Ísafold - 04.12.1918, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.12.1918, Blaðsíða 3
IS AFOLD 1 kvefsóttir, af pví enn pá pelckist enq- in betri lakninqa-aðferó. Auk pess telja peir að sumar aj peim reqlum, sem »Tíminnt birtir, qeti verið bein- linis skaðleqar, sérstakle^a sveltan*. Refclur þæs, sem »Tíminnc heiir birt, eru lýsing á lækninga-aðfeið hr. læknis Þórðar Sveinssonaa, sem verið hefir læknir í barnaskólanutr. Út af þessari yfiilýsingu vil eg geta þess, að þólt formaður Lækna- fél. Rvíkur hafi gengist fyrir biit- ingu hennar, hefir enginn fundur verið haldinn um þetta mál í lækca- félaginu, og ber þv! ekki oð skoða yfirlýsing þessa sem fundarályktun félagsins. Formaður hefir því að mínu áliti enga heimild til að koma fram í þessu máli i nafni læknafé- lagsins. Sú nýung er hér að gerast, að læknar beinlínis vara fólk við lækn- isstarfsemi Collega, sem hir.gað til hefir þótt standa framarlega meða! islenzkra lækna að lækuislegri þekk- ingu og andaus atgerfi. Eftstur á blaði er landlæknir. Er það sam- boðið emhætti hans, að vara sjúkl inga við sskaðlegri* lækningastarf- semi læknis, sem hefir jus practi- csndi? Því furðulegri er þessi yflrlýsing, sem læknarnir í raun og veru eru sár-óánægðir með sína venjulegu inflúenzu-lækning; þess heldur ættu þeir að taka vel nýjum lækninga- aðferðum, og reyna þær, eða að minsta kosti láta þann lækni óáreitt- an, sem hefir hug og hugkvæmd til nýrra tilrauna. Þórður Sveinsson getur að vísu ekki lagt fram fullgilda sönnun fyr- ir ágæti sinnar aðferðar. En lækn- arnir, sem yfilýsinguna birta, hafa heldur ekki gögn í hendi til að sanna, að þeirra meðferð á sjúkling- um sé betri en lækning Þ. Sv. Til þess mundi þurfa nákvæma •journalac um alt ástand sjúkling- anna, en þá hefir hvorugur málsað- ilja í höndum. Hvor um sig verð- nr því í þessu efni að styðjast við sina persónulegu reynslu og skoðun. Óneitanlega virðist nær að ætla, að Þ. Sv. hafi réttari hugmvnd um lækninga-aðferð sína, heldur en þeir læknar, sem aldrei hafa leynt hana. Án þess að eg hafi ieynzlu i þessu efni, get eg vel fallist á þá liugsun, sem liggur til grundvallar fyrir meðferð Þ. Sv., að gera tilraun tíl að skola burtu með svita og þvagi sjúklinganna eiturefnum (toxín um), sem gerlarnir mynda i likara- anum; er þetta gert með inngjöf á heitu eða volgu, soðnu vatni. Dm langan aldur hafa læknar einmitt notað þessa lækningu við blóðeitr anir; en inflúenzan hagar sér nú í mörgum tilfeilum einmitt sem eias konar eitrun; á það bendir gangur sjúkdómsins, og þær tegundir geta, sem fundist hafa. Þ. Sv. hefir ótrú á þvi, að sjúklingum verði gott af mat, meðan hitinn er í þeim, og þess vegna lætur hann á lifa þá vatn- inu einu. Lífeðlisfræðingar hafa sannað, að mjög lítið er um mynd- uu meltingarlafa, ef fæðunnar er ekki neytt með lyst; þar af leiðandi eru meiri líkindi fyrir rotnun fæðunnar. Ungbörn með maga- og garnabólgu lifa stundum eingöngu á vatni í vikutíma. Heppi- legt hefði auðvitað verið, ef í regl- um þeim, sem birtust í »Tímanum«, hefði verið tiltekið með meiri ná- kvæmni, hve marga daga sjúklingur mætti fá vatnið eingöngu, og sömu- leiðis að brýnt hefði verið fyrir fólki að langvarandi hiti inflúenzu- sjúklinga gæti stafað af öðrum sjúk- dómum, t. d. berklaveiki. En fyrir- mælin munu aðallega hafa verið ætluð sjúklingum fystu daga veikinn- ar, áður en næst til læknis. Eg skal leiða hjá mér að leggja nokkurn dóm á hvort lækning Þ. Sv. sé betri en sú lækning, sem hinir læknarnir hafa notað; til þess vantar mig þekking og reyslu, en það skortir líka þá io lækna, sem vara við Þórði Sveinssyni. Læknarnir eru seinir á sér; því vöruðu þeir ekki við Þ. Sv. þegar í upphafi? í stað þess lögðu þeir sjúkiingana inn í Barnaskólann, undir læknishönd hans. Þeir reyndu ekki að teija honum hughvarf; þeir kröfð- ust þess ekki, að hjúkrunarnefndin skipaði annan lækni, en héldu áfram að leggja svo marga sjúklinga sem unt var að veita viðtöku inn I Barnaskólann, til þess að þeir gætu notið »skaðlegrar« lækningar Þ. Sv. Lækna greinir iðulega á um með- ferð á sjúklingum. Einn vill nota skurðlækning við sjúkdómi, sem annar vill lækna með meðulum og sérstöku mataræði. Einn læknii vill nota geislalækning við sjúkling, sem öðrum virðist réttara að skera upp. Auðvitað eru læknar á ýmsu máli um meðferð sjúklinga og vantar s!zt deilur um slikt i læknaiitum og á málfundum. En hér er annað og meira á ferð- inni, Læknarnir neita Þ. Sv. um rétt tii þess að nota lækningu, sem hann telur heppilega og að engu leyti kemur i bág við læknislega hugsun. Þeir vara opinberlega við lækningum hans. Hvar á þetta að lenda ? Halda lækuarnir að alþýða manna eigi auðvelt með að átta sig, þegar staðhæfing stendur staðhæfing móti. Tímenningarnir eru áreiðan- lega ósammála sin á milli um ýmis- legt, viðvikjandi meðferð sjúklinga. Ætla þeir þá líka að vara hvor við öðrum í blöðunum, þegar þeim ber á milli? Eg skil vel, að læknarnir vildu gera það kunnugt, að allur sá mikli fjöldi inflúenzusjúklinga, sem þeir hafa haft undir hendi hafi verið læknaður með þeirri lækningu, sem þeir telja bezta. Þeir hefðu getað bætt því við, að þeir vildu ráðieggja sjúklingum og læknum út um land að fylgja þessari sömu aðferð, en lækningu Þ. Sv. vildu þeir ekki mæla með, vegna þess að þeir hefðu ekki reynt hana. Lengra gátu þeir. ekki farið. Þeir hafa engan rétt til þess að stimpla Þórð Sveinsson lækni sem skaðlegan mann innan læknastéttarinnar. Gunnlauqur Claessen. Aðferð Þ. Sv. I sambandi við ofanritaða grein og deilu þá, sem orðin er um lækna- aðferð Þ. Sv. Þykir oss rétt að birta hana, eins og hún birtist í Timanum. Jafnframt viljum vér láta þess get- ið, að hr. Þ. Sv. bað ísafold, áður en læknayfirlýsingin barst blaðinu i hendur, geta þess, að þessi aðferð væri eingöngu sín aðferð og hefði reynst sér veí, en engir aðnr lækn- ar hefðu notað hana, að svo miklu leyti, sem hann vissi. En annars dettur ísafold ekki í hug að blanda sér í þessa læknadeilu, telur það ekki' leikmanna meðfæri. Aðferð Þ. Sv. er á þessa leið: Undirelns og menn verða veikinnar varir eiga menn að baða fæturna upp á ökla í eins heitu vatni og menn geta þolað. Sívefja sig því næst í hlýjum ullarteppum næst sér, láta hendurnar vera iausar, leggjast í rúm- ið og hiúa sem bezt að sér. Vel hlýtt á að vera í herberginu og gott ioft, en mjög mikið ríður á að forðast allan súg. Síðan á sjúklingurinn að drekka 2—4 potta af soðnu vatni á dag. Ef sjúklingurinn fær hósta og þyngsli fyrir brjóstið, á hann að drekka soðna vatnið eins heitt og hann þolir það, oft og lítið í einu. Verði menn leiðir á soðna vatninu má setja lítið eitt af salti saman við það við og við og er gott að skola munn og háls úr þvi um leið. Meðan hitinu er í mönuum mega þeir einskis neyta annnars en soðna vatnsins. Ef menn fá höíuðverk, á að þvo höðuðið úr volgu vatni. Gott er að láta þvottaskál með litlu volgu vatni undir hnakkaun og ausa vatninu yfir höfuðið. Leggja síðan handklæði yfir, en þurka ekki. Fái menn óráð, á að baða höfuðið úr nýmjólkurvolgu vatni, annanhvorn klukkutíma, þangað til ráðið kemur. Við blóðnösum, sem stundum koma fyrir í veikinni, nægir það venjulega að lauga höfuðið á sama hátt úr rótt að eins volgu vatni. Hlustarverkur fylgir og oft veikinni. Skal þá leggja þurra, heita vorull við eyrað og binda svo fyrir. Hálsbólga fylgir oft veikinni. Skal þá sjúklingurinn skola hálsinn vel og rækilega úr volgu soðnu vatni, einu glasi, sem í er látin ein teskeið af venjulegri edikblöndu (ekki vínedik). Skal það gert í mörgum (12) atrenn- um. Siðan á sjúklingurinn að skola sig á ný, á sama hátt, úr volgu soðnu vatni, einu glasi, sem í er látin ein teskeið af salti. Batni bólgan ekki þegar, á að skola sig aftur við og við úr saltvatni. — Þetta ráð á altaf við um hálsbólgu. Um alla, en einkanlega um börn, verður að gæta þess nákvæmlega að ekki safnist fyrir og stýflist saur í þörmunum. Á að láta renna inn í þarmana (»setja pípu«) volgt, þunt, soðið sápuvatn eða 5>kamillete«-vatn, til þess að hreinsa þarmana. Og þeg- ar hreinsunin hefir átt sór stað er gott að láta hálfan bolla af volgu, rétt að eins söltu, soðnu vatni, renna inn í þarmana. Sé þessum reglum nákvæmlega fylgt, er veikinni langoftast lokið á 3—6 dögum. Menn mega ekki klæðast fyr en á öðrum degi eftir að þeir eru orðnir hitalausir og ekki fara út fyr en á fjórða degi. Þegar hitinn er farinn mega menn fara að nærast á öðru en vatninu. En fyrstu dagana verður það að vera mjög lóttmeltanleg fæða. Fyrstu dagana mega menn ekki bragða te, kaffi, né hafragraut og kjöt, saltfisk og slátur ekki fyr en að fullri viku liðinni. Fari menn nákvæmlega eftir þessum reglum, verður mjög lítið um lungna- bólgu. Lungnabólgusjúklingum á að þvo, allan líkamann, úr vel heitu vatni einu sinni á sólarhring, sívefja þá síð- an í ullarteppum og hlú vel að þeim. Gott er að láta vatnsgufu vera í her- berginu við og við og hafa vel heitt. Hafi menn þessa aðferð, eiga menn engin meðul að nota, hvorki hitaskamta nó annað, þótt menn eigi heima, en fylgja reglunum alveg nákvæmlega. Friðarsamningarnir. Aðalverkefni þeirra Clemenceau og Foch marskálks í Lundúnaför þeirra, verður ásamt öðrum stjórn- málamönnum bandamanna, að búa undir undirbúnings-friðarfund- inn, sem bráðlega verður settur í París. Það mundi létta mikið starf þeirrar ráðstefnu, ef stjórnir stærstu bandamannaþjóðanna gætu komið sér saman um aðalatriði friðarsamninganna fyrir fram. Fyrsti fundur fulltrúa Breta, Frakka og ítala var haldinn í bú- stað forsætisráðherrans í Dowa- ingstreet. 2. des. ... + Þair, sem féilu i vaiinn. Guðmnndnr Benediktsson. bankaritari. Hann var fæddur i. febrúar 1879, að eg held, á Ingveldarstöðum norður undir Tindastól, sonur bjónanna Benedikts Sölvasonar bónda og Mál- friðar Jónsdóttur. Guðmundur kom í skóla árið 1893, 14 ára að aldri, og varð stúdent árið 1899. Hann var afbragðs námsmaður, svo að orð var á gert, og hlaut ágætiseinkun frá Latínuskólanum. Eg kyntist hon- um lítið sem ekkert í skóla, þó að við værum úr sama héraðinu, en því meira siðar, þegar við dvöldum í Kaupmannahöfn á stúdentaárum okkar. Þá umgengumst við mikið, svo að eg hefi af engum öðrum vandalausum haft meiri kynni né betri. Það atvikaðist svo, að við bjuggum þrír í sama húsinu, Guð- mundur, Karl heitinn Torfason irá Ólafsdal og eg. Síðan, eftir and- lát Karls bjuggu þeir saman Guð- mundur og Jóhann Sigurjónsson skáld. Eg hafði þá mjög náin kynni af þeim báðum, og var sá kunnings- skapur okkur öllum til mikillar gleði og mikils annars gagns. Það var oft furðu skemtilegt á Austurbrú. Við það munu fleiri kannast. Guðmundur var hágáfaður maður og smekkvís með afbrigðum. Hann lagði mjög stund á útlendar bók- mentir á námsárum sinum ytra. Eg held eiginlega að hann hafi verið óheppinn i valinu, þar sem hann fór að leggja stund á hagfræði. Mér fanst stundum á honum að honum þætti námið ekki skemtilegt, og oft kvartaði hann um það við mig, að sig vantaði stærðfræðilega þekkingu til þess að geta notið kenslunnar til fulls. Þó mátti hann heita vel að sér í þeirri grein, sem öðrum er kendar voru hér í skólauum, og eg efast um að hinir hah verið betri. En hann var mjög vandvirkur mað- ur og vildi fyrir hvern mun komast fullkomlega niður i því sem hann las. Og það var hann ætíð slðan. Að dómi þeirra sem til þekkja, gegndi hann störfum sinum hér við bankann með hinni mestu nákvæmni. Guðmundur var ákaflega skemti- legur maður, vitur og fyndinn í tali, og ónýtinn á sitt eigið andriki. Hann skrifaði ekki upp á spjaldskrá það sem honum datt í hug, i þeim tilgangi að skrifa utan um það bók eða blaðagrein síðar meir. Það gerði Guðmundur ekki. Hann var auðugur af slíku og hafði ráð á að segja fyndinyrði og láta það gleymast. Hvað gerði það ? Hann gat sagt nýtt hnittyrði við næsta tækifæri og var því sérlega ósparsamur á þá hluti. Guðmundur var indæll maður. Eg held að Guðmundi verði al- drei rétt lýst, nema það sé tekið fram, hve feykilega fjarlægur hann var þessum feitu og digru ungmenna- félagshugsjónum borgaranna. Þessara sem vita upp á sinar tíu fingur hvernig manneskjan á að vera, kunna það svo að segjautanbókar. »Þrekmað- ur með heilbrigða sál í hraustum likama « segja þeir. Guðmundur var ekkert af þessu Hann var ekki þrekmaður,ogvissulega bjó hans veika sál í óhraustum líkama. Hvað var hann þá? Hann var það sem kallað hefir verið salt jarðar. Hann kryddaði lífið fyrir þá, sem áttu þvi láni að fagna að ’þekkja hann og umgangast. Hann lét þannig ávait gott af sér leiða, og aldrei neitt annað en gott. Eða — réttara sagt — hann 1 é t eiginlega ekkert af sér leiða. Gleðin fylgdi honum sjálf- krafa, meðan hann tók á heilum sér. Hann var svo gerður, að þeir sem þektu hann þurftu naumast annað en sjá hann álengdar til þess að komast i gott skap. Þannig var Guðmundur Benediktsson. Reykjavik 29. nóv. 1918, Ölaýur Daníelsson. Lárus Halídórsson prestur. Hann lézt þ. 17. dag nóvember- mánaðar síðastliðinn, i farsóttinni miklu; en fyrir allmörgum árum hafði brjóstveikin nist hann þeim leljartökum, að þess beið hann al- drei bætur, og mátti heita þrotinn að heilsu og firtur kröftum siðustu árin. Síra L. H. var fæddur 19. ágúst 1875 í Miklaholtsseli í Hnappadals- sýslu, sonur Halldórs Guðmunds- sonar, siðast bónda á Miðhrauni í sömu sveit, og konu hans Elinar Bárðardóttur, er enn lifir. Meðal systkina hans er frú Þóra, kona Jóns útgerðarmanns Ólafssonar hér í bæ. Hann var kvæntur Arnbjörgo Einarsdóttur frá Miðnesi, en fæddl er hún i Landeyjum austur. Lifir hún hann ásamt 6 börnum þeirra ungum. í Mentaskólann kom hann árið 1894 og útskrifaðist þaðan með L einkunn vorið 1900 með Rögnvaldi sál. Ólafssyni húsameistara og þeim félögum. Tók svo guðfræðispróf við prestaskólann 3 árum siðar, einnig með I. einkunn og vigðist sama ár prestur að Breiðabólsstað á Skógaströnd, en varð að láta af prest- skap fyrir vanheilsu sakir nú i síð- ustu fardögum, og var seztur að hér i bæ. Sira Lárus var góður námsmaður og skýrleiksmaður mikill. Hann var prýðilega vel ritfær og í bezta lagi smekkvis á móðurmál sitt, sléttmáll og hinn ljósasti í ræðu og riti. Hann var og skáld gott, þó að ekki hafi mikið á þvi borið. Skólapiltnm var þsð heldur ekki svo tamt í þá daga, að hnoða jafnóðum á prent, ef þeim varð ljóð af munni. Á hinu mun hafa borið meira, hversu afburða listfengur hann var að öðru ieyti. Það %at ekki dulist; höndin var svo hög og andinn svo glöggur á það hreina og prjállausa. AIls konar letur stældi hann svo vel, að undrun sætti, og var einhver allra snjallasti skjalaskrifari og skrautritari, er hér hefir uppi verið. Rithönd hans sjálfs var prýðileg, föst og álitsfögur. Eitt af síðustu verkum haus var skraut- rituð minning Rögnvalds Ólafssonar, er fylgir mynd hans á Vifilstöðum. Má hún kallast jafnmæt minning þeirra beggja. Er hinn mesti skaði að fráfalli síra Lárusar, því að alt hans handbragð var svo einstakt í sinni röð. Það var list, en ekkert pirumpár. Síra Lárus var fríðleiksmaður og snyrtimenni mikið, ljúfmenni i allri umgengni og glaðlyndur, þó að ein- att vildi á móti blása. p.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.