Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 66
34 8. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Steinþór Helgi Arnsteinsson Fyrstu mánuðir ársins fara oft í að kynna til sögunnar þá nýliða sem þykja líkleg- astir til afreka á nýju ári. Hljómsveitir af Brooklyn-senunni eru áberandi í ár. Trausti Júlíusson skoðaði nokkrar þeirra og staldr- aði sérstaklega við hljómsveitina Vampire Weekend. Brooklyn hefur verið töluvert í tónlistarumræðunni síðustu ár. DFA-útgáfan hefur þar aðsetur og sveitir eins og TV on the Radio, Black Dice, Yeah Yeah Yeahs og LCD Soundsystem hafa haldið uppi merkjum umdæmisins. Nú er hins vegar komin fram ný og öflug Brooklyn sena sem einkennist af tilrauna- mennsku og kraumandi sköpunargleði. Þátttakendur þessarar nýju bylgju eiga það sameiginlegt að hafna rokkklúbba-senunni á Manhattan sem þeir segja vera dauðhreinsaða og fasta í úreltum klisjum. Margir tónleikar eru haldnir á óhefðbundnum tónleikastöð- um, t.d. listgalleríum, matsölustöðum eða verksmiðju- sölum. Skólafélagar úr Kólumbíuháskóla Meðal þeirra sveita sem mest er talað um þessa dagana eru sýruhausarnir í Yeasayer, soft-rokk rafpoppsnillingarnir í MGMT, Dirty Projectors sem er stórvirki Dave Longstreth, Íslands- og Airwaves- vinirnir í Grizzly Bear, gítarhávaðasveitin A Place to Bury Strangers og svo menntamanna poppsveitin Vampire Weekend sem er nýbúin að senda frá sér sína fyrstu plötu samnefnda sveitinni. Vampire Weekend er fjögurra manna sveit, skipuð Ezra Koenig söngvara og gítarleikara, Rostam Batmanglij hljómborðsleikara, Chris Baio bassaleik- ara og Chris Tomson trommuleikara. Sveitin var stofnuð árið 2006 þegar þeir voru allir við nám í Columbia-háskóla, en þó að sveitin hafi ekki verið stofnuð í Brooklyn þá er hún gjarnan talin til Brook- lyn-senunnar. Ezra er frá Bed-Stuy hverfinu í Brooklyn og var um tíma herbergisfélagi fyrrnefnds Daves Longstreth úr Dirty Projectors og Vampire Weekend hefur líka mikið spilað í Brooklyn. Tær gítarhljómur afríkupoppsins Vampire Weekend vakti fyrst athygli á nokkrum tónlistarbloggsíðum, þ.á.m. Stereogum. Hún hafði sjálf gefið út einhverjar upptökur frá Columbia- tímanum en gerði nú í haust samning við XL- plötufyrirtækið sem er eitt af framsæknustu og flottustu plötufyrirtækjunum í dag eins og ég þreytist seint á að endurtaka og hefur á sínum snærum listamenn eins og White Stripes, M.I.A., Basement Jaxx, Dizzee Rascal, Devandra Banhart og Radiohead. Fyrsta plata Vampire Weekend kom út hjá XL í síðustu viku og hefur fengið frábæra dóma. Tónlistin er indípopp með áhrifum víða að, m.a. frá afrískri tónlist. Þetta er samt ekkert afró-beat (önnur Brooklyn-sveit sér um þá deild – Íslandsvinirnir í Antibalas – heldur eru áhrifin frá afrísku poppi, t.d. suðurafrísku soukous-poppi, Kongó-rúmbu og afríkuskotna poppinu hans Pauls Simon. Fyrsta lagið með Vampire Weekend sem vakti athygli var Cape Cod Kwassa Kwassa en byrjunin á því hljómar ekki ólíkt Egyptian Reggae með Jonathan Richman. Það sem Ezra segist m.a. sækja í afríska poppið er hreini og tæri gítarhljómurinn. Arkitektúr og greinarmerkjasetning David Byrne, fyrrum forsprakki Talking Heads, er mikill aðdáandi Vampire Weekend. Það sem Byrne og Ezra Koenig eiga m.a. sameiginlegt eru skemmtilegir textar. Fyrsta smáskífulag Vampire Weekend heitir Mansard Roof sem er fagheiti úr byggingalistasög- unni yfir ákveðna gerð af húsþaki. Lagið Oxford Comma fjallar um greinarmerkjasetningu og víða má heyra skemmtilegar hendingar og tilvísanir sem sýna að meðlimir sveitarinnar eru ekkert feimnir við að láta hlustendur vita að þeir hafi gengið í skóla. Vampire Weekend er að mínu mati frábær plata. Ótrúlega fersk og skemmtileg og harðneitar að yfirgefa spilarann... Tónlistarmaðurinn KK er að undir- búa tónleika sem hann vonast til að halda í Íslensku óperunni í maí. Verða þeir teknir upp og gefnir út á DVD-mynddiski síðar á árinu. „Þetta er eitthvað sem mig hefur langað til að gera rosalega lengi, halda svona yfirlitstónleika og setja á DVD. Ég fann hjá mér ein- hverja knýjandi þörf til að gera þetta,“ segir Kristján Kristjáns- son, KK. „Það verður ekkert til sparað en samt á ekkert að fara í eitthvað óþarfa dót eins og Sinfón- íuhljómsveitina,“ segir hann og hlær. „Mig langar að fá fólk að utan sem var með mér þegar ég gerði Lucky One-plötuna og taka eitt „rythm and blues-session“ með hornum og svo „hillbillie-session“ með alvöru banjóleikara. Mig lang- ar að gera þetta að skemmtilegu kvöldi.“ KK segist hafa valið Íslensku óperuna, eða Gamla bíó, vegna þess hversu vel hún hentaði fyrir myndræna þáttinn. „Þetta er glæsi- leg höll og skemmtileg,“ segir KK, sem hafði ekki áhuga á stórum tónleikum í Laugardalshöll. „Mér finnst hún of stór. Við myndum frekar halda fleiri tónleika í Gamla bíói.“ KK er einnig að undirbúa nýja sólóplötu sem kemur líklega út um svipað leyti og tónleikarnir verða haldnir. - fb Yfirlitstónleikar á DVD-disk KK Tónlistarmaðurinn KK er að undirbúa tónleika sem hann ætlar að gefa út á DVD-mynddiski. Raftónleikar hafa verið fastur liður á Myrkum músíkdögum, tónlistarhátíð Tónskáldafélags Íslands, um langt árabil. Raunar eru frumkvöðlarn- ir að Myrkum músíkdögum, þeir Atli Heimir Sveinsson og Þor- kell Sigurbjörnsson, líka braut- ryðjendur í raftónlist, ásamt Magnúsi Blöndal Jóhannssyni. Raftónlist hefur á síðari árum teygt sig yfir í þann geira dæg- urtónlistar sem sinnir mest til- raunum. Því hefur hópurinn sem sækir hina árlegu raftónlistartón- leika hinna menntuðu tón- skálda alltaf verið ærið bland aður og stuð á mannskapnum. Í þetta sinn verða raftónleikarnir í Saln- um í Kópavogi og hefjast kl. 22 í kvöld. Sem fyrr er dagskráin rafræn; víðóma og fjölóma (surround) verk sem og gagnvirk tónlist. Meðal verka sem flutt verða í kvöld eru fjögur ný stutt verk eftir Ríkharð H. Friðriksson, tónlistar- gjörningurinn Hanaegg eftir Þuríði Jónsdóttur og Ólöfu Nordal, óður til íslenskrar náttúru eftir Rúnar og Þórhall Magnússyni undir nafninu „SameSameButDifferent“ og ný tónlist eftir Kjartan Ólafsson. - pbb Raftónlist í kvöld TÓNLIST Kjartan Ólafsson á ný verk á árlegum raftónlistartónleik- um Myrkra músíkdaga. Kraumandi sköpunar- gleði Brooklyn-senunnar VAMPIRE WEEKEND Ein heitasta sveitin í dag spilar indí með áhrifum frá afrísku soukous-poppi A Place To Bury Strangers Antibalas Black Dice Dirty Projectors Dragons of Synth Effibriest Grizzly Bear LCD Soundsystem MGMT The Muggabears Vampire Weekend TV on the Radio Yeasayer SPENNANDI FRÁ BROOKLYN Í Bandaríkjunum, aðalheimavelli indí-tónlistargeirans, hefur gætt áhrifa úr öllum áttum og öllum heimsálfum. Þrátt fyrir stærð sína hefur hins vegar minnst farið fyrir Asíu af einhverjum sökum (en þá er Japan undanskilið). Undanfarið hafa hins vegar þrjár hljómsveitir látið á sér kræla sem allar eiga rætur sínar að rekja til Austur-Asíu en sá heimshluti hefur ekki verið sérstaklega hávær né umfangsmikill í indí-heiminum. Sú elsta af þessum þremur hljómsveitum heitir Dengue Fever. Sveitin hefur gefið út plötur frá árinu 2003 en sú nýjasta, Venus on Earth, kom út fyrir stuttu. Dengue Fever blandar saman kambódísku poppi og vestrænu indíi og tekst nokkuð vel til. Öll lögin eru sungin á kambódísku og til þess að auka áhrifin er blandað saman nokkrum forvitnilegum hljóðfærum. Fyrir áhugasama má finna á MySpace-síðu sveitarinnar (myspace.com/denguefevermusic) nokkra áhugaverða tengla á heimasíður sem fjalla um einkar spennandi menjar kambód- ísks popps. Jafnframt er nýlega komin út heimildamyndin Sleepwalk- ing Through the Mekong um ferð Dengue Fever um Mekong-svæðið. Hinar tvær hljómsveitirnar eru reyndar ekki alveg eins austur- asískar hvað tónlistina varðar og Dengue Fever þótt þær séu vissulega frá þessu svæði. Sú fyrri er Misha, dúett vinanna Ashley Yao og John Chao. Yao og Chao ólust upp saman á Formósu en hittust aftur, fimmtán árum seinna í New York, og byrjuðu að stinga saman nefjum og semja tónlist. Nýlega kom út skífan Teardrop Sweetheart og má þar finna margt verulega vænt. Önnur sveit, Thao with The Get Down Stay Down, hefur hina þroskuðu en ungu Thao Nguyen í forsvari. Nguyen kemur frá Víetnam þó svo að tónlist hennar beri þess vart vott. Nýja plata hennar og The Get Down Stay Down, We Brave Bee Stings and All, kom út á dögunum á vegum Kill Rock Stars og hefur fengið fína dóma. Því er vonandi að þeir dómar og fyrrnefndar plötur með ofannefndum sveitum verði til þess að vegsemd Austur-Asíu verði jafnvel enn meiri innan indí- geirans. Austur-Asíu indí > Plata vikunnar Daft Punk - Alive 2007 ★★★★ „Það er greinilegt að þeir Thomas Bangalter og Guy-Manuel de Homem-Christo hafa lagt mikið í tónleikaferðina sína á síðasta ári. Alive 2007 er til vitnis um það. Flott og öðruvísi tónleikaplata.“ TJ > Í SPILARANUM My Summer as a Salvation Soldier - Activism Jack Johnson - Sleep Through the Static Lightspeed Champion - Falling of the Lavender Bridge Adele - 19 JACK JOHNSON ÞÓRIR GEORG JÓNSSON Fyrirlestrar - ókeypis aðgangur Safnið er opið frá kl. 19:00 til kl. 01:00. 20.00 Heilsufarslegir ávinningar kynlífs. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur. 21.00 Um Rauðarárholt – þorp í landi Reykjavíkur. Ómar Ragnarsson, fréttamaður: 22.00 Táknmál líkamans. Arna Björk Gunnarsdóttir, leiðbeinandi hjá JCI. 23.00 Íslenskur raðmorðingi og útsendarar Evrópu- bandalagsins. Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður og sagnfræðingur. 24.00 BlazRoca – Erpur slammar og rappar. Önnur fjölbreytt dagskrá, m.a. kvikmynd um Breiðavík frá 1963 og sýning um Laugaveg 4 og 6. Borgarskjalasafn Reykjavíkur Tryggvagötu 15, 3. hæð Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.