Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2007, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 06.09.2007, Qupperneq 63
3 4 5 6 7 8 9 Annað kvöld hefjast á BBC 1 sýningar á nýrri þáttaröð þeirra Dawn French og Jennifer Saunders sem báðar eru þekktar fyrir sjónvarpsverk sín. Í upphafi störfuðu þær sem skemmtikraft- ar í klúbbum en veldi þeirra óx hratt, bæði með leik í hinu þekkta gamanþáttaliði Fimm og síðan í þáttum undir eigin nafni. French lék síðan aðalhlutverk í kunnum þáttum um prest í smáþorpinu Dibley, meðan Saunders setti saman margar raðir um tísku- kvendin tvö í þættinum Absolu- tely Fabulous sem framleiddur var af BBC á árunum 1992 til 2005. Nýja þáttaröðin verður sú síðasta sem þær munu gera, en jafnframt er í vændum síðasta ferð þeirra um Bretlandseyjar þar sem þær munu koma fram á mörgum stöðum og verður slegist um miðana, því þær hafa á tveimur áratugum skapað sér einstaka stöðu í bresku þjóðlífi og ná vinsældir þeirra langt út fyrir bresku eyjarnar. French hefur boðað að hún hyggist setjast í helgan stein og segist sannfærð um að lífdagar hennar styttist, en hún hefur frá unga aldri átt við offituvandamál að stríða. - Síðasta serían Sigga Björg Sigurðardóttir mynd- listarkona opnar einkasýningu í New York í dag í Galerie Adler sem er á 27. stræti vestur í Chel- sea-hverfinu. Sýningu sína kallar Sigga „Paradox Parade“ en hún samanstendur af teikningum á pappír, teiknimynd og veggjamál- verkum. Sigga Björg er búsett í Glasgow og hefur starfsstöð sína þar þótt hún sýni víða. Hún útskrifaðist frá The Glasgow School of Art 2004 og hefur síðan haslað sér völl í sýningum víðsvegar um heim. Í kynningu Galeri Adler segir: „Okkur langar að kynna ykkur einhverjar þær undarlegustu verur sem þú hefur rekist á.“ Verkin sýna furðuverur af ýmsu tagi sem koma fram í ímyndun listamannsins, sumar minna á barnateikningar en allar eiga þær sameiginlegt að vekja með áhorf- andanum bros í kátleika sínum og kúnstugheitum. Sýningin stendur til loka október. Sigga sýnir í Chelsea Í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu Jóns Sveinssonar, Nonna, þessa merka rithöfundar og jesúíta- prests, en hann fæddist 16. nóv- ember árið 1857. Af því tilefni verður opnuð sýning honum og ferli hans helguð í Þjóðarbók- hlöðunni á laugardag. Kalla aðstandendur sýninguna „Pater Jón Sveinsson – en kallaðu mig Nonna“. Sýningin um Nonna lýsir merkilegu lífshlaupi hans í máli og myndum. Konur í Zontaklúbbi Akureyrar, sem reka Nonnahús á Akureyri, eiga veg og vanda að gerð sýningarinnar. Hún er sett upp í samvinnu við Þjóðdeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og stendur til 6. október. Sýningin verður einn- ig sett upp á Amtsbókasafninu á Akureyri og í Köln í Þýskalandi síðar á árinu. - Sýning um Nonna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.