Fréttablaðið - 29.09.2007, Síða 62

Fréttablaðið - 29.09.2007, Síða 62
Mér finnst afskaplega spennandi að kynnast alveg nýjum menningar- heimi, heimi sem ég hafði áður aðeins upplifað í gegnum bækur eða kvikmyndir. Ég var ekki búin að dvelja í Kína lengi þegar ég áttaði mig á því að ég var Kínverjunum jafnvel enn meira framandi en þeir voru mér. Hér í Kína eru vesturlandabúar vægast sagt öðruvísi og heima- menn eru ekkert að fela að þeim finnist það. Í hverfinu sem ég bý í er lítið um hvítt fólk og þar er stöðugt glápt á mig. Í lyftunni, í verslununum, á götunum, hvert sem ég fer mæti ég fólki með störu. Það bætir ekki úr skák að ég er alveg sérstaklega hvít á hörund (Það þykir þó frekar smart hér á bæ en er umræða í annan pistil). Ég held að það sé óhætt að segja það að ég hef aldrei áður fengið aðra eins athygli. Ég er farin að skilja fullkomlega hvernig gull- fiski í búri líður eða frægu fólki. En auðvitað er það ekkert skrýtið, því fyrstu dagana sem ég dvaldi hérna krossbrá mér sjálfri ef ég sá aðra hvíta manneskju svo sjald- gæft var það. Þá verður maður einnig fyrir ótrúlegri athygli þegar maður fer að versla. Fyrst ber að nefna Silkimarkað- inn, sem er frægur fyrir að selja eftirlíkingar af þekktum merkja- vörum. Þar kalla sölumenn og konur til manns á mjög frambæri- legri ensku og hvetja mann til að koma og skoða í básinn þeirra og ef það dugar ekki til þá grípa þeir í handlegginn á manni og leiða mann svo í viðkomandi bás. Þetta er allt partur af stemningunni því á markaðnum er prútt í hávegum haft. Hins vegar þurfti ég að fara í nokkur skipti í verslanir sem selja tölvur, myndavélar, síma og aðrar tæknivörur. Þar kom mér á óvart hversu aðgangsharðir sölumenn- irnir eru. Þetta eru ekkert öðruvísi versl- anir en BT, Sony eða Apple eru heima. Ég gekk þarna um eina hæðina þar sem voru yfir hundrað básar og hver einasti sölumaður hrópaði á mig og jafnvel togaði í mig til að reyna að fá mig til að kaupa tölvu, myndavél eða GSM- síma. Ég tók eftir því að ég var eina manneskjan þarna inni sem fékk þessa meðferð, væntanlega vegna þess að ég leit öðruvísi út. Mig langaði mest til þess að hrópa á móti hvernig þeim dytti eigin- lega í hug að það væri nóg að æpa á mig og toga í mig til að fá mig til að kaupa tölvu, myndavél eða GSM-síma. Ég væri eins og annað fólk og keypti slíkt aðeins ef ég þyrfti þess með. En það er veru- lega holl reynsla að átta sig á því að hinn vestræni maður er ekki nafli alheimsins og til er fullt af fólki í heiminum sem finnst maður stórfurðulegt fyrirbæri. Úrsvalar bárur féllu fossum inn á bæði borð og í því drifaveðri stóðu dæstir drengir við austur dögum saman og höfðu varla við. Nú mætti ætla að þessar mannraunir hefðu stælt Þorvald til dáða, ungan mann og vaskan, sem vissulega hafði fyrr komið í mannhættur. En þótt hann hræddist ekki menn, þá brá nú svo við að honum féllust hendur þegar Ægir karl tók höndum saman við storminn illskufláan, lamdi skipið allt utan og steypti yfir það dætrum sínum, kaldlyndum og við- skotaillum og svo háum að ekki sá til himins fyrir þeim. Þetta góða og trausta skip sem hann hafði undir fótum, allt í einu var það ekki annað en lítil bytta eða skel sem hent var til og frá í markleysu. Árni Bergmann: Þorvaldur víðförli (1994) „Bókaútgáfa sögð fordæmd til að vera basl á svo fámennu málsvæði á hjara veraldar“, segir í undirfyrir- sögn hér í Fbl. 2. september, og hljómar heldur ankannalega. For er þarna greinilega ofaukið, enda er síðar haft eftir Halldóri Guðmunds- syni, að íslensk „bókaútgáfa sé dæmd til að vera basl...“ Það er eins og ekkert samhengi sé á milli grein- ar og fyrirsagnar – og ekki í fyrsta sinn sem ég rekst á það. Ég á erfitt með að skilja svona vinnubrögð. Hélt þessi starfsmaður kannski að fordæmd merkti fyrirfram dæmd? Í nútímamáli merkir so. fordæma yfirleitt að eitthvað sé stórlega ámælisvert eða svívirðilegt. Fataverslun auglýsir í Sjónvarp- inu 2. september: Allar skyrtur – þrennar fyrir tvennar. Þrennar skyrtur? Á maður að trúa því að fullorðin manneskja sem semur texta fyrir auglýsingastofu fari sjálf út í búð og spyrji um einar skyrtur? Eða þá kannski eina buxu? Eru engin takmörk fyrir hvað alvöru fyrirtæki, í þessu til- viki auglýsingastofa, leyfir sér að bjóða viðskiptavinum sínum og almenningi? Ekki myndi ég skipta við fyrirtæki sem afskræmir málið svona hroðalega. „Mótórhjólamenn féllu í jörðina“ – segir í fyrirsögn í Mbl. 3. sept- ember – kannski ofan í jörðina? Hingað til hefði ég haldið að menn dyttu af hjóli – eða féllu ef notað er hátíðlegt málfar, - og er satt að segja nógu alvarlegt þótt ekki fari menn á kaf í mold. Önnur fyrirsögn í Mbl. sama dag og sýnu stærri, yfir þvera blaðsíðu: Taka þarf Lækjargötu 2 niður. Kannast lesendur við það orðfæri að taka niður hús? Er það hugsan- lega aulaþýðing á to take down á ensku? Er hætt að rífa hús? Að vísu er hér um lagfæringu og endur- byggingu að ræða, en það réttlætir engan veginn svona orðalag. Ég rakst óvænt á eyrarrósabreiðu utan í grýttri hlíð í þjóðgarðinum í Skaftafelli: Eyrarrósin á sér stað í urð og grjóti, sveigir höfuð suðrí móti svo hún birtu dagsins njóti. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@vortex.is Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. - 99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON. Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.