Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 14
fréttir og fróðleikur Engar afsak- anir gildar Orkuveitan efnir til göngu- og fræðsluferðar í Elliðaárdal undir leiðsögn Guðmundar Halldórssonar, skordýrafræð- ings þriðjudagskvöldið 12. júní kl. 19.30. Gengið verður um dalinn og hugað að þeim smádýrum sem þar búa. Þátttakendur eru hvatt- ir til að hafa með sér stækkunargler. Gangan hefst við Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal. Skordýr í Elliðaárdal ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 80 05 0 6. 2 0 0 7 Verði niðurstaða óbyggða- nefndar um þjóðlendur á Norðausturlandi staðfest fyrir dómstólum vakna spurningar um áhrif niður- stöðunnar á kröfur bænda á svæðinu um greiðslur fyrir vatnsréttindi vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Einnig má velta fyrir sér hvort ríkið muni gera sambærilegar kröfur og bændurnir vegna þjóðlenda á hendur ríkis- fyrirtækinu Landsvirkjun. Úrskurður óbyggðanefndar vegna Norðausturlands var kynntur í lok maí. Samkvæmt honum er stór hluti af því landsvæði sem eigendur lands í nágrenni Kára- hnjúkavirkjunar hafa talið sig eiga í raun þjóðlendur í eigu ríkisins. Útilokað er annað en látið verði reyna á úrskurðinn fyrir dómstól- um, enda miklir hagsmunir í húfi. Landeigendur á svæðinu hafa sagt vatnsréttindin virði 72 milljarða, en Landsvirkjun mat verðmæti þeirra á bilinu 150-375 milljónir króna. Fyrir úrskurð óbyggðanefndar áttu landeigendur um áttatíu pró- sent af vatnsréttindunum en ríkið tuttugu prósent. Kröfur landeig- enda um greiðslur vegna vatns- réttindana voru því samanlagt 58 milljarðar, deilt niður á landeig- endur í hlutfalli við eign. Verði niðurstöðu óbyggða- nefndar ekki hnekkt mun ríkið eiga tæplega sextíu prósent af vatnsréttindum vegna Kára- hnjúkavirkjunar, ekki tuttugu prósent eins og áður var, segir Jón Jónsson héraðsdóms- lögmaður, einn lögmanna landeig- enda á svæðinu. Landeigendur hafa sex mánuði til að höfða mál til ógildingar úrskurði óbyggðanefndar. Telja má öruggt að málið fari fyrir bæði héraðsdóm og Hæstarétt, enda hafa einhverjir landeigenda þegar lýst því yfir. Ef úrskurðurinn verður stað- festur verður sú staða uppi að Landsvirkjun, fyrirtæki sem er að öllu í eigu ríkisins, mun þurfa að semja við ríkið vegna bróðurparts vatnsréttinda vegna Kárahnjúka- virkjunar. Samkvæmt þjóðlendulögum þarf leyfi forsætisráðherra til að nýta vatns- og jarðhitaréttindi þjóðlendna, og ráðherra getur samið um endurgjald fyrir nýt- ingu réttinda. Ef Landsvirkjun vill semja um vatnsréttindin þarf því að ræða við forsætisráðherra. Ekki eru þó taldar líkur á því að samningaviðræður ríkisins við Landsvirkjun verði vettvangur átaka. „Þeir ættu að geta komist að hagstæðum samningum,“ segir Friðbjörn E. Garðarsson héraðs- dómslögmaður, annar lögmanna landeigenda á svæðinu, og vísar þar til þess að í raun væri verið að flytja peninga úr einum vasa ríkisins í annan. Aðrir viðmælendur úr lögmanns- stétt, sem ekki hafa komið að mál- inu, bentu á að ekki einasta væri líklegt að ríkið gerði kröfur á Landsvirkjun, heldur mætti raunar lesa lögin þannig að ríkinu væri skylt að gera slíkar kröfur. Sérfræðingar segja ljóst að ríkið muni ekki fallast á að afsala sér vatnsréttindum til Landsvirkjunar til frambúðar, heldur muni það leigja réttinn. Þegar Geir H. Haarde forsætis- ráðherra var spurður að því hvort ríkið myndi gera kröfur á hendur Landsvirkjun fyrir nýtingu á þjóð- lendum í þessu tilviki sagði hann að það hefði ekki verið skoðað. Líklegt væri að látið yrði reyna á úrskurð óbyggðanefndar fyrir dómstólum, og því ekki tímabært að taka afstöðu í málinu. Hann sagði vissulega þurfa að skoða hvaða fordæmi möguleg krafa rík- isins myndi gefa fyrir kröfur vegna slíkrar nýtingar í framtíð- inni. Það sem kemur ekki fram í þjóð- lendulögunum er hversu háar upp- hæðir Landsvirkjun eigi að greiða fyrir vatnsréttindi af þjóðlendum. Ósvarað er hvort ríkið muni gera kröfur áþekkar þeim sem bænd- urnir hafa uppi. Jón Jónsson, lögmaður land- eigenda, bendir þó á að um fimmt- ungur vatnsréttinda vegna Kára- hnjúkavirkjunar tilheyri ríkisjörðum, óháð úrskurði óbyggðanefndar um þjóðlendur. Fyrir matsnefnd hafi ríkið krafist hlutdeildar í greiðslum vegna vatnsréttinda í samræmi við það hlutfall, eða rúmra fjórtán millj- arða króna miðað við ýtrustu kröfur landeigenda. Dómstólar og matsnefndir nota þau fordæmi sem til staðar eru til að meta verðmæti réttinda, til að mynda vegna vatnsréttinda. Þeir lögmenn sem rætt var við voru þó sammála um að samningur ríkis- ins við Landsvirkjun gæti ekki verið fordæmisgefandi fyrir mats- nefndir og dómstóla sem meta verðmæti réttinda annarra land- eigenda. Það yrði ekki fordæmis- gefandi ef ríkið og Landsvirkjun myndu semja um „eitthvert klink“ í bætur, sagði einn viðmælenda. Sérfræðingar sem leitað var til sögðust þó ekki efast um að næði Landsvirkjun hagstæðum samn- ingi við ríkið vegna vatnsrétt- indana myndu lögmenn félagsins reyna að nota þá sem fordæmi í samningum við aðra landeigendur. Dómstólar og matsnefndir myndu hins vegar ekki líta til þess for- dæmis þar sem í slíkum samning- um væri ríkið í raun að semja við sjálft sig og aðstæður hvergi nærri eðlilegar. Ólíklegt er talið að fjármálaráð- herra beiti sér í málinu. Í því sé hann í raun með tvo hatta. Annars vegar vilji hann fá sem mest fé í ríkissjóð fyrir nýtingu á þjóðlend- unum og jörðum í ríkiseigu. Hins vegar vilji hann hag ríkisfyrir- tækisins Landsvirkjunar sem mestan, enda haldi hann um eign- arhlut ríkisins í fyrirtækinu, og vilji því að Landsvirkjun greiði sem minnst fyrir réttindin. Óbyggðanefnd setur strik í reikning Fylgst með berklasmiti hjá innflytjendum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.