Tíminn - 17.04.1980, Page 5

Tíminn - 17.04.1980, Page 5
Fimmtudagur 17. aprll 1980 5 MJOLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Slmi: 11125 Kuniwslu; k'n^i/o/ FOÐURfið riö sem bœndur treysta REIÐHESTABLANDA mjöl og kögglar — Inniheldur nauðsynleg steinefni og vitamin HESTAHAFRAR MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR LAUGARVEGI 164. REYKJAVlK SlMI 11125 Ný námsbraut? Jónas Guömundsson, rithöfundur: Nokkur orð um „námsmenn” í útvarpinu Nú hafa Iranskir mannræningjar haidið banda- riskum sendiráösstarfsmönnum i glsiingu I meira en fimm mán- uði, þar af átta sem verið hafa I einangrun, af þvl að mannræn- ingjarnir telja þá hafa veriö njósnara. Ekki skal ég fullyröa neitt um það hvurslags jaröfræöirann- sóknir þessir átta menn hafa framiö i Iran, en jarðvlsindi eru nú einn mesti tiskupassi þeirra er finna eiga skriðdrekaleiöir yfir lönd og lendingarstaði flug- véla, sem nothæfir verða þegar mannkynið hefur endanlega ákveðið að tortlma sér, en að þvi viröist nú draga hraðar en oft áður. Réttindi sendimanna Nú er þaö svo, aö allir siðaöir menn hjóta að átta sig á þvl, að erlendir sendimenn (diplomat- ar) hljóta að þurfa sérstök mannréttindi I þeim löndum er þeir starfa I, og þótt ég sé and- vígur mörgum þeim sérreglum er gilda um erlenda sendimenn, veröa yfirvöld I viðkomahdi löndum að tryggja öryggi er- lendra sendiráösmanna. Um það efast vlst enginn. 1 Iran viröist á hinn bóginn vera annað uppi á teningnum. Æjatollarnir þar eru að eltast um heim allan við krabba- meinssjúkling, er þar var einu sinni keisari, og hóta iliu ef hann er skorinn upp. Maður getur skilið aö almenn- ingsálitið snúist gegn vondum þjóðarleiðtogum, en mikilmenni eins og Bruno Kreisky forseti Austurrlkis, hafa þó verið and- vigir mikilli greiningu á póli- tiskum flóttamönnum, þvi þar er sjálfsagt misjafn sauður eins og I öörum fénaði. Þó getur greining, eða orða- greining, átt frekar við, til dæmis I umfjöllun fjölmiöla um menn sem standa I pólitiskum sviptingum. Sérstaklega viröist rlkisút- varpið oft og einatt velja sér einkennileg orð þegar um heimsviðburði er aö ræöa. Það talaði um árásarmenn, þegar frægur biskup var myrtur með skothrlð. Þetta voru morö- ingjar. Samkvæmt ódýrum orðabókum, Islenskum, þýðir „árás” fjandsamleg aögerö, en „morðingi” I sams konar bók manndrápari. Hver er „námsmaö- ur?” Útvarpið (og ég held sjón- varpið llka) nefnir mannræn- ingjana er halda gislunum I bandarlska sendiráðinu I lran alltaf „námsmenn”. Hvers vegna er það gert? Samkvæmt orðabókum þýðir oröið „námsmaður” einfaldlega skólanemandi — skólapiltur, en ekki er I mlnum bókum orö um að þaö orö eigi aö nota um þá er taka sendiráö og gisla, og reyndar er mín oröabók svo aum aö hún á ekki orð yfir mannran þeirrar tegundar er þarna fer fram. Spurningin er þvl aðeins sú, hvers vegna orðiö „námsmaö- ur”, eöa skólapiltur, svona sak- laust og elskulegt orð, er notað yfir handtöku og fangelsun án dóms og laga, án þess að nokkur geri athugasemd? Að visu er maöur dálltið utan- gátta I hugtakinu „námsmað- ur”, eftir að heimspekideild Há- skólans byrjaöi á dönsku- kennslu án þess að kenna dönsku, en mér er sama. Ég á börn I skóla, eða námsmenn eru i fjölskyldunni. Sumir hafa hætt námi. Getur það t.d. verið að þarna I íran séu haldnir fyrirlestrar eins og I háskólum, eða dreift kökum með málsháttum eins og gert er I dönsku á háskólastigi? Fá þeir námslán? Otal spurningar herja á hug- ann. Á hvaöa leiö er tungan með svona fimm mánaða finnagaldri um „námsmennina I banda- riska sendiráðinu”. Halda menn ekki I framtlöinni að mannrán sé námsbraut? Ég veit það ekki. Mér kemur ekki til hugar að ekki megi finna rétt orö um þessa nýju skólastétt, eða námsbraut, áður en einhverjir hér byrja aö rugla þessu saman — og jafnvel læra mannrán. Eg vil að lokum taka það fram, aö ég fagnaði þvl á slnum tlma að einveldi lranskeisara féll, en I guös bænum reyniö að finna betra orð yfir þá sem halda saklausu fólki I glslingu og hóta aö drepa það, ef þetta eða hitt verði gert, eða ekki gert. Námsmenn eiga þetta oröaval ekki skiliö. ______________________________J Lionsmenn selja „Rauðu fjöðrina” Kaupa tæki til háls-, nef- og eyrnadeildar Borgarspitalans KL — I slöastliðinni viku var skýrt frá opnun fjögurra tann- læknastofa fyrir vangefna, en þeim var komið á fót fyrir söfnun- arfé það, sem aflaðist, þegar Lionshreyfingin seldi „Rauöu fjöörina” um land allt fyrir fjór- um árum við frábærar undirtekt- ir landsmanna. Nú stendur fyrir dyrum þriöja sllk landssöfnun á vegum Lionsmanna, en þær fara sem kunnugt er fram á fjögurra ára fresti. Að þessu sinni er markmiðiö tækjakaup til Háls-, nef- og eyrnadeildar Borgar- spltalans, en hún er eina sjúkra- húsdeild landsins, sem er sérhæfð til að sinna heyrnarskööum og skertri heyrn, og hún tekur á móti sjúklingum af landinu öllu. Dagana 18., 19. og 20. aprll munu Lionsmenn knýja dyra á sérhverju heimili á landinu og bjóða til kaups „Rauðu fjöðrina”. Söluna annast þeir tæpl. 3000 fé- lagar, sem starfa I 77 Lionsklúbb- um um land allt, þ.m.t. fyrsta og eina islenska kvennaklúbbnum en hann var stofnaður á Siglufirði 29. feb. sl. Háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspitalans var stofnuö fyrir um 10 árum. Þar voru þá 10 sjúkrarúm, en eru nú 14-15. Sam- kvæmt alþjóölegum staðli ættu þau að vera 40 miðað við fólks- fjölda. Eru þvi glfurleg þrengsli á deildinni og hefur einungis verið unnt aö sinna skuröfræðilegum verkefnum þar. Hafa frá stofnun deildarinnar verið gerðar aögerð- ir hér á landi, sem aldrei áður höfðu verið geröar hér. Eru þess- ar aðgerðir nú orönar um 1500 talsins. En til þessara aðgerða þarf nýtlskulegan og fullkominn tækjabúnaö. Hafa deildinni borist margar stórgjafir til tækjakaupa, enda má segja, að tækjakostur deildarinnar hafi verið sjúkra- húsinu að kostnaöarlausu. Stefán Skaftason yfirlæknir háls-, nef- og eyrnadeildarinnar hefur veriö Lionsmönnum til ráðuneytis um hvaöa tæki væri brýnast aö fá til deildarinnar. Hefur hann tekið saman lista, en siðar mun nefnd skipuð 3 læknum, Ólafi Bjarnasyni, Einari Sindra- syni og Stefáni, raöa verkefnun- um I forgangsröð. Verkefnin eru: 1) Komið verði á fót skuröstofueiningu af full- komnustu gerð. 2) Keypt veröi F.M. tæki til notkunar viö kennslu heyrnardaufra. Gætu þá margir heyrnardaufir, sem búsettir eru utan Reykjavlkur, dvalist áfram I sinni heimabyggð og notið náms þar, I stað þess að þurfa að stunda sitt nám i Reykjavlk, eins og nú er. Yrði þá F.M. banki I Reykja- vlk og úr honum yröi dreift efni um landiö. 3) Veittur fjárstuðn- Fyrir nær 10 árum færöi Lions-klúbburinn Njöröur Háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspital- ans forláta smásjá aögjöf. Hefur hún gegnt stóru hlutverki I starfi , í'11” var * v,*cunnl auglýsingamynd f sjónvarpi til kynningar á starfi deildarinnar siöan. Lionsmanna og sölu „Rauöu fjaörarinnar”. ingur til aö fréttir I sjónvarpi verði textaöar. 4) Keyptir heyrn- armælar til nota I dreifbýli. yröu þeir sérstaklega notaðir á heilsu- gæslustöðvum til að mæla heyrn skólabarna. 5) Að byggja upp svokölluö rafsegulsvið I sam- komuhúsum, kirkjum og elli- heimilum sem vlðast út um hinar dreiföu byggðir landsins, en raf- segulsvið er útbúnaður, sem gerir heyrnardaufum mögulegt að hlusta á útvarp, sjónvarp, ræðu- höld, leiksýningar o.fl. án þess að magna þurfi útsendingu viökom- andiefnis. 6) Kaupa slmafjarrita, sem hannaöir eru fyrir mjög heyrnardauft eöa heyrnarlaust fólk. Þetta er nokkurs konar simaritvél, þar sem vélrituð skilaboð koma fram á skermi hins slmans, sem tengdur er. 7) Kaup á heyrnarrannsóknabfl, en I honum er rannsóknastofa fyrir venjulegar rannsóknir. Þessi bill er óhemju dýr, en lagt er til, að rikiö kosti hann að hálfu og Lions- menn aö hálfu. Væri þá hægt að fara á honum vlöa um land og rannsaka fólk. Sem sjá má er þarna margra kosta völ, og verður greinilega aö velja og hafna. En þvl betur sem sala „Rauöu fjaröarinnar” geng- ur, þvl fleiri af þessum tækjum má gera sér vonir um aö unnt verði að kaupa. Galvaniseraðar plötur BIIKKVER Margar stærðir og gerðir BtlKKVER SELFOSSI Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Símar 44040 -44100 Hrismyn 2A Selfoss Simi. 99-2040

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.