Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 16
 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR A T A R N A – K M I / F ÍT Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is blettakerfi 8 kg. 15 mín. hraðkerfi 60 mín. kraftþvottakerfi Snertihnappar A+ NOREGUR Jafnlaunanefnd norsku ríkisstjórnarinnar hefur lagt til að Norðmenn taki upp sams konar fæðingarorlof og Íslendingar og skipti fæðingarorlof- inu í þrjá jafnlanga hluta fyrir móðurina, föðurinn og svo síðasta hlutann sem foreldrarnir skipta sjálfir á milli sín. Tillagan hefur skapað heitar umræður í Noregi. Bæði atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin hafa lýst yfir stuðningi við hugmyndina en gagnrýn- endur benda á að á Íslandi hafi fæðingarorlofið verið lengt úr sex í níu mánuði um leið og réttur feðranna jókst. Norðmenn ætla hins vegar ekki að lengja fæðingarorlofið heldur taka af rétti mæðranna til að auka rétt feðranna. Í Noregi er fimmtán prósenta launamunur kynj- anna. Norska ríkis stjórnin hefur sett sér það markmið að minnka launamuninn og var jafnlauna- nefndin skipuð til þess að fara yfir stöðuna og koma með tillögur til úrbóta. Hún hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að með breyting- um á fæðingarorlofinu verði hægt að minnka launamuninn og vitnar til þróunarinnar á Íslandi máli sínu til stuðnings. „Við teljum að launamunurinn verði til á þeim tíma þegar fólk er með lítil börn. Mæðurnar sitja eftir en pabbarnir rjúka upp launastig- ann. Fjörutíu prósent af launamuninum verða til í einkageiranum og tuttugu prósent í opinberum geira,“ hefur norska ríkisútvarpið NRK eftir Anne Enger, formanni nefndarinnar. Í umræðunni í Noregi hefur komið fram að fæðingarorlof feðra hafi fengið frábærar viðtökur meðal karla á Íslandi og því haldið fram að fæðingar- orlof feðra hafi minnkað launamun kynjanna um helming en um leið hafi ýmsir dregið þróunina í efa, aðallega áhugamenn og fagmenn sem vinna með brjóstagjöf ungbarna. Norskar mæður hafa rétt til fæðingarorlofs í 44 vikur á fullum launum og 54 vikur á áttatíu prósenta launum. Með breytingu þyrftu mæður að fara á vinnumarkað eftir sex mánaða fæðingarorlof. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, telur tillöguna ganga of langt. „Það er mikill munur á því hvort móðirin þarf að fara að vinna aftur eftir sex mánuði eða níu mánuði,“ sagði hann við VG Nett. Norska ríkisstjórnin hefur lofað að lengja fæðing- arorlof feðra í tíu vikur, að sögn Dagsavisen, en feður eiga nú rétt á sex vikum. ghs@frettabladid.is Vilja feðraorlof að íslenskum hætti Jafnlaunanefnd norsku ríkisstjórnarinnar hefur lagt til að Norðmenn taki upp íslenska fæðingarorlofskerfið með því að færa orlofsrétt frá mæðrum til feðra en lengja það ekki eins og var gert hér. Tillagan mætir harkalegri gagnrýni. KOMI NIÐUR Á KONUM Norsk nefnd hefur lagt til að Norð- menn taki upp þrískipt fæðingarorlof á íslenska vísu, stytti fæðingarorlof kvenna og lengi fæðingarorlof karla þannig að kynin eigi jafnan rétt. Tillagan hefur verið harkalega gagnrýnd og meðal annars bent á að hún komi niður á konum. JENS STOLTENBERG UMHVERFISMÁL Meirihluti um hverfis ráðs Reykjavíkurborg- ar telur það ekki raunhæft að berj- ast gegn svifryksmengun með því að auka skattheimtu af bílum, loka umferðargötum eða banna ákveðn- ar bílategundir á ákveðnum svæð- um. Þetta kemur fram í svari meiri- hlutans við fyrirspurn fulltrúa minnihlutans um það hvernig brugðist verði við tillögum umhverfissviðs um viðbrögð við svifryksmengun. Í tillögum umhverfissviðs kemur fram að til þess að draga úr menguninni séu helstu ráðin þau að draga úr umferðarhraða, minnka bílaumferð, taka toll til að minnka umferð um ákveðna borg- arhluta, loka götum tímabundið þegar mengun er mikil, takmarka þungaumferð og takmarka notkun nagladekkja. Í bókun minnihluta í umhverfis- ráði segir að óþarfi sé að hafna afdráttarlaust hugmyndum umhverfissviðs, eins og meirihlut- inn hafi gert í svari sínu. Meirihlutinn bókaði á móti að með grænum skrefum nýs meiri- hluta sé einmitt farið að ráðum sérfræðinga umhverfissviðs. Markmiðið sé að hvetja borgarbúa til umhverfisvænna samgangna með því að gera almenningssam- göngur og hjólreiðar að raunhæf- um og góðum kosti. - bj Meirihluti umhverfisráðs borgarinnar um möguleg viðbrögð við svifryksmengun: Aukin skattheimta óraunhæf SVIFRYK Draga ætti úr umferðarhraða, minnka bílaumferð og loka götum tíma- bundið til að bregðast við svifryksmeng- un, að mati umhverfissviðs borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Stýrivextir eru einna hæstir hér á landi ef miðað er við önnur vestræn ríki. Stýrivextir eru nú 13,75 prósent á Íslandi og eru líklega hvergi hærri í hinum vest- rænu ríkjum nema þá helst í Tyrk- landi. Þar eru stýrivextir 15,25 pró- sent. Stýrivextirnir eru yfirleitt á bil- inu 3,0 prósent, eins og er í Banda- ríkjunum, upp í 5,25 prósent í Nor- egi og Bretlandi. Lægstir eru þeir í Japan, þar sem þeir eru 0,5 pró- sent. Í Ástralíu eru þeir 7,25 pró- sent og á Nýja-Sjálandi 8,25 pró- sent. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, SA, segir löngu vitað að stýri- vextir séu mun hærri hér á landi en í nágrannalöndunum. „Þetta er mjög bagalegt. Þegar stýrivextir eru háir svona lengi og ekki fyrir- sjáanlegt að Seðlabankinn lækki þá ótilneyddur þá er verið að verð- leggja krónuna út af markaðnum,“ segir hann. „Íslenska krónan er í samkeppni við aðra gjaldmiðla. Þegar stýri- vextirnir eru svona háir svona lengi rýrir það samkeppnishæfni krón- unnar sem gjaldmiðils til að taka lán í. Lántakendur fara að flýja krónuna í sífellt meira mæli og smám saman minnkar hennar hlut- deild,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ráðleggja fólki að taka lán núna í erlendri mynt „Eftir að gengið hefur lækkað er krónan ódýr.“ - ghs Framkvæmdastjóri SA ráðleggur fólki að taka lán í erlendri mynt: Krónan verðlögð af markaði STÝRIVEXTIR Í nokkrum löndum Noregur 5,25 Svíþjóð 4,25 Danmörk 4,25 Seðlabanki Evrópu 4,0 Bandaríkin 3,0 Bretland 5,25 Japan 0,5 Ástralía 7,25 Nýja-Sjáland 8,25 Kanada 3,5 Ísland 13,75 Tyrkland 15,25 Miðað við föstudaginn 7. mars 2008. SAMKEPPNI VIÐ AÐRAR MYNTIR „Íslenska krónan er í samkeppni við aðra gjaldmiðla,“ segir Vilhjálmur Egilsson um stöðuna í gjaldeyrismálum þjóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.