Tíminn - 07.02.1981, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.02.1981, Blaðsíða 1
Laugardagur 7. febrúar 1981 30. tölublað —65. árgangur Síðumúla 15 Pósthólf 370 • Reykjavík Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 Afgreiðsla og áskrift 86300 Kvöldsimar 86387 & 86392 Islenska krónan hækk- aði um 2,4% í janúar JSG — Seðlabankinn hefur reiknað út vegið meðalgengi islensku krónunnar i janúar siðastliðnum, og hefur komið i ljós að krónan styrktist þá um 2.4%. Þetta er langmesta hækkun krónunnar i einum mánuði i mörg ár, en hún á að sjáifsögðu rætur að rekja til þeirrar ákvörðunar rikis- stjórnarinnar um áramót að gengið skyldi sett fast, sem útfærð var á þann hátt að gengi krónunnar gagnvart dollara var haldið óbreyttu. Dollarinn styrktist hins vegar nokkuð I mánuðinum, sem varð til þess að meðalgengi krónunnar hækkaði. Ólafur Tómasson, forstöðu- maður greiðslujafnaðardeildar Seðlabanka tslands, sagði i samtali við Timann i gær, að það væri ekki einsdæmi á siö- ustu fimm árum að gengi krón- unnar hækkaði litið eitt i einum mánuði. Þannig heföi gengi hennar t.d. hækkað um 0.6% i marsmánuði 1980. En hækkunin nú er sii langmesta á þessu timabili. Á blaðsiðu 3 er brugðið upp mynd af gengisskráningu krón- unnar gagnvart fjórum gjald- miðlum i þessum óvenjulega gengisskráningarmánuði. Þæfingsfærð var i borginni i gær svo jafnvel jeppar komust ekki allra sinna ferða fyrirstöðulaust. (Timamynd: Róbert). Erfið- leikar hjá Air Baharaa AM — Að undanförnu hafa veriö talsverðir erfiðleikar hjá Air Bahama og aö sögn Sigurðar Ilelgasonar, forstjóra Flugleiöa, scm við ræddum viö i gærkvöldi, hefur ferðum nú verið fækkað úr tvcim til þrem á viku i eina. Sigurður sagði að orsaka þessa væri að leita til þess að fjöldi Evrópuflugfélaga væri nú farinn að fljúga inn á Miami samkvæmt réttindum sem þau ekki áður höföu, en hafa nú öðlast vegna breyttrar stefnu Bandarikja- stjórnar i flugmálum, sem hér sem viðar hefur leitt til haröari samkeppni. Siguröur taldi þó ekki að þessi áföll væru forboði um nein örlagarikari þáttaskil i rekstri Air Bahama. Áfengissala ÁTVR nær 26 milljarðar 1980 Afengisdrykkja (frá ÁTVR) minnk- aði síðastliöiö ár ef ekki vildi betur. Það er ekki sama „Rikið” og rikið. í krónum talið hækkaði þessi upphæð um 50,5% frá árinu 1979 yfir landið i heild. Söluaukning- in milli ára var hinsvegar mjög mismunandi eftir landshlutum, af hverju sem það nú stafar. Mest varð söluaukningin i áfengisversluninni á Seyðisfiröi um 54,4% en minnst i Vest- mannaeyjum og á Siglufirði rösklega 34%, sem er þvi langt undir verðbólgustigi. Söluaukn- ingin i Reykjavik varð um 51,7% og einnig var Keflavik nokkuð yfir meðaltalinu. HEI— Neysla áfengis frá ATVR minnkaöi árið 1980 um 2,42% miðað við árið 1979, að því er fram kemur i frétt frá Áfengis- varnarráði. Segir ráöið áfengis- söluna i fyrra hafa numið 3,16 litrum af hreinum vinanda á hvert mannsbarn i landinu á móti 3,24 litrum árið áður. Rétt er að taka fram, að þessir 3,24 litrar eru það mesta sem selt hefur verið frá ÁTVR um ára- tugi. Miðaö við frétt blaðsins i gær, þar sem talið var að sala á efn- um til bjór- og vingerðar hafi jafnvel minnkað um helming i fyrra frá þvi sem var árið áður virðast talsverðar likur á þvi að landsmönnum hafi farið aft- ur/fram i drykkjuskapnum á s.l. ári. Heildarsala ATVR á áfengi árið 1980 var allt um það 25.835.937.727 gkr. sem verður að telja ansi laglega tölu. Til gamans má geta þess, að þessi tala er um tveir þriðju þeirrar upphæðar sem rikið lagði á ein- staklinga i tekjuskatt á þvi sama ári og þurfti að innheimta með allskonar auglýsingum, hótunum og jafnvel uppboðum Fjöldi árekstra á höfuðborgarsvæðinu AM — Fjöldi árekstra varð i Reykjavik i gær cftir aö snjó kyngdi niður i fyrrinótt og var fjöldi árekstra kominn yfir 30 kl. 20 i gærkvöidi, er við ræddum við lögreglu. 1 Kópavogi höfðu orðið mjög margir árekstrar á sama tima og i fyrrakvöld var mýgrútur af minni árekstrum úti um allt, þótt fæstir yrðu alvarlegir. Voru þeir margir þess eðlis að menn geröu málin upp á staðnum, án skýrslu- gerða lögreglu. Hafníiröingar virtust hafa farið sér nokkru gætilega en þar höfðu ekki orðið nema 6 árekstrar siöasta sólar- hring. Fóstrur starfandi hjá ríkinu segja upp i samræmi við aðgerðir fóstra viða um land, hafa fóstrur starf- andi hjá rikinu nú sagt upp störf- um, frá 1. febrúar að telja. Þess má geta að sérkjarasamn- ingum er ekki lokið milli starfs- mannafélags rikisstofnana og samninganefndar rikisins hvaö varðar fóstrur þó svo sérkara- samningar hafi verið undir- ritaðir fyrir alla aöra rikisstarfs- menn i nóvember siöastliðnum. Fóstrur starfandi hjá rikinu eru þvi ennþá i 10. launafl. með 4.496 nýkr. i byrjunarlaun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.