Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 16
16 22. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Skömmu fyrir áramót tók Steinunn við sem framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi og það hefur verið í nógu að snúast hjá henni síðan. „Þetta eru frjáls félagasamtök og ég er í raun eini starfsmaður skrifstofunnar og mitt hlutverk er að halda öllu á floti en það er svo stjórnin sem legg- ur línurnar,“ segir hún. „Okkar hlut- verk er að styðja við þróunarsjóði í þágu kvenna á vegum Sameinuðu þjóðanna og það gerum við með vitundarvakningu hér á Íslandi og fjáröflun meðal almennings og einkafyrirtækja en svo hvetjum við líka stjórnvöld til að veita þessum málaflokki athygli.“ Segir Steinunn hlutverk UNIFFEM að styðja við konur í þróunarlöndunum og á stríðshrjáðum svæðum en einnig taki þau þátt í kvennabaráttunni hér á landi. Steinunn lauk BA-námi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og nú er hún langt komin með að ljúka meistaranámi í hag- nýtri menningarmiðlun frá sama háskóla. En þegar er spurt hvað sé að frétta af öðrum vígstöðum verður fátt um svör. „Það má eiginlega segja að lífið snúist um vinnuna um þessar mundir en ég er alveg á kafi. Svo er ég að fara í fimm daga ferð til New York á kvennaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Þar verða einnig fjölmargar hliðarráðstefnur sem ég er mjög spennt fyrir en það eru konur úr grasrótinni sem standa fyrir þeim svo ég verð í góðum félagsskap þar.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? STEINUNN GYÐU- OG GUÐJÓNSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTÝRA Með konum úr grasrótinni í New York VIKA 3 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA „Það er vinnuvika í skólanum svo ég ákvað að fara í heimsókn til fjölskyldu minnar á Englandi,“ segir Charlotte. Foreldrar hennar búa í Winchester í suðausturhluta landsins, yngri bróðir hennar í Bristol og yngri systir hennar í Lundúnum. „Það er mikið fjör hjá okkur. Við förum út að borða en það er eitt af því sem ég sakna þar sem ég hef ekki efni á slíku á Íslandi. Amma og afi koma í hádegismat á laugardaginn svo pabbi bað mig að koma með fullt af þorramat, slátur, svið, hákarl og brennivín. “ Charlotte Ólöf Ferrier: MEÐ ÞORRAMAT TIL ENGLANDS Algirdas er ánægður með framtak tónlistar- mannanna sem stóðu fyrir tónleikum gegn rasisma í fyrra- dag. „Þetta hlýtur að hafa áhrif, sérstaklega þegar stjórnmálamenn láta til sín taka með þessum hætti líkt og Geir Haarde gerði.“ En Algirdas tekur einnig eftir athyglisverðum breytingum. „Nú er hagurinn að vænkast í Litháen. Til dæmis er komin upp sú staða þar að Litháar fást ekki jafn auðveldlega til láglaunastarfa og því hafa Hvít-Rússar sótt mikið í þau störf í Litháen. Ég veit líka um marga landa mína hér sem eru að huga að því að flytja aftur til heimalandsins þar sem ástandið er að batna mikið.“ Algirdas Slapikas: ÁSTANDIÐ AÐ BATNA Í LITHÁEN „Ég var að koma til Ísafjarðar, mikið afskaplega er ég feginn,“ segir Filipe. „Ég var í fjóra daga í Reykjavík, heldur lengur en ég ætlaði en ég var veðurtepptur eins og fyrri daginn. Síðast gat ég gert gott úr verunni í Reykjavík en að þessu sinni var því ekki að heilsa því það var rigning allan tímann og það hefur slæm áhrif á mig.“ En það eru afar spennandi tímar fram undan. „Kærasta mín er að koma í næsta mánuði og að sjálf- sögðu hlakka ég mikið til. Reyndar er hún ekkert hrifin af köldu veðurfari en ég geri mitt besta til að halda á henni hita,“ segir hann og hlær við. Filipe Moreira de Figueiredo: KÆRASTAN FER AÐ KOMA „Það skiptir meira máli hver manneskjan er en hvaðan hún kemur,“ segir Rachid. Hann telur tónleika Bubba Morthens gegn kynþátta- hatri góða hugmynd þótt hann telji kynþátta- hatur ekki vera stórt vandamál á Íslandi. „Kannski á þetta fólk í einhverjum vandræðum með sjálft sig og þarf að kenna einhverjum öðrum um,“ segir hann. „Ég kann mjög vel við Íslendinga. Fólk hér er opið. Kannski er það bara eitthvað nýtt að hér séu útlendingar og það getur tekið tíma að venjast því.“ Rachid Benguella: KANN VEL VIÐ ÍSLENDINGA Iceland Express hefur afhent ADHD-samtökunum framlag að andvirði 2,35 milljónum króna. Upphæðin safnaðist meðal far- þega í vélum félagsins frá ágúst 2006 fram til ársloka 2007. Við upphaf samstarfsins fengu ADHD-samtökin 500 þúsund króna ferðastyrk, þannig að í heild er framlag Iceland Express og far- þega félagsins um 2,85 milljónir. ADHD-samtökin eru til stuðn- ings börnum og fullorðnum með athyglisbrest og ofvirkni. Að sögn Ingibjargar Karlsdóttur, formanns samtakanna, eru styrkir sem þess- ir afar mikilvægir fyrir starfsem- ina. Ágóðinn af klink söfnun farþeg- anna verður nýttur til að útbúa fræðsluefni fyrir kennara um nám barna sem glíma við ADHD. - elj Tvær milljónir söfnuðust Afgreitt með evru „Ég held að það sé búið að afgreiða það í eitt skipti fyrir öll. Einhliða upptaka Íslands á evru er ekki inni í myndinni.“ GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐ- HERRA Fréttablaðið 21. febrúar 2008 Loðnan hverfur með milljarð „Ætli þetta þýði ekki milljarð í minni tekjur fyrir Eyja- menn.“ SIGURGEIR BRYNJAR KRIST- GEIRSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI VINNSLUSTÖÐVARINNAR, UM VEIÐISTÖÐVUN Á LOÐNU. Fréttablaðið 21. febrúar 2008 Kraftmiklar ryksugur fyrir öll heimili Verð frá kr.: 16.900 Miele ryksugur SAMSTARFSSAMNINGURINN UNDIRRITAÐUR Erling Erlingsson, framkvæmdastjóri Iðnmenntar, og Margit Elva Einarsdóttir, forstöðumaður viðburða hjá AP almanna- tengslum og framkvæmdastjóri Verks og vits. Íslandsmót iðngreina verð- ur haldið 18. og 19. apríl í Laugardalshöll. Mótið verður héðan í frá haldið í tengslum við sýninguna Verk og vit, sem í ár fer fram dagana 17. til 20. apríl. Iðnmennt hefur séð um mótið, en nýlega var gerður samstarfssamn- ingur við AP almannatengsl sem mun sjá um framkvæmd mótsins. Margit Elva Einarsdóttir hjá AP almannatengslum er einnig fram- kvæmdastjóri sýningarinnar Verks og vits. Hún segir mikið verða um að vera í Laugardalshöllinni þessa daga og viðburðirnir tveir muni styðja vel hvor við annan. Að sögn Erlings Erlingssonar, framkvæmdastjóra Iðnmenntar, eru mót eins og Íslandsmótið ein- hver besta kynning á iðnmenntun sem til er. Markmiðið með Íslands- móti iðngreina er að auka sýni- leika iðn- og starfsmenntunar, kynna greinarnar fyrir almenn- ingi og vekja athygli á þeim tæki- færum sem felast í námi og starfi í iðngreinum. Íslandsmótið er ætlað iðnnemum og nýútskrifuð- um iðnaðarmönnum. Keppt verður í dúklagningum, hársnyrtingu, málaraiðn, stáls- míði, múrverki, pípulögn, raf- virkjun, bílgreinum, snyrtifræði, trésmíði, prentiðn, grafískri miðl- un og ljósmyndun. - þeb Vilja auka sýni- leika iðngreina FRÁ FYRRI SÝNINGU VERKS OG VITS KEPPT Í SNYRTINGU Þegar iðnnemar hafa keppt á íslandsmóti, hafa þeir verið í Kringlunni undanfarin ár. REYNT AÐ HEFLA TIL SIGURS Á ÍSLANDSMÓTI IÐNGREINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.