Fréttablaðið - 19.04.2007, Side 36

Fréttablaðið - 19.04.2007, Side 36
Ef fólk er spurt hvað er þeim mikilvægast eða dýrmætast í líf- inu myndu flestir foreldrar svara því að það séu börnin. Því er nú svo farið að allir foreldrar þurfa að senda börnin sín í skóla og að sjálfsögðu viljum við að þeim líði vel í skólanum ekki síður en að þau læri eitthvað gagnlegt. Eftir að báðir foreldrar fóru út á vinnumarkaðinn hefur þróun- in orðið sú að börnin eru mestan tíma sólarhringsins í skólanum. Það er því ákaflega mikilvægt að skólakerfið sé sniðið að þörf- um barnanna og taki mið af ein- staklingnum ekki síður en heild- inni. Við Vinstri græn viljum að innan skólakerfisins rúmist mis- munandi straumar og stefnur svo að bæði börn og foreldrar geti valið það sem hentar þeim best. Það teljum við að best sé gert með því meðal annars að draga úr miðstýringu, fara nýjar leið- ir í mati á námsárangri þannig að skólastarfið miðist ekki ein- göngu við próf, ýta undir og taka vel á móti frumkvæði fagfólks og gefa þeim hugmyndafræði- legt frelsi innan skólakerfisins og leggja áherslu á einstaklings- miðað nám. Innan skólakerfis- ins þarf líka að vera bæði tími og rými fyrir mikinn leik og sköp- un barna. Ekki veitir af að börn fái að vera börn og leika sér eins lengi og mögulegt er. Hvernig sjá Vinstri græn fyrir sér mennta- kerfi til framtíðar? Mismunandi straumar og stefn- ur innan skólakerfisins gera það að verkum að hver og einn ætti að eiga auðveld- ara með að finna skóla við hæfi barna sinna og foreldr- ar geta þá valið hvað þeim finnst henta best. Innan hins opinbera menntakerfis þarf að vera rúm fyrir sjálfstætt framtak fagfólks og hugmyndafræðilegt frelsi. Þeir sjálfstæðu skólar sem nú eru reknir fá allir framlög frá hinu opinbera. Það þarf hins vegar að gera breytingar í kerfinu þannig að hægt sé að bjóða upp á hið sjálf- stæða framtak fagfólks og mis- munandi aðferðir innan kerfisins en afnema með öllu skólagjöld því þau eru eingöngu til þess að mismuna börnum. Við teljum að öll börn eigi að hafa þetta val, en ekki einungis þau sem koma frá efnaðri heimilum. Í stefnuskrá Vinstri grænna í menntamálum kemur fram að við viljum afnema samræmd próf og opna fyrir nýjar leiðir í mati á skólastarfi og námsárangri. Einn- ig viljum við ýta undir einstakl- ingsmiðað nám í mun víðari skiln- ingi þess heldur en eingöngu að það taki mið af því hversu hratt hver nemandi fer í gegnum hið hefðbundna námsefni. Að okkar mati þurfa börnin líka að hafa frelsi til þess að velja í auknum mæli um listir, íþróttir, handverk eða vísindi ef áhugi þeirra liggur á einu sviði framar öðru. Þar að auki teljum við að nemendur eigi að fá frelsi til að koma að mótun skólastarfsins í auknum mæli og læra lýðræðisleg vinnubrögð og gagnrýna hugsun. Menntun og umönnun barna okkar er með verðmætustu störfum samfélagsins því þar er grunnur- inn lagður að framtíðinni. Nauð- synlegt er að tryggja kennurum og fagfólki góð kjör og verður það að teljast góð langtímafjár- festing samfélagsins í heild. Að mati okkar Vinstri grænna þarf einnig að leggja aukna áherslu á símenntun kennara og rannsókn- ir í skólastarfi. Auk þess sem hér er nefnt má líka bæta við að í menntastefnu okkar leggjum við áherslu á móðurmálskennslu fyrir börn innflytjenda auk menntunar í sjálfbærni og jafnrétti fyrir öll skólastig. Á framhaldsskólastig- inu viljum við tryggja jafnrétti til náms þannig að landsbyggð- in hafi aukinn aðgang að mennt- un og skólagjöld verði afnumin. Við teljum mikilvægt að tryggja jafnrétti til náms með því meðal annars að ungmennum á lands- byggðinni sé tryggður aðgang- ur að menntun til 18 ára aldurs. Einnig viljum við að ungt fólk geti fengið stúdentspróf af öllum námsbrautum, hvort sem um er að ræða verknám, listnám eða hinar hefðbundnu leiðir. Okkar stefna gengur út á að byggja góðan grunn fyrir framtíð lands- ins með góðri og fjölbreyttri menntun sem öll er metin að verðleikum. Kíkið á stefnuna á heimasíðu okkar vg.is. Höfundur skipar 5. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Fjölbreytt og réttlátt menntakerfi Herferð Vífilfells fyrir Coke Zero brýtur íslensk landslög, en 18. grein laga um jafnan rétt og stöðu kynjanna segir: „Auglýsandi, og sá sem hannar eða birtir auglýs- ingu, skal sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokk- urn hátt“. Það þarf vart að útskýra hvernig herferð sem inniheldur eftirfarandi frasa brýtur þessi lög: Af hverju ekki konur með zero skoðanir? Af hverju ekki konur með zero bílpróf? Af hverju ekki kynlíf með zero forleik? Af hverju ekki 2 kærustur með zero afbrýðisemi? Af hverju ekki kærustur með zero er ég feit í þessu? Herferðin hlutgerir konur út frá fordómafullum staðalímyndum, svo ekki sé minnst á hversu lítillækk- andi hún er fyrir karlmenn. Sóley Tómasdóttur hyggst kæra herferð- ina, en ég deili undrun hennar á því að það hafi ekki verið gert fyrr. Sjálf hef ég lagt fram kæru til Siða- nefndar SÍA. Snúum okkur að alþjóðalögum. Algeng skilgreining á hugtakinu hate speech er: Orðræða sem geng- ur út á að gera lítið úr, ógna eða hóta fordómafullum aðgerðum gegn manneskju eða hóp fólks vegna kyn- þáttar, kyns, aldurs, uppruna, trúar, kynhneigðar, fötlunar o.s.frv. Herferð Coke Zero fellur undir þessa skilgreiningu þar sem inntak hennar gerir viljandi lítið úr konum. Þegar kæra hefur borist íslenskum dómstólum verður herferðin annað- hvort dæmd brotleg eða ekki. Ef hún verður dæmd sem brot er það klárlega staðfesting á því að hún flokkast undir ofanritaða skilgrein- ingu á „hate speech“. Verði herferðin ekki dæmd brot- leg (sennilega myndu lög um mál- frelsi vera sterkust herferðinni til varnar) þá væri hægt að áfrýja til hæstaréttar. Ef sá dómstóll myndi einnig dæma Vífilfelli í vil, þá koma alþjóðalög til sögunnar því málinu mætti þá vísa til Evrópudómsstóls- ins. Tíunda grein Mannréttindasátt- mála Evrópu segir m.a.: 1. Sérhver maður á rétt til tján- ingarfrelsis. Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda... 2. Þar sem af réttindum þessum leiða skyldur og ábyrgð er heimilt að þau séu háð þeim formsreglum, skilyrðum, takmörkunum eða við- urlögum sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóð- félagi vegna þjóðaröryggis, land- varna eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna, mannorði eða réttindum... Ég bendi sérstaklega á orðalag- ið í grein 10.2 um verndun siðgæð- is og réttinda þegna, en til þess hafa hin íslensku jafnréttislög einmitt verið sett. Talsvert mörg mál hafa farið fyrir Evrópu- dómstólinn útfrá þess- ari grein og ég tel að í þessu til- felli myndi málið klár- lega verða dæmt sækj- anda í vil. Þó að of- angreindur rökstuðningur sýni fram á að herferð Coke Zero sé mannrétt- indabrot samkvæmt Evrópulögum, þá brýtur hún einnig gegn fjölda annarra alþjóðlegra sáttmála og má þar helst nefna: Sáttmála Sam- einuðu þjóðanna (málsgrein 2 í for- mála, grein 1, 13, 55 og 76), Mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna (greinar 1,2 og 7), Alþjóð- lega sáttmálann um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (grein 2, 20 og 26) og Kvennasáttmálann (grein- ar 1, 2 og 5). Mig langar einnig að skoða málið frá siðferðilegu sjónarhorni. Þú út- skýrir í svari þínu að herferðin byggi á erlendri fyrirmynd og hef ég ein- mitt kynnt mér þá herferð (sérstak- lega hér í Bretlandi þar sem ég bý). Í fyrsta lagi þá fer breska herferð- in hvergi jafnlangt yfir strikið og sú íslenska (frasann „af hverju ekki konur með ZERO skoðanir“ hef ég t.d. hvergi séð annars staðar en á Ís- landi). Í öðru lagi þá réttlætir upp- runi herferðarinnar ekki innihald hennar. Hvert land hefur ákveðin lög og sem betur fer er Ísland fram- arlega á merinni hvað varðar jafn- réttislög. Herferðin brýtur íslensk lög, algerlega óháð því hvernig hún hefur gengið erlendis (en víða hefur henni verið mótmælt). Í svari þínu við kvörtun minni segir þú: „Herferðin á að vera góð- látlegt grín um hvernig lífið væri ef það væri aðeins einfaldara og er þema herferðarinnar hvernig góðir hlutir gætu verið betri ef þeim fylgdu engar afleiðingar“. Sam- kvæmt þessu má skilja staðhæf- inguna „af hverju ekki konur með ZERO skoðanir“ sem svo að skoðan- ir séu þær slæmu „afleiðingar“sem fylgja þeim annars „góða hlut“ konum. Þarf ég virkilega að útskýra nánar fyrir þér Stefán af hverju þessi her- ferð er ólögleg, siðlaus og markaðs- leg sjálfsmorðstilraun? Væri betra að láta hér við sitja og sættast á þá staðreynd að landið okkar er komið lengra en svo á hinni þróunarlegu mannréttindabraut en að slík aðför að einhverjum þjóðfélagshóp líð- ist? Eða finnst þér kannski að ennþá lengra mætti ganga: „af hverju ekki kynlíf með ZERO samþykki?“ er þessi staðhæfing líka góðlátlegt grín? Af hverju ekki? Ég er viss um að þú ert greind- ur og vel gerður maður Stefán og ég hvet þig til að gera einn einfald- an hlut. Sestu niður og lestu „góðlát- lega grínið“ um konur sem er í þess- ari herferð og segðu mér á hvaða tímapunkti þú hlærð mest. Höfundur er meistara- nemi í mannréttindum við University of London. Opið bréf til mark- aðsstjóra Vífilfells K A R E N M IL L E N KAREN MILLEN Kringlunni og Smáralind vorútsala afsláttur af völdum vörum 30%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.