Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 12
Forsætisráð- herra eyríkisins Trínidad og Tóbagó í Karíbahafi segir sig alltaf hafa dreymt um að keyra rútu. Forsætisráðherrann trínidadíski, Patrick Manning, upplýsti um þennan draum sinn í ræðu meðal flokksfélaga. „Ég veit ekki hvort ég hef sagt ykkur öllum leynda löngun sem ég hef, sem er að keyra rútu,“ sagði Manning. „Ég mun upplifa þennan draum áður en ég dey.“ Forstöðumaður samgöngufyrir- tækis í landinu segir það taka Manning mánuð að fá nauðsynleg próf til að keyra rútu, þó að hann sé forsætisráðherra. Dreymir um að keyra rútu Eigendur þakíbúð- anna á Boðagranda 7 krefjast þess enn að gervihnattadiskur sem einn íbúinn festi utan á blokkina árið 2004 verði fjar- lægður. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur í tvígang gefið leyfi fyrir diskinum en felldi fyrra leyfið úr gildi þar sem húsfundur sem samþykkti diskinn var ekki löglegur. Eigendur þakíbúðanna segja að umboð frá öðrum íbúðareigend- um sem diskeigandinn kom með á seinni húsfundinn hafi ekki verið rétt vottuð og hafa kært leyfisveitingu byggingarfulltrú- ans til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, sem nú aflar gagna í málinu. Enn þá andvíg sjónvarpsdiski Níu mótmælendur úr samtökunum Saving Iceland voru handteknir við Hellisheiðar- virkjun í gærmorgun. Mótmæl- endurnir höfðu lokað tveimur vegum að virkjuninni með því að hlekkja sig við bíla sem þeir höfðu komið á. Einn mótmælandinn hafði klifrað upp í þrjátíu metra háan byggingarkrana, hlekkjað sig við hann og fest við hann borða. Tvo tíma tók að ná manninum niður. Með mótmælunum vildi Saving Iceland mótmæla stækkun virkjunarinnar og meintum óheiðarlegum viðskiptaháttum Orkuveitu Reykjavíkur. Lögreglan í Reykjavík og á Selfossi yfirheyrði fólkið í gær. Níu handteknir í mótmælum Sautján þúsundasti Akureyr- ingurinn kom í heiminn í byrjun júlí er sveinbarn fæddist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Drengurinn heitir Gabríel Óskar Dziubinski og er fjórða barn þeirra Krzysztofs Dziubinski og Beata Mieczyslawa Dziu- binska. Af þessu tilefni heimsótti Sig- rún Björk Jakobsdóttir, bæjar- stjóri á Akureyri, hjónin á heimili þeirra og færði þeim blómvönd og bókina Barnið okkar. Fjölskyldan hefur átt lögheimili á Akureyri frá því í febrúar 2004 og líkar vel að búa í bænum, að því er segir í fréttatilkynningu. Númer 17 þúsund á Akureyri Sími 590 5000 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 8 1 0 2 Eigum frábært úrval nýlegra lúxusfólksbíla og jeppa frá Volkswagen, Audi og Mercedes Benz með allt að 90% lánum á afar hagstæðum kjörum. Bílarnir eru til sýnis á Bílaþingi, Laugavegi 174. Opið kl. 10–18 á Laugavegi 174 VW Touareg Dísil R5 skr.d. 29.12.2005 Dráttarbeisli, loftpúðafjöðrun lykillaust aðgengi, vindskeið rafmangnsopnun á hlera leðurinnrétting, krómpakki Xenon-ljós Verð 5.690.000 kr. Norskir vísindamenn við Oslóarháskóla óska eftir hugrökk- um og hársnauðum einstaklingum sem eru tilbúnir til að bretta upp ermar og láta marglyttu stinga sig – í nafni vísindanna. Verið er að prófa sólarvörn sem á að vernda fólk gegn stungum marglyttna. Óskað var eftir hársnauðum tilraunadýrum svo að marglytturnar ættu auðveld- ara með að stinga þau. Tilraunin fer fram í dag og í gær höfðu aðeins fimm manns skráð sig til þátttöku. Talsmaður líffræðideildar háskólans var þó bjartsýnn á að ná í tíu manna hóp. Þátttakendur verða síðan leystir út með þremur flöskum af sólarvörninni góðu sem vonandi gerir sitt gagn. Hársnauðir stungnir af marglyttum Stjórnvöld í Rússlandi hafa verið dæmd ábyrg fyrir fjöldamorðum á meira en fimmtíu tsjetsjenskum borgurum árið 2000. Mannréttindadómstóll Evr- ópu kvað upp dóminn í gær. Dómstóllinn dæmdi rússnesk stjórnvöld til að greiða fimm manns, sem misstu ellefu skyld- menni í fjöldamorðunum, 8,5 millj- ónir króna hverjum í skaðabætur og rúmar þrjár milljónir króna í kostnað. Fórnarlömbin ellefu voru meðal meira en fimmtíu Tsjetsjena sem rússneskir hermenn myrtu í þorp- inu Novye Aldy, sem er nálægt höfuðborg Tsjetsjeníu, Grosní, í febrúar árið 2000. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að rússneskir hermenn hefðu drepið fórnarlömbin ellefu og að stjórn- völd í Rússlandi væru þess vegna ábyrg fyrir dauða þeirra. Sjö dómarar, þar af einn Rússi, gagnrýndu stjórnvöld í Kreml á óvanalega harkalegan hátt við dómsuppkvaðninguna. Dómararn- ir fordæmdu rannsókn stjórn- valda í Rússlandi á málinu og sögðu að þau hefðu ekki látið her- mennina sem frömdu morðin svara til saka fyrir þau þrátt fyrir að mikið af sönnunargögnum, og vitnisburðir sjónarvotta, bentu til sektar þeirra. Í dómsorðunum kom fram að vegna þess hversu rannsókn rússneskra yfirvalda á morðunum var ábótavant benti ekkert annað til en að þau bæru ábyrgð á morðunum. Dómurinn komst að þeirri nið- urstöðu að stjórnvöld í Rússlandi hefðu brotið gegn 2. grein mannn- réttindasáttmála Evrópu; að þau hefðu brotið gegn rétti fórnar- lambanna til lífs og brugðist skyld- mennum þeirra með því að rann- saka morðin á „algerlega ófullnægjandi hátt“. Engum af hermönnunum hefur verið refsað fyrir morðin. Dómararnir komust einnig að þeirri niðurstöðu að Rússland hefði einnig brotið 3. grein mann- réttindasáttmálans því rússnesku hermennirnir hefðu komið fram við einn af ættingjum fórnar- lambanna, Yusp Said-Aliyevich Musayev, á ómannúðlegan hátt. Hermennirnir myrtu sjö ættingja Yusups fyrir framan hann og hót- uðu að drepa hann ef hann gerði ekki það sem þeir segðu. Stjórnvöld í Kreml ábyrg fyrir morðum Mannréttindadómstóll Evrópu taldi rússnesk stjónvöld ábyrg fyrir morðum rússneskra hermanna á meira en fimmtíu Tsjetsjenum árið 2000. Dómstóllinn taldi að rannsókn stjórnvalda í Moskvu hefði verið algerlega ófullnægjandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.