Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 72
40 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Steinþór Helgi Arnsteinsson Nú um helgina opnar Tunglið en staðurinn hét áður Gaukur á Stöng eða einfaldlega Gaukurinn. Lýkur þá formlega sögu eins vinsælasta tónleika- staðar Reykjavíkurborgar. Þar með þrengist enn og aftur að tónleika- staðaúrvali höfuðborgarinnar. Íslenskt tónlistarlíf sveltur þegar kemur að tónleikahaldi og nú held ég að sé lag að opinberir aðilar grípi í taumana. Sérstaklega ætti Reykjavíkurborg að sjá hag sinn í því að styrkja þetta umhverfi. Eins og staðan er í dag er tónleika- staðaúrvalið mjög fábreytilegt í miðborginni. Sérstaklega er ástandið bagalegt fyrir yngri og óþekktari listamenn sem ekki hafa bolmagn til að spila á stöðum eins og Nasa. Staðir sem sérhæfa sig í tónleikahaldi eru löngu orðnir teljandi á fingrum annarrar handar. Í raun þarf ekki annað en að gefa fólki fingurinn og þá eru tónleikastaðirnir nær upptaldir. Ljósið í myrkrinu í þessu öllu saman er Organ við Hafnarstræti. Staðurinn er ekki enn orðinn eins árs gamall en hefur þegar stimplað sig inn í íslenskt tónlistarlíf og er orðinn órjúfanleg breyta innan þess. Fólk á nú þegar margar ógleymanlegar minningar þaðan, jafnt frá tónleikum í miðri viku með óþekktum tónlistarmönnum sem og um helgar með stórstjörnum. Hans helsta vandamál verður seint talið vandamál af tónleikahöldurum. Staðurinn er nefnilega nær fullbókaður fram í miðjan júní. Sýnir best og sannar hversu mikil þörf en umfram allt eftirspurn er eftir tónleikastað á borð við Organ í miðborg Reykjavíkur. Reykjavíkurborg ætti núna að opna augun. Tónlistarlíf borgarinnar er löngu orðið eitt af hennar aðalsmerkjum og hefur líklegast meiri þátt í jákvæðri ímynd borgarinnar á erlendum vettvangi en nokkur annar faktor. Styðja þarf við þessa grósku á beittari hátt. Tónlistar húsið verður væntanleg vítamínsprauta fyrir íslenskt tónlistarlíf en gerir nákvæmlega ekkert fyrir grasrótina. Ekki er einu sinni víst að þar verði pláss fyrir aðra en heldri tónlistarmenn og snobbara. Nú þegar verið að endurskipu- leggja miðbæ í eyðingu ættu borgarstjórnarfulltrúar að hafa tónleikastað með í planinu. Ekki eingöngu myndi slíkt hafa góð áhrif út í senuna heldur myndi skapast þar uppbyggilegur og heilbrigður vettvangur fyrir ungdóm landsins. Hjálp Reykjavíkurborg! ORGAN Hefur sannað að hægt er að reka tónleikastað í miðbæ Reykjavíkur. > Í SPILARANUM Sverrir Bergmann - Bergmann The Breeders - Mountain Battles The Black Keys - Attack & Release Clinic - Do It! Cut Copy - In Ghost Colours SVERRIR BERGMANN CUT COPY > Plata vikunnar Erykah Badu - New Amerykah: Part One (4th World War) ★★★★★ „Erykah Badu snýr aftur með sína djörfustu og fram- sæknustu plötu. Meistaraverk sem vex við hverja hlustun.“ - TJ Tvíeykið Gnarls Barkley sló í gegn svo um munaði með sinni fyrstu plötu St. Else where og laginu Crazy fyrir tveimur árum. Nú hafa þeir Cee-Lo og Danger Mouse sent frá sér plötu númer tvö. Trausti Júlíusson spáði í The Odd Couple. Lagið Crazy með Gnarls Barkley var eitt af lögum ársins 2006. Lagið, sem var sungið inn í einni töku, sló í gegn um allan heim, en vinsæld- irnar voru sennilega mestar í Bret- landi. Sala á niðurhali kom því í fyrsta sæti smáskífulistans áður en sjálf platan kom út og þar sat það í níu vikur samfellt. Jafn lengi og Two Tribes með Frankie Goes to Hollywood og Bohemian Rhapsody með Queen. Gnarls Barkley fékk Grammy-verðlaun bæði fyrir lagið og plötuna St. Elsewhere. Nú er önnur platan, The Odd Couple, komin út og þó að á henni sé fullt af flottri tónlist er ekkert lag líklegt til að ná sömu vinsældum og Crazy. Hittust á tónleikaferð Í Gnarls Barkley mætast upptöku- snillingurinn Brian Burton frá New York, betur þekktur sem Danger Mouse, og rapparinn og söngvarinn Thomas Callaway frá Atlanta, öðru nafni Cee-Lo Green. Danger Mouse er þekktastur fyrir að hafa búið til plötuna The Grey Album sem blandaði saman The White Album Bítlanna og The Black Album Jay-Z og að hafa stjórnað upptökum á annarri Gorillaz-plötunni Demon Days. Cee-Lo var meðlimur í Atl- anta-sveitinni Goodie Mob. Þeir hittust árið 2003 þegar Cee- Lo var á hljómleikaferðalagi og Danger Mouse var plötusnúður kvöldsins. Ári eftir voru þeir farnir að búa til tónlist saman. Húmorinn lykilatriði Tónlist Gnarls Barkley er nútíma- popp með húmorískum undirtóni. Það má merkja áhrif meðal annars frá soul og sýrutónlist sjöunda ára- tugarins, tónlist spaghetti-vestr- anna, 70’s poppi og tilraunakenndu hip-hoppi. Húmorinn er lykilatriði hjá sveitinni. Nafnið er útúrsnún- ingur á nafni körfuboltasnillingsins Charles Barkley. Aðrar hugmyndir að nafni fyrir sveitina voru meðal annars Bob Gnarley og Prince Gnarles... Gnarles Barkley kemur aldrei fram nema í búningum. Cee- Lo og Danger Mouse hafa meðal annars troðið upp klæddir sem tennisleikarar, skólastrákar, kokkar, flugþjónar, skylmingaþræl- ar og geimfarar og sem karakterar í Austin Powers, Galdrakarlinum frá Oz og Star Wars. Það er skiptir líka höfuðmáli að skilja húmorinn í tónlistinni til að kunna að meta hana til fulls. Hún er sambland af nútíma, fortíð og fram- tíð, ódýrum hljómi og dýrum, flott- um töktum og ýktum melódíum. Fortíðarlitað framtíðarpopp GNARLS BARKLEY Þeir Cee-Lo og Danger Mouse koma alltaf fram í búningum á tónleikum og klæða sig upp fyrir myndatökur. Hér er parið á leið upp að altarinu. Cee-Lo er í kjólnum. Ferill Cee-Lo: ■ Var meðlimur í Atlanta-rappsveit- inni Goodie Mob sem var ásamt OutKast brautryðj- andi í Suðurríkj- arappinu á tíunda áratugnum. ■ Var ásamt með- limum OutKast, Organized Noize o.fl. í hip-hop súpergrúppunni Dungeon Family sem gaf út plötuna Even in Darkness (2001). ■ Gaf út sóloplöturnar Cee-Lo Green & His Perfect Imperfections (2002) og Cee-Lo Green...Is The Soul Machine (2004). Ferill Danger Mouse: ■ Gerði 3 trip-hop plötur undir nafninu Pelican City á árunum 1999-2002. ■ Gerði plötuna Ghetto Pop Life með rapparanum Gemini (2003). ■ Gerði Grey Album (2004). ■ Var með MF Doom í dúóinu Dangerdoom sem gerði plötuna The Mouse & The Mask (2005). ■ Stjórnaði upptökum á Gorillaz-plötunni Demon Days (2005). ■ Hefur undanfarið stjórnað upptökum á plötum, meðal annars með The Rapture, The Good, the Bad & the Queen og Martina Topley-Bird. Hvaða menn eru þetta? CEE-LO Brautryðjandi í Suðurríkja- rappinu á tíunda áratugnum. NORDICPHOTOS/GETTY DANGER MOUSE Sló í gegn með The Grey Album fyrir fimm árum. NORDICPHOTOS/GETTY Hljómsveitin Guns N‘ Roses hefur loksins lokið við gerð plötunnar Chinese Democracy. Eins og frægt er hefur söngvarinn Axl Rose eytt síðustu fjórtán árum í upptökur á plötunni. Hefur hljómsveitin orðið að hálfgerðu athlægi í tónlistarheiminum sökum þess hversu seinlega þetta hefur gengið en nú virðast bjartari tímar loks vera fram undan. Útgáfufyrirtæki Guns N‘ Roses, Geffen, hefur staðfest að hljómsveitin hafi skilað inn fullkláruðu eintaki af plötunni. Nú standa yfir viðræður um peninga og réttinda- mál við Rose. Hermt er að gerð Chinese Democracy hafi kostað þrettán milljónir dollara, eða tæpan milljarð íslenskra króna. Þegar hefur komið fram að unnið er að gerð raunveru- leikaþáttar um Guns N‘ Roses. Stefnt er að því að hann fari í loftið á sama tíma og platan kemur út. Plata Guns N‘ Roses tilbúin LOKSINS, LOKSINS Axl Rose hefur skilað Chinese Democracy eftir fjórtan ára vinnu. SMÁRALIND VORÚTSALA 40-60% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.