Ísafold - 08.09.1915, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.09.1915, Blaðsíða 1
Kenrar At tvisvar i viku. Verð 4rg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 ll, dollar; borg- iít fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lansasala 5 a. eint. ísafoldarprentsmiöja Rltstjðr!: Ólafur Björnssan. Talsimi nr. 455 Uppsögn (skrifL) bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kanpandi skald- lans yið blaðið. XLII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 8. september 1915« 69. tölublað Alþýöafél.bókaaatn Templarns. 8 kl. 7—9 iBorgaratjóraskrifstofan opin virka daga 11—8 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 1—7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og 5» Íslandsbanki opinn 10—4. K.F.XJ.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 oíðd. Alm. fnndir fid. og fld. 81/* sibd. Landakotskirkja. Gubspj. 9 og 8 á helprum Laodakotaspítali f. fljúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. [Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbú.nabarfélag8skrifstofan opin frá 12—2 L".nd8fóhirbir 10—2 og 5—8. Laiidsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 32—2 Landsflíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga J0—12 og 4—7. 'Náttúrugripasafnih opib l*/i—21/* á snnnnd. Pósthúsih opib virka d. 9—7, snnnnd. 9—1. Bamábyrgb Islands 12—2 og 4—6 Btjórnarrábsskrifstofnrnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga. helga daga 10—9. Vifilstaðahælib. Heimsóknartimi 12—1 Þjóbmenjasafnið opih sd., þd. fmd. 12—2 : H. Ándersen & Sön • klæðaverzlun, | Aðalstræti 16. Sími 32. ■ Stofnsett 1888. » ■ ÞAR ERU FÖTIN SAUMUÐ FLEST, I ÞAR ERU FATAEFNIN BEZT. í *ml'il 1 j. i.a. 11 ITHrrrrr. Störf þingsins. IX. Verkfallsbann. í næstsíð- asta blaði var prentað frumvarp um verkfallsbann, er nokkurir •efri deildar þingmenn höfðu borið fram — auðsjáanlega út af verk- fallshótun símamanna, er svo mikla athygli og umræður hefir vakið. I þessu frv. var gert ráð fyrir því m. a. að hver o p i n b e r starfsmaður, er þátt tekur i slíku verkfalli, skuli »sæta sekt- um frá 500—5000 krónum eða fangelsi eða embættis- eða sýsl- unarmissi, ef miklar sakir eru, enda liggi ekki þyngri refsing Tið samkvæmt öðrum lögum*. Frv. felur í sér þungar refsing- ar þeim til handa, er »hvetja* eða »ógna« slíkum starfsmönnum til að taka þátt í verkfalli. Þessi ákvæði eru óneitanlega nokkuð >drakónisk« löggjafar- ákvæði gagnvart opinberum starfs- mönnum, svo lengi sem almennar verkfallsrefsingar erueigi lögleidd- ar í landinu. Að gera réttindum op- inberra starfsmanna skör lægra undir höfði en réttindum annara verkmanna virðist lítt sanngjarnt. Þetta bafa einstaka þingmenn séð og komið með breytingartil- lögur við frumv. í báðum deild- um alþingis, Guðm. Björnsson í efri deild og þeir Bjarni frá Vogi og Hannes Hafstein með sams- konar tillögur í neðri deild. í þeim felst að vísu alment for- boð gegnverkfalli opinberra starfs- manna. En jafnframt er gert ráð fyrir þriðja aðilja »ef ágreiningur ris «PP milli opinberra starfsmanna og vinnuveitenda út af kaupgjaldi eða vinnukjörum«. Segirþarum i brt., að »þá skal skjóta þeim ágreiningi í gerðardóm; skal vinnu- veitandi nefna 1 mann, starfs- mennirnir annan, en landsyfir- dómurinn þann þriðja. Þessir þrír menn skulu gera um málið, svo fljótt sem verða má, og eru báðir aðiljar skyldir að hlíta þeim dómi.« Svo furðulega fór um þessa brt., að feld var í báðum deildum al- þingis með afskaplegum atkvæða- mun, í Efri deild með öllum greiddum atkvæðum gegn einu og í Neðri deild með 19 gegn 4 atkvæðum. Þessi einkennilega niðurstaða hlýtur að spretta af athugaleysi þingmanna. Vér höfum, enn sem komið er, lítið haft af verkföllum að segja. En siðaður heimur kringum oss heflr haft þess meiri reynslu i þeim efnum. Og hjá öðrum þjóð- um hefir niðurstaðan orðið sú að setja ekki útilokandi harðneskju- laga-ákvæði við hreyfingum í þá átt að vinna betri kjör með verk- falli, heldur einmitt að skjóta hugsanlegum ágreiningi til gerð- ardóms, þar sem báðir aðilar fá sinn fulltrúa og síðan komi óvil- hallur oddamaður til. Þetta þykir hafa geflst mæta- vel. Og þessi stefna hefir smátt og smátt unnið fylgi á báða bóga — bæði verkmanna og vinnu- veitenda. En þess meiri furðu hlýtur það að vekja hvernig íslenzkir al- þingismenn taka þessari r e y n d u stefnu á alþingi 1915. Og þó verður athyglin skö^pust á af- skiftum þeirra manna, sem for- ustumenn eru í hópi almennra verkmanna höfuðstaðarins. Oss hefir skilist svo, að þeir geri svo mikinn grein'armun á opinberum starfsmönnum og öðr- um verkmönnum. En sú grein- ing á sér engin rök. Enda stað- reyndin annarstaðar í beinni mót- sögn. T. d. má benda á járnbrauta- staffsmenn erlendis, sem tvímæla- laust eru opinberir starfsmenn. Hverjum mundi detta í hug að gera minna úr réttindum þeirra í þessu efni en almennra verk- manna? Nei, sá greinarmunur, sem sennilega hefir vakað fyrir þing- mönnum á opinberum verkmönn- um og öðrum er eigi réttur. Þessi verkfalls-bannlög leggja í rauninni forboð við því, að á- greiningur m e g i rísa upp milli op- in berra starfsmanna og hins opin- bera vinnuveitanda. En slík lög tjáir ekki að reyna að fram- kvæma. Hitt er ráðið að finna úrskurð- arvald fyrir ágreininginn og það virðist oss, að gerðardóms-tillögu- mennirnir hafi séð, og er því harla leitt, að svo skuli hafa verið snúist við heilbrigðum uppá- stungum þeirra, eins og raun er á orðin, og væri betur, að þing- ið, áður en það afgreiðir lögin til fullnustu, festi athygli sína á því. Þversum-stanðið í þing- inu. Bragð þeirra þversum- manna út af tekju-auka-tillögum velferðarnefndarinnar um daginn hefir þegar verið gert að umtals- efni hér í blaðinu/ Sannaðist á þeim »að sér gref- ur gröf, þó grafi*. Hið eina, sem þeir höfðu upp úr þvi, var að missa sinn þjóðkunnasta mann úr flokkn- um þ. e. Skúla Thoroddsen og varð þá enn að áhrínsorðum, að »margt fer öðruvísi en ætlað er«. Eiga þeir þversum-menn nú engan fulltrúa í velferðarnefnd- inni, en það er bezta tryggingin fyrir því, að störf nefndarinnar geti gengið rólega og stillilfega. I vandræða-öngþveiti sínu hafa þeir gert tilraun til að gera þau málin að flokkarígskappsmálum, sem sízt mátti, og á þeim gern- ingum eiga þeir að fyrirgera því trausti, sem eftir kann að hafa verið á þeim með þjóðinni. Frá alþingi Dýrtíðarráðstafanir. Frumvarp til laga um heimild bæjarstjórna og hreppsnefnda til dýr- tíðarráðstafana. Flutningsm.: Jón fónsson, Þórar- inn Benediktsson, Þorleifur Jónsson, Benedikt Sveinsson. 1. gr. Meðan hið óeðlilega háa verð er á vörum vegna Norðurálfu- ófriðarins, heimilast bæjarstjórnum og hreppsnefndum, að fengnu sam- þykki meiri hluta atkvæðisbærra manna i sveitamálum og kaupstaða, að jafna niður dýrtíðargjaldi einu sinni á ári, ef brýn þörf er, á alla þá menn í kaupstaðnum eða hreppn- um, sem að áliti bæjarstjórnar eða hreppsnefnda' eru svo efnum búnir og hafa svo góðar ástæður, að þeir þurfa alls eigi á dýrtíðarhjálp að halda. Niðurjöfnunar gjald þetta skal lagt á menn eftir efnum og ástæð- um eins og aukaútsvar. 2. gr. Bæjarstjórnir i kaupstöð- um og hreppsnefndir í sveitum inn- heimta dýrtiðargjaldið og skifta því svo sanngjarnlega sem unt er milli bágstaddra manna, sem ekki hafa þegið sveitarstyrk. Styrkur þessi skal kallaður dýrtíðarstyrkur og er óendurkræfur. Má alls ekki skoða hann sem sveitarstyrk né neina skerð- ingu á heiðri og mannréttindum. Dýrtíðargjald þetta má taka lög- taki. 3. gr. Með kærur út af niður- jöfnun dýrtiðar gjaldsins, eftir lög- um þessum, skal farið eins og kær- ur út af niðurjöfnun sveitarútsvara samkvæmt sveitarstjórnarlögunum. 4. gr. Heimildarlög þessi gilda til næsta þings. Fjárlðgin í efri deild. Efttr 2. umræðu. Helztu breytingar, sem efri deild gerði á fjárlagafrumvarpinu, við 2. umr. eru þessar: Felt var með 10 : r atkv. að gefa eftir 1500 kr. af simaláni Búða- hrepps i Suður-Múlasýslu. Samþ. var að veita 10 þús. kr. hv. á. i stað 8 þús. til útgjalda við eftirlit úr landi með fiskiveiðum útlendinga. Felt var með 7 : 6 að veita 5000 kr. hvort árið til verndunar bann- lðeunum. (Já sögðu: B. Þorl., G. Bj., G. Ól., fósef, Kr. Dan., Karl Ein. Nei sögðu: Stgr. J., Eir. Br., Hákon, j. Þork., K. Finnb., Magn. P, Sig. Stef.). Til peningaskápa handa sýslum. i Stranda-, Snæfellsness-, Skaftafells-, Rangárvalla- og Vestmanneyjasýslu voru veittar 1130 kr. Feld var tillaga um það að veita Magga Magnús lækni styrk og eins Ólafi lækni Gunnarssyni. Samþ. var með 11 samhlj. atkv. að veita 22000 kr. til miðstöðvar- hitunar í holdsveikraspítalanum. — Fjárveiting til hlöðu og fjósbygg- ingar á Vífilsstöðum var hækkuð úr 5 þús. i 8 þús. Fjárveiting tií Grímsnessbrantar var lækkuð úr 15 þús. krónum nið- ur í 8 þús. hvort árið. Einnig var samþ. að fresta mætti fjárveitingu, 25 þús. kr. f. árið og 15 þús. seinna árið til Húnvetningabrautar, ef fjár- hagur reyndist erfiður. Fjárveiting til Stykkishólmsvegar var færð úr 6000 niður í 4000 síðara árið. Feld burtu 10 þús. kr. fjárveiting til vegar frá Gljúfurá upp Norður- árdal. Færð niður fjárveiting til Langa- dalsvegar í Húnavatnssýslu úr 7 i 5 þús. Samþ. að feila burtu 78 þús. kr. fjárveitingu til brúar á )ökulsá á Sólheimasandi. Feld 1000 kr. fjárveiting til brúar á Ólafsfjarðarós. Hækkaður styrkur til bátaferða um Breiðafjörð úr 9 þús. í 12 þús. Til þokulúðurs á Dalatanga voru veittar 14000 krónur. Samþykt að veita dr. Alexander Jóhannessyni 1000 kr. hvort árið til fyrirlestra um þýzk fræði. Námsstyrkur til nemenda Menta- skólans var lækkaður um 500 kr. seinna árið og samþ. að hann skuli lækka um 500 krónur á ári, unz hann hverfur, enda fái þeir engan námsstyrk, sem hér eftir ganga inn í skólann. Til verklegs náms við Hólifskóla veittar 1200 kr. hvort árið í stað 700 kr, en 400 kr. styrkveiting hvort árið til nemenda feld burt. Og til verklegs náms á Hvanneyri 1200 kr. hvort árið í stað 1000 kr. en 400 kr. styrkv. hvort árið feld burtu. Kvenfélagið Ósk á ísafirði veittar iéoo kr. hvort árið til matreiðslu- kenslu gegn 600 kr. framlagi annar- staðar að. Feld 200 -f- 200 kr. styrkur til húsraæðrakenslu á Eyrarbakka. Til að reisa barnaskóla utan kaup- staða veittar 10 þús. krónur. Til að gefa út yfirsetukvennafræði 1000 kr. Til framhaldskenslu kennara 2400 -j-2400 í stað 13004-1500 kr. Utanfararstyrkur til Björns Jakobs- sonar leikfimiskennrra, feldur burt (500 kr.J. Til afskrifta og ljósmyndunar á skjölum, er snerta ísland, í útlend- um skjalasöfnum, hækkað úr 1000 -j-1000 kr. í ijoo-j-rjoo. Til aðgerðar á Þingvöllum 2000 kr. 500 kr. veittar hv. árið til að gefa út landsyfiréttardóma frá 1800—1873 Þúsund krónur klipnar seinna árið af skáldastyrk. Til Hjartar Þorsteinssonar til að ljúka námi við fjöllistaskólann í Kaup- mannahöfn icoo kr. Feld 1000 kr. styrkveiting til Einars Hjaltested til söngnáms. Guðm. Finnbogasyni veittar 3000 -f-3000 kr. til sálfræðislegra rann- sókna í stað þess að bæta vinnu- brögð í landinu, eins og neðri deild ætlaðist til. Samþ. að veita Finni Jónssyni á Kjörseyri 200 kr. hv. árið til að safna sögulegum fróðleik. Til Jakobs Jóhannessonar til þess að semja íslenzka setningafræði 600 -f-600 kr. Samþyktur var styrkur til Good- templara, 1000 ykr. á ári. Þeir B. Þorl, G. Ól, Ó. Bj, Hák, Jósef, K. Finnb, K. Ein. og Kr. D. greiddu atkv. með honum, en hinir 6 móti. Feldur var styrkur til búnaðarfé- laga, 22 þús. kr. seinna árið. Styrkur Fiskifélagsins hækkaður um 1000 kr. á ári (úr 18000 í 19000), en þar af ætlaðar 500 kr. hvort árið til sjómannakenslu á ísa- firði. Styrkur Ungmennafélags íslands til íþróttaeflingar færður niður um 1000 kr. hvort árið (úr 2500 i 1300 kr.). — Til sýslunefndar i Vestmanneyjum 5000 kr. til þess að leita að vatni og undirbúa vatnsveitu. Samþ. tillaga um 25000 kr. fjár- veitingu til kolanámurannsókna. Eu feld var till. um það að veita G. E. Guðmundssyni 25 þús. kr. lán úr viðlagasjóði til að grafa kolanámuna hjá Sjöundá. Eftir 3. umræðu. Hækkaður styrkur til þeirra, er þurfa að leita sér lækningar erlend- is við hörundsberklum, úr 800 kr. í 1000 kr. Sþ. 12 atkv. Til 6—7 starfsmanna við póst- húsið í Reykjavík voru áætlaðar kr. 7000, samþ. með 9 atkv. Til Faxaflóabáts 12000 kr. í stað 10000. Samþ. með'n atkv. Til kenslu í liffærameinfræði og sóttkveikjufræði ætlaðar kr. 2800. Neðri deild feldi tillögu um það. Til timakenslu og prófdómenda við Mentaskólann ætlaðar kr. 5000 hvort árið í stað 4500 kr. Samþ. var að bæta nýjum lið inn í 15. grein á eftir 35. lið, svolát- andi: Til Ragnars Lundborgs rit- höfundar, til þess að gera Island kunnugt erlendis, kr. 5000 hvort árið. Samþ. með 7 : 6. (Já sögðu: G. Ól, Hákon, J. Þork, K. Ein, K. Finnb, Kr. Dan, M. Pét. Nei sögðu: B. Þorl, Stgr. J, E. Br, G. Bj, Jósef, Sig. Stef.). Feld var 13,000 króna fjárveiting

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.