Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 80
Ég er ekki einn af þeim sem hafa gert ráðstafanir til þess að gera eitthvað rosalega spes í dag, en í dag er 7. júlí 2007, sem er einstak- lega fallegur dagur út frá talnalegu sjónarmiði. Ég hyggst til dæmis ekki kvongast í dag, en fréttir hafa borist um það að einstaklega marg- ir hugðust um tíma ganga í heilagt hjónaband á þessum degi, en svo bárust reyndar tíðindi af því nú í vikunni að margir höfðu hætt við af einhverjum orsökum. hafa pör hætt við vegna þess að þau hafa fundið það út í samræðum sín á milli að ekki er endilega farsælt að rjúka í hjóna- band – með tilheyrandi daglegum deilum um hversdagslega hluti – bara vegna þess að einhver sérstök dagsetning sé aðlaðandi. Falleg dagsetning ein og sér getur aldrei orðið grunnur að góðu hjónabandi, en þó verð ég að játa að ég skil vel þau sjónarmið sem liggja að baki því að fólk velji þennan dag, að því gefnu að allt annað sé í þokkalegu lagi. og sér í lagi held ég að það geti komið mörgum karlmönn- um til bjargar í framtíðinni að dag- setning brúðkaupsins sé þess eðlis að það sé auðvelt að muna hana. Öfugt við þá kynbræður sína sem þurfa að þola hinn nístandi refsi- vönd þagnarinnar innan heimil- is í hvert einasta skipti sem þeir gleyma brúðkaupsafmælinu, geta þeir sem kvænast í dag prísað sig sæla. Karlmenn sem muna ekki þessa dagsetningu eiga ekkert er- indi í hjónaband. dagsetning er líka þess eðlis að hún myndi – ef pör eru á annað borð þannig innstillt – sóma sér ágætlega sem húðflúr. Þar með yrði auðvitað gulltryggt – nema í til- viki fordæmalausrar heimsku – að karlmaðurinn gleymdi ekki brúð- kaupsafmælinu. Í tilviki tveggja karlmanna – ef mál hafa æxl- ast þannig – þarf auðvitað ekki að hafa mörg orð um það, í ljósi þess sem hér hefur þegar verið reifað, hversu heppilegt það er fyrir þá að ganga í hjónaband í dag. Þó myndi ég alltaf í slíkum tilvikum mæla sterklega með húðflúri líka. til skilnaðar kemur og húðflúr- ið 070707 er til staðar er alltaf hægt að bæta við einu núlli fyrir fram- an og halda því fram að húðflúrið sé til minningar um það að þann 7. júlí 2007 hafi viðkomandi séð ein- staklega skemmtilega mynd með James Bond. Einnig er hægt að bæta við einhverri tölu af handa- hófi, eins og til dæmis tveimur, og halda því fram að á ákveðnu tíma- bili í lífinu hafi viðkomandi verið fangi númer tuttugu, sjötíu, sjö- hundruðogsjö. að það eru margar leið- ir í þessu. En auðvitað þarf fólk ekki endilega að nota þennan dag – sem svo fagurlega er tölulega sam- ansettur af almættinu – til þess að gifta sig. Það má gera margt annað. Í dag hugsa kannski einhverjir að gott sé að selja kvótann sinn úr byggðarlaginu. Öðrum finnst þetta góður dagur til þess að kaupa sér þyrlu. En líklega finnst flestum þetta bara ágætis dagur til þess að fara í bíltúr, lesa bók eða vinna í garðinum. Það má alltaf slá. 070707 ÚTSALA 5. júlí - 29. júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.