Fréttablaðið - 12.05.2007, Page 88

Fréttablaðið - 12.05.2007, Page 88
Eiríkur Hauksson kom, sá og fór aftur, án þess að vinna nokkurn skap- aðan hlut. Ekki honum að kenna kallinum, hann stóð sig vel en gömlu sovétgrýlunni var ekki um hann gefið. Austanblokk- in kramdi germanska goðið með endalausum bumbuslætti og dynj- andi Scooter-takti. Ef við ætlum okkur nokkurn tím- ann að geta eitthvað í Eurovision og komast með tærnar þar sem Selma og frakkaklæddu orkukanínurnar höfðu hælana er bara eitt í stöðunni. Fyrst Austur-Evrópa hefur undir fölsku flaggi frjáls flæðis vinnu- afls og leitarinnar að betra lífi náð undirtökum í stigagjöf Vestur-Evr- ópu verðum við að gera það sama. Við verðum að leggja íslenska und- irlægjuháttinn til hliðar og fella andstæðinga okkar á eigin bragði. Við færum næsta X-factor upp á Kárahnjúka og finnum næsta Eur- ovision-keppanda þar. Einn af þess- um þúsundum verkamanna hlýtur að kunna að syngja. Meðal þeirra fjölmörgu útlensku ræstitækna sem þrífa upp eftir lata Íslend- inga hlýtur ein englarödd að leyn- ast. Hvar sem við finnum næsta keppanda þá verður hann af er- lendu bergi brotinn og það austur- evrópsku bergi. Stuðlabergið er einfaldlega ekki að duga. Svo liggur í augum uppi að við náum aftur í harmonikkusígaunana. Bjóðum þeim lágmarkslaun fyrir að standa bak við keppanda okkar og spila á harmonikkur og trommur, við verðum að hafa trommur. Við setjum vindvélina á fullt og syngj- um um vonlausar ástir og forna frægð. Við getum líka farið aðra leið. Við getum sætt okkur við breytt landslag í Evrópu og einbeitt okkur að einhverju öðru en hinni heilögu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, eða Hinsegin dögum í Helsinki eins og keppnin er almennt kölluð. Við getum litið í eigin barm og spurt hversu mikið af frambærilegri tónlist geti komið frá einni rótgrónustu opinberu stofnun landsins í keppni sem fæst- ir taka sem nokkru öðru en einnar kvöldstundar skemmtun.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.