Fréttablaðið - 07.08.2007, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.08.2007, Blaðsíða 13
Þegar þú notar kreditkortið þitt færðu Aukakrónur. Ef þú notar kortið hjá samstarfsaðilum okkar færðu enn fleiri Aukakrónur. Svo getur þú notað Aukakrónurnar til að kaupa það sem þig langar í hjá öllum samstarfsaðilum. Þannig geta ferðir þínar á Barinn lagt þér til Aukakrónur fyrir veiðigræjum í Ellingsen. Kristinfræði er hluti af skyldunámsefni grunnskólanna. Í aðal- námsskrá segir að skól- inn sé „fræðslustofnun en ekki trúboðsstofnun og er því fyrst og fremst ætlað að miðla þekkingu og auka skilning á kristinni trú og öðrum trúarbrögð- um“. Eins og ég mun sýna hér fram á virðist námsefnið sem börnum okkar er boðið upp á í krist- infræði ganga á skjön við þennan skýra vilja löggjafans. Margir fræðimenn hafa bent á að guð Gamla testamentisins sé frekar ógeðfelld „persóna“, sem meðal ann- ars stundaði þjóðarmorð, nokkuð sem guðfræðiprófessorinn Hector Avalos fjallar ítarlega um í bókinni „Fighting Words: The Origins of Religious Violence“. Með þetta í huga er fróðlegt að skoða hvernig þessi guð og ofbeldið sem hann fram- kvæmir er sett fram í kennslubók- um. Í bókinni „Birtan“, sem ætluð er fjórða eða fimmta bekk, er ýtarlega fjallað um dvöl gyðinga í Egypta- landi og baráttu þeirra til að losna þaðan, án þess þó að þar komi fram að rannsóknir síðustu áratuga hafi leitt í ljós að hún eigi sér líkast til enga stoð í raunveruleikanum, eins og fram kemur í „The Bible Uneart- hed“ eftir fornleifafræðingana I. Finkelstein og N. A. Silberman. Hvort sem þetta endurspeglar fáfræði höfundanna eða er hluti af meintu trúboði þeirra þá er þetta léttvægt í samanburði við þá stað- reynd að nemendum er kennt að ofbeldið sem guð framkvæmir í sög- unni sé réttlætanlegt. Fjallað er um plágurnar sem guð sendi yfir Egypta og að eftir hverja þeirra hafi faraó lofað að sleppa gyðingunum en jafn- harðan svikið loforðið. Að lokinni þessari frásögn eru bornar fram spurningar. Í loka spurningunni er guð hreinsaður af ábyrgð á eigin ill- virkjum og hún færð yfir á faraó, þegar spurt er: „Er einhvern tíma í lagi að svíkja loforð?“ Þessi óhjá- kvæmilega túlkun kemur skýrt fram í kennarahandbókinni (bls. 10). Spurningin sem þetta vakti upp hjá mér var hvort þessi hvítþvottur á ofbeldi guðs Gamla testamentisins sé undanfari þess að réttlæta fyrir grunnskólanemendum heimsenda- hugmyndafræðina sem fram kemur í Nýja testamentinu og illvirkin sem henni fylgja, sbr. grein mína „Enn um Jesúm og heimsendi“ (Fbl. 23/07/07). Með þetta í huga renndi ég yfir bókina „Upp- risan og lífið“, sem ætluð er nemendum í sjöunda bekk, veturinn áður en þau taka endanlega ákvörðun um hvort þau ætla að ferm- ast. Þessi tilgáta stóðst hins vegar ekki nánari skoðun. Í bókinni er ekkert fjall- að um að stór hópur virtra fræðimanna hafi í gegnum tíðina litið á Jesúm sem heimsendaspámann. Engin fræðsla er um deilurnar sem áttu sér stað innan frumkristn- innar um hvers eðlis Jesú var og hvernig bæri að túlka boðskap hans, né að Nýja testamentið hafi verið sett saman á fjórðu öld af sigurveg- urum þessara deilna, sem hinn heimsþekkti guðfræðiprófessor Bart Ehman gerir að umtalsefni í „Lost Christianities“. Ekkert er rætt um að fræðimenn hafi frá því á nítjándu öld vitað að Markúsarguðspjallið sé „elst guðspjallanna og að Matteus og Lúkas hafi báðir m.a. lagt Markús til grundvallar sögum sínum um Jesúm“. Þetta er mjög mikilvægt atriði því eins og Ehman bendir á í „Misquoting Jesus“ gerir þessi vitn- eskja okkur kleift að „sjá hvernig þessir síðari höfundar breyttu Mark- úsi“. Ein þessara breytinga fólst í að „mýkja“ heimsendaboðskapinn sem fram kemur í Markúsi, eins og Ehr- man bendir á í bókinni „Jesus“. Enn fremur er ekkert fjallað um að frá- sagnir guðspjallanna af meintri upp- risu Jesú séu svo misvísandi að rök þeirra sem trúa sögunni séu, eins og Ehrman bendir á, „guðfræðileg eða persónuleg, ekki sagnfræðileg“. Í stað alls þessa, og raunar enn fleiri atriða, lesa grunnskólabörn gagn- rýnislausa umfjöllun um Matteusar- guðspjall (handbók kennara bætir engu við). Þessi upptalning er sterk vísbend- ing um að kristinfræðinámsefnið sé sniðið að þörfum Þjóðkirkjunnar og vilja hennar til að viðhalda kristni hér á landi og brjóti þar með gegn þeirri sjálfsögðu kröfu að námsefni endurspegli það sem best er vitað sem og ólík sjónarmið fræðimanna. Athugasemdirnar sem hér koma fram renna einnig frekari stoðum undir gagnrýnina sem ég setti fram í greininni „Viðheldur fáfræði kristn- inni?“ (Fbl. 16/07/07). Það má því færa rök fyrir því að námsefni sjö- unda bekkjar brjóti gegn vilja lög- gjafans um að skólinn eigi ekki að vera trúboðsstofnun. Vilja foreldrar láta bjóða sér þetta? Höfundur er vísindasagnfræðingur. Er kristinfræði- kennsla trúboð? Við hvað er Ingibjörg Sólrún hrædd? Hún sem ekki hefur ennþá orðið sér úti um óvin fyrir Íslendinga. Í Bréfi til Láru lýsir Þórbergur Þórðarson hræðslu á þessa leið: „Fyrir nokkrum árum bjó ég í húsi sem stóð við fjölfarna götu. Ég hafði til íbúðar stóra stofu og lítið svefnherbergi... Í þessari vistarveru var ég aldrei óhræddur um líf mitt... Hræðsla mín við morðingja keyrði alveg um þverbak... Einkum sótti hún að mér eftir að fór að skyggja af nóttu. Hún sat alls staðar fyrir mér. Hún óð að mér úr hverjum krók og kima. Hún hékk utan á hverjum ókunnum manni sem fyrir augu mín bar í myrkri. Hún læddist í sporin mín á götunni. Hún sat fyrir mér í dimm- um göngum. Hún fól sig bak við ofninn. Hún lá í leyni undir rúm- inu. Hún sat fyrir mér undir legu- bekknum. Ég var hvergi óhultur. En mestur stuggur stóð mér þó af gluggunum. Ég gekk aldrei upp- réttur fyrir stofugluggana eftir að ég var búinn að kveikja ljós á kvöld- in. Hvenær sem ég þurfti að fara fyrir annanhvorn gluggann skreið ég á fjór- um fótum á gólfinu. Skrif- borðið mitt stóð úti við vegginn á milli glugg- anna. Ég þorði aldrei fyrir mitt litla líf að sitja við það á kvöldin... Þessvegna hnipraði ég mig saman við vinnu mína á dívansgarmi úti í horni og þó var það sann- arlega ekki hættulaust. Meðan ég afklæddi mig sat ég flötum beinum á gólfinu undir skrifborðinu og skreið svo upp í rúmið með ein- stakri varúð.“ Vonandi á þessi lýsing ekki við ástand Ingibjargar Sólrúnar utan- ríkisráðherra, en hvað eiga menn að halda þegar hún vill eyða millj- ónatugum í heræfingar til að geta látið drepa óvininn ef við skyldum geta orðið okkur úti um hann? Að æfa morðingjasveitir á Íslandi á kostnað skattgreiðenda vegna svona hysteríu á ekki að líð- ast. Það er nær að þeir sem eru haldnir henni, hvort sem þeir eru núverandi eða fyrrverandi utan- ríkisráðherrar eða aðrir, fái viðeig- andi heilbrigðisþjónustu. Það kostar allavega minna. Höfundur er bílstjóri. Vantar óvin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.