Fréttablaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 55
Samstarfsflokkarnir í borgarstjórnarmeiri- hlutanum, Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknar- flokkur eru ekki samstiga í málum Gagnaveitu Reykjavíkur. Allt frá því fyrst var hafist handa við ljósleiðaravæðingu fyrir um áratug með stofnun Línu Net hafa sjálfstæðismenn haft allt á hornum sér varðandi verkefnið. Spjót sjálfstæðismanna hafa í gegn- um árin ekki hvað síst staðið á fyrr- verandi borgarfulltrúa Framsókn- arflokksins, Alfreð Þorsteinssyni. Í gagnrýni Sjálfstæðisflokksins fór jafnan fremstur í flokki Guðlaugur Þór Þórðarson sem gekk mjög hart fram og notaði þung orð um að illa væri farið með almannafé við ljósleiðara- væðinguna. Fyrir kaldhæðni örlaganna er síðan verð- mat á Gagnaveitur Reykjavíkur lagt fram í stjórn Orkuveitunnar sama dag og birtar eru fréttir að því að Guðlaug- ur Þór Þórðarson, núver- andi heilbrigðisráðherra, hafi rekið Alfreð Þorsteinsson úr byggingarnefnd Hátæknisjúkra- húss. Það þarf ekki að undra að nokkrum klukkustundum eftir að fundi stjórnar lauk voru fréttir af tugmilljarða verðmati á Gagna- veitu Reykjavíkur búnar að leka út, þrátt fyrir að stjórnarformaður hafi lagt áherslu á að trúnaður yrði um málið. Ágreiningur samstarfsflokkanna nær lengra, þar sem borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, og stjórnarformaður OR, Haukur Leó- son, hafa báðir lýst áhuga á að selja Gagnaveitu Reykjavíkur og hefur borgarstjóri raunar lýst því yfir að „Gagnaveita Reykjavíkur verði seld ef sanngjarnt verð fáist fyrir hana“, eins og fram kemur í Morg- unblaðinu 17. júlí síðastliðinn. Fulltrúar Framsóknarflokksins hafa hins vegar ekki verið jafn áhugasamir um söluna á Gagna- veitu Reykjavíkur. Óskar Bergs- son, annar helsti forystumaður flokksins í borgarstjórn, aftók með öllu að Orkuveitan yrði bútuð upp og einkavædd í hlutum í umræðum um fjárhagsáætlun borgarinnar sl. vetur. Ekki hefur hingað til verið hægt að greina nokkurn vilja í röðum framsóknarmanna til að selja Gagnaveituna og eftir fram- komið verðmat er ekki líklegt að sá áhugi hafi aukist. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða rök liggja að baki því að trúnaður eigi að vera um verðmatið. Ákvörðun um einkavæðingu Gagnaveitunnar myndi kalla á mikla þjóðfélagsum- ræðu þar sem verðmat og verð- matsþróun fyrirtækisins væri ein af grunnforsendum umræðunnar. Ef marka má fréttir, er það sem eftir stendur, að verðmatið er vand- ræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sýnir glögglega þá tækifæris- mennsku sem einkennt hefur þeirra málflutning í áratug um ljósleið- aravæðinguna. Talsmenn flokksins hafa haft á röngu að standa og borið fyrri meirihluta í borginni þungum sökum. Er eðlilegt að krefjast trún- aðar til að hylma yfir því? Fulltrúar Samfylkingar í stjórn og varastjórn hafa farið fram á að leynd verði aflétt af niðurstöðu verðmats svo að stjórnarmenn og aðrir geti óhindrað tjáð sig um málið. Þeirri beiðni hefur enn ekki verið svarað þrátt fyrir að upplýs- ingar um verðmatið hafi víða verið. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar. Hinn stríðandi meirihluti í Reykjavík Sumir eru alltaf að skrifa greinar og senda fjöl- miðlum og er ég ekki einn þeirra. Ég er jafnvel ekki svo viss um að þessi grein verði birt þar sem hún fjall- ar ekki um lyfjaskandal, eit- urlyf eða annað sem gæti hneykslað lesendur eða þá sem stýra því sem birtist í fjölmiðl- um. Bróðir minn varð Banda- ríkja- meistari í sam- kvæmis- dönsum í byrjun septemb- er og þar sem mér og mörgum öðrum fannst það vera fréttnæmt þá setti ég saman smá pistil og sendi á þá fjölmiðla sem mér datt í hug að hefðu áhuga, Morgunblaðið, Fréttablaðið, Blaðið, Sjón- varpið og Stöð 2. Samkvæmt því sem ég best veit þá hefur einungis Blaðið birt eitt- hvað, Fréttablaðið hafði samband við hann en eins og ég sagði þá veit ég ekki til þess að eitthvað hafi verið birt. Hinir miðlarnir höfðu ekki samband og hafa ekki birt neitt. Við erum að tala um að Íslendingur hafi orðið Bandaríkjameistari í sam- kvæmisdönsum. Bandarík- in eru ein af stærstu þjóðum í heimi eins og flestir vita og ef það er ekki fréttnæmt að Íslendingur hafi orðið Bandaríkjameistari í sam- kvæmisdönsum, hvað er þá fréttnæmt? Jú, ég skal segja ykkur það. Um leið og ein- hver misstígur sig, t.d. ef dansari fellur á lyfjaprófi, þá er komin frétt. Þá birta allir fjölmiðlar eitthvað um málið. Erum við virkilega þannig að það sem er jákvætt er ekki frétt og það sem er neikvætt er frétt? Eða eru fjölmiðlarnir bara þannig? Það eru jú þeir sem vinna á fjölmiðlunum sem stjórna því sem birtist þar. Ég vona að ég sé ekki sá eini sem vill sjá meira af jákvæðum frétt- um í fjölmiðlum. Höfundur er danskennari. Erum við virkilega svona? DAGUR ÆSKU LÝÐSS TARFS MÁLÞING UM GILDI ÆSKULÝÐSSTARFS, 29. SEPTEMBER KL. 14:00 Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR DRÓTTSKÁTASVEITIN DÍMON GYLFI JÓN GYLFASON SÁLFRÆÐINGUR KRISTÍN RÓS HÁKONARDÓTTIR AFREKSÍÞRÓTTAKONA BJARNI TÖFRAMAÐUR STEFÁN EIRÍKSSON LÖGREGLUSTJÓRI ICESTEP DANSHÓPURINN TORFI TÓMASSON VITNISBURÐIR FRÁ STARFI AÐILDARFÉLAGA KLIFURVEGGUR, KASSAKLIFUR, NÆLUGERÐ, BLÖÐRUR OG MARGT FLEIRA LEIKTÆKI ERU OPIN MILLIKL. 13 OG 17 Bandalag íslenskra skáta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.