Tíminn - 16.11.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.11.1980, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 16. nóvember 1980. fimmf Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreibslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. — Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Elisabet Jökulsdóttir, Friörik Indriöason, Frföa Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guö- mundsson, Jónas Guömundsson (Alþing), Kristfn Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (Iþróttir). Ljósmyndir: Guöjón Einars- son, Guöjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og augiýsingar: Slöumúla 15, Reykjavlk. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387,86392.—Verö I lausasölu : kr. 280. Askriftar- gjald á mánuöi: kr. 5500.— Prentun: Blaöaprent hf. Hvílíkur mun haun... Við útkomu bókarinnar „Valdatafl i Valhöll” fer það brátt að verða matsatriði Framsóknarmanna og fleira fólks i þessu landi hvenær eftirmæli verða skráð eftir hin söguriku og að ýmsu leyti merku 1 samtök sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið i is- lenskri sögu. Og sannleikurinn er sá að það er ekki með óblendnum fögnuði sem slikum atburðum er tekið. Hvað sem öðru liður var Sjálfstæðisflokkurinn áhrifamikil samtök sem miklum örlögum réðu meðan það var, og þessi samtök nutu fylgis fjölda- margra ábyrgra og þjóðhollra manna og kvenna i öllum stéttum og héruðum áúrslitatimum i sögu islenska samfélagsins og islensks þjóðernis. Það væri óvirðing við sjálfan kynstofn okkar allra að vilja ekki við það kannast að þetta fólk tók pólitiska afstpðu af heilum og góðum huga og taldi sig vinna þjóðinni vel og átti rétt á þeirri trú enda þótt öðrum sýndust mál horfa á annan veg; er þetta með sama hætti og sagt verður um þá verka- menn og menntamenn og fjölskyldur þeirra sem hörð lifsbarátta leiddi á brautir marxismans. Sennilega varö Sjálfstæðisflokkurinn fórnar- lamb þess mannlega veikleika að langvarandi völd og of mikil völd spilla. Sjálfstæðismönnum hefur löngum hætt til þess að lita á sjálfa sig sjálf- kjörna til metorða. Þeir hafa talið sjálfa sig eiga sjálfdæmi um smekk. Þeir hafa haft tilhneigingu til að leggja öðru fólki pólitiskar lifsreglur og þeim hefur hætt til þess að fara að leggja gáfnamat á skoðanir = ,,Ef þú ert sammála, þá ert þú skyn- samur, en ef þú ert á annarri skoðun, þá ert þú bara sveitamaður”. Margir reyna að apa þetta eftir gamla ihaldinu. I fyrsta lagi er þetta viðtekin venja alikratanna og studd margvislegum tengdum. í öðru lagi er menntafólkið stöðugt að tileinka sér þetta betur og betur. Er það merkilegt rannsóknarefni að fylgj- ast með öllum þeim prófgráðum. Framsóknarmenn gleðjast ekki við niður- lægingu Sjálfstæðisflokksins, vegna þess að Fram- sóknarmenn vilja helst berjast við stoltan and- stæðing sem veit hvað hann vill. Framsóknar- menn eru nefnilega svo gamaldags að þeir vilja drengilegar burtreiðar. Þeir vilja andstæðing sem vekur virðingu i andstöðunni. Það versta sem Framsóknarmanni er gert er að standa yfir and- stæðingi sem liggur, vegna þess að allir eiga rétt á þvi að ná vopnum sinum. Geir Hallgrimsson hefur ekki ráðið textanum i bókinni um valdataflið i valhöllu Sjálfstæðis- flokksins. Þvi er trúað að Geir Hallgrimsson sé drengskaparmaður, — ef til vill sá friðarhöfðingi að honum láti miður að stýra fylkjum ójafnaðar- manna sem þessi islenski kynstofn hefur verið og verða mun. Verði fátt um Geir Hallgrímsson sagt, þá verður það gott sem verður. En einhver má þá Gunnar Thoroddsen vera, ef hæfa er I niðinu sem honum er rist, kurteislega, i bókinni sem nefnd var i upphafi þessara orða. — Ef aumustu húskarlar Geirs ráða letrinu, — hvi- likur mun Gunnar þá sjálfur ... JS Erlent yfirlit Þórarinn Þórarinsson: Þekktir menn hverfa af Bandaríkjaþingi Frjálslyndir demókratar uröu fyrir áfalli ÞEGAR öldungadeild Banda- rikjaþings kemur saman eftir áramótin, mun saknaö þar ým- issa þeirra manna, sem mjög hafa sett svip sinn á deildina á undanförnum árum. Þaö mun ekki sist vekja at- hygli, aö þar eiga ekki lengur sætifjórir menn, sem hafa veriö taldir standa framarlega i frjálslyndari armi demókrata. Einn þeirra haföi áöur veriö i framboöi fyrir flokkinn i for- setakosningum, en hinir þrir hafa oft verið nefndir sem væn- leg forsetaefni og reyndar tveir þeirra tekiö þátt i prófkjörum fyrir forsetakosningarnar 1976. Allir þessir menn féllu í kosn- ingunum nú. Fall þeirra kom ekki aö öllu leyti á óvart. Þeir voru fulltrúar fyrir riki, þar sem demókratar hafa yfirleitt verlð taldir i minnihluta. Kosn- ingar I þessum ríkjum hafa aö undanförnu gengiö repdblik- önum i vil. Skoðanakannanir sýndu, aö umræddir öldungadeildarmenn væru orönir valtir i sessi. Ýms ihaldssöm samtök höföu þvi sett sér þaö markmiö aö vinna aö falli þeirra fremur en annarra þingmanna. Miklu fjármagni og auglýsingavinnu haföi þvi veriö variö til að fella þá. A!!ir böröust þeir hraustlega fyrir pólitisku lifi sinu. En það nægöi ekki, þegar óvinsældir Carters bættust viö. George Mc Govern hann heföi haldiö sæti sinu i öld- ungadeildinni, heföi hann vafa- litiö komiö til greina sem for- setaefni 1984. ÞRIÐJI leiötogi frjálslyndra demókrata, sem féll i kosn- ingunum nú, var Birch Bayh I Indiana. Hann gaf einnig kost á sér til framboðs i forseta- kosningunum 1976, en dró sig fljótt til baka, þegar hann fékk ekki nægilegt fylgi. Bayh þótti reynast vel sem öldungadeildarmaður og beitti sér fyrir ýmsum umbóta- málum. Hann varð frægur 1962, þegarhonum tókst að fella mjög ihaldssaman republikana, sem var búinn að sitja i öldunga- deildinni i 18 ár, en frjáls- lyndum mönnum var mjög i nöp viö hann. Bayh notaði þá, sem kjörorð: Átján ár eru meira en nóg. Keppinautur hans notaöi nú þetta kjörorö gegn honum og með sama árangri og Bayh 1962. Ýmsir fréttaskýrendur telja, aöef tilvill hafi þaö veriö frjáls- lyndum demókrötum mest áfall, að John C. Culver féll i Iowa. Culver náöi kosningu til öldungadeildarinnar 1974, en hafði áöur átt sæti i fulltrúa- deildinni i tiu ár. Hann var búinnaö vinna sér góöan oröstir og þótti eitt af efnilegri forseta- efnum demókrata. Auk þess, sem samtök ihalds- manna lögöu kapp á aö fella þessa fjóra þingmenn, beindu þeir haröri sókn gegn Alan Granston I Kaliforniu og Thomas E. Eagleton i Missouri. Þeir stóöust þessa sókn báöir og Cranston þó mun betur, enda. þótt um væri að ræöa heimariki Reagans. Af hálfu þeirra repúblikana, sem nú hverfa úr öldunga- deildinni, mun Jacobs K. Javits frá New York mest saknað, en hann hefur veriö talinn meöal frjálslyndustu manna þar. Sennilega hefur aldurinn átt mikinn þátt i falli hans, en hann er oröinn 76 ára gamall. ÞE KKTASTUR þessara manna er sennilega George McGovern frá Suður-Dakóta. Hann var frambjóöandi demó- krata i forsetakosningunum 1972. Sigur hans i prófkjörunum þá byggðist á þvi, aö hann haföi snemma gerst andvigur þátt- töku Bandarikjanna i Vletnam- styrjöldinni. Stúdentar og aörir andstæöingar styrjaldarinnar fylktu sér þvi um merki hans. En það dugöi honum skammt, þegar sjálf kosningabaráttan hófst. Þegar McGovern hóf stjórn- málabaráttu sina fyrir þrjáti'u árum, réöu republikanar lögum og lofum i Suöur-Dakóta. Hann átti mikinn þátt i aö breyta þessu eöa likt og Hubert Humphrey i Minnesota. Sjálfur náöi McGovern kjöri til full- trúadeildar Bandarikjaþings 1956 og sat þar til 1962, þegar hann náöi kjöri til öldunga- deildarinnar. Þarhefurhann átt sæti siöan og veriö framarlega i hópi frjálslyndustu manna þar. Siöustu árin hefur sú frjáls- lyndisalda, sem McGovern vakti I Suöur-Dakóta á slnum tima, veriö I rénun, og repúblik- anar færst I aukana á ný. Þess vegna þótti Ihaldsöflunum oröiö timabært aö hefja sérstaka sókn gegn honum. Um tima var 26% bil á milli hans og keppinautar hans sam- kvæmt skoöanakönnunum. McGovern tókst aö minnka bilið, en þaö nægöi ekki. Úrslitin uröu þau, aö bilið milli hans og andstæðingsins var komið i 11%. Frank Church frá Idaho var einnig landsþekktur fyrir þing- störf sin. Idaho er taliö meö i- haldssömustu rikjum Banda- rikjanna. Church er eini demó- kratinn, sem hefur átt sæti i' öld- ungadeildinni fyrir Idaho. Hann náöi kjöri til deildarinnar 1956, þá 32ja ára gamall. Hann hefur náö endurkosn- ingu siöan þar til nú. I innan- landsmáium hefur Church þótt frjálslyndur og stutt flestar um- bætur á félagsmálasviöinu. A siöari árum hefur hann látið utanrikismál mjög til sin taka og hefur veriö formaöur utan- rikisnefndar deildarinnar tvö siöustu árin. Andstæöingar hans höföu þaö ekki sist á móti honum, aö hann heföi stutt nýja samninginn um Panama-skurðinn og lýst fylgi viö Salt-2. Jacob K. Javits og Frank Church Þetta hefur þó sennilega ekki ráöið úrslitum, heldur þaö, að Church haföi veriö formaöur þingnefndar, sem rannsakaöi störf CIA, leyniþjónustu Banda- rikjanna. Sú athugun leiddi margt óhreint i ljós, eins og t.d. aö verið heföi uppi ráöabrugg um að ráöa vissa þjóöhöföingja af dögum. Uppljóstranir þessar uröu mikiö áfall fyrir CIA. í kosningabaráttunni var þvi mjög hampaö, aö Church heföi veikt Bandarikin meö þessum uppljóstrunum. Church féll meö um 4000 atkvæöa mun og hefur CIA-málið þvi sennilega ráöiö falli hans. Church gaf kost á sér til fram- boös fyrir demókrata i forseta- kosningunum 1976 og sigraði þá Carter i nokkrum rikjum. Ef

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.