Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2007, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 31.08.2007, Qupperneq 1
 „Það er okkar tilfinning að tilraunum til innflutnings á stórhættulegum ólöglegum vopnum sé sífellt að fjölga,“ segir Kári Gunnlaugs- son, deildarstjóri tollgæslunnar á Suðurnesjum. Lagt hefur verið hald á yfir þrjú hundruð ólögleg vopn frá 1. júní til 29. ágúst í sumar. Tollgæslan fann stóra ólöglega hnífa í fórum farþega sem var að koma frá Danmörku á þriðjudag en flest þeirra ólöglegu vopna, sem hald er lagt á, finnast í fórum farþega sem eru að koma frá Spáni. „Það kemur mér ekki á óvart að lögreglumenn geri í auknum mæli ólögleg vopn upptæk á götunum. Þessi vopn sem við höfum lagt hald á í sumar eru mörg hver stórhættuleg,“ segir Kári. Nokkur hundruð loftbyssur eru í geymslum Tollgæslunnar. „Sum þessara vopna eru skotvopn sem geta valdið miklum skaða. Skotfærin í þau eru í mörgum tilfellum járnkúlur sem eru stórhættuleg- ar,“ segir deildarstjóri tollgæslunnar á Suðurnesj- um. Í geymslum tollgæslunnar hafa safnast upp hnúajárn, kasthnífar ýmiss konar, kaststjörnur, sverð og kylfur. Öllum vopnum er eytt skipulega með reglulegu millibili. „Þótt við náum ekki öllum vopnunum þá er gott til þess að hugsa að þau hafi verið gerð upptæk, þar sem sum þessara vopna voru augljóslega ætluð til þess að hóta eða beita ofbeldi,“ segir Kári. Sektir fyrir tilraunir til smygls á vopnum eru á bilinu tíu til tuttugu þúsund, allt eftir tegund vopna. Hægt er að ljúka málum með dómsátt á staðnum þar sem hald er lagt á vopnin. Föstudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í júlí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 36% B la ð ið M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið D V 44% 71% 12% Ætlaði að verða kokkur Fri ís fer í sjónvarpið AUÐUNN BLÖNDAL AFTUR Í SJÓNVARPIÐ Efribekkingar í framhaldsskólunum eru farnir að busa fyrsta árs nemendur eins og sást í Flensborg í Hafnarfirði í gær. Busavígslan fór fram í íþrótta- húsinu við Strandgötu og þar gerðu busarnir boot camp- æfingar, máluðu hver annan, veltu sér upp úr hveiti og léku sér með pylsur. Hrefna Geirsdóttir aðstoðarskólameistari segir að busavígslan sé alltaf jafnvinsæl meðal nemendanna. Skólayfirvöld fái ávallt dagskrána fyrirfram og leggi blessun sína yfir hana. Busunum velt upp úr hveiti © In te r I KE A Sy ste m s B .V .2 00 7 www.IKEA.is NÝR VÖRULISTI Hefur lagt hald á 300 ólögleg vopn í sumar Tilraunum til að flytja inn stórhættuleg vopn fjölgar sífellt. Deildarstjóri í tollgæslunni segir sum vopnin augljóslega ætluð til þess að hóta eða beita ofbeldi. Sigurjón Brink er landsfrægur söngvari en hitt vita færri að hann er líka listamaður í matar- gerð og gildir þá einu hvort um heimilismat eða veislurétti er að ræða. „Ég er alinn upp með annan fótinn í eldhúsinu því faðir minn er matreiðslumaður og ég starfaði dálítið með honum á skólaárunum. Það stóð eiginleg il ég færi í kokkinn “ segi Sr jón. „Þetta er kassagítar/partíplata, bæði með frum- sömdum lögum eftir okkur og þekktum lögum eftir aðra.“ En aftur að eldhúsinu. „Eins og ég sagði áðan þá kviknaði snemma áhugi hjá mér á að fikra mig áfram í matargerð,“ segir Sigurjón og í ljós kemur að samn ingur er milli hans og konunnar ueldhúsið á h i „Þetta sýnir hvar hjartað í Eiði Smára er,“ segir Styrmir Gíslason, meðlimur nýs stuðnings- klúbbs fótboltalandsliðsins. Í gær fékk Styrmir símtal frá Eiði Smára Guðjohnsen sem vildi fá að borga úr eigin vasa nærri tvö hundruð miða á landsleikinn gegn Spánverjum laugardaginn 8. sept- ember. Miðana átti að selja í forsölu á Ölveri í gær. Klúbburinn vakti athygli með fjörlegri framkomu á landsleik gegn Kanada á dögunum. „Eiður Smári sagðist hafa tekið eftir okkur og heyrt af okkur frá hinum strákunum í landsliðinu sem voru mjög ánægðir með okkar framtak. Hann vildi láta gott af sér leiða og gaf okkur einfaldlega þessa miða,“ segir Styrmir sem hafði gaman af viðbrögðum fólks sem ætlaði að borga en fékk þá að vita að miðarnir væru þegar greiddir af landsliðsfyrirliðanum sem verður frá vegna meiðsla. „Eiður Smári lét nú fylgja að það væri gott að þeir sem fengju mið- ana myndu öskra eins og vitleys- ingar og mæta líka á leikinn gegn Norður-Írum.“ Eiður gaf 200 miða á landsleik „Honum var veitt tímabundin lausn á meðan málið er skoðað. Maður furðar sig auðvitað mjög á þessu,“ segir Ágúst Hafberg, aðstoðar- framkvæmdastjóri viðskiptaþró- unar hjá Norðuráli. Grunsemdir öryggisvarða hjá Norðuráli vöknuðu þegar starfs- maður sást hlaða álhleifum í bifreið sína snemma í gærmorg- un. „Þetta var í kringum hálft tonn. Ég get ekki sagt að það sé algengt að starfsmenn steli áli.“ Ágúst segir málið vera í skoðun hjá Norðuráli og lögreglu. Hann segir starfsmanninn hafa gefið sínar skýringar á athæfinu og verst fregna af málinu á meðan rannsókn stendur yfir. Markaðs- verð á hálfu tonni af áli er í kringum 80 þúsund krónur. Reyndi að stela hálfu tonn af áli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.