Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 66
42 28. júní 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Stelpurnar í íslenska landsliðinu fögnuðu 7-0 sigrinum á Grikkjum með því að horfa á undanúrslit EM og borða síðan saman í höfuðstöðvum KSÍ. Rakel Hönnudóttir sló svo í gegn með gítarspili í hófi heima hjá Katrínu Ómars- dóttur. Katrín sjálf ku hafa látið gítarinn í friði en hún hefur þó gefið út að hún sé afbragðs gítarleikari. Þóra B. Helgadóttir, markmaður liðsins, sér ekki eftir því að hafa snúið aftur í landsliðið. Hún hætti að gefa kost á sér vegna mikilla anna í vinnu en eftir meiðsli Guðbjargar Gunnarsdóttur sneri hún aftur. Hún vinnur hjá DHL í Belgíu þar sem hún spilar með Anderlecht. „Ég nota sumarfríið mitt til að spila með landslið- inu en það er ekkert slæmt. Ég fæ eitthvert frí um jólin,“ sagði Þóra glaðbeitt. Hún gefur áfram kost á sér í landsliðið en hún hafði ekki mikið að gera í síðustu tveimur leikjum. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort spilaður verði vináttuleikur eða -leikir til undirbúnings fyrir leikinn gegn Frökkum, mikilvægasta leik í sögu íslenskra landsliða. „Ég er á báðum áttum hvort við eigum að spila leik, það væri mjög fínt þar sem þessir síðustu tveir leikir voru frekar auðveldir,“ sagði Þóra sem fékk á sig fjögur skot að markinu, og aðeins eitt á markið í leikjunum gegn Slóvenum og Grikkjum. „En það má ekki gleyma því að það er mikið álag á stelpunum um þetta leyti. Það er mikið spilað hér heima og Valur fer í Evrópukeppnina. Menn verða kannski fyrir álagsmeiðslum og slíkt. Það verður væntanlega farið vel yfir þetta,“ sagði Þóra en tímabilið hennar hjá Anderlecht hefst um miðjan ágústmánuð. Þóra er vítaskytta Anderlecht og viðurkennir hún að hafa vonast eftir því að Ísland fengi vítaspyrnu gegn Grikkjum. „Ég var að vonast eftir því að skora úr víti. Ég hef reynt að gerast vítaskytta landsliðsins en án árangurs,“ sagði Þóra kímin en hún mat mikils stuðning áhorfenda á Laugardalsvelli. „Stuðningurinn var alveg frábær. Ég held að þetta sé besti heimavöllur í Evrópu. Það er þessi stuðningur sem við munum sakna hvað mest úti í Frakklandi,“ sagði Þóra. ÞÓRA B. HELGADÓTTIR: SEGIR LAUGARDALSVÖLL VERA BESTA HEIMAVÖLL Í EVRÓPU Sér ekki eftir því að eyða sumarfríi í landsliðið > Komin verkefni fyrir landsliðið Undirbúningur íslenska handboltalandsliðsins fyrir ÓL í Peking er að komast á hreint. Spænska landsliðið mun að öllum líkindum sækja Ísland heim 18. og 19. júlí og spila tvo leiki við strákana okkar. Í kjölfarið heldur landsliðið til Frakklands þar sem það tekur í þátt í þriggja liða móti með Frökkum, Spánverjum og Egyptum. Einar Þorvarðarson, framkvæmda- stjóri HSÍ, sagði að einnig yrði reynt að fá verkefni skömmu fyrir brottför til Kína og jafnvel kæmi til greina að fá leik í Peking. HANDBOLTI Sigursælasta félag Þýskalands síðustu ár og að margra mati besta félagslið heims, Kiel, er við það að ná samningum við Alfreð Gíslason. Hinn sigur- sæli Noka Serdarusic er hættur að þjálfa félagið eftir fimmtán ára veru en á þessum fimmtán árum gerði hann félagið ellefu sinnum að þýskum meisturum. Kiel vann meðal annars tvöfalt í ár og þre- falt í fyrra. Það var Ciudad Real sem stóð í vegi fyrir því að Kiel ynni aftur þrefalt. Eftir því sem þýskir fjölmiðlar greindu frá í gær er málið langt komið og er búist við því að Alfreð skrifi undir fljótlega. Kiel þarf að greiða vel til að fá Alfreð en hann er samningsbundinn Gummers- bach til 2010. Kiel hefur boðið Gummersbach 750 þúsund evrur til að losa Alfreð undan samningi en það eru rúmlega 95 milljónir íslenskra króna. Talið er að Gum- mersbach hafi einfaldega ekki efni á að hafna slíku tilboði. Gangi félagið að tilboðinu, sem talið er að það geri, verður Alfreð dýrasti þjálfarinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar en aldrei hefur slík upphæð verið greidd fyrir þjálfara áður í þýska boltanum. Málið er það langt komið að Gummersbach er þegar talið vera búið að semja við Bosníumanninn Sead Hasanefendic um að taka við liðinu. Hann er þjálfari Túnis sem stendur en þjálfaði Gummersbach á árum áður og er þess utan búsett- ur í bænum. Talið var að fimm þjálfarar kæmu til greina sem arftakar Serdarusic. Ásamt Alfreð var talað um Staffan Olsson, Magnus Andersson, Ola Lindgren og svo var einnig talið koma til greina að Stefan Lövgren yrði tímabundið þjálfari liðsins. Þýska blaðið Kölner Express hélt því aftur á móti fram að það væri enginn slík- ur listi í gangi. Alfreð Gíslason væri listinn hjá Kiel. Uwe Schwenker, framkvæmda- stjóri Kiel, sagði í viðtölum í gær að Kiel vildi fá norrænan þjálfara og tók sérstaklega fram að Alfreð Gíslason uppfyllti allar þær kröf- ur sem félagið gerði til næsta þjálfara. Að Alfreð sé talinn líklegastur allra til að taka við Kiel segir meira en mörg orð um orðspor hans sem þjálfara. Kiel er gríðar- lega sigursælt félag með marga af bestu handboltamönnum heims innan sinna raða. Félagið á mikið af peningum og að þjálfa Kiel er draumur flestra þjálfara. Fari svo að Alfreð yfirgefi Gummersbach verður Róbert Gunnarsson eini Íslendingurinn eftir í herbúðum félagsins. Guð- jón Valur Sigurðsson er farinn til Rhein Neckar Löwen og Sverre Jakobsson er farinn í HK. Serdarusic er reyndar orðaður við Löwen í þýskum fjölmiðlum en ljóst er að mörg félög renna hýru auga til þessa frábæra þjálfara sem af mörgum er talinn vera sá besti í heiminum. Alfreð sagði við Fréttablaðið í gær að hann gæti ekkert tjáð sig að svo stöddu. henry@frettabladid.is Kiel til í að greiða um 100 milljónir fyrir Alfreð Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að þýska stórliðið Kiel ætli sér að ráða Alfreð Gíslason sem næsta þjálfara félagsins. Kiel er talið vera tilbúið að greiða Gummersbach um 100 milljónir til að fá Alfreð strax en það er einstök upphæð. Á LEIÐ TIL BESTA FÉLAGS HEIMS? Alfreð Gíslason gæti orðið dýrasti þjálfarinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar fari svo að hann taki við Kiel sem margir telja besta félags- lið heims. Kiel er tvöfaldur meistari í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Sjálfstraustið og hrok- inn í Eric Cantona hefur ekkert minnkað þótt það séu meira en tíu ár liðin síðan hann lagði skóna á hilluna. Cantona hefur ekki áhuga á að taka við franska landsliðinu þótt hann haldi því fram að hann myndi gera miklu betri hluti en fyrrverandi þjálfari, Raymond Domenech, eða líklegur eftir- maður hans, Didier Deschamps. „Ég ætla að snúa aftur í ellefu manna fótbolta til að verða besti stjóri í heimi. Ég ætla nálgast starfið eins og listamaður og gefa fótboltanum eitthvað nýtt,” sagði Cantona kokhraustur en hann hefur þjálfað franska strandfótboltalandsliðið að und- anförnu. „Auðvitað væri ég langbesti kosturinn til þess að taka við franska landsliðinu. Deschamps mun bara taka upp þráðinn frá Domenech en undir minni stjórn myndi liðið spila miklu fallegri fótbolta,“ sagði Cantona sem vill stjórna Man. Utd eða enska landsliðinu í næstu framtíð. - óój Eric Cantona er ekki að skafa utan af hlutunum: Verð besti stjóri í heimi GUÐS GJÖF Eric Cantona vill verða stjóri í Englandi. NORDICPHOTOS/GETTY - lífið er leikur www.motormax.is Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 Mótormax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 Mótormax Akureyri - Sími 460-6060 Mótormax hefur úrvalið af bátum og mótorum Steady harðplastbátar Skemmtilegu norsku bátarnir með eiginleika slöngubáta og styrkinn úr harðplastinu. Verð 114.000 Ending og traust er aðall Yamaha. Vandaðir mótorar á góðu verði. Verð frá 135.000 Nýkomnir glæsilegir Yamarin bátar Verð 3.150.000 Yamaha utanborðsmótorar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.