Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 38
hús&heimili S enseo-kaffivélin er orðin ein sú vinsælasta á landinu um þessar mundir en það eru Heim- ilistæki sem flytja vélarnar inn. Það sem er sérstakt við vélarn- ar, fyrir utan gott kaffið úr þeim, er að það er enginn laus kaffi- korgur við notkun hennar. Kaffið er í lokuðum púðum sem settir eru í vélina fyrir hvern bolla. Hallgrímur Halldórsson, sölu- maður hjá Heimilistækjum, segir það líka mikinn kost að nýtingin á kaffinu verði alltaf hundrað prósent. „Þegar hellt er upp á í hefðbundnum kaffivélum verð- ur kaffið vont í könnunni eftir til- tölulega stuttan tíma og því af- gangnum hellt. Með Senseo-vél- inni hellir fólk bara upp á hvern bolla fyrir sig, einn eða tvo í einu, á þrjátíu sekúndum þannig að það fer ekkert í vaskinn,“ segir Hallgrímur. Danól flytur inn kaffipúðana í vélarnar og hefur úrvalið af kaffi- tegundum aukist gríðarlega undanfarið samhliða vaxandi vinsældum kaffivélanna. Vélin kom á markað hér á landi fyrir tveimur til þremur árum síðan en að sögn Hallgríms var það í lok síðasta árs sem hún fór virkilega að slá í gegn og vin- sældirnar aukast enn á kostnað hinna hefðbundu suðuvéla. „Það er hægt að fá kaffivél- arnar í ýmsum litum og nýrri vélarnar eru með stillanlegri hæð á bununni sem er hent- ugt ef mismunandi stærðir af bollum eru notaðar. Ein teg- undin er líka með skjá þar sem hægt er að stilla styrk- leika kaffisins,“ segir Hallgrímur og bendir á að í raun sé vélin mjög ódýr miðað við gæði enda kosti grunntýpan innan við 10.000 krónur. sigridurh@frettabladid.is Gæðakaffi á 30 sekúndum Senseo-kaffi- vélarnar hafa rokið út frá því í lok síðasta árs og eru vinsældir þeirra enn að aukast. Forsíðumynd: Myndina tók Hörður Sveinsson af Karen Björk Ólafsdóttur á heimili hennar. Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími: 550-5000 Ritstjórar: Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517-5724 og Ásta Bjartmarsdóttir s. 517-5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. Heimanmundarkistur eru ekki algeng húsgögn en ein slík skip- ar heiðurssess á heimili Brynhild- ar Björnsdóttur. Kistan var skorin út í Mósambík en Mósambíkar eru þekktir fyrir tréskurðarlist sína. Uppáhaldshlutur Brynhildar Björnsdóttur, blaðamanns og leik- konu, er forláta heimanmundar- kista sem full er af öllum þeim hlut- um sem prýða mega fallegt heim- ili. „Forsaga málsins er sú að ég las mikið sem unglingur, meðal ann- ars mikið af sænskum herragarðs- rómönum, og þar voru mjög gjarn- an nefndar heimanmundarkistur,“ segir Brynhildur. „Þetta voru kistur sem geymdu forláta útsaumsverk sænskra stúlkna, brydduð rúmföt og handklæði, dúka og slíkt, en kist- una fóru þær með til nýja heimilis- ins er þær giftust.“ Brynhildi fannst sem ungri stúlku að hún yrði að eiga slíka kistu, þó ekki væri nema til að auka líkurnar á að hún gengi út. „Síðan leið og beið og ég varð þrítug en ekki gekk ég út svo heitið gæti,“ segir Brynhildur og hlær. „Enda átti ég enga kistu.“ Síðan gerðist það að Brynhild- ur flutti til Maputo í Mósambík. Mósambíkar eru þekktir fyrir hand- bragð sitt og þá sérstaklega tré- skurðarlist og þar sá Brynhildur sér leik á borði. „Ég sá margar svo fallega útskornar kistur að mér datt í hug að láta skera út eina sérstak- lega fyrir mig,“ segir Brynhildur. „Þarna eignaðist ég loksins mína heimamundarkistu svo nú stóð ekk- ert í vegi fyrir því að ég gengi út.“ Eins og lög gera ráð fyrir er kistan sérstaklega merkt eigandan- um. „Það er venja að merkja kist- urnar svo að ég lét skera út staf- ina mína í framhlið hennar,“ segir Brynhildur. „Lokið á kistunni er svo skreytt myndum af ýmsum Afríku- dýrum þannig að hún er ekki alveg eins og í sænsku rómönunum.“ Nú átti Brynhildur loks kistu. Böggull fylgdi þó skammrifi því enn átti eftir að koma henni heim. „Mér tókst að drösla henni heim, en hún er fleiri fleiri kíló, ef ekki tugir kílóa. En hún komst alla leið og nú á hún sinn sess á mínu heimili,“ segir Brynhildur. „Og viti menn, kistan gerði sitt gagn. Ég er loks gengin út en held áfram að safna heiman- mundardóti og á orðið dágott safn í kistunni góðu.“ tryggvi@frettabladid.is Mósambísk kista að sænskri fyrirmynd Brynhildur safnar ýmsum munum í heimanmundarkistuna, sem geymir til dæmis dágott safn af skrautkertum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 16. JÚNÍ 2007 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.