Fréttablaðið - 18.11.2007, Page 95

Fréttablaðið - 18.11.2007, Page 95
49 MENNING S agan segir að nokkrir strákar í Mennta- skólanum í Hamrahlíð hafi tekið sig saman og stofnað hljómsveit. Þeir beittu lögmálum auglýsingafræðanna fyrir sig við nafngiftina; Bókabúðir auglýstu gjarnan að „ný dönsk blöð“ væru komin og meira þurfti ekki, Nýdönsk var fædd. Þjóðin sperrti fyrst eyrun við sumarsmellinn Hólmfríður Júlíus dóttir og geisladiskinn Ekki er á allt kosið... sem geirnegldi Nýdönsk sem funheita popp- hljómsveit á íslenskan mælikvarða. Á þeim tíma, undir lok níunda áratugarins, var geisladiskur reyndar skilgreindur í orðabók sem „sæ lindýr af diskaætt“ en lunknir hlustendur föttuðu strax að þessi hljómsveit væri töluvert lengra komin á þróunar brautinni. Um nokkurra ára skeið naut Ný dönsk geigvænlegra vinsælda; stappfyllti sveitaböll og tróð vinsældalista með útvarps- vænum smellum og þéttum diskum. Baldur og Loki Söngdúóið Daníel Ágúst og Björn Jörundur var lengi veigamesti hluti ímyndar Nýdönsk. Þar voru klassískar andstæður á ferð: aðalsöngvar- inn Daníel strokinn og hreinradda, fíngerður og appollónskur meðan stílbrotsmaðurinn Björn var groddalegur, úfinn og díónýsískur með kæru- leysis lega og sérstæða raddbeitingu. Straum- hvörf urðu við brotthvarf Daníels árið 1997, en hann var þá farinn að rækta Gus Gus-garðinn með allgóðum árangri. Síðan þá hefur prófíll sveitarinnar verið hógvær, þar til nú að hún springur út á ný, meira að segja með sinn eigin þjóðfána. Fimmfaldur geisli Nýdönsk er rokkhljómsveit með framsæknar tilhneigingar en þegar best lætur sameinar hún popp og framúrstefnu. Slagarar eins og Nostra- damus og Kirsuber eru hræðslulaust brotnir upp með samhengislitlum kórsöng, blásaramilli- kafla með lítt heyrilegu tali undir eða atónal gítar væli. Til þess að slíkt gangi upp þarf smekk- vísi og hóf. Stílbrögðin eru fjölbreytt, frá sítarnum í Eru ekki allir í stuði? til svartra bak- radda sem döbbaðar voru í Surrey á Horfðu til himins. Hammondinn er heldur aldrei langt undan. Þeir eru póstmódern, strákarnir. Nýdönsk er samt líka popphljómsveit sem kann að gefa fólki það sem það vill: smelli. Jafn- vel er svo langt gengið í gleðipoppinu á köflum að gítarinn í hittaranum Skými virðist hafa lagt grundvöllinn að Selfosssveiflunni víðkunnu. Fyrir Nýdönsk var heldur ekkert mál að gefa út tvær plötur í röð með mismunandi lögum sem hétu Sól. Vonandi megum við eiga von á fleirum. Ekki má heldur gleyma framlagi sveitarinnar til þjóðlagahefðarinnar. Hvort gítargripabók Stefáns Hjörleifssonar hjálpaði til skal ósagt látið en fljótlega var svo komið að helstu skyldu- lög Íslendinga á kassagítar í partíum, fyrir utan Stál og hnífur auðvitað, voru Fram á nótt og Hjálpaðu mér upp. Þó upp úr þrónni skríði kvefpestir Munúðin hefur löngum verið skyld náttúrunni í textum Nýdönsk. Ástin og holdið eru tengd við eplatré, hunang og kirsuber; frjókornum rignir og blómarósirnar mynda haf. Útópían birtist í formi Regnbogalands og Himalaya og sveitin tekst svo gjarnan á loft að flugvélar eru hvar- vetna svo kanna megi landslag skýjanna. B- hliðin á lífs vímunni er svo tálguð gagnrýni á neysluþjóð félagið sem birtist til að mynda í darwinísku háði á tískufrík (Apaspil), greiningu á nútíma fjölskyldumynstrum (Húsmæðra- garðurinn) og beinskeyttri árás á kynþáttahatur (Hverjir eru bestir). Allt 1987-2007 Safnpakkarnir sem liggja fyrir væntanlegum neytendum í jólaorgíunni eru að flestu leyti til fyrirmyndar. 1987-2007 er tveggja diska safn valinna laga ásamt diski með öllum mynd böndum sveitarinnar. Við förum úr hljóðverinu í galla- buxnabúð, fylgjumst með flugtilraunum nálægt Umeå í Svíþjóð árið 1917, höngum í góðum fílíng með bandinu í Öskjuhlíð og eyðum örfáum mín- útum í himnaríki, þar sem menn blása sápu kúlur, spila á hörpu og lesa Tinna bækur í makindum. Kaupendum til gleði er einnig heildarsafnið Allt; einkar handhægur átta diska kassi með svo að segja öllu sem Nýdönsk hefur gefið út. Báðum fylgja afbragðsgóðir bæklingar með ítarlegum upplýsingum og textum. Magnús Teitsson GÖMUL OG NÝ DÖNSK Plötur: Ekki er á allt kosið... (1989) Regnbogaland (1990) Deluxe (1991) Himnasending (1992) Hunang (1993) Húsmæðragarð- urinn (1998) Pólfarir (2001) Ávallt smekkvísir Þannig var sveitin lengst af skipuð á tíunda áratugnum: Ólafur Hólm, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Stefán Hjörleifs son, Daníel Ágúst Haraldsson, Jón Ólafsson. 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.