Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 6
Slysum hér á landi hefur farið fjölgandi á milli ára frá því að byrjað var að skrá þau í apríl 2002. Árið 2003 voru þau 26.017 talsins en samtals 32.518 á síðasta ári. Langflest þeirra áttu sér stað á heimili og í frítíma landsmanna eða 12.308. Þetta kemur fram í Slysaskrá Íslands, en landlæknisembættið hefur birt tölur úr henni fyrir árið 2006. Tveir næststærstu slysaflokk- arnir eru vinnuslys og umferðar- óhöpp. Flest slysin eiga sér stað á tímabilinu frá 10 árdegis til 22 síðdegis. Mest er slysatíðnin hjá einstaklingum á aldrinum 10 til nítján ára. Slysaskráin er miðlægur gagna- banki sem inniheldur upplýsing- ar um slys sem verða á Íslandi. Tilgangurinn með henni er að safna á einn stað upplýsingum um slys á landinu öllu og sam- ræma skráningu þeirra. Jafn- framt að veita yfirlit yfir fjölda slysa, orsakir þeirra og afleiðingar, þannig að unnt sé að hafa áhrif á þessa sömu þætti. Hlutverk Slysaskrár er enn fremur að skapa möguleika á ítar- legri rannsóknum á slysum. Hún veitir margvíslegar upplýsingar um slys, slasaða einstaklinga og ökutæki. Tilraunaskráning slysa hófst 1. október 2001. Formleg skráning hófst hins vegar 1. apríl 2002 og frá og með þeim tíma hafa tölur verið gefnar út. Um þessar mundir taka tólf skráningaraðilar þátt í að skrá upplýsingar í Slysaskrá Íslands. Meðal þeirra helstu eru Ríkislög- reglustjóraembættið, Landspítali - háskólasjúkrahús og Vinnueft- irlitið. Ætla má að ríflega helm- ingur þeirra slysa sem verða á landinu séu nú skráð í Slysaskrá Íslands. Markvisst er unnið að áframhaldandi fjölgun skráningar- aðila, að því er fram kemur í upp- lýsingum frá landlæknis- embættinu. Slysum fjölgar stöðugt Slysum á Íslandi hefur fjölgað umtalsvert milli ára frá því að skráning þeirra var skipulega hafin 2003. Á síðasta ári voru þau ríflega 32.500, flest á heimili og í frítíma landsmanna. Tveir næststærstu slysaflokkarnir voru vinnuslys og umferðaróhöpp. Hæstiréttur felldi í gær úr gildi frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á hluta endurákæru í Baugsmálinu. Dómurinn lagði fyrir héraðsdóm að fjalla efnislega um þá tíu ákæruliði sem var vísað frá í heild sinni, auk þess hluta eins ákæruliðar til viðbótar sem vísað var frá. Fjallað verður um málið í Héraðs- dómi Reykjavíkur 13. júní næst- komandi. Héraðsdómur felldi dóm 3. maí síðastliðinn. Þar var Jón Ásgeir Jóhannesson sakfelldur í einum ákærulið og Tryggvi Jónsson í fjórum. Ákæru á hendur Jóni Gerald Sullenberger var vísað frá. Hæstiréttur felldi frávísun úr gildi að nær öllu leyti. Aðeins í einum ákærulið staðfesti hann frá- vísun á aðalkröfu saksóknara, en felldi úr gildi frávísun vegna vara- kröfunnar. Í öllum ákæruliðum sem vísað var frá þar sem Jón Ásgeir var ákærður mun nú reyna á refsi- ákvæði 104. greinar hlutafélaga- laga, sem ekki hefur reynt á fyrir dómi áður. Þar er lagt bann við lánum hlutafélaga til tengdra aðila. Hæstiréttur tekur undir með sækj- anda í málinu að sé lagagreinin óskýr eigi það ekki að leiða til frá- vísunar heldur sýknu. Ákærulið þar sem Tryggvi var sakaður um fjárdrátt var einnig vísað aftur í héraðsdóm. Þar var Hæstiréttur ósammála því mati héraðsdóms að saksóknari hefði átt að sundurgreina alla greiðslukorta- reikningana sem ákært er vegna. Að lokum hafnaði Hæstiréttur því að sú staðreynd að Jón Gerald hafði stöðu vitnis við rannsókn lög- reglu lengst af ætti að leiða til þess að vísa ætti frá hans þætti málsins. Taldi dómurinn nægja að ein yfir- heyrsla fór fram þar sem Jón Ger- ald hafði stöðu sakbornings. Þar var hann einungis spurður hvort hann stæði við allt sem hann sagði lög- reglu þegar hann var yfirheyrður sem vitni, sem hann staðfesti. Héraðsdómur taki efnislega afstöðu „Ég held að það sé nú skynsamlegt að fá reynslu á þessi lög áður en menn fari í miklar breytingar á þeim,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, nýbakaður heilbrigðisráð- herra, um bann við reyk- ingum á krám og veitinga- stöðum. „Finnist einhverjir aug- ljósir vankantar á þessu er sjálfsagt að fara yfir það mál og það mun ég gera. En eftir því sem ég best veit hefur þetta gengið vel í þeim löndum sem hafa reynt þetta,“ segir hann. „Það er því ekkert sem kallar á það á þessari stundu að þessi nýsamþykktu lög verði endurskoðuð.“ Guðlaugur Þór var samþykkur lögunum á sínum tíma en greiddi einnig atkvæði með breyt- ingartillögu um þau. Í henni var mælst til þess að „leyfa reykingar í sér- stökum herbergjum eða á afmörkuðum svæðum á veitinga- og skemmtistöð- um“. Guðlaugur segir að málið sé ekki einfalt, þar takist á frelsi fólks til að vera laust við reyk og frelsi fólks til að reykja. „Menn geta svo fært rök fyrir frelsinu á hvorn veginn sem er,“ segir hann. Nokkrir veitingamenn hafa risið öndverðir gegn banninu og Heim- dallur, félag ungra sjálfstæðis- manna, segir að með því grafi stjórnvöld undan eignarréttinum. VÉLASVIÐ | Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími 590 5100 |www.hekla.is/velasvid HEKLA er umboðsaðili Perkins á Íslandi Veldu aðeins viðurkennda varahluti Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Tekur þú reykingabanninu fagnandi? Hefur þú blandað íþróttum saman við áfengi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.