Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 2. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Brúarlán Netbankans er þægileg leið til að brúa bilið frá kaupum á nýrri íbúð til sölu á þeirri gömlu. Farðu á www.nb.is og kynntu þér málið eða fáðu nánari upplýsingar í síma 550 1800. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkj- anna, kynnti á mánudag byltingarkenndar tillög- ur bandarísku ríkisstjórnarinnar er varða eftirlit með þarlendum fjármála- og tryggingafyrirtækj- um. Viðlíka inngrip í bandarískan fyrirtækja- rekstur hefur ekki verið kynnt til sögunnar síðan í aðdraganda kreppunnar miklu í lok þriðja ára- tugar síðustu aldar og sýnir það vel þann vanda sem bandarísk stjórnvöld og seðlabanki standa frammi fyrir nú um stundir. Í tillögunum felst að bandaríski seðlabank- inn fær leyfi til að fetta fingur út í það sem honum þykir aflaga hafa farið í rekstri fjár- mála- og tryggingafyrirtækja. Engar takmark- anir eru settar á stærð og umsvif fyrirtækjanna sem geta komið undir arnaraugu seðlabankans; allt frá stórum fjárfestingarbönkum með starf- semi víða um heim til lítilla fasteignalána- og trygginga fyrirtækja með starfsemi á afmörkuð- um svæðum. Þá er enn fremur lagt til að rekstur fimm eftirlitsstofnana verði færður undir einn hatt. Nokkrar stofnananna vinna enn eftir reglu- gerðum sem tóku gildi á dögum borgarastríðsins í Bandaríkjunum um miðbik nítjándu aldar og því farið að slá í nokkrar þeirra. Paulson sagði meðal annars tillögurnar til þess fallnar að tryggja stöðugleika í bandarísku fjár- mála- og efnahagslífi. Stjórnvöldum væri ekki að- eins umhugað um bandaríska fjárfesta og hlut- hafa í þarlendum fyrirtækjum heldur þegna lands og þjóðar. Enn á eftir að leggja tillögurnar fyrir bandaríska þingið og er reiknað með löngum um- ræðum um þær. Mun það að líkindum falla í hlut nýrrar ríkisstjórnar að vinna eftir lögunum verði þau samþykkt, að mati Paulsons. Tillögurnar hafa mætt harðri gagnrýni úr röðum demókrata á bandaríska þinginu, sem telja þær takmarkaðar. Þótt tillögurnar geti vissulega sett fyrirtækjum ákveðnar skorður nái þær ekki yfir rannsókn á meintum svikum og glæfralegum út- lánum fasteigna- og verðbréfafyrirtækja sem rót eru talin eiga að hluta í lausafjárþurrðinni á fjár- málamörkuðum. Paulson sagði ekki mega kenna fjármálafyrir- tækjum einum um ástandið nú, sem beit að ráði í ágúst í fyrra og hefur varað síðan. „Það er ekki rétt að kenna núverandi eftirliti um ástand mála,“ sagði hann og bætti við að jafnvel væri ekki tryggt að skilvirkara eftirlit kæmi í veg fyrir slík- ar hremmingar. „Enda virðist sem erfiðleikar á fjármálamörkuðum komi upp á fimm til tíu ára fresti,“ hafði Associated Press-fréttastofan eftir honum. Ríkið fylgist betur með fjármálalífinu Bandarísk stjórnvöld hyggjast fylgjast betur með vafstri fjár- málafyrirtækja. Þau vilja grípa inn í reksturinn þyki tilefni til. FJÁRMÁLARÁÐHERRANN GENGUR Á BRAUT Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, kynnti á mánudag viðamiklar tillögur sem gera eiga eftirlit með bandarískum fjármála- og trygg- ingafyrirtækjum skilvirkara. Viðlíka inngrip í bandarískan fyrirtækja- rekstur hefur ekki sést síðan í byrjun kreppunnar miklu snemma á síðustu öld. MARKAÐURINN/AFP Talsverðar líkur eru taldar á því að Baugur muni þrýsta á ný á um afgerandi breytingar á bresku verslanakeðjunni Woolworths. Baugur á tíu prósenta hlut í Woolworths í gegnum fjárfest- ingararminn Unity Investment, sem það heldur úti í félagi við FL Group og breska athafnamann- inn Kevin Stanford. Woolworths birtir afkomutöl- ur sínar síðar í vikunni. Rekstur- inn hefur ekki gengið sem skyldi síðustu ár, talið er að félagið hafi tapað 130 milljónum punda, 20 milljörðum króna, í fyrra, og eru yfirgnæfandi líkur á að arð- greiðslur fyrir síðasta ár verði skornar niður um helming. Baugur hefur lengi þrýst á um hagræðingu í rekstri Wool- worths og Jón Ásgeir Jóhannes- son, þáverandi forstjóri Baugs, farið hörðum orðum um stjórn- endur verslunarinnar á opinber- um vettvangi. Þá segja fjölmiðl- ar, með Sunday Times og Telegr- aph í fararbroddi, að Baugsmenn muni þrýsta á um uppstokkun í rekstrinum enn á ný í vikunni. Aðskilnað nytja- og matvöru- deilda frá afþreyingunni beri hæst enda felist þar mestu verð- mætin, að mati blaðanna. - jab JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Líkur eru á að Baugur muni krefjast uppstokkunar á rekstri bresku verslunarinnar Woolworths á næstu dögum. MARKAÐURINN/HEIÐA Baugur í breskri uppstokkun Mjög dró úr yfirtökum og sam- runum fyrirtækja á nýliðnum árs- fjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Umsvifin hafa ekki verið með minna móti síðan árið 2004, samkvæmt Bloomberg-fréttaveit- unni. Munar um hátt álag á lánsfé og óróleika á fjármálamörkuðum sem hafi gert skuldsettar yfirtök- ur afar kostnaðarsamar. Fréttaveitunni telst til að verð- mæti yfirtaka hafi numið 625 milljörðum dala á fjórðungnum, jafnvirði rúmra 47 þúsund millj- arða króna, á heimsvísu. Þetta er fjörutíu prósenta samdráttur frá sama tíma í fyrra. Mestur er samdrátturinn hjá einkafram- takssjóðum (e. private equity), eða 71 prósent. Bloomberg hefur eftir Tony Burgess, yfirmanni hjá Deutsche Bank, sem sér um yfirtökutök- ur, að skýrustu merkin liggi í færri skuldabréfaútgáfum og sambankalánum, sem hafi fækk- að um tæpan helming frá í fyrra. Flestar yfirtökurnar hafi átt sér stað í iðnaði, mest á nýmörkuð- um í Asíu. Ekki megi reikna með að byrlegar blási fyrr en eftir um hálft ár, að sögn Bloomberg. - jab BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Novator, félag í eigu Björgólfs Thors, yfirtók Actavis um mitt síðasta árs. Mjög hefur dregið úr yfirtökum á fyrsta fjórðungi árs- ins. MARKAÐURINN/VALLI Mjög dregur úr yfirtökum og samrunum fyrirtækja Aðeins einn bauð í Somerfield, sjötta stærsta stórmarkað Bret- lands, og munu stærstu eigend- ur vera að íhuga hvort söluferlið verði dregið til baka. Stærstu hluthafar verslanakeðj- unnar eru fjárfestingamógúllinn Robert Tchenguiz, stjórnarmað- ur í Existu, fjárfestingarfélagið Apax Partners og fleiri. Þá var Kaupþing, sem hefur fjármagnað fyrirtækjakaup Tchenguiz, skráð fyrir níu prósenta hlut í þriggja mánaða uppgjöri bankans í fyrra. Breska dagblaðið Times segir tilboðið, sem verslanakeðjan Co- op gerði, ein af þeim stærstu á Bretlandseyjum, liggja talsvert undir væntingum hluthafa, sem höfðu reiknað með um tveimur til 2,5 milljörðum punda í versl- unina. Það jafngildir rúmum 300 milljörðum íslenskra króna. Þá segir að Tchenguiz, sem þrá- faldlega hefur verið sagður eiga í fjárhagsörðugleikum eftir nið- ursveiflu á hlutabréfamörkuðum, þrýsti á um söluna á meðan Apax vilji setja hana á salt þar til hret- inu sloti í hlutabréfamarkaði. - jab GENGIÐ FRAMHJÁ SOMERFIELD Mun færri buðu í verslanakeðjuna Somerfield en búist var við. Vangaveltur eru um að salan verði dregin til baka. MARKAÐURINN/AFP Óvíst um söluna á Somerfield Franski líkkjörarisinn Pernod Ricard bar sigur úr býtum í gær í miklu tilboðskapphlaupi um sænska áfengisframleið- andann Vin & Sprit. Fyrirtækið framleiðir meðal annars Absolut- vodkann, sem Íslendingar þekkja orðið ágætlega. Kaupverð nemur 55 milljörðum sænskra króna, jafnvirði rúmra 725 milljarða íslenskra, og var þetta stærsta einkavæðing sænska ríkisins til þessa. Baráttan um ríkisrekna áfengisframleiðandann hefur staðið yfir frá því í fyrra og hefur marga fýst í vodkadropann. Um 2.500 manns starfa hjá Vin & Sprit í tíu löndum og nam velta fyrirtækisins rúmum níu milljörðum sænskra króna. Mikil áhersla hefur verið á að halda stærstum hluta framleiðslunnar í Svíþjóð, að sögn breska ríkisút- varpsins. Absolut er fjórða vinsælasta sterka áfengistegundin í heimin- um á eftir Smirnoff, rommi frá Bacardi og viskíinu undir merkjum Johnnie Walker en öll fyrirtækin sem framleiða þessa áfengu drykki sóttust eftir því á tímabili að kaupa Vin & Sprit. - jab Frakkar fengu sænska vodkann

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.