Tíminn - 22.05.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.05.1981, Blaðsíða 10
Föstudagur 22. mai 1981 10^tnmm Rótad í mold við hamarshögg og bamahlátur ■ Eygló Eyjólfsdóttir (Timamynd Ella) ®Eygló Eyjólfsdóttir kennir þýzku viö Menntaskólann i Hamrahllö og i öldungadeild- inni. Hún er gift Steinari Höskuldssyni viðskiptafræðingi og eiga þau tvö börn, Gunnhildi 5 ára og Höskuld 12 ára. ■ Laugardaginn 16. mai var ekki dæmigerður fyrir laugar- dagana mina þetta voriö, ef svo hefði verið hefði ég stundað badminton um morguninn og jafnvel brugðið mér á skíði eftir hádegið. En 16. mai var heldur hversdagslegur og þó ágætlega til þess fallinn að lýsa honum, hann var skemmtilegur og til- breytingarikur, dagur eins og dagar eiga aö vera. Ég vaknaði snemma. Úti var bjartur og hlýr sumardagur og þvi engin ástæða til að dorma lengur. Við drifum okkur snar- lega á fætur hjónakornin og Gunnhildur litla, en Höskuldur stóri bróðir var nýfarinn austur á land að huga að sauðburði. Smiðir, sem eru að byggja kvisti á þekjuna hjá okkur voru liklegast rétt ókomnir og þvi fátt annað að gera en laga kaffi og gera klárt. Seinni kaffibollinn var drukk- inn Uti i sólskoti. Við glugguðum svolitið i blöðin, en áhuginn beindist þó fyrst og fremst að páskaliljum, hvitasunnuliljum og krókusum, sem stóðu i full- um blóma og ekki siður að fjöl- ærum jurtum, sem eru að upp- götva sumarkomuna. Dóttirin 5 ára geystist um grasflötina i stuttpilsi ásamt vinafólki sinu og beindi afa sinum og ömmum tveim Ut I garð til okkar. Þau komu við á leið i sund. En mér var ekki til setunnar boðið. Einkunnaafhending og prófsýning i öldungadeild átti að hefjast kl. 10. Prófsýning er fólgin i' þvi að gefa nemendum kost á að skoða úrlausnir slnar i nýafstöðnum prófum og spyrja kennara um frammistöðu sina. Nemendur öldungadeildar eru flestir mjög áhugasamir um námiö og stefna hátt. Mörgum þeirra nægir ekki að fá lág- markseinkunn, þeir setja metnað sinn i að ná góðum árangri og sýna viðfangsefninu mikinn áhuga. Þess vegna var mjög hressilegt andrúmsloft við prófsýningu og nemendur ófeimnir að tjá sig um ágæti prófsins eða ókosti og spyrja óvæginna spurninga. Svo er sumarið framundan eftir erfiðan vetur og þvi létt yfir mönnum og þeir glaðir i bragði að kveðja kennarana og skólann um hrið. Um leið og ég lagði af stað heim, greip ég með mér lestrar- efni til að lita i yfir helgina. Við erum ekki búin að ganga frá námsefni næsta hausts i öllum áföngum og þurfum að lesa mikið efni áður en við erum ánægð. Eftir hádegissnarl ákvað ég að nota timann til að vera úti I sólskininu, klæddi mig i vinnu- föt og bjóst til bardaga við ill- gresi. 1 beðunum kringum alla lóðina er breið rönd af postu- linsblómum. Þau blómstra fin- legum háum bleikum blómum, sem gaman er að þurrka i vendi og láta hanga inni yfir veturinn. En grasrótin hefur viða teygt sig inn i blómabreiðuna. Er hægt að hugsa sér nokkuð skemmtilegra en róta i mold á heitum degi, hlusta á hamars- höggin af þakinu blandast hlátrasköllum krakkanna, sem kunna sér ekki læti? Ég hafði að visu dálitiö samviskubityfir þvi að fara ekki á 15 ára afmælis- sýningu Hvassaleitisskóla, en ákvað að ég hefði of mikið að gera til að komast þangað. Ég þurftinefnilega að mæta á fundi kl. 15.30 með nokkrum þýsku- kennurum úr öðrum skólum. Til umræðu var ýmislegt, sem er á döfinni hjá okkur s.s. námskeið i sumar og undirbúningur að samningu kennslubókar. Áður en ég fór á fundinn, bjó ég til nokkrar vöfflur handa smiðunum. Þær urðu hroðalega vondar. Uppskriftin er ekki föl en samaárangri má ná með þvi að leggja saman nokkrar siður af mogga, strá yfir þær sykri eða aldinmauki og borða volgar með heitu kaffi. Eftiraðég kom heim af fund- inum, hófst reisugili i siðasta kvisti, þar sem siðasta sperra hafði verið reist. Við drógum fána að hún, blönduöum ljúfan drykk og buðum smiðum, hand- langara og öðru aðstoðarfólki að lyfta glösum. Siðan var smiðin mynduð frá ýmsum sjónarhorn- um, en aldrei þessu vant gekk erfiðlega að fá Islenska fánann til að blakta, enda kvöldið yndislega kyrrt og fallegt. Eftir kvöldmatinn settust við Gunnhildur i bláa sófann og horfðum saman á öskubusku I sjónvarpinu. Hún starði stóreyg og opinmynnt á ævintýrið mikla, þegar prins bjargar stúlku frá öskustó. Hvernig ætli okkur foreldrum hennar eigi eftir að ganga að leiða hana i allan sannleikann um hina raunverulega prinsa og prins- essur hversdagsins og ösku- tónar óumflyjanlegu? Dagur í Irfi Eyglóar Eyjólfsdóttur menntaskólakennara ■ Veitingahúsið Rán á Skólavörðustig efnir nú i annað sinn til þjóðar- daga, þar sem fram- reiddur er matur frá einu ákveðnu landi. í þetta sinn eru það í- TALSKIR DAGAR, en i fyrra skiptið hafði Rán FRANSKA DAGA, sem mæltust mjög vel fyrir hjá gestum hússins. Á þessum ttölsku dögum verður framreiddur italskur mat- ur og sér Sigurður Demetz Franz- son söngvari og söngkennari um matreiðsluna, en Sigurður er mikill matargerðarmaður, þótt hann sé eflaust þekktari meðal italskir dagar í veit- ingahúsinu Rán: Sigurður Demetz Franzson I kokkaskrúðanum útskýrir matseðilinn fyrir Thor Thors aðalræðis- manni ttala á tslandi, Ragnari Borg vararæöismanni og dóttur hans önnu Borg. — Timamynd- Ella SÖNGVARI GERIST MATREIÐSLUMAÐUR almennings fyrir söng sinn. Sigurður Demetz Franzson bauð gesti velkomna til ítölsku daganna á miövikudagskvöldiö, lýsti matseðlinum, og þegar liða tók á kvöldið söng hann nokkur lög viö góðar undirtektir gestanna. Matseðillinn er að sjálfsögöu á itölsku, og þar sem ekki voru allir viðstaddir læsir á þá tungu þýddi Sigurður nöfn réttanna lauslega. Efst á blaði er Antipasto con Prosciutto salame e scott’aceti. Það mun þýða skinka, spægi- pylsa og súrmeti, sem boriö var fram á litlum diski. Næst kom súpan, sem á ítölsku kallaöist Brodo di carne con tortellini. las- agne al Parmigiano er nokkurs konar spagetti-terta — eins og Sigurður Demetz Franzson sagöi. Fyrst er lag af spagetti, siöan kjöt, ostur og fleira, hvert lagið á fætur öðru. Scaloppine al marsala — calvolfiore al forno — insalata mista var fjórði réttur á dagskrá. Það reyndist hiö gómsætasta kálfakjöt meö ofnbökuðu blóm- káli. I lokin var svo borinn fram ostur með ávöxtum og is eftir þvi sem hver vildi. Viðeigandi Itölsk vin fylgja matnum. Ómar Hallsson eigandi Ránar sagði, að næst á dagskrá yrðu Kinverskir dagar. Hann væri bú- inn að tryggja sér kinverskan kokk frá þekktu veitingahúsi i London, og hefði verið ætlunin að hafa þessa Kinversku daga nú fljótlega, en siðan hefði verið ákveðið að hafa þá frekar i haust, þegar von væri á Peking-óperunni hingað til lands, og tengja dagana komu listafólksins hingað. Itölsku dagarnir á Rán verða sjö, eins og þeir frönsku voru áður. — fb. Heima- buið fata- hengi ■ Fatahengi getur komið sér vel i forstofu hvort sem er heima eða i sumarbústaðnum. Hér sjáið þið eitt slikt, sem þið ættuð svo sannarlega að geta búið til sjálf. Það, sem til þarf i þetta fata- hengi er blómapottur, 22.5 cm i þvermál og 25 cm hár. Siðan þarf sivalan girðingarstaur, eða spiru, eins og notað er i fiskitrönur. Einnig mætti nota trjábol utan úr garði, ef þið háfið þurft að klippa eða saga af sæmilega stóra og beina grein núna i vor. Spiran á að vera ca 180. Þið þurfið 11 smá- stauta, sem festir eru i spiruna til þess að hengja fötin á. Efst á topp spirunnar gæti verið fallegt að festa fugl eða eitthvert annað skraut, eins og gert hefur verið og sést á meðfylgjandi mynd. Nú stingið þið spirunni niöur i blómapottinn og hellið steypu i pottinn. Þið verðið að skorða spíruna vel, svo hún hallist ekki, þegar steypan er orðin þurr, og engu er hægt að breyta. Bora þarf holur i spiruna fyrir stautana, sem stungið er þar I eftir að á þá hefur verið boriö lim, svo þeir festist vel. Málið fatahengiö i þeim lit, sem bezt fer heima hjá ykkur, og skreytið blómapottinn einnig með einhverju fallegu munstri. Skemmtilegt getur verið að setja smásteina ofan á steypuna i pott- inum áður en hún þornar, svona til skrauts.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.