Tíminn - 11.01.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.01.1980, Blaðsíða 3
Föstudagurinn 11. janúar 1980 3 Stórbætt að- staða í Hlíðar- fjalli — Enn óráðið hvenær nýja lyftan verður sett upp JSS — „Ekki er alveg vitaö hvenær nýja lyftan veröur sett upp hér i Hliðafjalli, en þaö mál er nú undir smásjánni i f járhags- áætlun Akureyrar”, sagöi Her- mann ífigtryggsson iþróttafulltrúi á Akureyri i viðtali viö Timann. Sagði hann enn fremur aö siöast- liðið sumar hefði verið lokað við að steypa undirstöður undir nýju skiðalyftuna. Varðandi kostnað við þessar framkvæmdir sagði Hermann, að hann væri áætlaður kr. 39 milljón- ir við undirstöður og uppsetningu. Enn hefði ekki verið gengiö frá kaupum á lyftunni, en búiö væri að ákveða gerð hennar, og væri allur undirbúningur miðaöur við það. Lyftan yrði væntanlega keypt frá fyrirtækinu Kopper- meyer i Austurriki, og verð henn- ar væri á núverandi gengi um 52 milljónir. Hefðu hinar lyfturnar i Hliöarfjalli verið keyptar hjá þessu sama fyrirtæki. Aðstaða til skiðaiþrótta var mikið bætt siðastliðiö sumar, og aðspurður um þær framkvæmdir sagði Hermann aö m.a. hefði ver- ið byggð viðbótarbygging upp við svokallaða Strýtu, og þar hefði verið komið upp greiðasölu og snyrtingu fyrir almenning. Þá hefði mótsaðstaða verið stækkuð og bætt og stökkbrautin við As- garð lagfærð. Þá hefði fjarskipta- kerfið i fjallinu verið bætt, auk þess sem ný sjálfvirk timatöku- tæki hefðu ve'rið keypt. Loks hefði verið gengið frá iöggildingu svig- og stórsvigsbrautar i Hliöafjalli. Happdrætti Háskóla Islands byrjar nýtt happdrættisár: Hæsta vinningshlut- fall í heimi HEI — Happdrætti Háskóla Islands er nú aö byrja nýtt happdrættisár. Verð happ- drættismiðanna hækkar að sjálfsögðu i samræmi við aðrar hækkanir i þjóðfélaginu. Kemur þar hvorttveggja til, að fjárþörf Háskólans eykst með hækkandi verðlagi og einnig hitt aðfor- ráðamenn happdrættisins telja að viðskiptavinir þess vilji að miðaverðið fylgi verðlagi svo bjóða megi áhugaverða vinn- inga. En heildarverðmæti vinn- inga hækkar hlutfallslega jafnt og miðaveröið. Sem fyrr er 70% veltunnar varið i vinninga, sem mun vera hæsta vinningshlut- fall happdrættis i veröldinni. Að þessu sinni verður þó f jöldi og upphæð hæstu vinninganna óbreytt, þ.e. 9 fimm milljón króna vinningar, 18 tveggja milljóna og 198 einnar milljóna króna vinningar, sem hins- vegar geta nifaldast að verö- gildi hjá þeim sem eigaalla mið- ana auk trompmiöans af vinn- ingsnúmerinu. Eins og flestum mun i fersku minni unnu ung hjón i Stykkishólmi 45 milljónir á eitt númer á s.l. ári, I Happ- drætti Háskólans. Hins vegar hækka lægstu vinningarnir úr 25.000 i 35.000 krónur. 100 þúsund króna vinn- ingar veröa meira en þrefalt fleiri i ár en i fyrra, eöa 12.852 og 500 þús kr. vinningar veröa meira en tvöfalt fleiri, eða 1.053 I ár. Vinningaskráin i ár lítur þannig út: Vinningar: Upphæð Heildar- upphæð: 9 5.000.000 18 2.000.000 198 1.000.000 1.053 500.000 12.852 120.420 450 aukav = 135.000 45.000.000 36.000.000 198.000.000 526.500.000 100.00 1.285.200.000 35.000 4.214.700.000 100.000 45.000.000 Alls. 6.350.4000.000 Síðuhverfið á Akureyri verðiagning dag- stækkar ððfluga blaða gefin frjáls A fundi verðlagsráðs miðviku- daginn 9. janúar s.l., var ákveðið að gefa verðlagningu dagblaöa frjálsa og hefur rikisstjórnin samþykkt þá ákvörðun. Jafn- framt skyldar verðlagsstofnun dagblöðin til að senda stofnuninni tilkynningar um breytingar á verðtöxtum einum mánuöi áður en þeim er ætlað að taka gildi. JH — Akureyringar hafa á undanförnu verið að byggja stór ný hverfi utan við Glerá ofan við og út frá hinu gamla Glerárþorpi. Þar hefur risið upp svonefnt Siðu- hverfi. Nú hefur bygginganefnd Akur- eyrarkaupstaðar óskað heimildar bæjarráðs til þess að auglýsa nýj- ar ibúðarhúsalóðir og verslunar- lóðir i þessu hverfi, samkvæmt fyrri samþykkt skipulagsnefndar og bæjarstjórnar. Þetta er þriðji áfangi byggingaframkvæmda i Siðuhverfi, og er lagt til, að götur þessar heiti Móasiða, Möðrusíða, Bogasiða, Bakkasiða, Bæjarsiða og Kjalarsiða. I þessum áfanga verða einnig götur, sem gert er ráð fyrir aö kallist Búðasiða, Brekkusiöa og Brattasiða. ' í t ít áÉ Frá höfninni á Akureyri. Akureyri: Mynd Hjálmar. Framtíðarskipulag hafnarinnar tíl umræðu FRI — Framtíðarskipulag hafnarinnar og gerð hafnar- mannvirkja á Akureyri er nú til umræðu, og samþykkti hafnar- stjórn á fundi i miðjum des. s.l. aö fela bæjarstjóranum gerð at- hugunar á skipulagi þessara mála i framtiðinni. „Það sem hér er fyrst og fremst um að ræða er það, að á aðal- skipulagi Akureyrar fyrir árin 1975-95 er ákveðið svæði hér skipulagt sem hafnarsvæði, en þaö er hins vegar ekki til deili- skipulag af þessu sv'æöi, og það, sem við viljum gera nú i hafnar- stjórninni, er deiliskipulag af svæðinu”, sagði Helgi Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, i samtali við Timann. „Jafnframt viljum við reyna að gera okkur grein fyr- ir þvi hver yrði þróunin i flutning- um á sjó sem tengist Akureyri. Hvaða þarfir þessir flutningaaðil- ar hafa og hve mikils land- rýmis er þörf, lengd viðlegu- kanta, o.s.frv. Við höfum fengið verkfræði- skrifstofu Sigurðar Thoroddsen til þess að gera áætlun, sem væri hægt að byggja sjálfa deiliskipu- lagninguna á, safna tölulegum upplýsingum og gera spár. „Það er ýmislegt I bigerö hjá okkur á þessu ári”, sagöi Helgi, „kannski ekki mikið af nýjum framkvæmdum, en viö höfum verið með ýmsar stórar fram- kvæmdir i gangi sem áfram verð- ur unnið við núna á árinu. Með þvi markverðasta sem i áætlun er þá á ég von á þvi að byrjað verði á að laga götuna sem liggur þvert i gegnum bæinn. Hún verður færð til. Hún hliðrast aö- eins til austurs vegna uppfylling- ar i Pollinn, eða yfir Torfunes- bryggjuna. Ef einhverjir pening- ar verða til þá veröur byrjað á þessu nú á árinu. Þessi gata hefur verið erfið umferðarlega séð. Væntanlega veröur einnig byrj- að að breyta Hafnarstrætinu og á Ráðhústorgi i göngusvæöi sam- kvæmt skipulagi bæjarins.” Flugstöðin enn við lýði Arnarflug hefur óskað birtingar á eftirfarandi tilkynningu: Að gefnu tilefni viljum viö geta þess að Flugstöðin h/f i Reykja- vik hefur ekki lagt niður starf- semi sfna, svo sem skilja má i fréttum ýmissa fjölmiðla að undanförnu. Hins vegar hefur Arnarflug keypt eina flugvél af Flugstöðinni og tekið á leigu af- greiðslu og viðhaldsaöstöðu i húsakynnum Flugstöðvarinnar á Reykjavikurflugvelli. Flugstöðin mun verða þar áfram til húsa og verður náin samvinna meðal þessara tveggja flugfélaga i leiguflugi og öðrum óreglubundn- um verkefnum. Slökkvilið Akureyrar: Útköll voru 80 á síðasta ári JSS— A siðasta ári var Slökkviliö Akureyrar kvatt út 80 sinnum en 109 sinnum áriö áöur, að þvi er segir i frétt frá slökkviliðsstjóra. Munar þarna mestu um aö sinu- brunar voru óvenjufáir á árinu. Stærsti eldsvoðinn varö 2. júni i Reynilundi 1. Sjúkraflutningar voru 978 á ár- inu 1979, þar af 167 utanbæjar. Ar- ið áður voru sjúkraflutningar 941, þar af 185 utanbæjar. Af þessum 978 sjúkraflutningum á árinu voru 95 slysatilfelli. Skipting atvinnu eftir kjördæmum: Hver vinnur fyrir hverjum? HEI — t nýlega útkomnum hagtölum er aö finna skiptingu mannafla milli framleiösluat- vinnugreinanna eftir kjördæmum og sem hlutfall af vinnandi fólki i hverju kjördæmi. Þar kemur fram að innan við þriðjungur Reykvikinga, eða tæp- lega 32%, vinnur við framleiðslu- greinarnar svokölluðu, þ.e. iðnað (þjónustuiðnaður innifalinn), landbúnað og fiskveiðar. I Reykjaneskjördæmi vinna rúm 57% við þessar atvinnugreinar en i öllum öðrum kjördæmum snýst hlutfallið i Reykjavik viö þ.e. meira en tveir þriðju vinnandi fólks starfar að þessum fram- leiðslugreinum. Hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem 75,5% vinna við þessar þrjár höfuðat- vinnugreinar. Litlu lægra er þetta hlutfall á Norðurlandi vestra og einnig vel yfir 70% á Vesturlandi, Austfjörðum og Suöurlandi. A Norðurlandi eystra er hlutfallið 66.6%.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.