Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 19
Jón Aðalbjörn Jónsson hitti japönsku keisaraynjuna í Yokohama. „Það kom mér á óvart hversu alþýðleg hún var í framkomu og eins að öryggisgæslan skyldi ekki vera meiri en svo að hún heilsaði okkur með handabandi,“ segir Jón Aðalbjörn Jónsson, fulltrúi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta keisaraynjuna af Japan, þegar hann var staddur í lokahófi fulltrúaþings alþjóðasamtaka hjúkrunarfélaga, í Yokohama í Japan. „Það var eiginlega algjör tilvilj- un að hún skyldi staðnæmast og gefa sig á tal við okkur,“ heldur Jón áfram, sem var eini Íslending- urinn á svæðinu. „Japanarnir voru mjög hissa þar sem hún gefur sig ekki að hverjum sem er og auk þess var ekki einu sinni útséð um að hún gæti verið viðstödd veisluna.“ Að sögn Jóns spurði keisaraynj- an út í þjóðlönd hvers og eins og þegar röðin kom að honum virtist hún ágætlega að sér um Ísland. „Hún ræddi meðal annars um nátt- úrufegurðina og sagðist eiga góðan vin á Íslandi, frú Vigdísi Finnbogadóttur, sem gert hefði stórkostlega hluti í málefnum kvenna um allan heim. Sjálf hefur hún ekki komið til Íslands, en sagði nokkra meðlimi konunglegu fjölskyldunnar þegar hafa gert það og bæru þeir landi og þjóð góða sögu. Hún bað loks fyrir kveðju til íslenskra hjúkrun- arfræðinga og Íslendinga almennt.“ Japanska keisaraynjan var þó ekki eina fyrirmennið sem Jón hitti á þinginu, þar sem Muna Al- Hussein, prinsessa af Jórdaníu, var sérstakur heiðursgestur við opnunarhátíð þingsins, þar sem hún gegnir hlutverki verndara samtaka hjúkrunarfræðinga í arabalöndunum. Á heildina litið er Jón ánægður með heimsóknina til Japans og segist ekki muna eftir þjóðfélagi, þar sem jafn mikið er lagt upp úr hreinlæti og það þótt hann hafi ferðast víða. Óhætt megi segja að Japan eigi sér hvergi hliðstæðu í heiminum. Kveðja frá japönsku keisaraynjunni Hljómsveitin Ham er með- al þeirra sem koma fram á íslenskri menningarhátíð í Rotterdam í nóvember. Íslenska menningarhátíðin Reykjavík til Rotterdam fer fram í Rotterdam í Hollandi dagana 21.- 24. nóvember. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin í borginni. Áherslan er lögð á íslenska sam- tímamenningu, einkum tónlist, dans og kvikmyndir. Hátíðin er óvenju fjölbreytt og fer fram á fjórum stöðum í borginni þar sem rúmlega tuttugu hljómsveitir troða upp. Auk þess verða tólf íslenskar kvikmyndir og níu stutt- myndir sýndar. Af hápunktum hátíðarinnar má nefna hljómsveitirnar Ham og Múm, íslenska dansflokkinn, Balt- asar Kormák sem situr fyrir svör- um auk fjölbreyttan hóp íslenskra tónlistarmanna. Sjóðurinn Reykjavik to Founda- tion er drifkrafturinn á bakvið hátíðina. Markmiðið er að veita íslenskum listamönnum tækifæri á að kynna list sína fyrir breiðum hópi áhorfenda erlendis og stuðla að tengslamyndun meðal Íslend- inga búsetta erlendis. Í bígerð eru fjórar aðrar íslensk- ar menningarhátíðir sem verða haldnar í Danmörku, Þýskalandi, Svíþjóð og Finnlandi á næsta ári. Reykjavík til Rotterdam KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 Verð kr. 49.990 Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna saman í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. Aukavika kr. 14.000. Aðeins örfáar íbúðir! Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. Aukavika kr. 14.000. Bjóðum nú síðustu sætin til Mallorca í júlí á frábæru tilboði. Bjóðum einstök kjör á gistingu á Club Cala D´or Park íbúðahótelinu á Cala D´or, 13., 20 og 27. júlí. Fjölskylduvænt íbúðahótel sem býður upp á góða staðsetningu og notalega stemmningu. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað. MotorMax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 MotorMax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 - Toyota Akureyri - Sími 460-4300 www.motormax.is Nú er einstakt tækifæri til að ná afar góðum samningum við sölumenn okkar sem eru í sólskinsskapi og veita aldeilis frábær tilboð á Camp-let tjaldvögnunum og Starcraft fellihýsunum. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Þetta er tækifæri ársins til að ná sér í kostagrip á frábæru verði! Draumavagninn þinn á frábæru sumartilboði!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.