Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 40
20 19. nóvember 2007 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is AFMÆLI BRYNDÍS HALLA GYLFA- DÓTTIR SELLÓ- LEIKARI ER 43 ÁRA. ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON RITHÖFUND- UR ER 45 ÁRA. HANNA MARÍA KARLSDÓTTIR LEIKKONA ER 59 ÁRA ARNAR SIG- MUNDSSON FORMAÐUR SAMTAKA FISKVINNSLU- STÖÐVA ER 64 ÁRA. MERKISATBURÐIR 1875 Thorvaldsenfélagið, sem er elsta kvenfélag í Reykjavík, er stofnað. 1899 Fríkirkjusöfnuður er stofnaður í Reykjavík. 1946 Ísland fær aðild að Sameinuðu þjóðunum, skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina. 1969 Brasilíska knattspyrnu- hetjan Péle skorar sitt þúsundasta mark. 1974 Geirfinnur Einarsson leigubílstjóri hverfur í Keflavík. Hvarfið var aldrei upplýst. 1983 Fyrsta „bjór“kráin í Reykja- vík, Gaukur á Stöng, opnar. 1985 Fyrsti leiðtogafundur Ron- alds Reagan og Mikhaíls Gorbatsjov fer fram í Genf í Sviss. Skólaárið 2007-2008 er tímamótaár hjá Kennaraháskólanum. Ekki aðeins eru hundrað ár frá því að lög um kennara- skóla voru samþykkt á Alþingi heldur er þetta líka síðasta árið sem skólinn starfar sem slíkur. Hann verður sam- einaður Háskóla Íslands fyrir byrjun næsta skólaárs. Ólafur Proppé skóla- meistari var inntur eftir sögu skólans í örfáum dráttum. „Við lítum á Kennaraskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands 1971 sem eina heild með eina sögu. Alþingi sam- þykkti ný fræðslulög árið 1907 og líka ný lög um kennaramenntun og kenn- araskóla á Íslandi. Þau voru staðfest af konungi í nóvember sama ár því við vorum hluti af danska ríkinu á þessum tíma. Þegar var hafist handa við bygg- ingu skólahúss við Laufásveg sem enn stendur en húsið stóð talsvert utan við bæinn þá. Fyrsti skólastjórinn, Magn- ús Helgason, var ráðinn 17. júní 1908 og svo var byrjað að kenna í nýja hús- inu um haustið. Fyrstu nemendurn- ir voru, held ég, milli 20 og 30. Áður hafði kennaranám verið í boði í nám- skeiðsformi við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Fram eftir öldinni var mjög mik- ill fjöldi nemenda utan af landi. Það einkenndi þennan skóla. Stundum var hann kallaður háskóli alþýðunnar. Þó var ekki heimavist við skólann þannig að fólk varð að útvega sér húsnæði annars staðar og margir ílentust svo á höfuðborgarsvæðinu við kennslu að loknu námi. Annað sem einkenndi hóp- inn í kennaraskólanum var að þar var nokkurt jafnræði milli kynja þó að oft færi það svo að konur hættu að kenna þegar þær giftu sig. Einnig var alltaf eitthvað af eldra fólki við nám í Kenn- araskólanum enda þurfti það oft að vinna sér inn peninga áður en það hélt til náms í Reykjavík. Árið 1962 hafði verið byggt nýtt skólahús á Rauðarárholtinu. Þó var kennt á báðum stöðum í nokkuð mörg ár en aðalstöðvar skólans fluttu í Stakkahlíðina. Árið 1971 breytti Al- þingi lögum og færði kennaramennt- unina formlega á háskólastig. Á þeim 36 árum sem liðin eru síðan hafa svo ýmsir sérkennaraskólar runnið saman við Kennaraháskólann. Hússtjórnar- kennaraskólinn fyrstur svo Fóstur- skóli Íslands og Þroskaþjálfaskóli Ís- lands. Einnig Íþróttakennaraskólinn á Laugarvatni. Kennaraháskólinn er næstelsti há- skólinn á landinu, næstur á eftir Há- skóla Íslands. Nú eru um 2.500 nem- endur í námi við hann. Þetta er sems- agt hundraðasta árið í sögu hans og jafnframt síðasta árið því 1. júlí næst- komandi verður hann nýtt menntavís- indasvið innan Háskóla Íslands. Það er margt að gerast af þessu tilefni. Meðal annars er skólinn að gefa út tímamóta- verk um íslenska skólasögu. Tveggja binda stórt verk um sögu almennings- menntunar á Íslandi síðustu hundr- að ár. Loftur Guttormsson, kennari í sagnfræði við Kennaraháskólann, er ritstjóri og svo er heill hópur sem vinnur með honum að rannsóknum og undirbúningi. Margt fleira er að ger- ast á afmælisárinu og lokin á hátíða- höldunum verða í júní á næsta ári.“ gun@frettabladid.is KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS: HUNDRAÐ ÁRA KENNARAMENNTUN Í LANDINU Kennaraskólinn var stundum kallaður háskóli alþýðunnar ÓLAFUR PROPPÉ, REKTOR KENNARAHÁSKÓLA ÍSLANDS Segir margt að gerast á hundraðasta afmælisári skólans sem jafnframt er hið síðasta í sögu hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON INDIRA GANDHI, FYRRVERANDI FORSÆTISRÁÐHERRA INDLANDS, FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1917. „Til eru tvenns konar mann- gerðir: þær sem vinna verk- in og þær sem eigna sér heið- urinn að þeim. Reynið að vera í fyrri flokknum, þar er mun minni samkeppni.“ Indira Gandhi lést árið 1984 og hvílir í Madras. Í tilefni 200 ára fæðingarafmælis Jónas- ar Hallgrímssonar hefur Hið íslenska bókmenntafélag gefið út bókina Undir Hraun dranga – Úrval ritgerða um Jónas Hallgrímsson. Ritstjóri hennar er Sveinn Yngvi Egils- son, sem einnig ritar inngang. Bókin geymir fjölbreytt skrif um ævi og örlög Jónasar; vísindastörf hans, skáldskap og hugmyndaheim, um áhrifavalda og um- hverfi hans. Þá er fjallað um mörg áhugaverðustu verk skáldsins og tekist á um túlkun þeirra, en elstu ritgerðirnar eru eftir Kon- ráð Gíslason og Hannes Hafstein, og hinar yngstu eru frá allra síðustu árum. Auk núlifandi fræðimanna og skálda eiga margir þekktir höfundar frá tuttugustu öld efni í bókinni.Meðal þeirra eru Einar Ól. Sveinsson, Halldór Laxness, Jakob Bene- diktsson, Kristinn E. Andrésson, Sigurður Nordal og Svava Jakobsdóttir. Hið íslenska bókmenntafélag er eina stofnunin hérlendis sem enn starfar af þeim sem Jónas Hallgrímsson vann fyrir, og var hann því nátengdur. Undir Hraundranga JÓNAS HALLGRÍMSSON SKÁLD Í tilefni fæðingar- afmælis skáldsins stóð Hið íslenska bókmennta- félag fyrir útgáfu á úrvali ritgerða um Jónas. Þennan dag árið 1959 var lögfræðingurinn Auður Auð- uns kjörin borgarstjóri í Reykjavík, ásamt Geir Hall- grímssyni. Hún varð fyrst kvenna til að gegna því embætti en sat þó ekki í því nema tæpt ár, eða til 5. okt- óber árið 1960 enda var hún alþingismaður á sama tíma fyrir Sjálfstæðisflokkinn auk þess að vera húsfreyja á stóru heimili. Auður hóf afskipti af stjórn- málum árið 1946 er hún hlaut þriðja sæti á bæjar- stjórnarlista sjálfstæðis- manna í prófkjöri sem þá var nýmæli. Hún var forseti bæjarstjórnar frá 1954 til 1970 að undan- skildu því ári sem hún var borgarstjóri ásamt Geir. Henni voru falin margvís- leg trúnaðarstörf innan borgarinnar en mest mæddu á henni málefni sem varða almenna borg- ara svo sem fræðslumál, framfærslumál og heil- brigðismál. Á 6. og 7. ára- tugnum risu margir skólar í borginni og ýmsar nýjung- ar komu fram. Meðal síð- ustu verka Auðar sem for- manns fræðsluráðs var að ganga frá áætlun um efl- ingu sálfræðiþjónustu í skólum, samþykkt um að stofna forskóla fyrir sex ára börn og tillögum um bókasöfn í skólum. ÞETTA GERÐIST 19. NÓVEMBER 1959 Fyrsti kvenborgarstjóri Íslands Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurberg Sigurðsson Hamragerði 17, Akureyri, lést í Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. nóvember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar. Hrafnhildur Frímannsdóttir Jónína Sigurbergsdóttir Þröstur Agnarsson Sigurður Sigurbergsson Kristbjörg Eiðsdóttir Halldór Sigurbergsson Hildur Andrésdóttir og afabörn. Kvenréttindafélag Íslands ákvað nýlega að veita fyrirtækinu MEST viðurkenningarskjal fyrir velheppnaða kynningu á fyrir- tækinu þar sem staðalímyndir kynjanna eru brotnar upp. Viður- kenningin er fyrir markpóstinn „Þú ferð létt með að saga til næsta bæjar“ en hann var sendur til þeirra sem fengu lóðir af- hentar nú í sumar. Að sögn Kvenréttindafélagsins eflir auglýs- ingin jafnrétti kynjanna og ýtir undir jákvæða ímynd kvenna. „Við lítum á þetta sem mikinn heiður og hvatningu til að gera enn betur í framtíðinni,“ segir Elvar Bjarki Helgason, markaðs- stjóri MEST. MEST er framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á vörum og þjónustu til fagaðila í byggingariðnaði og fólks í verklegum framkvæmdum. Auk almennra byggingavara selur það glugga, stálgrindarhús, bílskúrshurðir, innveggi og kerfisloft, forsteyptar einingar og steypumót, festingar og verk- færi auk ýmissa vinnuvéla og tækja til bygginga- og lóðafram- kvæmda. MEST skoraði hjá kvenréttindakonum VIÐ AFHENDINGUNA Margrét Sverrisdótti, Elvar Bjarki Helgason, Sólborg A. Pétursdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Halldóra Traustadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.