Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2007, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 12.05.2007, Qupperneq 58
 12. MAÍ 2007 LAUGARDAGUR10 fréttablaðið eurovision 1999: ALL OUT OF LUCK Selma, Selma, Selma. Eitt sinn voru Grétar og Sigga Eurovision-stjörnurnar okkar en svo kom Selma og ofvirku frakkaklæddu dansararnir sem dönsuðu eins og þeir ættu lífið að leysa. Í einni af mest spennandi stigagjöf síðari tíma (fyrir þær tæplega 300.000 hræður sem Ísland byggja) háðum við harða baráttu við frændur vora Svía. Í hálftíma eða svo svitnuðu eigendur BT fyrir framan sjónvarpið enda höfðu þeir lofað fjölda manns endurgreiðslu á sjónvörpum ynni Ísland keppnina. Þeim við hlið fengu forsvarsmenn RÚV magasár og hugsuðu hvort hægt væri að halda keppnina í Laugardalshöll. Selma tapaði og munar þar mestu um stigin tólf sem Íslendingar gáfu Svíum. Ekkert hefur gengið né rekið hjá okkur síðan, en þar sem Svíagrýlan hefur verið jörðuð með viðhöfn í Laugardalshöll er aldrei að vita nema bjartari tíð sé fram undan. Eða ekki. Þátttöku Íslendinga í söngva- keppni íslenskra sjónvarps- stöðva 2007 er lokið. Það er að segja fyrir alla nema Sigmar Guðmundsson sem áfram mun standa vaktina og lýsa úrslitunum í kvöld. Eiríkur Hauksson stóð sig vel á sviðinu í Helsinki en hann mátti sín lítils gegn Austurblokkinni. Flestir voru vonsviknir, sérstak- lega þeir sem vonuðu að allt væri þegar þrennt er og nú færi Eirík- ur alla leið. „Fyrir mig persónu- lega voru niðurstöður undanúr- slitanna ekki mikil vonbrigði því ég átti alveg eins von á þessu. Ég var handviss að minnsta kosti sjö lönd frá Austur-Evrópu færu áfram og því væri lítið pláss eftir fyrir okkur,“ segir Sigmar. „En jú, þetta er vissulega fúlt því lagið var gott og flutningurinn var frá- bær og átti gæðalega séð fyllilega skilið að komast áfram.“ Hægt er að taka undir orð Sig- mars sérstaklega þegar horft er til laganna sem áfram komust. Flest þeirra eru mjög góð en sum vægast sagt vafasöm. En fyrst austurblokkin er búin að festa sig svo kirfilega í sessi, eigum við einhvern möguleika? „Auðvit- að eigum við möguleika en þetta er erfitt mál. Þetta á sér eðlileg- ar skýringar því fólk frá Austur- Evrópu er fjölmennt í Vestur-Evr- ópu. Þeir fá eðlilegu nágranna- stigin, rétt eins og við fáum stig frá Dönum og Norðmönnum, og líka rosalega mikið af stigum frá Vestur-Evrópu þar sem Aust- ur-Evrópubúar eru fjölmennir í Vestur-Evrópu, á meðan Vestur- Evrópulöndin fá nær engin stig að austan,“ segir Sigmar og bendir á Tyrkland máli sínu til stuðnings en Tyrkir komast alltaf áfram þrátt fyrir oft og tíðum furðuleg lög. „En auðvitað eigum við séns. Finnar unnu í fyrra þannig að það er allt hægt.“ Nú heyrast háværar radd- ir að breyta þurfi fyrirkomulagi keppninnar til að jafna hlutfall Vestur- og Austur-Evrópuþjóða í úrslitum. „Nú þegar liggur fyrir að fyrirkomulaginu verður breytt eftir tvö ár en það er rosaleg reiði í gangi hér núna vegna úrslitanna á fimmtudag. Margir sem til þekkja telja líklegt að brugðist verði við strax á næsta ári því annars er hætta á því að einhverj- ar Vestur-Evrópuþjóðir dragi sig úr keppni,“ segir Sigmar. Meðal þeirra leiða sem ræddar hafa verið er að hafa tvær undan- úrslitakeppnir, eina fyrir Austur- Evrópu og aðra fyrir okkur Vest- ur-Evrópubúa. Þetta fyrirkomu- lag minnir hins vegar óþægilega mikið á járntjaldið gamla og er líklegt til að valda deilum. Hverju sem tautar og raul- ar mun Sigmar lýsa úrslitunum í kvöld og ef honum tekst jafn vel til og í undanúrslitunum er von á góðu. Jákvæðar háðsglósur og nett skot á það sem fyndið og furðulegt er, í bland við hrós þar sem það á við, hitta vel í mark og eru góð áminning fyrir aðeins of áhugasama þjóð að Söngvakeppn- in er fyrst og fremst skemmtun. „Mér finnst engin ástæða til að taka keppnina afskaplega hátíð- lega eins og Íslendingar hafa oft gert,“ segir Sigmar. „Keppnin er orðin svo útlitsmiðuð að maður verður að fá að gera grín að því sem er fyndið, eins og svo hvítar tennur að slíkt hefur aldrei sést áður.“ Engin ástæða til að taka keppnina of alvarlega Sigmar segir 90 prósent blaðamanna á Eurovison vera karlmenn og 90 prósent þeirra samkynhneigða. Hann segir keppnina annan heim sem sé svolítið spes og alveg ótrúlega skemmtilegur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.