Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 38
 10. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● suðurland Á bænum Efri-Vík við Kirkju- bæjarklaustur er rekið heilsu- hótelið Laki, þar sem verið er að byggja heilsulind. Hjónin Hörður Davíðsson og Sal- óme Ragnarsdóttir höfðu rekið bændagistingu í þrjátíu ár áður en þau réðust í byggingu Hótels Laka. Þau reka nú hótelið í samstarfi við Evu Björk Harðardóttur og Þor- stein M. Kristinsson. Á hótelinu er lögð áhersla á heilsu og boðið upp á hollan mat og hreyfingu. Annar áfangi hótels- ins af þremur er nú í byggingu en þegar er búið að taka í gagnið sex- tán gistiherbergi, matsal, bar og nýtt eldhús. Arkitektastofan Yrki hf. teiknaði húsið. „Við erum að byggja upp heljar- innar heilsulind hérna í Efri-Vík,“ segir Eva Björk, sem er stafgöngu- þjálfari. „Áætlað er að taka þá álmu í notkun í haust, svo að næsta vetur getum við boðið upp á ýmiss konar heilsumeðferðir, meðal ann- ars leirböð. Núna erum við með hefðbundna starfsemi en hér eru heitur pottur og sauna. Hjá okkur starfar nuddari og við bjóðum upp á heilsunudd. Svo eru á skrá hjá okkur meðferðaraðilar sem bíða bara eftir nýju aðstöðunni.“ Að sögn Evu er margt annað í boði á hótelinu. „Við tökum á móti hópum og hér eru haldnar árshá- tíðir. Þá bjóðum við upp á sælkera matseðil og fundaraðstöðu líka. Svo höfum farið með hópana okkar í stafgöngu hér í kring.“ Eva telur að Íslendingar gætu markaðssett heilsulindina Ísland betur og þeir ættu því ekki að þurfa að leita á heilsuhótel erlendis. „Við eigum þetta allt hér heima, heita vatnið, hreina loftið og náttúruna. Þannig að við ættum að líta okkur nær og beina okkar ferðaþjónustu meira í þessa átt. Þetta er okkar fyrsta skref hér á Hótel Laka.“ - rat Heilsulind á Hótel Laka Hönnunin á Hótel Laka var í höndum arkitektastofunnar Yrki hf. Fyrsta áfanga í hótelbyggingunni er þegar búið að taka í notkun. Gullfoss er ein af vinsælli náttúruperlum Íslands. En auk þess að njóta einstakrar náttúrufegurðar er einnig hægt að verða sér úti um hefðbund- inn íslenskan mat á kaffihúsinu Gullfosskaffi, sem er þekkt fyrir ljúf- fenga kjötsúpu. „Við bjóðum upp á ekta íslenska kjötsúpu sem allir eru ánægðir með. Við erum einnig með súpu dagsins, sem er alltaf grænmetissúpa, og ýmis brauð, til dæmis beyglur, samlokur og tertur. Allur matur og brauð sem við bjóðum upp á er búið til á staðnum og því er allt nýtt og ferskt hjá okkur,“ segir Elfa Björk Magnúsdóttir. Staðurinn hefur verið í eigu og rekinn af Elfu og Svavari Njarðarsyni frá árinu 1994. Frá þeim tíma hefur staðurinn tekið ýmsum breytingum. „Í fyrstu vorum við í tjaldi og gerðum okkar besta til að veita þá þjón- ustu sem við gátum og var þá um árstíðarbundinn rekstur að ræða yfir sumartímann,“ rifjar Elfa upp. Hundrað og fimmtíu fermetra veitinga- skáli var síðan byggður árið 2000. Þremur árum síðar varð skálinn orð- inn þrjú hundruð og tíu fermetrar sem tekur tvö hundruð og fimmtíu manns í sæti. Þess má einnig geta að í húsnæðinu er rekin minjagripaverslun, með hvers kyns minjagripum og hlífðarfatnaði. Gullfosskaffi er opið allt árið alla daga og því er tilvalið að kíkja við eftir að hafa skoðað Gullfoss sjálfan. - mmr Íslensk kjötsúpa á Gullfossi Hjá Gullfosskaffi geta allt að tvöhundruð og fimmtíu manns setið og borðað Á Suðurlandi eru fjölmargir ferðamöguleikar og getur verið gaman að fara í stuttar dagsferðir á mismunandi staði. Í Þjórsárdal er til að mynda ýmislegt áhugavert að sjá og margt hægt að gera sér til skemmtunar. Skammt frá Búrfellsvirkjun er Hjálparfoss og Þjóðveldisbærinn, sem er eftirlíking af þjóðveldisbæ og var gerður í tilefni af ellefu hundruð ára afmæli Íslandsbyggðar. Skammt frá er sundlaug í Reykholti eða svokölluð Þjórsárdalslaug. Upp- haf hennar má rekja til þess að menn fundu og nýttu sér heitt vatn stað- arins á virkjunartímabili Búrfells og grófu laug. Landsvirkjun lét síðan stækka hana og hafa miklar endurbætur verið gerðar á vatnskerfi hennar síðastliðið ár. Þá hefur búningsaðstaða verið endurnýjuð. Vatnið í lauginni er afar súrefnisríkt og þykir gott fyrir viðkvæma húð. Laugin er höfð opin miðvikudaga til sunnudaga á sumrin. Eftir heilnæman sundsprett er hægt að fara upp að Stöng sem eru rústir af þjóðveldisbæ frá tólftu öld sem fundust við uppgröft árið 1939. Rústirnar voru notaðar sem fyrirmynd við gerð Þjóðveldisbæjarins. Frá Stöng er stuttur göngutúr inn að Gjá sem er sérstætt og fallegt gljúfur. Gjárfoss sem rennur niður gljúfrið er einstök náttúruperla. Þar í kring eru einnig spennandi hellar þar sem fjalla- og ferðamenn höfðu náttstað á árum áður. Þá er hægt að aka inn að Háafossi sem er aðeins innar í landinu og fara í Hólaskóg þar sem boðið er upp á fjórhjólaferðir. - ve Náttúrufegurð í Þjórsárdal Hjálparfoss er skammt frá Búrfellsvirkjun. MYND/JKBS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.