Fréttablaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 86
Draumurinn að syngja á Miss World Eiríkur Hauksson þykir sláandi líkur fígúrum að nafni blóðálfar, sem koma fyrir í tölvuleiknum World of Warcraft. Leikurinn er spilaður á netinu af hundruð þús- undum leikmanna um heim allan. Eiríkur sjálfur kannaðist þó ekki við leikinn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Ég get sagt með alveg hreinni samvisku að ég sé ekkert í tölvuleikj- um á netinu. Ég er voðalega lítill tölvumaður og datt bara út þegar þetta fór af stað. Það síðasta sem ég man eftir er að standa í sjoppu að spila Pacman,“ sagði Eiríkur og hló við. Eftir að hafa virt blóðálfinn fyrir sér var Eiríkur ekki frá því að hann sæi svip með þeim. „Mér finnst það nú mest vera hárið, og ímyndin kannski líka. Ég vildi líka óska þess að ég væri með svona fallega græn augu,“ sagði hann. „Þetta er það sem maður kall- ar stingandi augnaráð,“ bætti hann við og skellti upp úr. Eiríkur sagði týpuna þó ansi heillandi á hans mælikvarða. „Þetta er spennandi týpa,“ sagði hann. „Ef þeir gera einhvern tíma bíómynd byggða á þessum leik verð ég fremstur í röðinni. Ég er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt, og þetta hlutverk myndi ég taka að mér,“ sagði hann. Eiríkur er staddur hér á landi um helgina þar sem hann syngur á Queen-tón- leikum á Players. Þeir fyrri voru í gærkvöldi, en leikur- inn verður endurtekinn í kvöld. Eiríkur alveg eins og blóðálfur „Þetta er tekið á Þingvöllum og myndin heitir Morgunn á Þing- völlum. Hún var reyndar ekki tekin sérstaklega fyrir umslagið því hún var sýnd á samsýningu í Ketilshúsinu á Akureyri í ágúst sem var haldin til heiðurs Jónasi Hallgrímssyni,“ segir fjöllista- maðurinn Ragnar Kjartansson en hann á ljósmyndina sem prýðir kápu nýjustu plötu Megasar, Hold er mold, sem er væntanleg á næst- unni. Þar má sjá þrjár fáklæddar fyrirsætur með sígarettu í hönd ofan á leiði þjóðskáldsins á Þing- völlum. Ragnar segist hafa stúderað Jónas í allt sumar fyrir þessa sýn- ingu og meðal annars lesið ævi- söguna hans. Og eins og þruma úr heiðskíru lofti laust þessari hug- mynd niður í höfuðið á honum. „Svo var bara lagt af stað snemma um morguninn og myndin tekin í morgundögginni á Þingvöllum,“ segir Ragnar en fyrirsæturnar eru bæði af íslensku og erlendu bergi brotnar. „Alveg eins og Jónas, hann er bæði fyrir útlend- inga og Íslendinga,“ segir Ragnar. Listamanninum finnst þetta leiði reyndar vera undarlegur og magnaður staður því þarna hvíli skáldið alls ekki. Og þessi dular- fulla saga um bein Jónasar sem sögð voru hafa verið flutt frá Kaupmannahöfn umlyki staðinn. „Ég er ekkert smeykur um að þetta veki upp einhverja úlfúð eða leiðindi því sýningin á Akureyri var jú fyrst og fremst haldin til að heiðra minningu Jónasar. Þegar fólk sá hana þar var enginn sem fór að fetta fingur út í hana og sjálfum þykir mér hún bara fal- leg.“ Ragnar segist hafa tekið vel í hugmyndir Megasar þegar hann vildi fá myndina á umslagið en tónlistarmaðurinn var einnig með verk á þessari sýningu. „Mér finnst þetta mjög við hæfi og alveg elegant auk þess sem þeir Jónas og Megas eru svo tengdir í menn- ingarsögunni,“ segir Ragnar en Megas samdi frægt lag um skáldið og fékk jafnframt íslenskuverð- laun Jónasar Hallgrímssonar fyrir sjö árum eins og frægt er orðið. Megas vildi hins vegar lítið tjá sig um málið við Fréttablaðið. Platan Hold er mold kemur í búðir 15. október en reiknað er með að hún verði forseld á stórtónleikum Megasar í Laugardalshöll laugar- daginn 13.október. Þar hyggst Megas fara yfir ferilinn ásamt hljómsveit sinni Senuþjófunum og má þá fastlega gera ráð fyrir að Jónas Hallgrímsson fái sinn sess í dagskránni. „Það er auðvitað alltaf ánægju- legt þegar vel gengur en það er margt sem býr að baki. Ég er mjög stolt af Garðari sem lista- manni, syni og manneskju. Hann hefur haldið sínu striki og eflst sem listamaður og söngvari.“ Ásdís Sigríðardóttir lærði dýra- fræði, eða zoology, í Bretlandi. Hún útskrifaðist fyrir tveimur árum, býr í nágrenni Newcastle og starfar þar fyrir góðgerðasam- tök sem berjast fyrir verndun fugla. „Ég hef elskað dýr frá því ég man eftir mér. Þegar ég komst að því að mörg þeirra eru í útrýming- arhættu fannst mér ég þurfa að gera eitthvað í því,“ segir Ásdís. Hún segir það hafa tekið sig lang- an tíma að taka stökkið. „Það er eitthvað svo ríkt í þjóðarsálinni að lífið snúist um að þéna sem mest og ég var hálfpartinn búin að ákveða að læra lífeðlisfræði þótt ég hefði aldrei verið neitt sérstak- lega spennt fyrir því. Samt skaut reglulega upp í kollinum á mér setningu sem amma mín sagði ein- hvern tímann: „Ásdís mín, ef ég hefði getað lært eitthvað þegar ég var ung hefði ég lært það sem mig langaði til þess að læra!“ Ég sann- færðist endanlega þegar ég sá hvað kærastinn minn var ánægð- ur í sínu draumanámi í tölvuleikja- hönnun og ég ákvað að eltast við minn draum og læra dýrafræði.“ Samtökin sem Ásdís vinnur fyrir heita Royal Society for the Protection of Birds (RSPB). „Eins og er starfa ég við að aðstoða dýra- verndunarstarfsfólkið á skrifstof- unni en vonast til að verða ein af þeim einhvern daginn. Nýlega hjálpaði ég til við verkefni sem hefur verið hér í fréttum og fólst í því að vernda hreiður sjaldgæfs ránfugls. Það er mjög erfitt að komast inn í dýraverndun því störfin eru fá og margir um hvern stól. En ég er að minnsta kosti komin með fótinn inn um hurðina og nú vantar mig bara reynsluna. Hún kemur með tímanum.“ Verndar hreiður sjaldgæfs ránfugls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.