Tíminn - 08.11.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.11.1981, Blaðsíða 11
11 unglingasíðan A hallærisplani þjóðmálanna ■ Það er ekki ósjaldan að hnýtt er iyngri kynslóðina á opinberum vettvangi. „Unglingavanda- málin”ervinsællfrasi, og margir hafa hneykslast á athæfi ungl- ingana á hallærisplönám landsins og viðar.og hafa þá sýnilega oft á tiðum gleymt eigin unglings- árum. Hollt er fyrir þá, sem eldri eru, að hugleiða nokkuð það fordæmi sem eldri kynslóðirnar sýna i daglegu lifisinu og starfi. Tökum dæmi. Unglingar eru mjög hvattir til að bera virðingu fyrir og hlýða lögunum. Hvaða fordæmi veitir fullorðna fólkið i þvi efni? Þvi miður er það næsta bágborið. Oft virðist svo sem lög séu einungis setttil þess aðbrjóta þau.Skatta- lögin eru að sjálfsögðu augljóst dæmi um slfkt. Skattsvik eru þvi miður algeng og viðurlög með þeim hætti, að litt miðar i þá átt að uppræta slikan stuld. Annað dæmiog nýlegra um lög, sem eru virt aö vettugi, varðar aðgerðir einstakra aðila I mynd- bandahasamum. Auðvitaö fer ekki á milli mála, að þar brjóta ýmsir aðilar lög eins og ekkert sé — bæði lögin um einkarétt rikis- útvarpsins og ekki siður höfundarréttarlög. I siðara til- fellinu erað sjálfsögðu um beinan stuld að ræða: Höfundarrétti að efni er hreinlega stolið. Og hver eru svo viðbrögð þeirra stjórn- valda, sem eiga að sjá um að islensk lög séu virt? Þau eru engin, nema hvað ýmsir virðast hafa það helsta áhugamál að hjá^)a til við lögbrotin! NU geta menn að sjálfsögðu haft mismunandi skoðanir á þvi, hvort gildandi lög séu rétt eða ekki. Það er einfaldlega ekki málið, heldur hitt, aö lög eru lög. A meðan þau eru i gildi á að framfylgja þeim. Þeir, sem telja löginröng.eiga að fá þeimbreytt, en ekki að brjóta þau, þvi ef ein- hver þjóðfélagsþegn telur það siðferðislega rétt að brjóta ein- hver lög, sem hann er andvigur, þá hlýtur sú afstaöa að gilda gagnvart ölhim lögum i þjóðfél- aginu. Besta dæmið um alvöruleysið af hálfu opinberra aðila, og það slæma fordæmi, sem þeir veita : : Bjarki Ellasson, sem unglingasiðan tók viötal viö á siöu númer tvö. skrifaði Hlynur Grimsson pistil- inn, sem fjallaði um skólamál. A lO.siðunni komst unglinga- siðaní hann krappann, hún var nefnilega tolleruð. Voru það ó- fagrar lýsingar á þeim eldraun- um sem busar verða að ganga i gegnum. Haraldur ólafsson skrifaði „Okkar á milli sagt”, og hvatti menn til bjartsýni, i stað þeirrar yfirgengilegu svartsýni sem alls- staðar tröllriði húsum. Og allt hitt Á næstu siðu, fór unglingasiðan á stúfana og ræddi við fatlaða unglinga i Hliðaskóla, um fram- tiðaráætlanir þeirra og aðstöðu fatlaðra almennt. Gunnsteinn Ólafsson skrifaöi. pistil um videó- menninguna og fjallað var um bókina „Tvibytnan”. Snorri F. Hilmarsson skrifaði smásögu, sem bar nafnið „Af kyndugum siðum” A þeirri siðu sem siðast kom, kannaði unglingasiðan hvaða unglingabækur kæmu út, núna fyrir jólin. Bókadómur var um „Táningar og togstreita”, Sveinn Ólafsson skrifaði pistilinn, var hann helgaður hinum heitu um- ræðuin, sem fara fram um þessar mundir um reglugerð sem sett hefur verið (til höfuðs) fram- haldsskólum. Skrifað var um meting i millum framhaldsskóla- nema og Snorri B'. Hilmarsson lét móðanmása igreinsinni, „Arg, súrg, búrg og tröllin i fjöllunum. Alls eru þetta um 40 efnispóstar. Það er von okkar, sem höfum séð um þessa siðu, að hún hafi verið einhverjum til ánægju og jafnvel fróðleiks. Reynt hefur verið að hafa f jölbreytt efni og viða komið við, og vonandi er það ekki alveg unnið fyrir gýg. Þá viljum við óska næsta um- sjónarmanni þessarar siðu alls góðs, og vonum að hann bæti það upp, sem okkur hefur e.t.v. tekist miður — Hrafn Jökulsson ungu kynslóðinni, er þó þegar lög eru sett með þeim hætti, að engu er likara en að löggjafinn geri ráð fyrirþviað verulegur hluti lands- manna muni brjóta þau — og það geri bara ekkert til. Þetta á við um nýju lögin frá þvi f vor um notkun bilbelta. Þaö er 1 lög- umlandsins að allir eigi að nota slik belti, en það eru engin viður- lög við þvi aö nota þau ekki. Þau eru þvi marklaus. Þessi fáeinu dæmi sýna hversu illa eldri kynslóðinni ferst að brýna löghlýðni fyrir ungling- unum, sem enginn getur búist við að taki lögin alvarlegar en hinir fullorönu, sem hafa sett þau. Það er oft talað um kröfuhörku og frekju unglinga f dag, og vafa- laust er eitthvað til i þvi, að á meðal þeirra eins og annarra eru mörg dæmi um slikt til. Nú sfðast hafa unglingar 1 ýmsum skólum farið í verkföll til að fylgja eftir kröfum um breytingar á reglugerð. En hvaðan hafa ung- lingarnir fordæmiö? Að sjálf- sögðu frá þeim, sem eldri eru. Svo er komið I okkar þjóðfélagi, að hver einstakur hagsmunahóp- ur lemur sinar kröfur áfram með frekju og látum án tillits til nokk- urs annars. Þetta á ekki sist við um ýmsa sérhópa bæði meöal launþega og atvinnurekenda. Þar er ekki spurt um þjóðarhag heldureigin hag.Og ef rikisvaldið vill ekki verða við kröfunum þá er atvinnulifið stöðvað með verk- fóllum, rdistarstöðvunum eða þá verkbönnum. Sameiginleg hags- munamál þjóðarinnar, eins og að halda veröbölgunni 1 skefjum, týnast I þessum hrunadansi kröfuhörkunnar. Og ætlast menn svo til að unglingarnir, sem sjá þetta ófriðarbál allt 1 kringum sig, dragi ekki dám af þvi? Margt má betur fara i þessu þjóðfélagi okkar, þótt við búum að ýmsu leyti viö mun betri að- stæður en aðrar þjóðir. Við gætum einfaldlega haft það miklu betra. Ekki bara efnalega heldur félagslega. Til þess þyrfti sam- hugur að leysa sérhyggjuna af hólmi. Fólk þyrftiað fara að taka tillit tíl hagsmuna annarra engu siður en sinna eigin. Kröfuharkan og sérhagsmunapotið þyrfti að vikja fyrirfélagslegri ábyrgð ein- staklingsins. Þvi virðast litlar likur til að slikt gerist á næstunni. Þvert á móti virðist sérhagsmunapotið nú stefna þjóðfélaginu út i hörð átök um skiptingu veraldlegra gæöa — átök sem þjóðfélagið i heild mun tapa á þégar upp er staðið. Þeir, sem frekastir eru og harðsviraðastir, munu vafalaust fá eitthvað fyrir sinn snúð, en aðrir að sama skapi minna — þvi það sem einn hrifsar til sin er i reynd frá öörum tekið þegar þjóöarkakan stækkar ekki. Þetta er það fordæmi, sem ungu kynslóðinni er sýnt um þessar mundir. Og þaöverður að segjast eins og er, að atgangurinn á þessu hallærisplani íslenskra þjóðmála er sýnu verra en at- hafnir unglinga 1 miðborg Reykjavikur. —ESJ. Elías Snæland Jónsson SEXTAN — eina tímarit unglinganna ÁSKRIFT VERÐUR ÞÚ MEÐ? Nýtt blað í dreifingu m.a. efnis: HANN NOTAÐI MIG í HALLÆRI.... — ung stúlka segir frá óvenjulegu lifshlaupi BUBBI MORTHENS í hressilegu opinskáu viðtali, ásamt opnumynd DAUÐASYNDIRNAR SJÖ! (ert þú einn af syndurunum?) HVERNIG ER FYRIRMYNDARUNGLINGURINN? (er hann til?) HETJAN (ný íslensk smásaga eftir kornungan höfund) og svo KYNFRÆÐSLUSÍÐAN, LJÓSMYNDAÞÁTTURINN, POPPIÐ, PENNAVINIR og lengi mætti upp telja.... Vegna mikillar eftirspurnar um að fá blaðið í áskrift, hefur SEXTÁN ákveðið að verða við þeim óskum. Við munum bjóða þrjú næstu blöð í kynningaráskrift fyrir kr. 60.- Nýjir áskrifendur geta fyllt út þennan seðil, eða hringt í síma 28028 S| NAFN: HEIMILI: ~~T~^ LL -Í ~ _l v ** 2 o > SVEITARFÉLAG: 0).< I LU ALDUR: SÍMI: T3 i— Jt CC S LUO ° WWD-t- Ég óska eftir að verða áskrifandi frá og með: J 3. tbl. 81 (sjá hér að ofan) ÖJ 4. tbl. 81. t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.