Fréttablaðið - 12.05.2007, Page 28

Fréttablaðið - 12.05.2007, Page 28
Maður finnur oft dásamlega hluti á netinu. Þetta er af mbl.is.: „Þegar lögregla kom á vettvang og reyndi að komast inn í íbúð mannanna hleypti sá látni af einu skoti og var látinn þegar lögregla komst inn.“ Það þarf meira en meðal bögu- bósa til að skrifa frétt um að lát- inn maður taki upp á því að skjóta sig. Hinn látni hefur væntanlega skotið sig með silfurkúlu þótt þess sé ekki getið í fréttinni. Af hverju er ég nauðbeygður til að vera með öll þessi kort í vasan- um? Ég er með tvö greiðslukort, debet og kredit, kort frá Rithöf- undasambandinu svo að ég fái af- slátt í leikhús, bókasafnskort og loks einhvern fáránlegan hlunk frá KB-banka svo að ég komist inn á netbankann. Ég get hlaðið meiri músík inn á hlaðvarpið (ipod) mitt en ég kemst yfir að hlusta á svo að það ætti að vera hægðarleikur að koma öllum nauðsynlegum upplýsingum inn á eitt lítið kort – hlunkurinn frá netbankanum er dæmi um stein- aldarhyggju á tölvuöld. Lasinn. Flensa. Það var nú kannski ekki það sem mig vantaði helst á þessu kalda vori. Þótt holdið væri fárveikt var and- inn samt reiðubúinn og sló bak- þanka fyrir mánudagsblaðið inn á tölvuna. Sarkozy vann forsetakosning- arnar í Frakklandi svo að frú Royal er á lausu. Snilldarbloggar- inn Guðmundur Magnússon sting- ur upp á því að við fáum hana til að fara í forsetaframboð hér þegar dr. Ólafur hættir. Hugs- anlega yrðu einhver ráð með að græja flýtimeðferð á ríkisborg- ararétti fyrir hana. Glaður mundi ég kjósa frú Royal og eftirláta Frökkum Sarkozy. Manchester United varð í dag Englandsmeistari í íþróttinni sem einhver tilgerðarlegur nefapi á ruv.is kallar „spark“. Uppskrúfað málfar af því tagi kalla ég „asna- spark“. Komst loksins á lappir. Var farinn að hafa áhyggjur af því að hafa ekki kosið utankjör- staðar áður en ég veiktist. Maður veit jú aldrei hvort maður lifir svona flensu af. Þegar ég var ungur leit ég á flensu eins og milda útgáfu af timburmönnum; vatnsglas og magnyl og maður var klár í slag- inn. Öðru vísi mér áður brá. Ég er kominn með Eurovision- kvíða. Ég hef hvorki heyrt né séð eitt einasta lag ennþá, ekki einu sinni íslenska lagið. Það sem heillar mig er að sjá tónlistar-, tísku-, og auglýsingalið frá svona mörgum Evrópulöndum samankomið. Sumir eru að gera það sem þeim finnst sniðugt. Fleiri eru þó að gera það sem þeir halda að öðrum þyki sniðugt. Mjög fáir eru að gera eitthvað sem er snið- ugt í raun og veru og kemur frá hjartanu. Nú hafa tveir bandarísk- ir læknar skrifað í Lancet um að reykingamenn ættu að nota sænskt neftóbak til að svala nikótínþörf sinni, svonefnt snús, en mun minni hætta sé á að fá krabba- mein af slíkri tóbaks- notkun en reyking- um. Í greininni segir rannsóknir sýni að 10 sinnum meiri líkur sé á að reyk- ingamenn fái lungna- krabba en fólk sem notar snús. Munntókbaks- bannið er tilkomið vegna baráttu vold- ugra lyfjafyrirtækja sem græða stjarn- fræðilegar upphæðir á því að okra á níkótín- tyggjói. Þetta bjána- lega bann rifjar upp fyrir manni að við erum jú þjóðin sem leyfði Svartadauða en bannaði bjór. Við erum þjóðin sem leyfir reyk- ingar en bannar munn- tóbaksneyslu. Þar fyrir utan voru alþingismenn sofandi þegar snúsbannið var sett á. Eða of latir til að gera sér ljóst að okkur var fullkomlega heimilt að fá undanþágu frá einhverj- um Evrópureglugerðum sem þeir gleyptu hráar. Norðmenn og Svíar sem vilja fremur taka í vörina en fá lungnakrabba fengu undanþágu frá snúsbanni og borga 250 kall fyrir dós af snúsi frekar 5.500 kr. fyrir pakka af nikótín- tyggjói. Loksins hafði Tony Blair vit á að hætta. Það á ekki nokk- ur maður að hanga í opinberri stjórnunarstöðu lengur en í mesta lagi í átta ár. Jafnvel þótt það þýði að það verði að fjölga seðlabanka- stjórastöðum upp í 50 og sendi- herrum í 500. Eurovision. Stritaði við að hlusta á 28 lög sem flest virtust vera samin af sama manninum. Sem betur fer sungu nokkrar þjóð- ir á sinni eigin tungu svo að maður slapp við gæsahúðina sem ensku textarnir framkalla. Eiríkur Hauksson féll út. Austantjaldsmafía er grunuð um að eiga sök á því. Ég held að mafían þar eystra sé öðru að sinna og þarna sé einfaldlega um það að ræða að frændur og nágrann- ar hafa oft svipaðan tónlistarsmekk. Til dæmis hafa íslenskar hljómsveitir oft gert það gott í Noregi. Hafandi fylgst með Eurovision síðan Dana hin írska vann með „All Kinds of Everything“ árið 1970 sýnist mér keppnin hafa þróast yfir í að verða að barna- skemmtun með GSM-kosningunni og hópurinn 12 ára og yngri ráði úrslitum. Í kvöld horfðum við frú Sól- veig á keppnina með Andra okkar og Kára vini hans. Þeir eru 9 ára. Þeim fannst hjákátlegt að leggja það á svo aldraðan mann sem Eirík Hauksson að puða fyrir Íslands hönd í Eurovison. Einnig voru þeir á því að norska söngkonan (sem sjónvarpsþulur- inn taldi að hefði mætt undirfata- laus á blaðamannafund) væri mjög aldurhnigin, allavega sextug. Það var slæmt að missa Gísla Martein í pólitíkina. Eftirmaður hans virtist hafa brennandi áhuga á nærfötum eða nærfataleysi keppenda, hvort þeir væru loðnir á brjóstinu eða hvort hann lang- aði í búningana þeirra í af- mælisgjöf. Sem var allt mjög fróðlegt. Ég fékk samt aulahroll þegar hann byrjaði að klifa á því hvað þjóðin sem býr í Eistlandi heitir á íslensku. Hingað kom fram- bjóðandi í dag og færði okkur rauða rós. Mér þótti þetta skemmmtilegt því að eini frambjóðandinn sem hefur haft fyrir því að húsvitja í Norska bak- aríinu uppskar glæsi- legan árangur í kosn- ingunum. Það var okkar ágæti borgarstjóri. Annars er fátítt að sölumenn birtist hér á tröppunum. Það er meira en ár síðan einhver kom og bauð okkur að kaupa harðfisk og þar áður komu tveir ungir trúboð- ar sem vildu snúa turna mér til mormónatrúar. Þeir höfðu ekki er- indi sem erfiði. Það var hringt úr leikskólanum Njálsborg í dag og ég beðinn um að sækja litlu Sól. Flensubakterí- an sem ég var með hefur trúlega lagst á blessað barnið. Ég veit ekki hvort hún er jafnveik og ég var. Hún ber sig alla vega mun betur. Nú hafa börn með gemsa eyðilagt fyrir manni Eurovision svo að kosningarnar verða að bjarga laugardagskvöld- inu. Reyndar eru kosn- ingarnir bara for- leikurinn að því sjónarspili sem verður sett í gang við að mynda næstu ríkisstjórn – og endar á því sem allir vissu fyrir að Sjálfstæðis- flokkur og Samfylking rotta sig saman. Sem er hið besta mál en ég mun halda áfram að verða í stjórnarand- stöðu að eilífu amen. Það er mitt hlutskipti og ég kann því vel. 50 seðlabankastjórar og 500 sendiherrar! Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá merkilegu sjálfsmorði og steinaldarhyggju á tölvu- öld og stungið upp á glæsilegum eftirmanni dr. Ólafs Ragnars. Einnig er minnst á 50 seðla- bankastjóra, snús, bjór, brennivín, Eurovision-kvíða, uppskrúfað málfar og aulahroll.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.