Tíminn - 09.09.1981, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.09.1981, Blaðsíða 3
Miövikudagur 9. september 1981 3 fréttir Þorskaflinn kominn yfir 372 þúsund tonn: 30 ÞUSUND TONNUM MEIM EN f FYRRA ■ Þorskafli landsmanna var i lok ágústmánaöar kominn i 372.238 tonn frá byrjun ársins. Er þaö tæplega 30 þúsund tonna meiri afli en á sama timabili i fyrra. 1 ágúst nam aflaaukningin á þorski um 3.600 tonnum miöaö viö sama mánuö f fyrra. Mest hefur þorskaflinn á árinu aukist á Suöurlandi, eöa um 40%, og á Austfjöröum, um 34%. Aukn- ingin á Noröurlandi nam i lok ágúst um 16%. Heildarfiskaflinn var i ágústlok oröinn 769.518 tonn, en var á sama tima i fyrra 927.240 tonn. Minnk- unin á aöallega rætur aö rekja til rýmlega 200 þúsund tonna minnk- unar loönuafla. Botnfiskaflinn var hins vegar oröinn 554.855 tonn, og haföi aukist um tæp 50 þúsund tonn frá þvi i fyrra. — JSG Um- ferðar öngþveiti ■ Mikið umferðar- öngþveiti skapaðist á gatnamótum Miklu- brautar og Kringlu- mýrarbrautar, í sið- degisumferðinni i gær. Verið er að malbika aöra akreinina i Kópa- voginn auk þess sem gamli Haf narf jarðar- vegurinn er lokaður. Ákvörðun um NORDSAT væntanlega tekin í mars: „Svíar vilja áfram vera með” ■ „Þessi fundur leiddi i ljós aö þaö er ekki meiningin aö leggja NORDSAT á hilluna”, sagöi Ingvar Gislason, menntamála- ráöherra, i samtali viö Timann um fund norrænna ráöherra og embættismanna i Kaupmanna- höfn á mánudag, þar sem fjailaö var um framtiö áætlunarinnar um norrænan sjónvarpshnött. „Menn hafa óttast þaö nokk- uö”, sagöi Ingvar, ,,aö Sviar væru aö missa áhugann á NORDSAT en þaö kom fram á fundinum aö þeir vilja áfram vera meö. Þeir hafa sinar hugmyndir, sem ég geri ráö fyrir aö veröi aö taka til- lit til.” „Máliö veröur undirbúiö á- fram, en þaö á eftir aö athuga þetta miklu betur. Þaö veröur ráöherrafundur 23. nóvember, þar sem rætt veröur um NORD- SAT og annar fundur I desember. Siöan eru menn aö vona aö tilbúin veröi ftarleg skýrsla 'og jafnframt tiliögurum máliö fyrir þing Norö- urlandaráös I Helsinki i mars”, sagöi Ingvar Gislason aö lokum. — JSG INGVAR HELGASON Vonarlandi við Sogoveg — Sími 00560 SÍÐUSTU SUBARU BÍLARNIR ÁRGERÐ ’81 Eigum örfáa bíla til ráðstöfunar á verði og greiðsluskilmálum sem koma á óvart STATION FJORHJOLADRIFINN MEÐ HÁU OG LÁGU DRIFI Þú færð bíl við þitt hæfi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.