Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 6
Finnst þér að verslanir eigi að fá að hafa opið allan sólar- hringinn í íbúðahverfum? Fórst þú í kröfugöngu 1. maí? Securitas hefur tekið við vopnaleit og öryggiseftirliti á Reykjavíkurflugvelli. Samningur þess efnis var undirritaður í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem einkafyrirtæki hefur umsjón með öryggismálum á Reykjavíkur- flugvelli. Samkvæmt alþjóðasamningum þarf að leita að vopnum á öllum farþegum sem fljúga í farþega- flugi frá Íslandi. Til þessa hefur verkefnið verið í höndum lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Verkið var boðið út á vegum Ríkiskaupa í febrúar. Farþegar í millilandaflugi munu ekki verða varir við breytingar á vopnaleit- inni, segir í tilkynningu. Securitas leitar á flugvellinum Hugo Chavez, hinn vinstrisinnaði forseti Venesúela, tilkynnti á mánudaginn að Venesúela myndi segja formlega upp aðild að Alþjóðabank- anum og Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. „Við þurfum ekki lengur að leita til Washington, hvorki til Alþjóðabankans né Alþjóðagjald- eyrissjóðsins,“ sagði Chavez, sem ætlar að biðja þessar stofnanir að skila Venesúela „því sem þær skulda okkur“. Venesúela greiddi allar sínar skuldir við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn stuttu eftir að Chavez varð forseti árið 1999. Á síðasta ári lokaði sjóðurinn skrifstofum sínum í Venesúela. Venesúela úr Alþjóðabanka Í næstu viku ætlar Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, að skýra frá því hvenær hann hyggst láta af embætti. Þetta sagði hann í sjónvarpsviðtali í gær en þá voru liðin tíu ár upp á dag frá því hann vann frækinn kosn- ingasigur árið 1997. Almennt er reiknað með því að hann hætti, bæði sem forsætisráð- herra og formaður Verkamanna- flokksins, á allra næstu vikum. Arftaki hans er talinn verða Gor- don Brown fjármálaráðherra og Blair virtist staðfesta það í gær þegar hann sagði að líklega yrði næsti forsætisráðherra Skoti. Brown er einmitt frá Skotlandi. Blair sagði það hafa verið „for- réttindi“ að fá að vera forsætis- ráðherra, en í næstu viku muni hann skýra frá því hvenær hann hyggst hætta. Síðustu misserin hafa reglulega skotið upp kollin- um vangaveltur um það hvenær hann ætli að hætta, en á lands- fundi Verkamannaflokksins síð- asta haust sagðist hann ætla að hætta fyrir næsta landsfund, sem verður haldinn í haust. Á morgun fá kjósendur í Bret- landi tækifæri til að sýna hug sinn til Blairs og stjórnar hans, því þá verður efnt til sveitarstjórnar- kosninga í Bretlandi og einnig verður kosið til héraðsþinga í Skotlandi og Wales. Blair er miklu óvinsælli nú en fyrir tíu árum, ekki síst fyrir þátt- töku Breta í Íraksstríðinu og dyggan stuðning Blairs við George W. Bush Bandaríkjaforseta á alþjóðavettvangi. „Töluvert marg- ir munu nota þessar kosningar til þess að mótmæla með atkvæði sínu – ekki til að greiða atkvæði gegn flokknum heldur gegn Blair,“ sagði Dave Edler, 44 ára leikari sem er í framboði fyrir Græningja. Blair reynir þó að klóra í bakk- ann og hvetur kjósendur í Skot- landi til þess að greiða ekki aðskilnaðarsinnum atkvæði sitt, en í Skotlandi er flokkur aðskiln- aðarsinna einn sterkasti keppi- nautur Verkamannaflokksins um atkvæði kjósenda. Ef Verkamanna- flokkurinn tapar miklu í þessum kosningum gefur það Íhaldsflokkn- um, með David Cameron í farar- broddi, byr undir báða vængi. Íhaldsmenn vonast til þess að sigra í næstu þingkosningum, sem lík- lega verða þó ekki fyrr en árið 2009 eða 2010. Tony Blair á förum eftir tíu ára stjórn Blair ætlar í næstu viku að tilkynna um brotthvarf sitt. Á morgun fá kjósendur síðasta tækifærið til að segja hug sinn til Blairs áður en hann hættir. „Tækifærið verður notað við uppbyggingu Helgar- fellshverfisins til þess að loka Helgafellsnámunni og græða hana upp,“ segir Haraldur Sverrisson, formaður skipulags- og bygging- arnefndar Mosfellsbæjar. Við uppbyggingu nýs hverfis með um eitt þúsund íbúðum í suð- urhlíðum Helgafells falla til um 100 þúsund rúmmetrar af jarðefn- um sem þarf að koma fyrir annars staðar. Vinna við gatnagerð er hafin og á hverfið að verða full- byggt árið 2012. Haraldur segir ekki ljóst hversu miklu af uppgreftrinum sé hægt að koma fyrir í Helgafellsnám- unni sem er neðan við Þingvalla- afleggjarann. „Það kemst náttúrlega aldrei allt þarna fyrir. En við erum með aðra staði til að setja uppgröft á efni í Mosfellsbæ. Þeir hafa reynd- ar sótt um að setja efni í norður- hlíðar Helgafells og þar verði ræktaður skógur. Það er í skoðun. Að svona uppbyggingarsvæði séu sem sjálfbærust er allra hagur,“ segir Haraldur sem telur mikla bót af því að Helgafellsnámunni verði lokað: „Við erum slá tvær flugur í einu höggi. Það hefur bæði verið lýti að námunum og þaðan hefur verið mikið sandfok yfir bæinn. Þannig að við bæðum fegrum landið og komum í veg fyrir fokið.“ Loka námu með uppgreftri Von er á frönskum sérfræðingi á Kárahnjúka á morg- un, en hann mun meta hvernig best sé að standa að loftræstingu í aðrennslisgöngum Kárahnjúka- virkjunar. Hætta þurfti vinnu í tveimur hlutum ganganna í fyrri- nótt og gær þar sem mengun fór yfir viðmiðunarmörk. Ómar R. Valdimarsson, talsmað- ur Impregilo, segir að símælingar sem gerðar voru þar sem unnið er í göngunum hafi sýnt að mengun var komin yfir æskileg mörk, og starfs- mennirnir því verið færðir í önnur verkefni í öðrum hluta ganganna. Fyrra atvikið varð um klukkan 1 aðfaranótt þriðjudags og lá vinna niðri í þeim hluta ganganna fram yfir hádegi í gær. Um klukkan 17 í gær fór svo mengunin yfir leyfileg mörk í öðrum hluta ganganna og átti að kanna mengunina aftur í gærkvöldi. Ómar segir að loftþrýstingur á svæðinu hafi torveldað loftræst- ingu í göngunum. Miðað við veður- spá eigi að fara að kólna á svæðinu og þá ætti loftþrýstingur að verða hagstæðari og þar með ætti að draga úr mengun í göngunum. Fídel Kastró sást hvergi þegar haldið var upp á alþjóðadag verkalýðsins á Kúbu í gær. Kúbverjar höfðu margir vonast til þess að sjá hann mæta til leiks þegar hundruð þúsunda manna gengu fylktu liði yfir Byltingar- torgið í Havana. Á pallinum sem ætlaður var Kastró stóð þess í stað bróðir hans, Raúl, sem stjórnað hefur landinu frá því Fídel veiktist alvarlega síðasta sumar. Kastró er orðinn áttræður og hefur ekki látið sig vanta á 1. maí- hátíðarhöldin áratugum saman. Margir höfðu vonast til þess að hann væri að ná sér af veikindum sínum, en þess í stað óskuðu menn honum góðs bata. Kastró lét ekki sjá sig í gær Hans Enoksen, forsætisráðherra Grænlands, sleit á mánudag stjórnarsam- starfi við vinstriflokkinn Inuit Ataqatigiit vegna ágreinings um rækjuveiðar. Eftir sitja í stjórn- inni tveir stjórnmálaflokkar, sósíaldemókrataflokkurinn Siumut, sem er flokkur Enoksens, og hægri flokkurinn Atassut. Þessir flokkar hafa enn nægan meirihluta til að stjórna áfram, en þriggja flokka stjórn þeirra með IA tók til starfa árið 2005. Ágreiningurinn snerist um að IA vildi setja strangari reglur um rækjuveiðar til að koma í veg fyrir ofveiði. Harðar deilur um rækjuveiðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.