Tíminn - 10.08.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.08.1980, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 10. ágúst 1980. Wmémm Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Elrfkur S. Elrfksson. Aug- lýsingastjóri: Stelngrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýslngar Sfðumúla 15. Slmi 86300. — Kvöldsimar biaöamanna: 86562, 86495. Eftlr kl. 20.00: 86387. Verö f lausasölu kr. 250 Askriftargjald kr. 5000 á mánuði. r_Blaöaprent. Rökleysur hafðar að leiðarljósi Það hefur gustað svolitið um samvinnuhreyfing- una að undanförnu og er það vel. Samtök samvinnu- manna hér á landi eru svo öflug og slikur aflgjafi i þjóðfélaginu að það væri óeðlilegt að ekki sé um þau fjallað i almennri þjóðmálaumræðu. En ekki sakaði þótt stundum væri heldur meiri reisn yfir umræð- unni, og að þeir sem finna hjá sér hvöt til að veitast að samvinnuhreyfingunni kynntu ser starfsemi hennar og stöðu áður en þeir geysast fram á ritvöll- inn með stóryrðum og illa grunduðum dómum. Samvinnumenn hafa löngum látið nart og nag andstæðinga sinna sem vind um eyru þjóta en þegar fáfræðin og rangfærslurnár keyra úr hófi fram snu- ast þeir að vonum til varnar. Það er kunnara en frá þurfi að segja að höfundur nýgerðrar islenskrar kvikmyndar gerði kaupfélagsstjóra nokkurn að heldur varhugaverðri persónu sem notfærði sér neyð og þekkingarleysi félagsmanna sinna i eiginhags- munaskyni. Er hér að sjálfsögðu um skáldverk að ræða og er höfundur frjáls að þvi að skapa persónur og atburðarás eftir þvi sem andinn blæs honum inn. Verkið verður aidrei annað en hugarfóstur hans yfirfært á breiðtjald. En svo undarlega bregður við að upp risa landskunnir tannagnjóstar og lýsta þvi blákalt yfir, að þarna sé fengið sönnunargagnið fyrir hinu rétta innræti kaupfélagsstjóranna og eðli sam- vinnuhreyfingarinnar. Þeir sem skapa skáldverk verða að gera það upp við sjálfa sig hvort þeir gefa raunsanna mynd af þvi sem þeir fjalla um eða láta óbeislað hugmyndaflug ráða ferðinni. Aftur á móti hlýtur það að vera lág- markskrafa að þeir sem fjalla um landsins gagn og nauðsynjar á opinberum vettvangi haldi sig við staðreyndir i skrifum sinum en hafi skáldverk sér til skemmtunar i fristundum. Það er langt þvi frá að samvinnufélögin i landinu séu hafin yfir gagnrýni. Hún er nauðsynleg. Og sjálf- sagt er margt það i rekstri samvinnuífélaganna sem betur mætti fara, eins og hjá öðrum félögum og fyrirtækjum. Vöxtur og viðgangur samvinnufyrir- tækjanna sýnir að þar rikir ekki kyrrstaða og oft er við vandamál að striða sem leysa þarf og allir eru ekki á einu máli um hvernig til hafi tekist i einstök- um tilvikum. Þau mál eru rædd sem önnur er varða samvinnuhreyfinguna og er ekki skorast undan eðli- legri gagnrýni, hvorki félagsmanna kaupfélaganna né annarra. En það gildir hér sem annars staðar að gagnrýni hlýtur að byggjast á haldbærum rökum og þekkingu á þvi sem um er rætt. Annars er hún mark- laus. Samvinnumenn hafa svarað hóflega og rökvist þeim rangfærslum og stórmælum sem á þá hafa ver- ið borin siðustu vikurnar og eins og fyrri daginn hefur þeim vkki verið svarað heldur hafa glamrarar gusast áfram með þeim formerkjum i skrifum sin- um, xð hafa aldrei rétt það sem sannara reynist. Einn af siskrifandi dálkahöfundum Dagblaðsins eys af brunni andriki sinnar og söguþekkingar sl. fimmtudag. Sá lætur sig ekki muna um aö sýna fram á að orsök kreppunnar á fjórða áratugnum hafi verið óeðlilega mikil völd og áhríf Framsóknarflokksins og Sambands islenskra samvinnufélaga. Siðan hafi allt vaðið á súðum i efnahagsmálum þjóðarinnar og að vandinn sé óleystur enn. óþarft mun að elta ólar við hugrenningar þessa skemmtikrafts, en við hinu má búast að fenginni reynslu, að þarna sé kominn enn einn pistillinn sem andstæðingar samvinnu- hreyfingarinnar geta lagt út af. Kjartan Jónasson: Erlent yfirlit Uppgjör framundan í breska Verkamannaflokknum Frá vinstri til hægri: Jamcs Caliaghan, Denis Healey, Tony Benn og Roy Jenkins. Llfið leikur ekki beinlinis við breska forsætisráöherrann, frú Thatcher, þessa dagana og orð- stir hennar er aö verða sá, að . hafa „skapað óheilbrigöastan efnahag meðal rikja Vestur- landa”. Verðbólgan er enn yfir 20%, um 2 milljónir Breta at- vinnulausir og hafa ekki verið fleiri eftir heimsstyrjöldina sið- ari. Að einu leyti hefur heppnin þó verið með henni, stjórnarand- staðan hefur aljt stjórnartima- bil hennar verið sundruð og stefnulaus. Oddamaður hennar, James Callaghan, er að visu vinsælastur breskra stjórn- málamanna en staða hans i eigin flokki er óljós og samtök uppi um aö steypa honum. Enn- fremur hefur Verkamanna- flokkurinn meira fylgi i skoð- anakönnunum en íhaldsflokkur Thatcher.en innan hans eiga sér stað harðvitug átök og er jafn- vel uppi hreyfing um að kljúfa • hann. Verkamannaflokkurinn beið I siðustu kosningum sinn versta ósigur i 30 ár og sá ósigur hefur hleypt upp á yfirborðið flokka- dráttum og ágreiningi sem ver- ið hefur að búa um sig i flokkn- um hin siðari ár. 1 grófum drátt- um má skipa fylkingunum inn- an flokksins i hægri menn, miöju menn og vinstri menn. Leiðtogi flokksins og fyrrver- andi forsætisráðherra, James Callaghan, er talsmaður hægri mannanna, Anthony Wedgwood Benn vinstri manna en miðju- menn eru litt skipulagöir. Úr þeim hópi talar þó Roy Jenkins, fyrrverandi forseti Evrópuráðs- ins i Brússel, sem beitir sér fyrir þvi að miðjumenn i flokkn- um kljúfi sig út og stofni nýjan flokk sem gera mætti ráð fyrir að vinstrisinnaðri Ihaldsmenn gengju til liðs við. Arlegrar flokksráöstefnu Verkamannaflokksins, sem haldin veröur I Blackpool I októ- ber næstkomandi, er að vonum beðið meö mikilli eftirvæntingu I Bretlandi þar sem þar má bú- ast við að I odda skerist og ein- hver niðurstaöa fáist. Undir- búningsfundir fyrir ráðstefnuna hafa þó siöur en svo orðið til að skýra linurnar. Og þó, þvi vinstri menn hafa greinilega haft betur I þeim slag að undir- búa samþykktir og mál fyrir flokksþingið. Þannig samþykkti undirbúningsnefnd” nýlega með miklum meirihluta atkvæða til- lögur þess efnis, að Bretar dragi sig út úr Efnahagsbandalaginu, um kjarnorkuafvopnun heima fyrir og endurþjóðnýtingu fyrir- tækja sem Ihaldsflokkurinn hefur fengiö einka- og hlutafjár- rekstrinum I hendur, ennfremur að öll Norðursjávarolian verði þjóönýtt. öll þessi atriöi ganga þvert á stefnu James Callaghan, skuggamálaráðuneytis hans og fylgismanna. Um þessi mál og mörg fleiri verður tekist d * Blackpool. Þó spá ýmair þvi að Frú Thatcher getur þakkaö sinum sæla aö Verkamannaflokkurinn er of upptekinn af sinum innri máium til aö geta veitt henni eins styrka stjórnarandstööu og ella. Nóg er nú samt. aðalátökin muni standa um nýj- ar tillögur um högun formanns- kjörs og samþykkt stefnuskrár. Breytingartillögurnar fela það i sér, I stuttu máli, að neitunar- vald flokksforingjans gagnvart samþykktri stefnuskrá verði af- numið. Að fulltrúaráð flokksins fái að hafa hönd i bagga um kjör formanns sem þingmenn flokksins standa nú einir að. Einnig verður flutt tillaga um að fyrir hverjar nýjar kosningar fari fram endurskoðun og leit að nýjum þingmannsefnum i stað þess sem nú er, að hreppi menn einu sinni sæti ofarlega á lista halda þeir þvi. Samkvæmt nýju tillögunum yrði hann aö sækjast eftir endurútnefningu hjá kjör- dæmasambandi sinu sem gæti fellt hann i kosningum. Um afdrif þessara tillagna og hugmynda um stefnuskrár- breytingar ræður flokksþingið I Blackpool. Þar ráða tveir menn meiru um gang mála en bæði Tony Benn og James Calaghan. Samkvæmt lögum flokksins fara verkalýðsleiðtogar meö kvæði umbjóöenda sinf'a °S at" kvæði leiðtoga tví’éSÍ3 stærstu verkalýðsf<:ía6a nna vega þyngra <*n nokkurra annarra. þeyair menn, Moss Evans og rérry Duffy, fara með 40% at- kvæða á flokksþinginu. Vist er að þeir munu beita sér gegn stefnu Callaghans i launamál- um en annar þeirra aö minnsta kosti er i öðrum atriðum talinn munu halla sér að Callaghan. Samþykki flokksþingið breytta tilhögun formannakjörs má fullvist heita að slagur sé framundan i Verkamanna- flokknum. Tony Benn sækist augljóslega eftir formannskjöri en hann hefur sagt sig úr skuggamálaráðuneyti Verka- mannaflokksins til að leggja áherslu á andúð sina á hægri- stefnu þess. Ekki er þó búist við að styrkur hans sé mikill meöal þingmanna flokksins en þeim mun meiri meðal virkra flokks- manna, sem eins og oft endra- nær eru úr hópi róttækari fé- lagsmanna. Hins vegar geta vinstri mennirnir ekki gert sér minnstu vonir um að njóta fu|-'- tingis meðal kjósenda á borO við Callaghan. Akveöi Cal-'aghan að gefa ekki kost á ser er einnig vist talið að hann muni styðja Denis He»icj- i->c-act fyrir allt geta þeir Callaghan og Benn orðið sam- mála um einn hlut og munu þar taka höndum saman. Þeir ætla ekki að láta Roy Jenkins komast upp með það að kljúfa eitthvert brot út úr flokknum og þeir munu reyna að hafa það hóf á á- tökunum innbyrðis aö flokkur- inn biði ekki varanlegt tjón af.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.