Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 14
14 2. júní 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Kjartan Ólafsson hefur farið fram á það við Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra að hann biðjist fyrir hönd ríkisins afsökun- ar á því að sími Kjartans og ann- arra var hleraður á sínum tíma. Björn hefur svarað því efnislega svo að dómur sögunnar sé fallinn. Kjartan og allt hitt fólkið hafi átt hleranirnar skilið. Rétt eins og nafnbótin dóms- málaráðherra veiti vald til að fella þann dóm. Das Leben der Anderes Í blaði var haft eftir Birni í umræðum á alþingi um þessar símhleranir að hann sjálfur vissi meira um þessi mál en aðrir þátt- takendur í umræðunni því hann hefði kynnt sér þau svo vel. Málshefjandi umræðunnar var Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar. Þegar hann var eins árs var síminn hleraður heima hjá foreldrum hans, Úlfi og Helgu Hjörvar 1968, en lengra ná gögn um þessar njósnir ekki. Meðan mamma hans eða pabbi hafa verið að segja nákomnum ættingjum frá stráknum sínum þá hefur setið á Lögreglustöðinni óvandabundinn fjandmaður og hlustað og skrifað skýrslu handa þeim sem allt þurfti að vita, búinn að hreiðra um sig í lífi fjölskyldunnar eins og ókunn óværa. Svo hefur hann farið að hlusta á Arnar Jónsson tala við pabba sinn eða Finnboga Rút tala við tengdason sinn... Við þekkjum þessa afkáralegu sítúasjón úr þýsku myndinni Das Leben der Anderes þar sem segir frá hlerunum í Austur-Þýskalandi en Björn Bjarnason hefur einmitt sakað Kjartan Ólafsson um tengsl við það ríki í málsvörn sinni. Samt er það svo að það eru aðgerðir sjálfstæðismannanna sem líkjast aðferðum austur-þýsku komm- únistanna. Hlutskipti Kjartans er andófsmannsins. Í svari sínu segir Björn Bjarna- son efnislega við Helga Hjörv- ar: sökum yfirburða þekkingar minnar á þessum málefnum veit ég að foreldrar þínir voru hættu- legir þjóðaröryggi. Þau voru glæpamenn. Þau voru sambæri- leg við hryðjuverkamenn nútím- ans. Þau fyrirgerðu rétti sínum til einkalífs. Þú og þitt fólk eigið ekki tilkall til sömu mannréttinda og ég og mitt fólk. Dómur sögunnar er fallinn: við höfðum rétt fyrir okkur, þið rangt. Var Arnar Jónsson terroristi? Við búum sem sé við dómsmála- ráðherra sem ber ekki skynbragð á lýðréttindi borgaranna og telur glæpsamlegt að hafa aðrar stjórn- málaskoðanir en hann sjálfur. Og fólk með rangar skoðanir lítur hann á sem annars flokks borgara. Erfitt er að una því að ráðherra með slíkar ranghugmyndir sitji í skjóli Samfylkingarinnar. Í svari sínu verður Birni tíð- rætt um hina svokölluðu „hættu á hryðjuverkum“ sem reynst hefur eftirlitssinnuðum ráðamönnum eins og honum sannkölluð himna- sending. Þar með leggur hann að jöfnu sjálfsmorðssprengjumenn nútímans og til dæmis Arnar Jóns- son og Þórhildi Þorleifsdóttur. Erfitt er að styðja ríkisstjórn sem felur manni með slíka sýn á með- borgara sína að hafa yfirumsjón með eftirliti og öryggi. Kannski mun sagan dæma störf til dæmis Lúðvíks Jósepssonar. Kannski var hann of bjartsýnn í skuttogaraæðinu, og kannski hélt hann að Íslendingar myndu ganga vel um auðlindina þegar hann hafði forystu um útfærslu landhelginnar í tíð fyrri vinstri stjórnarinnar. En hann var ekki óþjóðhollur maður. Sími Lúðvíks var hleraður árið 1961, eftir að hann hafði gegnt ráðherradómi og knúið fram útfærslu landhelg- innar. Þetta var á þeim tíma þegar sjálfstæðismenn voru að semja við Breta og Þjóðverja um lykt- ir landhelgismálsins og binda hendur Íslendinga í því máli. Í því ráðabruggi var Lúðvík helsti andstæðingur stjórnar innar og fráleitt annað en að tengja hler- anirnar því. Sem sé: pólitískar njósnir um andstæðing og áform hans. Finnbogi Rútur er almennt tal- inn hafa verið lykilmaður í alls kyns brúarsmíði í pólitíkinni. Sími hans var hleraður og þar með hefur Bjarni Ben. eflaust fengið ýmsar ómetanlegar upplýsingar. Aftur: ríkisvaldinu beitt í þágu eins flokks. Greining og hættumat hvers? Í ræðu sinni á alþingi lagði Björn Bjarnason megináherslu á sam- hengið í njósnastarfsemi lögregl- unnar, hún starfi eins í dag og hún gerði þá: „Lögregla skipuleggur aðgerðir í samræmi við grein- ingu og hættumat,“ segir hann af mar skálkslegum myndugleik. Þessi ummæli hljóta að vekja ugg. Er hættumatið og greiningin eins og þegar síminn var hleraður hjá Úlfi Hjörvar? Ætli síminn sé ekki enn hleraður hjá Ragnari Arnalds? Verða Björn og Haraldur Johannes- sen ekki að fá að vita „í samræmi við greiningu og hættumat“ hvað Steingrímur J. og Katrín Jakobs- dóttir eru að bralla? Má ekki ganga út frá því sem vísu að sími Stefáns Pálssonar sé hleraður? Árni Finns- son, Guðmundur Páll Ólafsson og aðrir forystumenn náttúru- verndarfólks – eru þeir ekki þjóð- hættulegir að mati Björns? Er Ingibjörgu Sólrúnu treystandi? Sennilega er tímabært að fram fari „greining og hættumat“ á störfum dómsmálaráherrans. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki UMRÆÐAN Flugvallarmál Um daginn skrapp ég til þeirrar skemmtilegu kanadísku borgar Toronto, þar rann upp fyrir mér lausn á seigdrepandi flugvallarþráteflinu í Reykjavík. Við verðum að finna leið út úr þessu þrasi. Stór hópur fólks sættir sig ekki við að flugið færist til Kefla- víkur. Jafnstór hópur vill ekki sjá urmul af flugvelli í Vatnsmýri. Það verður engin sátt um annan hvorn kostinn í nánustu framtíð. Hólmsheiðin og Löngu- skerin eru ekki að gera sig. Það tapa allir á stór- styrjöld um þetta mál. Það þarf lausn. Nýr flugvöllur Toronto er í Keflavíkurfjarlægð frá borginni. En á rifi nálægt miðborginni er lítill flugvöllur frá gamalli tíð með áherslu á lítill. Þetta er stutt flugbraut og önnur skáhallt á hana og búið. Tekur sáralítið pláss. Engin risavaxin ,,samgöngu- miðstöð“. Engin auð flæmi allt í kring. Tekur ekki nema brotabrot af svæðinu sem fer undir Reykja- víkurflugvöll. Ég þykist vita að eitt og annað sé ekki sambærilegt með þessum tveimur völlum og notkuninni á þeim en munurinn á landnýt- ingunni er ótrúlegur. Ég er fylgjandi því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni – fyrir því liggur líka niður- staða úr allsherjaratkvæðagreiðslu meðal borgarbúa – og ég held að hann geri það á endanum. Þangað til legg ég Toronto- hugljómunina í púkkið: Völlurinn taki ekkert pláss umfram nauðsyn. Þá þarf líka að gera betur en í tillögu sem til er um minnkaðan flugvöll. Kannski er hægt að efna til samkeppni þar sem sá eða sú vinnur sem kemst af með minnsta plássið og sýnir fram á minnsta raskið? Líka upplagt að nýta vannýtta Perluna undir flugstöð eins og einhver hefur bent á. Þá verður líka hægt að klára að skipuleggja Vatnsmýrina. Flugvöllurinn atarna verði fyrir sjúkraflug og áætlunarflug innanlands. Einkaþotur, hobbírellur og allt annað flug fari til Keflavíkur eða upp á Sandskeið. Svo þegar hraðtenging við Keflavík verður orðin að veruleika í framtíðinni minnkar þörfin fyrir þann litla í Vatnsmýrinni. Þá kemur að því að hægt verði að leggja hann niður, án þess að það þurfi að troða þeirri ákvörðun ofan í kokið á neinum. Höfundur er lausamaður. Flugvöllurinn fari og veri J örð hefur skolfið á Suðurlandi síðustu dægrin með þeim hætti sem eftir er tekið og fært verður í sögubækur. Þegar slík tíðindi verða stendur öll þjóðin saman sem einn maður og hugur allra er hjá þeim sem orðið hafa fyrir áfalli. En það skelfur víðar en á Suðurlandi, þótt í óeiginlegri merk- ingu sé, og nýjar skoðanakannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna á landsvísu og í borgarstjórn Reykjavíkur benda til viðvarandi skjálftavirkni í íslenskum stjórnmálum. Má raunar fullyrða, að ekki hafi í annan tíma átt sér stað jafn mikil og margbrotin gerj- un á hinum pólitíska vígvelli og einmitt nú. Þjóðarpúls Gallup sýnir þannig forvitnilega þróun í fylgi ríkisstjórnarflokkanna. Samfylkingin bætir umtalsvert við sig og er komin nokkuð yfir kjörfylgi. Á sama tíma tapar Sjálfstæðisflokkurinn nokkru fylgi. Ríkisstjórnin nýtur enn stuðnings meirihluta landsmanna, eða 56 prósenta, sem er þó talsvert lægra en þegar hún var mynd- uð, þegar hvorki meira né minna en áttatíu prósent þjóðarinnar lýsti stuðningi við hana og þótti þá tíðindum sæta. Staða stjórnarandstöðuflokkanna er ekki síður hnýsileg. Enn sem fyrr sýnast Vinstri grænir sækja fylgi óánægðra úr ýmsum flokkum milli kosninga og styrkjast umtalsvert. Að mörgu leyti er það ekki óeðlilegt hjá öflugum stjórnarandstöðuflokki við þær aðstæður sem nú eru í þjóðfélaginu, þar sem ríkisstjórnin er í margvíslegri vörn með réttu eða röngu vegna aðsteðjandi efna- hagsvanda. Að sama skapi hlýtur að teljast umtalsvert pólitískt afrek hjá forystumönnum Framsóknarflokks og Frjálslyndra að tapa fylgi í könnunum milli mánaða við þessar aðstæður og bendir það ekki til þess að þeir hafi fundið flokkum sínum nýtt og brýnna erindi að breyttum breytanda. Bæti stjórnarandstöðu- flokkar ekki við sig fylgi við aðstæður sem þessar er vandséð hvenær slík þróun getur átt sér stað yfir höfuð. Vitaskuld er aðeins stutt liðið á kjörtímabilið og því langt til kosninga, en samt hlýtur að fara um þá sem fengið hafa skýr skilaboð í umræddum skoðanakönnunum. Hvernig ætla sjálf- stæðismenn að bregðast við verstu fylgistölum í sögunni þegar kemur að borgarstjórn? Sýnist sókn formanns Framsóknar- flokksins á fornar slóðir ætla að bera tilætlaðan árangur? Hver verða viðbrögð annarra flokka við því að Samfylkingin er við það að mælast með hreinan meirihluta í borginni og eflist mjög að burðum í landsmálunum sömuleiðis? Verður það máske til þess að fleiri viðri sjónarmið sín um Evrópusambandsaðild, sem Samfylkingin hefur setið ein að um nokkra hríð? Munu Evrópu- sinnar í öðrum flokkum jafnvel hugsa sér til hreyfings í auknum mæli? Ekki leikur á tveim tungum að Evrópumálin og spurningin um aðild að myntbandalagi Evrópu munu vega þyngra í umræð- unni á næstu vikum og mánuðum, eftir því sem þrengja tekur í heimilisbókhaldi landsmanna og fyrirtækjanna okkar. Um leið mun aukast spurn eftir félagslegri velferð og auknu réttlæti, þegar sífellt fleiri finna hvar skórinn kreppir. Þeim stjórnmála- öflum sem tekst að sinna þessu kalli við breyttar aðstæður mun áreiðanlega vegna vel. Hinir, sem ekki skynja samtíma sinn, eiga á hættu að þrjóta örendi í pólitísku tilliti og falla að lokum í gleymskunnar dá. Mikil og margbrotin gerjun á stjórnmálasviðinu: Pólitísk skjálftavirkni BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR Greining og hættumat ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | HJÖRLEIFUR SVEINBJÖRNSSON Hlerunarmálið Kerfið virkaði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fór lofsamlegum orðum um Tetra-fjar- skiptakerfi björgunar- og viðbragðs- aðila í Suðurlandsskjálftunum fyrr í vikunni. Á fundi með blaðamönnum sagðist hann glaður geta sagt að engin vandræði hefðu komið upp með fjarskipti björgunaraðila, utan þess að sjúkrahúsin hefðu verið utan sambands enda ekki tengd hinu góða Tetra-kerfi. Nú væri ríkisstjórnin hins vegar búin að ákveða að veita fé til þess að tengja mætti sjúkrastofnanir með Tetra svo starfsmenn og stjórnendur þar mættu í framtíðinni vera með á nótunum. Öll vötn til Orkuveitunnar Björn hefur þó ekki alltaf verið jafn hrifinn af Tetra-kerfinu eins og lesa má í færslu sem hann skrifar á heimasíðu sína 15. febrúar 2004. Þá var Tetra hluti af pólitískri umræðu um Orkuveitu Reykjavíkur sem sjálf- stæðismenn, með Björn sjálfan í broddi fylkingar, sökuðu R-lista- flokkana um að vanstýra þvert á hags- muni Reyk- vík- inga. Tetra-væddir Dómsmálaráðherrann og heilbrigðis- ráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hljóta því að hafa andað léttar þegar í ljós kom síðastliðinn fimmtudag að Tetra, sem þeir fjórum árum áður gagnrýndu, virkaði. Enda núna komnir í aðra stöðu, þeirra flokkur kominn til valda í borg- inni og Orkuveitunni og Guðlaugur Þór orðinn ráðherra heilbrigðisstofn- anna sem nú stendur til að „Tetra-væða“. olav@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.