Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 14
● fréttablaðið ● háskóli 30. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR6 Háskólinn á Hólum býður upp á þriggja ára BA-nám, eins árs diplómanám í ferðamálafræði og eins árs diplómanám í viðburða- stjórnun. Markmið námsins er að mennta fólk til virkrar þátttöku í þróun ferðaþjónustu á öllum svið- um, hafa frumkvæði að stofnun fyrirtækja og gegna stjórnunar- stöðum á sviði ferðamála. Þá er hægt að taka eins árs nám og útskrifast með diplómagráðu í fiskeldisfræði eða þriggja ára nám og fá þá BS-gráðu í sjávar- og vatnalíffræði. Jafnframt er boðið upp á meistaranám á þessu fræðasviði við skólann. Markmið BS-námsins er að mennta fólk til starfa við rannsóknir og kennslu og undirbúa það fyrir frekara nám. Markmið diplómanáms er að gera nemendur færa um að starfa í fiskeldisstöðvum, koma að stjórnun fiskeldisstöðva og stunda áframhaldandi háskólanám. Diplómanámið er boðið í fjarnámi með staðbundnum lotum. Eftir fyrsta ár í hestafræðideild skólans útskrifast nemendur sem hestafræðingar og leiðbeinendur. Eftir tveggja ára nám eru nemend- ur útskrifaðir sem tamningamenn en að loknu þriðja ári útskrifast þeir sem þjálfarar og reiðkennar- ar og eiga að vera færir um sýning- ar keppnishrossa, dómstörf í hesta- íþróttum og fleira. Til við bótar við námið er nú í boði BS-nám í hesta- fræðum, sem er sameiginleg náms- braut með Landbúnaðar háskóla Ís- lands. Það er undirbúningur að störfum í atvinnugreininni við rekstur hrossabúa og fyrir sér- hæfða þjónustu, ráðgjöf og hvers- kyns miðlun þekkingar við hrossa- ræktendur og hestamenn. - rve Áhersla á sérhæfð fög Háskólinn á Hólum starfar í þremur deildum, það er ferðamáladeild, fiskeldis- og fiskalíffræðideild og hestafræðideild. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN Háskólinn í Reykjavík hefur vaxið hratt síðan hann hóf starfsemi fyrir tíu árum og fjölgar umsóknum ár hvert. Nemendur við skólann eru um 3.000 talsins en um 1.000 nýnemar eru teknir inn á hverju ári. Ný skólabygging er óðum að rísa við Öskjuhlíð og framkvæmdir ganga vel. „Þær ganga mjög vel og við erum bara í því að að naglhreinsa um helgar,“ segir Jóhann Hlíðar Harðarson, markaðsstjóri Há- skólans í Reykjavík. Áætlað er að flytja stóran hluta starfseminnar í nýja húsið í ágúst á næsta ári og eftir tvö ár verður öll starfsemi komin niður undir Öskjuhlíð. Jóhann Hlíðar segir bygging- una verða eina best búnu skóla- byggingu í Evrópu en í haust mun námsframboð skólans enn auk- ast. „Það sem er í mestri sókn hjá okkur er nýtt meistaranám í tækni og verkfræðideild en í haust býður skólinn upp á meistara nám í fjármálaverkfræði, rekstrar- verkfræði, heilbrigðisverkfræði, hátækniverkfræði og orkuverk- fræði. Einnig fer af stað hjá okkur glænýtt nám í leiðtoga- fræði á heilbrigðissviði sem verð- ur mjög spennandi en það hefur ekki verið mikið um sérmenntun fyrir fók sem ætlar sér í stjórn- unarstörf í heilbrigðisgeiranum.“ Jóhann Hlíðar segir ásókn í tölv- unarfræði einnig vera að aukast en tölvunarfræðideild skólans sé ein sú besta á landinu. Eftirspurn eftir fagfólki á þessu sviði hafi verið mikil undan- farin ár en lítil ásókn hafi verið í námið. Það sé að breytast núna og unga fólkið sé að gera sér grein fyrir atvinnumöguleikunum eftir nám í tölvunarfræði. „Háskólinn í Reykjavík hefur því stækkað mjög hratt en svo er ekki stefnt að því að stækka mikið meira á næstu árum,“ segir Jóhann Hlíðar. „Við munum fylla í nýja meist- aranámið hægt og rólega en við viljum frekar líta á gæðin og hugsa um hvern nemanda fyrir sig en að einblína á stærð.“ - rat Nýtt hús og nýtt nám í HR Jóhann Hlíðar Harðarson, markaðsstjóri Háskólans í Reykjavík, segir skólann í stöðugri sókn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nám til BS-gráðu við Landbúnaðarháskóla Íslands · Náttúru- og umhverfisfræði · Umhverfisskipulag (grunnnám að landslagsarkitektúr) · Almenn landbúnaðarvísindi · Hestafræði · Skógfræði/landgræðsla Námið fer fram á Hvanneyri í Borgarfirði en þar hefur risið háskólaþorp í fallegu umhverfi með allri aðstöðu og skemmtilegu félagslífi. Umsóknarfrestur um BS-nám við Landbúnaðarháskóla Íslands er til 4. júní. Kynntu þér námið á heimasíðu skólans! www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Spennandi háskólanám í náttúruvísindum 30.000 blaðberar komnir til landsins Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.