Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 4
 „Byggingafulltrúi fer rangt með þegar hann segir að valið fólk hafi legið yfir málinu. Rýnihópurinn lýsti alltaf mikilli óánægju með teikningarnar og þær voru samþykktar á fundi sem ætti ekki að teljast lögformlegur,“ segir Þórður Magnússon, varaformaður Torfusamtakanna. Magnúsar Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sagði í Fréttablaðinu fyrir skömmu að valið fólk hefði samþykkt teikninguna fyrir Laugaveg 4 til 6. Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðar- kona á sæti í rýnihópnum. Hún segist ekki hafa verið boðuð á fundinn þegar teikningarnar voru samþykktar. „Ásgeir Bolli Kristinsson, fulltrúi kaupmanna, var erlendis og Pétur H. Ármannsson sat hjá. Þá sátu eftir embættismenn borgarinnar, sem eftir því sem ég best veit eru arkitektar, og einn arkitekt frá Listaháskólanum. Breiddin sem hópurinn á að endurspegla var því horfin.“ Eva María segir málið hafa þvælst lengi um í kerfinu og mönnum hafi því legið á að ljúka því. „Ég er sannfærð um að enginn sem kom að máli er ánægður með þessa teikningu, en borgin þorir ekki að draga til baka til þau byggingarleyfi sem þegar hafa verið gefin út af ótta við að eigendurnir fari í mál og krefjist skaðabóta.“ Óánægja með teikninguna Ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar, LN-OBX, lenti í Reykjavík á laugardag eftir flug frá Förde í Noregi. Þyrlan er flugdeild Landhelgis- gæslunnar vel kunn því hún var í leigu hjá henni síðastliðinn vetur og gengur þar undir nafninu Steinríkur. Tekur þyrlan við hlutverki TF-SIF. Ný leiguþyrla til Íslands Ung Vinstri græn á Suðurlandi skora á Orkuveitu Reykjavíkur að hætta við áform um Bitruvirkjun á Ölkelduhálsi. Í tilkynningu frá félaginu segir að um mikla náttúruperlu sé að ræða og að fegurð hennar megi líkja við Landmannalaugar. Í tilkynningunni segir einnig að nóg sé af jarðvarmaorku sem sækja megi án mikilla náttúru- spjalla. Óspillt náttúra í nágrenni þéttbýlis sé hluti af lífsgæðum. UVG á Suðurlandi skora jafnframt á sveitarstjórn Ölfuss að afgreiða Bitruvirkjun ekki á sama hátt og gert var með efnistöku úr Ingólfsfjalli. Þá hafi ákvörðun Skipulagsstofnunar verið hnekkt. Mótmæla virkjun Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn eftir slagsmál í heimahúsi í Reykjanesbæ á föstudagskvöld. Að sögn lögreglu kastaðist í kekki milli nokkurra gesta í samkvæmi og svo mikið gekk á að stórsá á innanstokksmunum. Þegar leið á nóttina var lögregla kölluð út vegna hávaða í öðru samkvæmi í Reykjanes- bæ. Þar voru fjórir menn sem lögreglu grunaði að væru undir áhrifum eiturlyfja. Engin fíkniefni voru á staðnum en við leit fundust sprautur og nálar. Stórsá á innan- stokksmunum Sinfóníuhljómsveit Íslands og Austurhöfn-TR hafa undirritað leigusamning til 35 ára um aðsetur Sinfóníunnar í Tónlistarhúsinu. Sinfónían fær aðsetur fyrir starfslið sitt í húsinu og tryggð eru í samningnum afnot sinfóní- unnar af stærsta sal hússins 60 sinnum á ári og til æfinga að auki 80 sinnum á ári. Leigan nemur 73 milljónum króna á ári auk virðisaukaskatts og er hún til viðbótar við það sem opinberir aðilar setja til verkefn- isins. Í Tónlistarhús- inu næstu 35 ár Hundruð íbúa Súmötru í Indónesíu flýðu heimili sín eftir að jarðskjálfti upp á 5,7 á Richter skók eyjuna í gærmorgun. Engar fregnir höfðu borist af meiðslum á fólki né skemmdum á eignum að því er Veður- og jarðeðlisfræðistofnun Indónesíu greindi frá. Engin aðvörun var gefin út um að jarðskjálfti væri í vændum. Jarðskjálftar eru tíðir á Indónes- íu, stærsta eyjaklasa í heimi. Í desember árið 2004 orsakaði jarðskjálfti flóðbylgju sem varð yfir 230.000 að bana. Jarðskjálfti skók Súmötru í gær Ísland er í fjórða sæti af 128 á lista stofnunarinnar World Economic Forum þar sem jafnrétti kynjanna er metið. List- inn var kynntur ásamt skýrslu í Genf í Sviss á fimmtudaginn. Norðurlöndin raða sér í efstu fjögur sætin þar sem Svíþjóð er efst, svo Noregur og Finnland í þriðja sæti. Danmörk er í áttunda sæti og skipa öll Norðurlöndin sömu sæti á listanum og í fyrra. Í skýrslu stofnunarinnar er launabilið metið út frá fjórum lykilþáttum: Þátttöku og tækifær- um í efnahagslífi; aðgengi og árangri í námi; pólitískri þátttöku; heilbrigði og lífslíkum. Ríkjum er svo raðað á listann eftir hlutfalls- legu jafnrétti kynjanna út frá fyrrgreindum þáttum þar sem 0 er fullkomið misrétti en 100 full- komið jafnrétti. Þannig er Svíþjóð í efsta sæti með 81,46 prósenta jafnrétti í heildina litið en Jemen í neðsta sæti með einungis 45,1 pró- sent. Á Íslandi er heildarhlutfallið 78,36 prósent. Ísland mælist með 98,7 prósenta jafnrétti í menntaflokknum og 97 prósenta jafnrétti í heilbrigðis- flokknum. Í efnahagsflokknum lækkar hlutfallið niður í 72,1 pró- sent og í pólitíska flokknum fer það niður í 45,6 prósent. Kristín Ástgeirsdóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir hátt hlutfall í mennta- og heil- brigðisflokki endurspegla styrk norræna velferðarmódelsins. „En það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að það sem setur Norðurlönd- in svona hátt er að það er verið að mæla hluti sem við leystum fyrir löngu síðan á borð við ungbarna- dauða og mæðradauða.“ Kristín bendir á að mælingin fyrir pólit- íska flokkinn sé hærri en hún ætti að vera þar sem ferill Vigdísar Finnbogadóttur sé þar inni en hún hafi ekki haft pólitísk völd í reynd- inni. „En það má segja að svona mæling sé ákveðið aðhald og það er fróðlegt að fylgjast með þessu þar sem þetta er alltaf sama mæl- ingin sem verið er að gera. Þetta er því ein leið til að meta stöðuna.“ Ísland í fjórða sæti á kynjajafnréttislista Norðurlöndin raða sér í efstu sæti lista stofnunarinnar World Economic Forum yfir kynjajafnrétti í heiminum. Ísland er með nánast fullkomið jafnrétti í flokkum menntunar og heilbrigðis en sýnir lakari stöðu í pólitík og efnahagsmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.