Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Jóhann Lárusson smiður hringsnýst í polka og ræl milli þess sem hann smíðar hús í byggingar- vinnunni. „Ég lærði gömlu dansana fyrst í grunnskóla austur á Þórshöfn á sínum tíma og hef ég verið svona ballfær eftir það,“ segir Jóhann. Hann dreif sig á námskeið þegar hann flutti suður til Reykjavíkur árið 2000 og átta árum síðar kynnist hann samtökunum „Komið og dansið“. „Þá fara nú hjólin fyrst að snúast hjá mér í dansinum,“ segir Jóhann. „Við dönsum mest swing og tjútt og svo gömlu dansana en gömlu dansarnir eru algjör hreinasta snilld. Margir halda að þeir séu bara hliðar saman hliðar en flóran af gömlu dönsunum er mjög breið. Þegar maður er búinn að læra þá þá er þetta alveg ótrúlega skemmtilegt. Ég segi við alla sem vantar eitt- hvað að gera, „farið og lærið að dansa“. Jóhann segir hópinn ferðast mikið saman um landið og fara í dansferðir til útlanda. Ekkert áfengi er haft um hönd á böllunum en fólk skemmtir sér bara við að dansa. Hann kallar dansinn mannrækt en hópurinn hittist alla fimmtudaga og dansar. „Dansinn er góður fyrir líkama og sál og það er ekkert rómantískara en að dansa. Það er svo mikil nánd við hvort annað í gömlu dönsunum og ég segi alltaf að það gengur enginn dans upp nema við stígum sama taktinn og ef fólk nær því í dansinum, nær það þá ekki taktinum víðar í lífinu?“ Jóhann segist halda áfram að mæta á dansiböllin meðan hann endist til og mætir á hverjum fimmtudegi til snúast með dömurnar. „Já mikil ósköp. það myndi vanta mikið í mitt líf ef ég hefði ekki dansinn. Ég setti saman vísu sem hljóðar eitthvað á þessa leið: Að svífa um flötinn, sporið er gleitt og finna þig maga við maga. Bara ég fengi vikunni breytt í fleiri fimmtudaga. heida@frettabladid.is Gömlu dansarnir eru hreinasta snilld Jóhann Lárusson í ljúfum vínarvalsi með Eddu Karlsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SNERTING MIKILVÆG Fyrirburar hafa mjög gott af náinni snertingu við foreldra sína og virðist hún draga úr streitu og sársauka, samkvæmt kanadískri rannsókn. HEILSA 2 ÍSLENSKAN HEILLAR Ítalinn Antonio Costanzo fór að læra íslensku upp á eigin spýtur og er nú að þýða Hávamálin yfir á móðurmál sitt. NÁM 3 Compeed plásturinn Fyrir útivistarfólk Fæst í apótekum • Verndar fætur og hindrar blöðrumyndun • Vatnsheldur – vörn gegn bakteríum • Dregur úr óþægindum og sársauka Hótel Hvolsvöllur leitar eftir myndlistarfólki sem hefur áhuga á að setja upp sýningar á eigin verkumí sölum hótelsins,í sumar og haust Áhugasamir hafi ð samband í síma 588-7050 eða með tölvupósti si@sigurnes.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.