fvrir að fuglar, sem skotnir eru í því skyni að troða haminn af þeim út, verði ekki hæfir til þess ; þeir geta orðið svo »illa skotnir«. Leyfishafinn heldur því áfram að drepa þangað til hann nær í »vel skotinn« fugl, þó það kosti Iíf 10—20 fugla. Ganga má að því sem gefnu, að tæplega verði færra drepið af fuglum í framtiðinni, þó að gert só 1 því skyni að fullnægja andlegum þörf- um nemendanna í skólunum, heídur en nú er drepið til líkamlegra þarfa. í hverri sveit landsins getur þá, að minsta kosti, einn maður fengið und- anþágu frá Iögunum til þess að skjóta friðl/sta fugla og ræna eggjunum í nafni skólanna — og æskulyðsins, sem ætti að vera kjörinn til þess að vernda fuglana, án tillits til hverrar tegundar þeir eru. Það er ekki svo sem að hér só unnið í eitt skifti fyrir öll, að safna til skólanna. Náttúrugripasöfnin ganga fljótt úr sór, svo árlega verður að fylla í skarðið og bæta við n/jum gripum. Það má því ganga að því sem gefnu, að taldir verði dagar allra sjaldgæfari fugla hér á landi eftir nokkur ár, verði undanþága frá lögunum leyfð fram- vegis. Undantekning frá fugla- friðunarlögunum á ekkiað eiga sór stað. Það á engin und- antekning að vera frá því að öllum mönnum só skylt, Rem búa á þessu landi, hvað mentaðir sem þeir eru, eða koma hingað sem gestir, að varðveita og efla hina íslenzku náttúru af fremsta megni. »Náttúrufróðum mönnum, er safna fyrir náttúrugripasafnið í Reykjavík« er líka gefin undanþága frá fuglafrið- unarlögunum. Ekki get eg sóð að þetta ákvæði róttlæti hið minsta fugla- drápið. Eg fyrir mitt leyti vil ekki skifta á því, að horfa á og skoða út- troðna fuglsharai, sem safnaðir eru saman á einhverjum ákveðnum stað f höfuðstað landsins, heldur en að at- huga fuglana lifandi, frjálsa og í fullu fjöri úti í náttúrunni suniar og vetur. Eg get ekki ímyndað mór heldur að nokkur maðni læri að þekkja náttúr- una betur af úttroðnum fuglshömum, þó að hann horfi á þá inn í skápum og hilium náttúrugripasafnanna, hvort heldur þau eru í Reykjavík eða ein- hversstaðar vib skóla út um sveitir þessa lands, heldur en af fuglunum lifandi úti í ríki náttúrunnar, sem sjá má hinar margbreyttu hreyfingar þeirra og hlusta á kvak þeirra og söng. Fuglshamirnir á náttúrugripasöfnun- um minna menn miklu fremur á fugla- dráp en fuglaverndun. Drápstilhueig- ingin vaknar hjá mönnum við það að horfa á þá. Ef einhver maður sór sjaldgæfan fugl, nyan gest, sem heim- sækir land okkar, er byssan á lofti til þess að murka úr honum lífið, og hamnum síðan komið á Náttúrugripa- safnið. Þekking manna og glöggskygni á fuglunum hefir jafnan verið fólgin í leikni manna að greina sundur hverja tegund frá annari og skipa þeiro í flokka eftir einkennum o. s. frv., en ekki { binu, að vekja hjá mönnum göf- ugar tilfinningar fyrir fuglunum og viðurkenning á tilverurótti þeirra. Til þess er þekkingin of eintrjáningsleg, og náttúru fræðingarnir of blindir. Náttúrufræðingur, sem er frásueidd- ur allri tilfinningu fyrir tilverurótti fuglanna, og heldur áfram, samkvæmt leyfi yfirvaldanna, að drepa friðl/sta fugla í þarfir þekkingarinnar og vís- indanna getur orðið einhver sá versti morðvargur í fuglahjörð landsins, og annara viltra d/rategunda, sem tengd- ar eru við hina íslenzku náttúru. í útlöndum eru slíkir metin álitnir skað- ræði fyrir nát.túruna, og mundu því eins geta orðið það hór. Því verður ekki neitað að fuglafrið- unarlögunum er töluvert ábótavant, eins og bent hefir verið á, en þó skal það viðurkent, að með þeim er stigið fyrsta sporið í áttina til þess að firra þjóðina þeirri smán að útr/ma ymsum fuglategundum, sem skylda er að vernda. Áð því leyti eiga þeir þakk- læti skilið, sem þetta spor hafa stigið. Það er erfitt að brjóta í bág við al- menningsálitið. Margir menn álíta það sjálfsagða skyldu einstaklingsins að drepa vilta fugla (jafnvel þó það kosti lagabrot) hverrar tegundar sem eru, án þess að taka tillit til hvort teg- undinni só borgið eða ekki, og án þess að menn geri nokkurn skapaðan hlut til að vernda þá. Það er eins og mennlrnir eigi fuglana undantekningar- laust, hafl skapað þá, gefið þeim rótfe til þess að lifa og auka kyn sitt, og menn eigi þess vegna með að svifta þá þessum rétti, og dæma hverja teg-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.